Morgunblaðið - 03.02.2017, Síða 44
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Öðrum sleppt úr gæsluvarðhaldi
2. Játning liggur ekki fyrir
3. „Í stríð við Kína á næstu tíu árum“
4. Úrskurðaður í áframhaldandi …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningin Panik með verkum Ilmar
Stefánsdóttur, myndlistarkonu og
leikmyndahönnuðar, verður opnuð í
A-sal Listasafns Reykjavíkur í kvöld
kl. 20. Klukkustund síðar fremur Ilm-
ur gjörning í fjölnotasal Hafnarhúss
við undirleik dúettsins Cyber.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ilmur opnar sýningu
og fremur gjörning
Bandaríski tón-
listarmaðurinn
Stephen Dorocke
heldur tónleika í
Mengi í kvöld kl.
21. Hann býr og
starfar í Chicago
þar sem hann tek-
ur virkan þátt í
öflugri spunasenu stórborgarinnar. Á
tónleikum í Mengi mun hann einbeita
sér að hljóðlátari blæbrigðum hljóð-
færis síns, Resophone, sem er nokk-
urs konar umbreyttur gítar.
Stephen Dorocke
leikur í Mengi í kvöld
Leonards Cohen verður minnst á
Græna hattinum í kvöld. Eru þetta
fyrstu tónleikar sveitar sem leidd er af
Daníel Hjálmtýssyni. Tónleikarnir
verða endurteknir á Café Rosenberg
10. febrúar og 7. apríl og eru aðeins
örfáir miðar eftir. Með Daníel koma
fram Benjamín Náttmörður Árnason,
Magnús Jóhann Ragn-
arsson, Pétur Daníel
Pétursson, Snorri
Örn Arnarson, Ís-
old Wilberg
Antonsdóttir og
Guðrún Ýr Ey-
fjörð.
Tónleikahald til
minningar um Cohen
Á laugardag Sunnan og síðar suðaustan 8-13 m/s og skúrir eða
él, en þurrt norðaustanlands. Austlægari og rigning eða slydda
austanlands um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 8-15 m/s og rigning
eða slydda með köflum, talsverð úrkoma suðaustantil. Hiti 0 til 8
stig, hlýjast suðaustanlands.
VEÐUR
Það urðu óvænt úrslit í Olís-
deild karla í handknattleik
sem fór af stað í gær eftir
langt jóla- og HM-frí. Topp-
liðin Afturelding og Haukar
töpuðu bæði á heimavelli og
þrjú neðstu liðin, Stjarnan,
Grótta og Akureyri, fögnuðu
öll sigrum. Botnbaráttan er
orðin ansi hörð en fjögur
neðstu liðin eru öll með 13
stig. Afturelding er á toppn-
um, tveimur stigum á undan
Haukum. »2-3
Toppliðin töpuðu
bæði á heimavelli
„Mér finnst alveg rosalega
gaman að geta gefið eitthvað
til baka til félagsins, annað
en það sem maður gerir inni
á vellinum og í vinnu fyrir
það. Þetta er mikilvægt
fyrir félagið og það er
yndislegt að vera valdur
að því,“ segir Gunnleifur
Gunnleifsson, fyrrver-
andi landsliðsmarkvörð-
ur, en Breiðablik fær á
fimmtu milljón fyrir þá
leiki sem
hann var í
hópi Íslands í
undankeppni
EM 2016. »1, 4
Gaman að geta gefið
til baka til félagsins
Stjarnan komst uppfyrir KR og á topp
Dominos-deildar karla í körfuknatt-
leik í gærkvöld og Tindastóll styrkti
stöðu sína í þriðja sætinu með því að
leggja Keflvíkinga að velli. Njarðvík
hélt áfram sigurgöngunni og lagði
Skallagrím með góðum endaspretti í
Borgarnesi og Grindvíkingar komu
sér betur fyrir í efri hluta deildarinnar
með því að sigra ÍR-inga. »2-3
Njarðvíkingar eru
áfram á sigurbrautinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ungmennafélag Borgarfjarðar
eystri verður 100 ára í ár og efnir af
því tilefni til utanvegahlaups um
Dyrfjöll. Dyrfjallahlaupið fer fram
22. júlí og verður hlaupið frá Hóla-
landi í Borgarfirði, í Stórurð og það-
an í Bakkagerðisþorp í Borgarfirði.
Skráning hefst í hlaupið um helgina
og er búist við góðri þátttöku því vin-
sældir utanvega- og fjallahlaupa hér
á landi hafa aldrei verið meiri.
„Félaga í Ungmennafélagi Borg-
arfjarðar eystri hafði lengi dreymt
um að halda einhverskonar hlaup á
svæðinu, það hefur verið mikil
sprenging í hlaupum undanfarin ár
og þá sérstaklega utanvegahlaupum
og nú fannst þeim vera komið gott
tilefni til þess að halda eitt slíkt fyrir
austan,“ segir Inga Fanney Sigurð-
ardóttir hjá ThuleTrails en hún sér
um framkvæmd hlaupsins.
Hækkunin er áskorun
Hlaupið er 23 km að lengd og er
heildarhækkunin 1087 m sem er með
því meira sem gerist í flestum ut-
anvegahlaupum á Íslandi, að sögn
Ingu Fanneyjar. „Þetta er sönn
áskorun fyrir þá sem eru aðeins byrj-
aðir í sportinu en laðar líka að þá sem
eru reyndari. Svæðið sem hlaupið er
um er stórbrotið og útsýnið flott.
Þetta er vinsælt göngusvæði en það
hefur ekki verið gert út á hlaupa-
ferðamennsku þar. Það verður
hlaupið á stígum og slóðum alla
leið og að því leyti er þetta
þægileg leið. Heimamenn í
ungmennafélaginu völdu
leiðina en þeir þekkja svæðið
best og fannst þetta vera
fallegasta og skemmtileg-
asta leiðin til þess að
bjóða upp á,“ segir Inga
Fanney en hún býst við
50 til 100 þátttakendum í
hlaupið í sumar.
Nýjasta útivistaræðið
Iðkendum fjalla- og utanvega-
hlaups hefur fjölgað mikið síðustu ár
og segir Inga Fanney slík hlaup tví-
mælalaust vera eitt af vinsælustu
„æðunum“ í útivist og hreyfingu.
„Þau hafa svolítið tekið við af götu-
hlaupaæðinu, enda fara þau betur
með liði og fólk fær síður álagsmeiðsl
í utanvegahlaupi. Svo er fólk að upp-
götva þessa stórkostlegu leið til að
ferðast. Það sem ég held að eigi eftir
að vaxa núna er að fólk fari í fríinu
sínu eða sameinist í hópa og upplifi
landið hlaupandi án þess að vera
endilega í keppni,“ segir Inga Fann-
ey.
Hægt er að skrá sig í hlaupið á vef-
síðunni dyrfjallahlaup.is.
Hlaupaleiðin er stórbrotin
Utanvegahlaup
hlaupið um Dyrfjöll í
fyrsta skipti í sumar
Ljósmynd/Helgi Magnús Arngrímsson
Fjallahlaup Hlaupið verður um Stórurð sem Dyrfjöll gnæfa yfir. Stórurð er í Urðardal í Hjaltastaðaþinghá og þykir
stórfenglegt náttúrufyrirbrigði. Dyrfjallahlaupið fer fram 22. júlí næstkomandi og er 23 km að lengd.
Allir geta byrjað að æfa utanvegahlaup, að sögn Ingu Fanneyjar, það
eina sem þarf eru utanvegahlaupaskór og klæðnaður eftir veðri.
„Formið kemur svo smám saman. Á Íslandi þar sem er stutt út í nátt-
úruna er auðvelt að koma sér af stað. Þeir sem eru á höfuðborg-
arsvæðinu geta t.d farið upp í Heiðmörk eða Öskjuhlíð til að æfa sig
og bætt svo smám saman við. Þá eru mörg keppnishlaup í boði á Ís-
landi.“
Inga Fanney hefur sérhæft sig í hlaupaferðamennsku og segir
mikið af útlendingum koma hingað til að hlaupa, þá sérstaklega
frá Norður-Ameríku þar sem utanvegahlaup eiga sér langa sögu.
Þá bjóða ThuleTrails líka upp á ferðir fyrir hlaupara út fyrir land-
steinana t.d. til Tenerife þar sem eyjan er skoðuð á hlaupum.
Nálægð við náttúruna kostur
HLAUPAFERÐAMENNSKA VAXANDI
Inga Fanney
Sigurðardóttir