Morgunblaðið - 22.02.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Er kalt hjá þér?
Anddyris-
hitablásarar
hitataekni.is
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Erfiðasti hnúturinn á lokaspretti
sjómannadeilunnar var fæðiskostn-
aður sjómanna og skattgreiðslur af
fæðispeningun-
um. Hann losnaði
ekki fyrr en sam-
komulag náðist
milli viðsemjend-
anna í nýju sjó-
mannasamning-
unum um að
útgerðir skuli
framvegis láta
skipverjum fullt
fæði í té endur-
gjaldslaust.
Fæðishlunnindi teljast þó eftir
sem áður skattskyldar tekjur sjó-
manna líkt og fæðispeningarnir og
ber sjómönnum að greiða tekjuskatt
af þeim samkvæmt skattalögum.
Spurður hver ávinningurinn sé af
samkomulaginu segir Hólmgeir
Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó-
mannasambands Íslands, að hann sé
heilmikill. Fæðispeningarnir sem
greiddur var skattur af dugðu ekki
alltaf til að greiða fæðiskostnaðinn
og sjómenn þurftu því að borga sjálf-
ir til viðbótar fyrir fæðið.
Hólmgeir segir það vissulega rétt
að almennar skattareglur gilda um
frítt fæði. „Hlunnindamatið fyrir
fullt fæði er 1.327 kr. á dag sem
menn þurfa að borga skatt af en það
eru 490 kr. á dag í lægra þrepinu og
614 kr. í efra þrepinu,“ segir hann.
„Ég tel þetta vera mikinn ávinning
vegna þess að fæðispeningarnir
dugðu ekki alltaf fyrir fæðiskostn-
aðinum. Sem dæmi má taka að áður
voru þeir 1.681 króna í efsta þrepi og
svo bættist orlof ofan á það þannig
að þetta voru rúmar 1.800 krónur.
Þegar búið var að taka skattinn af
þeirri upphæð stóðu eftir 1.000 kr.
upp í fæðið. Ef fæðiskostnaðurinn
var 1.800 þá þurftu menn að borga
800 krónur til viðbótar en þurfa núna
að borga 614 kr. Ég held líka að fæð-
iskostnaðurinn hafi að jafnaði verið
meiri en þessar 1.800 krónur. Þetta
er því ávinningur,“ segir hann.
Sjómenn hafa lengi krafist þess að
fá afnám sjómannaafsláttarins bætt.
Spurður um þetta bendir Hólmgeir á
að stjórnvöld ætli að láta fara yfir
þessi mál.
,,Ráðherrann bauð upp á skoðun á
dagpeninga- og fæðismálum og ég
reikna með að yfirvöld fari í þessa
skoðun og komi þessum málum í eina
reglu. Það kemur svo bara í ljós
hvort í því verður ávinningur fyrir
okkur eða ekki en við sköðumst alla
vega ekki á því.“
Segir mikinn ávinning
af breytingunum
Fá frítt fæði um borð en greiða skatt af hlunnindunum
Morgunblaðið/Ófeigur
Til veiða Útgerð lætur skipverjum fullt fæði í té án endurgjalds. Greiddur
er skattur af 1.327 kr. fyrir fullt fæði á dag en ekki af því sem umfram er.
Hólmgeir
Jónsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambands Íslands,
segir að þátttaka sjómanna í at-
kvæðagreiðslunni um kjarasamning
sjómanna og útgerðarmanna hafi
verið góð, en alls greiddu 53,7% sjó-
manna sem voru á kjörskrá atkvæði,
eða 1.189 sjómenn af 2.214.
„Ég vil ekki meina að þátttaka
sjómanna í þessari atkvæðagreiðslu
hafi verið lítil, miðað við það sem
gengur og gerist, heldur hafi þátt-
takan verið góð,“ sagði Hólmgeir í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hólmgeir benti á að þegar kosið
var um boðun verkfalls í fyrra, hafi
verið um rafræna kosningu að ræða,
sem hafi staðið í heilan mánuð.
„Þá var þátttakan 54,2%. Nú var
ekki um rafræna kosningu að ræða
og hún stóð aðeins í einn og hálfan
sólarhring. Samt var þátttakan
53,7%,“ sagði Hólmgeir. Hann bend-
ir á að sjómenn hafi í tvígang fellt
samninga. „24. júní í fyrra, skrif-
uðum við undir samning og hann fór
í atkvæðagreiðslu sem stóð yfir í
mánuð. Inni í þeirri atkvæða-
greiðslu voru ekki Vestfirðingarnir
og Sjómannafélag Íslands. Í þeirri
atkvæðagreiðslu var þátttakan
38,5%. Í atkvæðagreiðslunni um
boðun verkfalls voru á kjörskrá allir
sjómenn sem voru á kjörskrá núna í
þessari nýafstöðnu atkvæða-
greiðslu. Í þeirri atkvæðagreiðslu
tóku þátt 54,2% og núna 53,7% og
því vil ég meina að þátttakan í at-
kvæðagreiðslunni um kjarasamn-
inginn hafi bara verið góð. Og ég
leyfi mér að fullyrða það að þetta er
með því betra sem gerist á vinnu-
markaði, þegar verið er að kjósa um
kjarasamninga, eða annað. Auðvitað
líta menn svona atkvæðagreiðslur
misjöfnum augum, en þegar því er
haldið fram að þátttaka sjómanna í
atkvæðagreiðslunni hafi verið léleg,
þá er það ekki rétt,“ sagði Hólm-
geir.
Aðspurður hvort hann teldi að
þeir sem væru ánægðir með samn-
inga væru líklegri til þess að taka
þátt í kosningu um samninga, en
þeir sem væru óánægðir, sagði
Hólmgeir: „Auðvitað getur maður
ekkert fullyrt í þessum efnum, en
reynslan hefur yfirleitt verið sú, að
þeir sem eru óánægðir, kjósa frek-
ar.“
Þátttaka sjómanna hafi verið góð
Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins, segir reynsluna sýna að þeir sem
eru óánægðir kjósi frekar en þeir sem eru ánægðir, þegar kemur að því að kjósa um kjarasamning
Morgunblaðið/Golli
Loðnuveiðar Loðnuflotinn fór strax til veiða, eftir samþykkt samningsins.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þorgrímur Leifsson, framkvæmda-
stjóri Frostfisks og stjórnarmaður í
Samtökum fiskframleiðenda og út-
flytjenda (SFU),
segir ómögulegt
að áætla hversu
miklu tjóni fisk-
framleiðendur og
útflytjendur hafi
orðið fyrir vegna
sjómannaverk-
fallsins, en það sé
þó ljóst að tjónið
sé mjög mikið.
„Auðvitað er
þetta mikið tjón sem við höfum orðið
fyrir,“ sagði Þorgrímur í samtali við
Morgunblaðið í gær og bætti við að
sjálfsagt myndi líða talsverður tími,
áður en hægt væri að meta það með
einhverri vissu, hversu mikið og var-
anlegt tjónið væri.
Neyðst til að sitja heima
„Þetta er tjón fyrir okkur, fisk-
framleiðendur og útflytjendur,
menn sem ekkert hafa gert af sér,
og hafa neyðst til þess að sitja
heima á meðan sjómenn og útgerð-
armenn hafa rifist í tæpar tíu vikur.
Þetta er mjög alvarlegt mál, því
markaðir hafa tapast, kannski í ein-
hverjum tilvikum tímabundið en í
öðrum tilvikum varanlega,“ sagði
Þorgrímur.
Hann bendir á að verslanakeðjur
og veitingahúsakeðjur hafi bara
samið um kaup á fiski af dönskum
og pólskum uppþýðingarstöðvum til
skamms eða lengri tíma.
„Það getur tekið okkur langan
tíma að komast þarna inn aftur. Það
er nægur fiskur til í heiminum og
það hefur tekið okkur langan tíma
að byggja upp þessa markaði, og
komast inn í þessi dýru hillupláss í
verslununum. Í mínum huga er
þetta mikið ábyrgðarleysi, því allt í
einu var bara allt stopp. Þetta var í
raun og veru það eina sem við áttum
eftir, til að fá hátt verð fyrir fiskinn
okkar, það eru ferskfiskhillurnar úti
um víðan völl. Því það var búið að
tapa frosna markaðnum í Ameríku
til Rússa og saltfiskmarkaðurinn
stendur ekki traustum fótum, vegna
óstöðugs framboðs,“ sagði Þorgrím-
ur.
Í fararbroddi um langa hríð
Hann segir að útflytjendur fersks
fisks á Íslandi hafi verið í farar-
broddi um langa hríð, því þeir hafi
getað sinnt kúnnum sínum 52 vikur
á ári.
„Sem betur fer hefur eitthvað
tekist að klóra í bakkann og senda
út, vegna þessara hundrað báta sem
gátu róið á meðan á verkfallinu stóð,
en ég er hræddur um að það geti
tekið okkur langan tíma að vinna
alla okkar markaði til baka,“ sagði
Þorgrímur.
Tjón okkar á
mörkuðum mikið
Óljóst hversu mikið tjónið verður
Þorgrímur
Leifsson
Vinnsla hófst á ný í gær í fiskimjölsverksmiðju Síldar-
vinnslunnar á Seyðisfirði í gær eftir að 2.500 tonnum af
loðnu var landað úr Berki NK. Verksmiðjan var síðast í
gangi í desember þegar unnið var úr kolmunna.
Ljósmynd/Ómar Bogason
Loðnu landað á Seyðisfirði