Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Bjarni Benediktsson forsætisráð-
herra sagði á Alþingi í gær að engin
sanngirni fengist í umræðuna um
hækkanir kjararáðs og stöðuna á
vinnumarkaði eins og vinnumarkaðs-
módelið væri í dag. Það væri mölbrot-
ið. Þetta kom fram í svari hans í óund-
irbúnum fyrirspurnatíma við
spurningu Jóns Þórs Ólafssonar,
þingmanns Pírata, um úrskurð kjara-
ráðs og komandi kjarasamninga.
Jón Þór er fyrsti flutningsmaður
frumvarps þingmanna Pírata þar
sem lagt er til að kjararáði verði gert
að taka nýja ákvörðun í síðasta lagi
28. febrúar um kjör þingmanna og
ráðherra sem feli í sér launalækkun.
Fram kom í máli Bjarna að þingið
hefði í tvígang bæði 2005 og 2009
lækkað laun þingmanna og æðstu
ráðamanna. Sagði hann óþolandi að
þurfa að takast á um kjör þingmanna
og ráðherra við þingmenn. „[…] ég
kæri mig í sjálfu sér bara ekkert um
það að hafa neitt með kjör þingmanna
að gera,“ sagði Bjarni.
Hann sagðist á sínum tíma hafa
lagt erindi inn í forsætisnefnd þings-
ins þar sem hvatt var til þess að
starfstengdar greiðslur yrðu teknar
til endurskoðunar. „Niðurstaðan
jafngildir 150 þúsund króna launa-
lækkun kjörinna fulltrúa. Það er
skýrt skref. Alveg óumdeilanlega er
verið að lækka kjör þeirra sem hér
eru inni vegna deilunnar um niður-
stöður kjararáðs,“ sagði hann.
Bjarni spurði hvað gera ætti við
tímabilið frá 2009 til 2013 þegar allir
þeir sem heyrðu undir kjararáð fengu
15% launalækkun og síðan launa-
frystingu á sama tíma og bæði al-
menni og opinberi markaðurinn hafi
farið á flug með talsvert miklum
hækkunum.
Bjarni sagði að ekki hefði þurft úr-
skurð kjararáðs „til þess að læknar
tækju hér skurðstofur í gíslingu. Það
þurfti heldur ekkert kjararáð eða úr-
skurði frá því til þess að loka hér
skólastofum í marga mánuði.
Ég hef enga trú á því að það fáist
einhver sanngirni í þessa umræðu
eins og vinnumarkaðsmódelið er í
dag. Það er einfaldlega mölbrotið“.
omfr@mbl.is
Segir vinnumarkaðsmódelið mölbrotið
Morgunblaðið/ Eggert
Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson sagði að ekki hefði þurft úrskurð
kjararáðs „til þess að læknar tækju hér skurðstofur í gíslingu“.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ekki kæra sig um að hafa neitt með kjör þingmanna að
gera Píratar vilja gera kjararáði að ákveða launalækkun þingmanna og ráðamanna fyrir mánaðamót
Samningavið-
ræður eru ekki
hafnar milli
Læknafélags Ís-
lands og samn-
inganefndar rík-
isins vegna nýs
kjarasamnings
fyrir lækna.
Samningar sem
gerðir voru í
byrjun árs 2015
eftir verkfallsaðgerðir lækna renn-
ur út í lok aprílmánaðar.
Þorbjörn Jónsson, formaður
Læknafélags Íslands, segir að
samninganefnd félagsins sé að
leggja lokahönd á kröfugerð. Von-
ast hann til að byrjað verði að
funda með fulltrúum ríkisins í
næsta mánuði.
„Við höfum að mörgu leyti verið
ánægðir með samninginn. Það eru
þó ákveðin atriði sem illa hefur
gengið að koma í framkvæmd og
hefur það valdið deilum og pirringi
hjá læknum. Þarf að orða þau skýr-
ar,“ segir Þorbjörn. helgi@mbl.is
Læknar
ganga frá
kröfugerð
Fundir með ríkinu
hefjast fljótlega
Þorbjörn
Jónsson
„Kjarasamningar um 70%
launafólks eru komnir í upp-
nám, m.a. vegna ákvarðana
Kjararáðs um tugprósenta
hækkanir á launum ráðamanna.
Með samþykkt frumvarpsins
sýnir Alþingi fordæmi í átt til
sátta,“ segir í greinargerð frum-
varps Pírata. Vilja þeir að kjar-
aráði verði gert að taka nýja
ákvörðun og að launin skuli
fylgja almennri launaþróun frá
11. júní 2013. Í úrskurði kjar-
aráðs var miðað við tímabilið
frá 2006.
Í átt til sátta
FRUMVARP PÍRATA
Einn lést og tveir slösuðust í hörð-
um árekstri jeppa og fólksbíls á
Reykjanesbraut, austan við Brunn-
hólma í gærmorgun. Fram kom í
tilkynningu frá lögreglunni að
henni hefði borist tilkynning um
slysið klukkan 6.48 en bílarnir
tveir voru að mætast. Talið er að
annarri bifreiðinni hafi verið ekið
yfir á rangan vegarhelming. Hinn
látni var farþegi í annarri bifreið-
inni, en ekki hafa fengist frekari
upplýsingar um líðan hinna slös-
uðu.
Var Reykjanesbraut lokað vegna
slyssins á meðan björgunaraðilar
athöfnuðu sig og ollu tafir á umferð
um Reykjanesbrautina því að
seinkun varð á flugi véla frá Kefla-
víkurflugvelli síðar um morguninn.
Er þetta annað banaslysið í um-
ferðinni hér á landi það sem af er
þessu ári en 18 ára stúlka lést í bíl-
slysi á Grindavíkurvegi, norðan við
afleggjarann að Bláa lóninu hinn
12. janúar síðastliðinn. Frá árinu
2007 til 2016 hafa orðið sex alvar-
leg slys á um fimm kílómetra kafla
á Reykjanesbrautinni sem nær frá
tvöföldun og rétt austur fyrir
Krýsuvíkurgatnamótin. Á þessum
vegarkafla er ein akrein í hvora
átt. Alls hafa slys og óhöpp verið
131 á þessu tíu ára tímabili, sam-
kvæmt upplýsingum Samgöngu-
stofu.
Af þeim 28 slysum, sem flokkast
alvarleg eða slys með litlum
meiðslum, áttu sjö þeirra sér stað á
gatnamótunum við Krýsuvík.
Banaslys á
slysakafla
Annað banaslysið í umferðinni á árinu
Álverið í
Straumsvík
Krýsuvíkurvegur
Reykjane
sbraut
Heimild: Samgöngustofa
Tíðni slysa á Reykjanesbraut frá og með Krýsuvíkurgatnamótum að tvöföldun
2007 0 2 3 11 16
2008 0 0 3 5 8
2009 0 2 4 11 17
2010 0 1 0 9 10
2011 0 0 0 9 9
2012 0 0 3 5 8
2013 0 0 3 9 12
2014 0 0 1 6 7
2015 0 1 4 20 25
2016 0 0 1 18 19
Samtals 0 6 22 103 131
Banaslys
Alvarleg
slys
Slys með
litlum
meiðslum
Óhöpp án
meiðsla
Slys og
óhöpp
alls
Ferðamenn sem rölta upp og niður Laugaveg-
inn, aðalverslunargötuna í miðbæ Reykjavíkur,
máta sig í hlutverki víkinga með því að smeygja
höfði undir hjálm. Vekur þetta mikla lukku.
geta gert ýmislegt sér til skemmtunar. Til dæmis
stendur þeim og öðrum vegfarendum til boða að
Gaman er að prófa að vera víkingur
Morgunblaðið/Eggert
Mannlífið við Laugaveginn er fjölbreytt og skemmtilegt