Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 11

Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Vertu upplýstur! blattafram.is ÞÚ ERT LÍKLEGRI TIL AÐ GRÍPA INNÍ EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Lágmarksending 3 ár • 2ja ára ábyrgð Fyrir baðherbergið Fyrir gólfin Fyrir eldhúsið Fyrir þvottinnFyrir gluggana Fyrir heimilið Heimilispakkinn 2ja ára ábyrgð Við kennum þér að þrífa heimilið með köldu vatni Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kjararáð birti síðdegis í gær úrskurð frá 31. janúar þar sem ákveðið er að lækka laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, um 40%. Laun Birnu hafa verið til meðferðar hjá kjararáði síðan í júní í fyrra. Mánaðarlaun hennar verða núna 1.131.816 krónur en samkvæmt árs- reikningum bankans frá árinu 2015 voru þau um 3,6 milljónir. Sam- kvæmt úrskurðinum verða laun hennar þó rúmar tvær milljónir króna með þeirri yfirvinnu og álagi sem fylgir starfinu. Þá er einnig tek- ið fram að samkvæmt ráðningar- samningi borgar bankinn farsíma, tölvu, nettenginu og reki öryggis- kerfi á heimili bankastjórans. „Kjar- aráð hefur ekki áður ákveðið banka- stjóra Íslandsbanka hf. laun. Með vísan til þess inn- byrðis samræmis sem kjararáði ber að hafa að leiðar- ljósi og áður er gerð grein fyrir er við ákvörðun launakjara bankastjóra Ís- landsbanka hf. horft til launa- kjara forstöðu- manna annarra fjármála- og lána- stofnana sem undir kjararáð heyra, svo sem bankastjóra Landsbankans hf.,“ segir í úrskurði kjararáðs. Ótengt starfsárangri Vísar úrskurðurinn til mats stjórnar Íslandsbanka sem segir að starfsárangur núverandi banka- stjóra hafi verið framúrskarandi og að hann hafi sinnt starfi sínu af kost- gæfni og verið sterkur leiðtogi stjórnunarteymis bankans, meðal annars í stefnumótun á umbrotatím- um. Sérstaklega megi nefna endur- skipulagningu lána sem Íslands- banki hafi lokið hraðar en keppinautar. Stjórnin segir einnig að ljóst sé að gríðarmiklar kröfur séu gerðar til bankastjóra um viðveru og vinnu utan hefðbundins vinnutíma. „Þannig sé víst að raunverulegur vinnutími bankastjóra sé um það bil 130 klukkustundir á mánuði umfram hefðbundinn dagvinnutíma og ekk- ert bendi til annars en að svo verði áfram.“ Í úrskurðinum kemur fram að Birnu hafi gefist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri sem og stjórn Íslandsbanka og banka- sýsla ríkisins. Ný lög um kjararáð taka gildi 1. júlí og þá má búast við að laun Birnu breytist á nýjan leik. mhj@mbl.is Kjararáð lækkar laun bankastjóra um 40%  Búast má við því að laun breytist aftur 1. júlí næstkomandi Birna Einarsdóttir Alls hófst smíði á 922 íbúðum í Reykjavík í fyrra og er það svipaður fjöldi og árið áður. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að frá árinu 1972 hafi að meðaltali verið hafin smíði á 616 íbúðum á ári hverju. Því sé fjöldinn síðustu tvö ár rúmlega 50% yfir því meðaltali. Þá voru full- kláraðar 399 íbúðir árið 2016 og 388 árið 2015. Til samanburðar var ein- ungis 271 íbúð kláruð 2014 og hófst nýbygging á 597 íbúðum. Gríðarleg aukning Hin gríðarlega aukning síðustu tveggja ára í byggingu nýrra íbúða á sér ekki hliðstæðu á síðustu árum. Munu þetta vera svipaðar tölur nýrra íbúða og þegar Breiðholt og Árbær voru í uppbyggingu 1973 og þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp 1986. Borgin gerir ráð fyrir að bygg- ingartími íbúðanna sé um 2 til 3 ár og er búist við því að fullgerðum íbúðum muni strax byrja aðfjölga í ár. Sam- kvæmt umhverfis- og skipulagsviði Reykjavíkur eru 1.800 íbúðir í upp- byggingu í dag. Fleiri íbúðir væntanlegar Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030 eru skilgreindir hátt í 60 bygg- ingarreitir þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þá er einvörðungu verið að tala um reiti sem gera ráð fyrir fleiri en 50 al- mennum íbúðum. Til viðbótar við þessa reiti eru fjölmargir smærri reitir sem gera ráð fyrir minniháttar fjölgun íbúða. Þar má t.d. nefna að deiliskipulag er í undibúningi fyrir 1.500 íbúðir við Ártúnshöfða- Elliðavog. Þá hefur deiliskipulag ver- ið samþykkt fyrir 600 íbúðir á Hlíð- arenda svo dæmi séu tekin. mhj@mbl.is Halda áfram að bæta við íbúðum  Hófu smíði á 922 íbúðum í Reykjavík Morgunblaðið/Sigurður Bogi Uppbygging Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 eru skilgreindir 60 byggingarreitir þar sem byggðar verða 50 íbúðir eða fleiri. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Eliza Reid, forsetafrú Íslands, og Anne-Tamare Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi, munu opna fyrsta bjórinn,“ segir í tilkynningu sem fjölmiðlum barst vegna setningar bjórhátíðar sem haldin verður á Kex Hosteli í miðbæ Reykja- víkur á morgun. Er á hátíðinni meðal annars verið að kynna nýjan bjór, svo- nefndan Nordic Söl Gose, sem framleiddur er af bruggurum KEX Brewing og Collective Arts Brew- ing í brugghúsi þeirra í Toronto í Kanada. Kom Bessastöðum á óvart „Þetta kom henni nú nokkuð á óvart,“ segir Örnólfur Thorsson for- setaritari í samtali við Morgun- blaðið og vísar til viðbragða for- setafrúarinnar við þeim lýsingum sem fram koma í áðurnefndri til- kynningu. „Hún hafði samþykkt að mæta á þennan viðburð á KEX Hosteli, en hún gerði sér alls ekki grein fyrir því að hennar nafn yrði notað í kynningu á hátíðinni – hvað þá á einstakri bjórtegund,“ segir Örn- ólfur ennfremur. Þá segir hann forsetafrúna ein- ungis hafa ætlað að mæta á við- burðinn til að leggja áherslu á hið góða og trausta samband sem er á milli Íslands og Kanada. „Það var ekki meiningin að gera neitt annað og allra síst að opna einhverja bjór- flösku,“ segir hann. Opnar sendiherrann bjór? Benedikt Reynisson hjá KEX er skrifaður fyrir tilkynningunni. Hann segir Elizu forsetafrú ætla að mæta á viðburðinn, en hún muni hins vegar láta það vera að opna kynningarvöruna. „Hún mun mæta til að ræða tengslin á milli Íslands og Kanada,“ segir hann í samtali við blaðið og bætir við: „En sendiherra Kanada mun hins vegar opna bjór.“ Þá segir einnig í tilkynningu að við framleiðslu bjórsins sé m.a. not- ast við íslenskt blóðberg og söl, en dósina skreytir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Forsetafrú sögð kynna nýjan bjór  Ekki meiningin að opna einhverja bjórflösku, segir forsetaritari Eliza Reid Morgunblaðið/Styrmir Kári - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.