Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Sími: 535 1200 | sala@iskraft.is | iskraft.is
Fjöldi þekktra vörumerkja
sem fagmaðurinn þekkir og treystir
Fáðu ráð hjá fagmönnum
um val á lýsingu
HEILDARLAUSNIR
í lýsingu og ljósabúnaði
Ljós frá
Steypa Viður Ál
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Meðgangan hófstupp úr aldamót-um, þótt henn-ar nánustu
hefðu lengi vel ekki hug-
mynd um að Sigurbjörg
Friðriksdóttir gengi með
ljóðskáld í maganum.
Hún var enda ekkert að
flíka ljóðunum sínum,
sem hún tók upp á að
yrkja „á gamalsaldri“,
eins og hún segir. En ald-
ur er afstætt hugtak.
A.m.k. mat forlagið Partus
það svo að ljóð þessarar 57
ára konu verðskulduðu að vera
gefin út í bók í seríunni Með-
gönguljóð, sem ætluð er til að koma
upprennandi ljóðskáldum á fram-
færi. Gáttatif leit dagsins ljós í fyrra
og er fyrsta ljóðabók Sigurbjargar.
Áður hafði birst eftir hana ljóð í
dagatalsbókinni Konur eiga orðið
allan ársins hring.
„Ég fann ekki þörf hjá mér til
að skrifa fyrr en hin síðari ár. Ljóðin
í Gáttatifi eru bernskuljóð í þeim
skilningi að þau eru með fyrstu ljóð-
unum mínum. Þar sem ég er svo ung
í ljóðagerðinni get ég með réttu kall-
ast ungskáld,“ segir Sigurbjörg og
brosir. Eftir útgáfu bókarinnar, sem
er sú 15. í röð Meðgönguljóða,
fannst henni sér opnast nýr heimur.
„Mjög lærdómsríkt og skemmtilegt
að fá að taka þátt í þessu starfi með
grasrótinni, sækja ljóðakvöld og
ýmsa viðburði í tengslum við útgáf-
una, til dæmis að hittast og sauma
bækurnar saman, eins og við gerð-
um, þrjú ungskáldin, sem gáfum út
Meðgönguljóð á sama tíma.“
Sigurbjörg er fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum, en fluttist með
fjölskyldu sinni til Hvammstanga
eftir gos þar sem faðir hennar gerði
út á rækjuveiðar á litum báti. Hún
giftist Skúla Þórðarsyni frá
Hvammstanga. Þau héldu til náms í
Noregi, bjuggu þar í nokkur ár og
Sigurbjörg tók tannfræðipróf frá
Háskólanum í Ósló. Eftir heimkom-
una lauk hún prófi í uppeldis- og
kennslufræði frá Kennaraháskóla
Íslands. Síðan hafa þau hjónin búið
bæði á Blönduósi og Hvammstanga,
en settust að í Hvalfjarðarsveit
fyrir þremur árum. Sigurbjörg
hefur starfað við tannfræðslu
og sem leik- og grunnskóla-
kennari allan sinn starfs-
feril og er núna deildar-
stjóri í leikskólanum
Skýjaborgum í sinni
sveit. Svo yrkir hún þeg-
ar andinn kemur yfir
hana.
„Ég sest aldrei niður
og ákveð að nú ætli ég að
skrifa ljóð, það er frekar
að ljóðin komi til mín þegar
ég er í ákveðnu hugar-
ástandi. Síðan tekur við ferli,
ég spái og spekúlera, klíp
venjulega eitthvað af frumgerð-
inni því ég er meira fyrir knappt
form en langt. Upphaflega hugsaði
ég ljóðin í Gáttatifi sem stök ljóð, en
eftir að ég fór að vinna með Jóni
Kalman, rithöfundi, sem var minn
ritstjóri, sá ég að þau mynda
ákveðna samfellu; þema í kringum
tilfinningar, sorgina og söknuðinn,
þótt sums staðar örli líka á gleðinni
og kannski smá kaldhæðni,“ segir
Sigurbjörg.
Hún var ekki í vandræðum með
nafn bókarinnar. Gáttatif kom til
hennar, rétt eins og ljóðin. „Orð yfir
óreglulegan hjartslátt er vel við hæfi
í ljósi þess að í fyrstu fannst mér
mikil óregla í þessum ljóðum mínum,
þau vera alls konar og úr öllum átt-
um.“
Persónulegur tónn
Ljóðin í Gáttatifi eru með per-
sónulegum tón og benda mörg hver
til að hún hafi gengið í gegnum erf-
iða lífsreynslu. Sigurbjörg neitar því
ekki, en eins og í ljóðum sínum er
hún ekki orðmörg um þann atburð
Ungskáldin eru á öll-
um aldri … líka 57 ára
„Ljóðin í Gáttatifi eru bernskuljóð í þeim skilningi að þau eru með fyrstu ljóð-
unum mínum,“ segir Sigurbjörg Friðriksdóttir, sem sendi frá sér sína fyrstu ljóða-
bók, komin hátt á sextugsaldur. Hún segist hvergi nærri vera hætt.
Hinn heimurinn Sigurbjörg er
mjög ánægð með bókarkápu Gátta-
tifs. Hún segist nánast hafa orðið
grátklökk þegar hún sá myndina,
sem er eftir Elínu Eddu, nema í
Listaháskóla Íslands, ljóðskáld og
myndasöguhöfund. „Afar falleg
mynd og lýsandi fyrir óræðnina í
ljóðunum; fólkið, hafið og klettarnir
eru í mínum huga eins og svolítið
handan þessa heims“, segir hún.
Rótin, félag um málefni kvenna með
áfengis- og fíknivanda, efnir til um-
ræðukvölds á Hallveigarstöðum, Tún-
götu 14, kl. 20 í kvöld, 22. febrúar.
Sigríður Björnsdóttir heldur erindi
um lokaverkefni sitt í BA-námi í sál-
fræði, sem fjallar um áhrif erfiðra
upplifana í æsku á heilsufar og lífs-
gæði síðar á ævinni.
Þátttakendur í rannsókninni voru
nemendur við Háskólann á Akureyri
og skjólstæðingar tveggja starfs-
endurhæfingarstöðva. Niðurstöður
hennar leiddu m.a. í ljós að munur er
á lífsgæðum þátttakenda eftir fjölda
áfalla. Fólk í starfsendurhæfingu
reyndist hafa orðið fyrir helmingi
fleiri áföllum en háskólanemendur.
Þeirri spurningu var velt upp hvort
áfallaúrvinnsla þyrfti að vera hluti af
starfsendurhæfingu.
Sigríður er framkvæmdastjóri
Blátt áfram, forvarnarverkefnis gegn
kynferðislegu ofbeldi á börnum.
Allir eru velkomnir.
Vefsíðan www.rotin.is
Morgunblaðið/Jón Sig
Lífsgæði Úrtakið í rannsókninni var 577 einstaklingar, á aldrinum 18 til 62 ára.
Áhrif áfalla í æsku á heilsufar
Viðkoma er ný viðburðaröð á vegum
Borgarbókasafnsins í Kringlunni og
Sólheimum, þar sem boðið er upp á
áhugaverða dagskrá fjórða fimmtu-
dag í mánuði. Á morgun kl. 17.30,
fimmdaginn 23. febrúar, mun Heba
Aljaraki frá Sýrlandi hafa viðkomu í
Kringlunni. Hún er menntaður lög-
fræðingur með sérþekkingu á rétt-
indum kvenna og hefur hefur verið á
Íslandi frá því í janúar árið 2016
ásamt eiginmanni sínum og tveimur
dætrum.
Heba Aljaraki mun segja sögu sína
og frá reynslu sinni af því að vera
flóttamaður hér á landi.
Erindi hennar fer fram á ensku.
Endilega …
… hlýðið á
reynslusögu
flóttamanns
Frá Sýrlandi Aljaraki kom til Íslands
í fyrra ásamt fjölskyldu sinni.
Leikfélag Selfoss frumsýnir verkið
Uppspuni frá rótum kl. 20 föstudag-
inn 24. febrúar í Litla leikhúsinu við
Sigtún. Verkið er eftir þá Ármann
Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson
og Þorgeir Tryggvason en þeir hafa
samið fjölda leikrita saman og hver í
sínu lagi. Auk þess eru þeir allir í
hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum.
Verkið er fjölskyldusaga þar sem
saman eru komnir fjórir ættliðir og
hefst þegar Sigurður gamli, sem var í
senn eiginmaður, pabbi, afi og langafi
annarra persóna verksins, er nýlátinn.
Fjölskyldusagan er rakin í grófum
dráttum í öfugri tímalínu og spannar
mestalla 20. öldina. Skin og skúrir
skiptast á í samskiptum ólíkra póla
friðar, ófriðar, náttúrusinna og fram-
kvæmdasinna, brottfluttra og að-
fluttra auk ýmissa annarra litbrigða
manneskjunnar. Fjöldi skemmtilegra
laga er í sýningunni.
Leikstjóri er Þórey Sigþórsdóttir,
leikkona og leikstjóri. Alls eru 15 leik-
arar í sýningunni, bæði reyndar
kempur sem og rísandi stjörnur. Auk
þess er fjöldi fólks sem vinnur hin
fjölmörgu en gríðarlega mikilvægu
handtök baksviðs.
Leikritið verður síðan á fjölunum
26. febrúar, 2., 4. og 5. mars.
Nánari upplýsingar á síðunni „Upp-
spuni frá rótum“ á Facebook.
Litbrigði manneskjunnar speglast í fjölskyldusögu á 20. öld
Uppspuni frá rótum er runninn
undan rifjum Ljótu hálfvitanna
Leikarar 15 leikarar eru í sýningunni, bæði reyndar kempur og rísandi stjörnur.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.