Morgunblaðið - 22.02.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 22.02.2017, Síða 14
● Samtök atvinnu- lífsins (SA) hafa auglýst eftir um- sóknum um stjórn- arstörf í lífeyris- sjóðum. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekk- ingu m.a. á lífeyris- málum, stjórnun, stefnumótun, áætlanagerð og reikningshaldi, lög- fræðilegum málefnum og fjármála- markaði. Samkvæmt kjarasamningi SA og ASÍ skipa samtökin helming stjórn- armanna í þeim sjö lífeyrissjóðum sem eru á samningssviði aðila. Er fram- kvæmdastjórn SA falin tilnefning stjórnarmanna. Lífeyrissjóðirnir sem um er að ræða eru Birta, Festa, Gildi, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður verslunar- manna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Stapi. Auglýst eftir stjórnar- mönnum í lífeyrissjóði SA Auglýst eftir stjórnarmönnum. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hagfræðideild Landsbankans mælir með kaupum á hlutabréfum í Ný- herja í nýju verðmati sem bankinn hefur gefið út. Verðmatið byggist á „ævintýraleg- um“ vexti dótturfélags Nýherja, Tempo, sem bankinn segir að sé hraðvaxta upplýsingatæknifyrirtæki sem auðveldlega megi færa rök fyrir að sé verðmætara eitt og sér en rest- in af samstæðu Nýherja til samans, eins og það er orðað. Verðmatið er hið fyrsta sem bank- inn gerir á Nýherja. Gefið upp verðmatsbil Óvenjulegt er við verðmatið að gefið er upp verðmatsbil. Ástæða þess er að innbyggt í markaðsverð Nýherja, og verðmat bankans, eru miklar væntingar til Tempo. Nokkur óvissa er um verðmæti Tempo og því telur bankinn rétt að birta verðmats- bil til að auðvelda fjárfestum að taka sjálfir afstöðu til verðmætis félags- ins. Verðmatsbilið er 26,3-39,9 krónur á hlut en dagslokagengi félagsins í kauphöllinni í gær var 29,8 krónur á hlut. Gengið hefur hækkað verulega undanfarna mánuði og frá áramótum hefur það hækkað um liðlega 46%. Í verðmatinu segir að á aðeins nokkrum árum hafi Tempo farið frá því að vera lítill sproti innan TM Software í að vera arðbærasta dótt- urfélag Nýherja, og vöxtur þess hafi verið ævintýralegur. Því hafi eðlilega byggst upp væntingar um frekari vöxt og mikil verðmæti í félaginu, enda séu viðskiptavinir þess um 10.000 talsins í 115 löndum. Arðbærara að selja en halda Bent er á í matinu að líklegra sé að meiri verðmæti felist í sölu á Tempo á þessu ári, í stað þess að félaginu sé haldið í samstæðu Nýherja sem leiði áfram vöxt félagsins á SaaS-mark- aðnum, þar sem farvegurinn hjá stærri eigendum geti lyft félaginu á hærri stall. Bankinn segir að fjárhagsupplýs- ingum Tempo sé þó ábótavant og því verði hreinlega að giska á mikilvægar forsendur um afkomuna. Fjárfest- ingin sé því nokkuð áhættusöm. Tekjur Tempo jukust um 65% árið 2015 og 30% árið 2016. Telja bréf Nýherja vera undirverðlögð Áhætta Nokkur áhætta er í fjárfestingu í Nýherja þar sem mikið veltur á Tempo. SaaS-hugbúnaður » Tempo þróar hugbúnað fyrir JIRA-verkefnastjórnunar- og tímaskráningarlausnir. » Var hluti af TM Software þar til í byrjun árs 2015. » SaaS stendur fyrir System as a Service, sem er hugbún- aður seldur og afhentur í gegn- um netið með áskriftarfyrir- komulagi. » Tempo er með 10.000 viðskiptavini í 115 löndum.  Verðmæti Tempo meira en afgangurinn af samstæðunni 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Guðrún Antonsdóttir lögg. fasteignasali Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu. Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð. Núna er tækifærið ef þú vilt selja. Hringdu núna í 697 3629 og fáðu aðstoð við að selja þína eign, hratt og vel. Ertu í söluhugleiðingum? Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is 22. febrúar 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 110.39 110.91 110.65 Sterlingspund 138.19 138.87 138.53 Kanadadalur 84.56 85.06 84.81 Dönsk króna 15.775 15.867 15.821 Norsk króna 13.252 13.33 13.291 Sænsk króna 12.39 12.462 12.426 Svissn. franki 110.17 110.79 110.48 Japanskt jen 0.9712 0.9768 0.974 SDR 149.4 150.3 149.85 Evra 117.29 117.95 117.62 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.7099 Hrávöruverð Gull 1228.7 ($/únsa) Ál 1877.5 ($/tonn) LME Hráolía 55.9 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á STUTT Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur selt 3,0% hlut í Kvitholmen, sem á 100% eignarhlut í fiskeldisfyrirtæk- inu Arnarlaxi hf., fyrir 35,7 milljónir norskra króna eða því sem nemur 473 milljónum króna. TM átti fyrir viðskiptin 7,4% eign- arhlut í Kvitholmen og því jafngilda þessi viðskipti að eignarhlutur TM sé metinn á 89,1 milljón norskra króna eða 1.177 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins standa að baki kaupunum nokkrir norskir fagfjárfestar. Sé miðað við kaupverðið má áætla að Arnarlax sé metinn á hátt í 16 millj- arða króna. TM fjárfesti fyrst í Arnarlaxi í árslok 2014. Frá þeim tíma hefur TM verið einn af stærstu hluthöfum félagsins. TM mun eftir viðskiptin eiga 4,4% eignarhlut í Kvitholmen. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar að ávöxtun fjárfest- ingaeigna TM séu áætlaðar um 750 milljónir króna það sem af er ári. Er það umfram áætlanir en á fyrsta ársfjórðungi eru fjárfestingartekjur áætlaðar 404 milljónir króna. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Arnarlax Metinn á tæpa 16 milljarða. Norskir kaupa í Arnarlaxi  TM selur 3% hlut á um 473 milljónir kr. Elsta teppaverslun landsins, Teppa- búðin/Litaver, hefur verið flutt í sérdeild í innréttingaverslun Parka við Dalveg. Rekstrarfélag Parka keypti Teppabúðina/Litaver á síð- asta ári en verslunin var upphaf- lega stofnuð árið 1965. Hún var áð- ur við Grensásveg, en allt frá stofnun fyrirtækisins var Litaver þar til húsa. Gústaf B. Ólafsson, einn eigenda Parka, segir að kaupin megi rekja til þess að menn hafi fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir teppum. „Við stigum fyrstu skrefin inn í þennan geira með því að kaupa Persíu á sínum tíma,“ segir Gústaf en Persía seldi stakar mottur og teppi. Hann segir að teppi séu helst seld í stórverkefni á borð við hótel, skrifstofur og stofnanir. Lítið fari af teppum inn á heimili fólks. „Við höfum verið með loftaefni, innrétt- ingar og gólfefni hjá okkur, en þetta hefur vantað. Það var okkar hvati að þessu skrefi,“ segir Gústaf. Að sögn Gústafs hefur mikill vöxtur orðið í viðskiptum Parka á undanförnum árum. Það sé í takt við tölur Rannsóknaseturs verslun- arinnar sem sýndu að velta í bygg- ingavörugeiranum jókst um 20% á síðasta ári. „Við finnum fyrir því. Hins vegar er minni sókn hjá venjulegu fólki en maður hefði búist við. Það er altalað að það sé við- haldsþörf víða. Húsfélög hafa haldið að sér höndum þegar kemur að því að skipta um teppi til að mynda. Við teljum að ein af skýringunum geti verið sú að erfitt er að fá iðn- aðarmenn og mönnum gengur bet- ur að manna nýframkvæmdir held- ur en í viðhaldsgeiranum,“ segir Gústaf. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Nýframkvæmdir Teppi eru helst valin í skrifstofubyggingar og hótel. Teppaeftirspurn ástæða kaupanna  Parki kaupir Teppabúðina og opnar sérdeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.