Morgunblaðið - 22.02.2017, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.02.2017, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Gleði Hundurinn Dagur er bæði bjartur og fagur, rétt eins og snjóhvítur gærdagurinn sem hann fór út í til að viðra sig. Hann kunni sér ekki læti og strekkti vel á ólinni í göngu í Elliðaárdal. Eggert Fjölmiðlar eru ekki og hafa aldrei verið uppteknir af því sem vel er gert. Þetta á jafnt við um íslenska fjölmiðla sem fjölmiðla í öðrum löndum. Það eru helst afrek á sviði íþrótta sem vekja áhuga. Á stundum njóta framúrskarandi listamenn kastljóssins. Af og til, en þó aðeins í stutta stund, beinist athygli fjölmiðl- unga að fjölbreytileika mannlífsins og kynlegum kvistum sem krydda tilveruna. Það er eðli fjölmiðla að beina sjón- um sínum að því sem miður fer – að hinu afbrigðilega fremur en hinu hefðbundna. Það er ekki frétt að hundur bíti mann, en það er frétt að maður bíti hund. Þetta er gömul þumalputtaregla sem allir læra þeg- ar þeir stíga sín fyrstu skref í blaða- og fréttamennsku. Almenningur ætlast til að fókus fjölmiðla sé á hið óvenjulega, á spill- ingu og glæpi, á stríð, óveður og slys. Hinn venjubundni gangur hversdagsins er ekki frétt og verður aldrei frétt. Við höfum meiri áhuga á ríka og fræga fólkinu (jafnvel fólkinu sem er aðeins frægt fyrir að vera frægt), en skemmtilegu og upp- byggilegu starfi í fé- lagsmiðstöðvum um allt land. Og dauðinn er meira spennandi en líf- ið sjálft. Brengluð mynd Það er ekki vegna sinnuleysis fjölmiðla sem almenningur fær litlar fréttir af því sem vel er gert í heilbrigð- iskerfinu. Fátt þykir sjálfsagðara en að læknar og hjúkrunar- fræðingar bjargi lífi á hverjum degi. En þegar eitthvað fer úrskeiðis, mistök eiga sér stað, eru fjölmiðlar mættir á staðinn. Brota- lamir í heilbrigðiskerfinu vekja áhuga fjölmiðla og þeir væru að bregðast skyldu sinni ef þeir greindu ekki frá þeim skilmerkilega. Hættan er hins vegar sú að almenn- ingur fái brenglaða mynd af raun- veruleikanum, þegar aðeins hið nei- kvæða er dregið fram en hið jákvæða – góð öflug heilbrigðisþjón- usta – er aukaatriði og fellur í skuggann. Myndin sem dregin er upp í fjöl- miðlum verður oft dekkri og verri en veruleikinn. Mannleg forvitni og eðli fjölmiðla gerir það að verkum. Manngæska þykir yfirleitt ekki sér- lega gott efni í frétt en ofbeldi vekur athygli. Þurrar tölur um gang efna- hagsmála eru leiðinlegar. Efnis- innihald skýrslu er aukaatriði en dagsetningar aðalatriði. Ágrein- ingur er fréttnæmari en samstaða og samvinna. Skoðanir vekja meiri athygli og fá meira pláss á síðum dagblaða og lengri tíma í ljósavaka en stað- reyndir. Auðvitað eru skoðanir oft fréttnæmar, ekki síst ef áhrifafólk setur þær fram. En skoðanir eru eitt og staðreyndir annað. Í fjölmiðlun samtímans þurrkast mörkin oft út, staðreyndir víkja fyrir skoðunum sem matreiddar eru líkt og um algild sannindi sé að ræða. Í trausti þess að fjölmiðlungar veiti staðreyndum litla athygli en skoðunum þeim mun meiri eru stjórnmálamenn yfirlýsingaglaðir og áhyggjulitlir. Þurrar og leiðinlegar tölulegar staðreyndir eru sjaldan dregnar fram í dagsljósið. Haldi stjórnmálamaður því fram að skuld- ir ríkissjóðs séu ekki mikið áhyggju- efni er ólíklegt að bent verði á að skuldir og skuldbindingar ríkissjóðs séu um 1.970 milljarðar króna eða um 85% af landsframleiðslu. Jafn- gildi þess að hver fjögurra manna fjölskylda skuldi tæpar 24 milljónir króna. Ekki spennandi Það á því ekki að koma á óvart að jákvæðar hagtölur þyki ekki spenn- andi eða fangi ekki hug fjölmiðl- unga. Endurskoðuð þjóðhagsspá Hagstofunnar, þar sem fram kemur að vöxtur efnahagslífsins er meiri en áður var talið, verður líkt og neðan- málsgrein, í flóði frétta sem reynt er að matreiða fyrir almenning. Á mælikvarða landsframleiðslu var hagvöxtur á liðnu ári 5,9% en áð- ur hafði Hagstofan talið að vöxtur- inn hefði verið 4,8%. Fjárfesting var meiri en reiknað var með. Gríðarleg umsvif í þjóðbúskap Íslendinga, með miklum vexti einkaneyslu, fjárfest- inga og utanríkisverslunar, þykja lé- legt fréttaefni. Alveg með sama hætti og það eru lítil tíðindi að verð- bólga hafi í þrjú ár verið undir mark- miði Seðlabankans. Launavísitalan heldur áfram að hækka og kaupmáttur launa hækk- aði um 7,1% á síðasta ári. Frétt? Tæplega nema þá helst í gúrkutíð. Lítið atvinnuleysi er ekki frásagnar- vert. Að fjöldi starfandi hafi verið 8.500 fleiri á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs en á sama tíma 2015, telst ekki til tíðinda. Fyrstu árin eftir hrun fjármála- kerfisins voru fjölmiðlar sæmilega duglegir við að greina frá „flótta“ frá landinu. Íslendingar leituðu sér að vinnu í öðrum löndum og margir er- lendir ríkisborgarar sem voru hér búsettir ákváðu að yfirgefa landið. Þróunin hefur snúist við og fjöl- miðlar verða áhugalitlir. Fjöldi aðfluttra erlendra ríkis- borgara umfram brottflutta var 4.090 á liðnu ári. Árið 2012 var mun- urinn 680. Uppsafnaður fjöldi að- fluttra umfram brottflutta er 11.170 á árunum 2012 til 2016. Hagstofan bendir á að þátttaka útlendinga í ís- lenskum vinnumarkaði sé lykilatriði í að mæta vaxandi eftirspurn eftir vinnuafli, en þessi ár fjölgaði starf- andi um 23.300. Afgangur af ríkissjóði er sjálf- sagður og fjölmiðlar láta þess getið – svona í framhjáhlaupi – að lánshæfi ríkisins hafi batnað. Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs já- kvæðar og Standard & Poor’s hækk- aði nýlega lánshæfiseinkunnina fyrir langtímaskuldbindingar í A- úr BBB+. Birtan yfir Íslandi þykir ekki lengur frásagnarverð – ekki frekar en það sem er gengið er út frá sem sjálfsögðum hlut eða er hversdags- legt. Kannski er það jákvæðasta fréttin en hún er ekki sögð. Eftir Óla Björn Kárason » Launavísitalan heldur áfram að hækka og kaupmáttur launa hækkaði um 7,1% á síðasta ári. Frétt? Tæplega nema þá helst í gúrkutíð. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Bjart yfir Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.