Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
✝ Elsa Finns-dóttir fæddist
7. janúar 1938 á
Ísafirði. Hún lést
12. febrúar 2017.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Finnur Magnússon,
kaupmaður á Ísa-
firði, f. 5. október
1909 á Flateyri, d.
8. apríl 1991, og
Helga Stefáns-
dóttir húsmóðir, f. 8. október
1911 í Neskaupstað, d. 11. janúar
2000.
Elsa var elst þriggja systkina.
Bræður hennar eru Magnús Elí-
as Finnsson viðskiptafræðingur,
f. 17. janúar 1946, og Stefán
Finnsson læknir, f. 13. október
1947. Finnur var sonur Magnús-
ar Guðmundssonar, skósmiðs á
Flateyri, og Guðrúnar J. Guð-
mundsdóttur húsmóður. Bróðir
Finns var Magnús Bergur. Fóst-
urfaðir þeirra bræðra var Elías
tveir, Karl Arnar Arnarson,
framkvæmdastjóri Loftmynda, f.
4. nóvember 1963, í sambúð með
Rakel Eddu Ólafsdóttur leik-
skólakennara, f. 24. apríl 1963,
og Finnur Arnar Arnarson,
myndlistarmaður og leikmynda-
hönnuður, f. 25. desember 1965,
kvæntur Áslaugu Thorlacius
myndlistarmanni, skólastjóra
Myndlistaskólans í Reykjavík, f.
11. september 1963. Börn Karls
Arnars og Rakelar eru Örn Arn-
ar, f. 4. maí 1991, í sambúð með
Silju Jóhannsdóttur, Thelma, f.
28. nóvember 1994, í sambúð
með Sindra Snæ Kolbeinssyni,
Elsa Rún, f. 12. júní 1996, Matt-
hildur Ylfa, f. 12. september
2001, og Karólína, f. 28. febrúar
2008. Börn Finns Arnars og Ás-
laugar eru Salvör, f. 7. ágúst
1989, í sambúð með Árna Tóm-
assyni, Kristján, f. 2. september
1996, Hallgerður, f. 11. sept-
ember 1998, og Helga, f. 7. ágúst
2000. Dóttir Salvarar og Árna er
Elsa, f. 26. maí 2016.
Elsa Finnsdóttir verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í dag,
22. febrúar 2017, kl. 15.
Kærnested Pálsson,
skósmiður á Ísa-
firði. Helga, móðir
Elsu, var elst átta
barna hjónanna
Stefáns Guðmunds-
sonar, íshússtjóra
frá Fannadal í
Norðfirði, og Sess-
elju Jóhannesdótt-
ur, húsmóður frá
Nolli við Eyjafjörð.
Elsa lauk gagn-
fræðaprófi á Ísafirði og stundaði
píanónám við Tónlistarskóla Ísa-
fjarðar. Hún vann lengi hjá Pósti
og síma, fyrst á Ísafirði og síðar í
Reykjavík. Hún lauk sínum
starfsferli utan heimilis sem rit-
ari hjá Símanum við Ármúla.
Hinn 29. júní 1963 giftist Elsa
Erni Arnari Ingólfssyni stærð-
fræðikennara, síðar stofnanda
og framkvæmdastjóra Ísgrafs og
Loftmynda, f. 28. janúar 1943 á
Akureyri. Þau settust að í
Reykjavík. Synir þeirra eru
Það fór ekki mikið fyrir Elsu
Finnsdóttur á heimsvísu en þeim
mun stærra hlutverki gegndi hún í
lífi okkar sem næst henni stóðum.
Yndisleg amma barnanna minna
og gagnvart mér dásamleg tengda-
mamma og kær vinkona. Ég
kynntist henni fyrir næstum þrem-
ur áratugum og frá fyrsta degi
kom hún fram við mig eins og ég
væri hennar eigin dóttir. Hún var
rausnarleg og gjafmild, svo mjög
að maður varð jafnvel aðeins að
gæta orða sinna því það þurfti ekki
meira til en að maður lýsti velþókn-
un á einhverjum hlut eða flík þá
færði hún manni það við fyrsta
tækifæri. Þegar hún sat hjá krökk-
unum var ekki nóg með að börnin
svæfu blítt og rótt þegar foreldr-
arnir skiluðu sér heim heldur var
iðulega búið að taka til á heimilinu
og í kaupbæti gægðist peningaseð-
ill undan blómapotti.
Elsa var sérstaklega falleg kona
með stór, dökkblá augu og hlýtt
bros, hávaxin og glæsileg og hún
bar aldurinn ótrúlega vel þegar ár-
unum fjölgaði. Hún var fagurkeri
sem naut þess að eiga fallegt heim-
ili og sjálf var hún alltaf óaðfinn-
anlega smart og skvísuleg til fara
því hún fylgdist vel með straumum
og stefnum í tískunni.
Andlát hennar bar mjög brátt
að. Ég hafði gert ráð fyrir að fá að
njóta samvista við hana í mörg ár
enn. Það er sárt að horfast í augu
við þá staðreynd að kaflanum með
elsku Elsu sé lokið í þessu lífi. Ég
þakka fyrir mig. Ég hefði ekki get-
að eignast betri tengdamóður.
Áslaug Thorlacius.
Það er dapurlegt og skrítið að
hugsa til þess að amma Elsa muni
aldrei framar veifa mér í gluggan-
um á Klapparstígnum eins og
drottning með stóra brosið sem
fyllti augun hennar af hlýju og ást.
Hún var alltaf kletturinn í lífinu
mínu og minn griðastaður hefur
alltaf verið á Klapparstígnum. Hún
kallaði mig prinsessuna sína og við
tvær vorum bestu vinkonur.
Amma var einstök kona. Hún
var hörkutól, sjálfstæð og ákveðin
en samt svo blíð og góð, brosmild
og bar af í glæsileika. Hún átti allt-
af góð ráð, vildi halda friðinn og
það skipti mestu máli að vera kurt-
eis og góður við fólkið í kringum
sig. Þannig var amma. Hún naut
þess að gera vel við fólkið sitt og
gerði alltaf gott betur því hún var
svo grand. Hún elskaði að gefa
manni að borða og ef maður vildi
ekki matinn sagði hún: „Gikkurinn
bað að heilsa þér!“ Hún bakaði
bestu pönnukökurnar og sauð
besta rjómalagaða rúsínuvelling-
inn. Ég á ófáar minningar þar sem
ég sit uppi á borði í gamla eldhús-
inu hennar ömmu og er að hjálpa
henni að útbúa eitthvað girnilegt.
Allt var henni svo auðvelt og allt
sem hún snerti varð að einhverju
unaðslegu.
Hún var meistari í að hafa það
huggulegt. Þau ófáu skipti sem ég
gisti fékk ég mjúkan slopp og loðna
sokka til að sofa í eftir slakandi
freyðibað með kertaljós og svala-
drykk. Á laugardagsmorgnum var
litla sjónvarpinu rúllað inn í her-
bergi og ég fékk morgunmat í rúm-
ið. Cocoa Puffs og útskornar
brauðsneiðar með rifsberjasultu,
því ekki þurfti maður að borða
skorpuna hjá ömmu.
Ég man hvað ég var montin
þegar ég kom með vinkonur mínar
í heimsókn á Klapparstíginn. Þær
öfunduðu mig af því að eiga svona
æðislega ömmu. Amma var líka
töffari; hún vaknaði á nóttunni til
að horfa á box og talaði um húð-
flúrið sem hana langaði að fá sér.
Hún kunni að jóðla og gerði það
ósjaldan. Hún var alltaf vel tilhöfð,
var með algjöra fatadellu og stund-
um þegar hún hafði keypt sér eitt-
hvað sagði hún: „Ekki segja afa
þínum.“ Ef hann spurði var þetta
bara eitthvað gamalt sem hún fann
uppi í skáp. Hún var líka algjör
nammigrís. Ég man eftir okkur
þremur fyrir framan sjónvarpið.
Hún með karamellur í vasanum
sem hún var búin að taka úr bréf-
unum svo afi heyrði ekki skrjáfið.
Með lagni tókst henni að stinga
þeim upp í sig og mig og afi tók
aldrei eftir neinu.
Ég á erfitt með að velja úr öllum
minningunum um ömmu Elsu.
Tíminn sem við eyddum saman í
húsbílnum, kvöldin sem við borð-
uðum á Ítalíu og ég fékk óáfengan
kokteil með regnhlíf, utanlands-
ferðirnar og matarboðin. Enda-
laust magn af góðum minningum
sem ég mun alltaf varðveita.
Ég er þakklát fyrir að vera
barnabarnið hennar ömmu og hafa
verið svona elskuð. Ég er þakklát
fyrir að hafa eignast hana Elsu
mína, að amma hafi fengið að eyða
með henni átta mánuðum á Klapp-
arstígnum. Ég ætla að elska hana
eins og amma elskaði mig, halda
friðinn og búa til skemmtilegar og
notalegar minningar sem hún mun
alltaf eiga.
Elsku hjartans amma engill, ég
elska þig og sakna þín. Þar til við
hittumst næst.
Þín stelpa,
Salvör.
Elsku amma. Það er erfitt að
koma því í orð hve mikið ég elska
þig og hvað ég ber mikla virðingu
fyrir þér en ef ég ætti að rifja upp
allar mínar uppáhaldsminningar
um þig yrði þessi grein að fylgja
dagblaðinu sem aukablað. Þú varst
besta vinkona mín, sú sem ég gat
alltaf leitað til og sú sem ég treysti
fyrir öllum mínum leyndarmálum.
Þú vissir allt um mig og ég vissi allt
um þig. Á seinustu árum urðum við
svo háðar hvor annarri að það var
nánast óheilbrigt en ef við hittumst
ekki daglega þá töluðum við saman
í síma, jafnvel þótt við hefðum ekk-
ert merkilegt að segja. Mér þótti
fátt skemmtilegra en að eyða heilu
dögunum með þér að horfa á
heimskulegt sjónvarpsefni, fara í
göngutúr og baka kannski eina
brúna ef við vorum í stuði.
Ég gæfi hvað sem er fyrir einn
dag í viðbót með þér. Þú varst svo
fyndin og skemmtileg og þér tókst
alltaf að plata mig með lygasögun-
um þínum. Þegar þú varðst vitni að
ómerkilegu rifrildi milli okkar syst-
kinanna gerðir þú allt í þínu valdi
til að passa að við sættumst því þú
þoldir ekki að vita af því að fólki
kæmi illa saman. Þú hafðir svo
stórt og gott hjarta og vildir engum
illt. Þegar ég hugsa um þig sé ég
þig fyrst og fremst fyrir mér inni í
eldhúsi á Klapparstígnum að út-
rýma þínum helstu óvinum, flug-
unum, með hárspreyið að vopni.
Ég mun alltaf dást að einbeiting-
unni og metnaðinum sem þú lagðir
í hvert flugumorð og efast um að
ég muni nokkurn tímann kynnast
jafn staðfastri manneskju og þér.
Flugurnar áttu aldrei möguleika á
móti þér og þínum ofurskynfærum
enda heyrðir þú allar samræður
sem áttu sér stað í húsinu, sama
hversu lágt var hvíslað.
Þú varst svo stór hluti af lífi
mínu og með dauða þínum deyr
mikilvægur hluti af mér. Lífið
verður aldrei hið sama án þín,
elsku amma, en ég mun sakna þín
alla daga það sem eftir er af því.
Takk fyrir rúm 18 dásamleg ár og
ótalmargar yndislegar minningar.
Ég elska þig og bið Guð að geyma
þig vel.
Hallgerður T. Finnsdóttir.
Án sorgar er engin gleði og án
gleði engin sorg. Í hjarta okkar búa
þær systur, við finnum þær í orð-
um, myndum, sögnum, sporunum
heim, sporum að heiman, í dögum
og árum. Þær koma og fara, leggj-
ast í dvala en rísa upp og minna á
sig og gera ekki boð á undan sér.
Er ég kveð þig, systir mín góð,
þakka ég þér fyrir góðar stundir
þar sem bestu ljóð þín voru ort með
hlýju og kærleika, minnist fallegu
hljómanna þinna sleginna á lítið pí-
anó undir súð fyrir vestan í stof-
unni litlu á dimmum vetrarkvöld-
um þegar tíminn stóð í stað og
saumakonurnar í næsta húsi lögðu
nálarnar frá sér, afi hætti að negla
skó og búðin hans pabba varð pínu-
lítill tónleikasalur eina litla töfra-
stund fyrir langa löngu í geislabliki
stjörnuljósa himinsins yfir firðin-
um snjóþunga. En svo þagnar sú
harpa sem önnur, ys og þys hvers-
dagsleikans tekur völdin aftur. En
hvað með það ef birta lýsir upp
dimma daga um hálfopnar dyr og
svefninn breiddist yfir með tónum
þínum í kyrrð og ró og festist í
barnsins minni. Ég stikla milli
stakra steina minninganna sem
geyma daga og stundirnar horfnu
sem ég á einn í leynihólfi mínu og
enginn hefur lykil að. Ég staldra
við dalalækinn okkar sem enn hjal-
ar en grætur nú falinn í fönn, en í
vor spyr hann mig hvar þú sért og
af hverju þú komir ekki og um ljóð
okkar allra sem aldrei voru ort,
sem bíða því sérhvert barn er ljóð
móður sinnar.
Ég kveð þig með ljóðinu mínu
um kveðjuna, kveðjuna heim. Það-
an erum við komin og þangað leitar
hugurinn á þessari stundu.
Hvíl þú í friði, elsku systir.
Þau kveðja mig glöð
úr glugganum sínum
og veifuðu mér.
Og augun mín
urðu rauð á litinn
eins og lítil ber.
Og himinninn spyr
hví ertu að gráta
er enginn sér.
Stefán Finnsson.
Elsa mágkona mín hvarf á brott
frá okkur í takt við líf sitt og per-
sónuleika – með því að líða frá okk-
ur smátt og smátt, leggja síðan
augun aftur og hverfa yfir þangað
sem enginn nær til hennar. Ekkert
hálfkák, engin fyrirhöfn, aðeins
reisn og þetta stórkostlega „dig-
nity“ sem einkenndi hana og allt
sem hún snerti á.
Elsa Finnsdóttir var einstök
kona með sterkan persónuleika og
glæsilegt yfirbragð sem engum
gleymist. Nú um leið og ég set
þessar línur niður gæti ég ekki
unnið mér það til lífs að muna eftir
galla í fari hennar. Í þrjátíu ár höf-
um við átt leið um svipaðar slóðir
og mér er næst að halda að Elsa
hafa verið eins flekklaus mann-
eskja og hægt er að vera. Það
leyndist ekki neinum hve Elsa var
trygg, artarsöm, glæsileg og gegn-
heil. Ljóntrygg sínu fólki og virkaði
eins og segull sem sogaði stórfjöl-
skylduna að. Hávaxin, með fallegar
hreyfingar, bros og blik í augum,
sem lýsti upp og smitaði út frá sér;
sterkur persónuleiki, gat allt sem
hún ætlaði sér. Umhverfi hennar
smekklegt og á Elsu var ekki kusk
eða óreiða nærri og óhugsandi að
hitta hana þannig fyrir þó óvænt
bæri mann að garði. Allt í röð og
reglu. Hún sjálf ábyrg og kraft-
mikill dugnaðarforkur, sem sá
öngva ástæðu til að læra á bíl á
meðan fætur hennar báru hana
þangað sem hún þurfti.
Vissulega gekk hún ekki vestur
á Ísafjörð, þar lágu rætur hennar.
Það dugði henni að Örn væri með í
för; Örn Arnar, sem hún gekk með
upp að altarinu í Holtskirkju fyrir
meira en 50 árum. Þaðan hefur
hann ekki vikið. Fáum árum síðar
ásamt Kalla og Finni sem bættu
um betur eftir að þeir hleyptu
heimdraganum og sáu þeim Elsu
og Erni fyrir nægum félagsskap
barna sem trítluðu smáfætt og síð-
ar stórfætt í kringum þau á Klapp-
arstígnum.
Elsa var lánsöm og uppskar eins
og hún sáði. Hóf ung störf hjá Pósti
og síma á Ísafirði, flutti síðan suður
til Reykjavíkur og hélt áfram að
vinna hjá Pósti og síma sem síðan
var Síminn allt fram að þeim degi
sem hún fór á eftirlaun. Síðustu tíu
árin hefur hún notið þess að stússa
í kringum sína stóru fjölskyldu.
Þau urðu tíu barnabörnin og fyrsta
barnabarnið fæddist á síðasta ári
og auðvitað var Salvör elsta barna-
barnið hennar nærri ömmu sinni
með frumburðinn. Það var engar
heiðar að fara til samveru, því öll
bjuggu þau nánast á sama blett-
inum í 101. Bræðrum sínum tveim-
ur sem voru átta og níu árum yngri
var hún stoð og stytta þegar þeir
fluttust til náms í Reykjavík. Elsa á
stóran stað í hjarta Magnúsar, sem
tregar systur sína mjög, og verður
sárt saknað.
Örn á alla mína samúð. Þrátt
fyrir að það sé ekki í valdi okkar
hér á jörð að ákveða hver annan
grefur fylgir þeim sem eftir sitja
eftirsjá og söknuður. Gæfa Arnar
er að hafa haldið vel utan um syni
og barnabörn sem ef ég þekki rétt
munu fylla upp í það tóm af
fremsta megni.
Elsu kveð ég með tregablöndnu
þakklæti í huga. Henni á ég margt
að þakka og á milli okkar ríkti virð-
ing sem aldrei bar skugga á hvað
sem á gekk. Erni, Kalla, Finni,
tengdadætrunum Áslaugu og Rak-
el og börnunum öllum votta ég
mína dýpstu samúð.
Bergljót Davíðsdóttir.
Mig langar að minnast hennar
Elsu minnar í örfáum orðum. Elsu
sem var allt í senn vinkona, frænka
og nánast eins og systir mín þegar
við vorum litlar stelpur á Ísafirði.
Það voru sem sagt ekki bara fjöl-
skyldubönd sem tengdu okkur
heldur líka góð vinátta og hér áður
fyrr ekki síst góð vinátta foreldra
okkar. Við Elsa áttum því margar
góðar sameiginlegar minningar en
þar koma fyrst upp í huga mér
sumarbústaðaferðirnar í Tungudal
með foreldrum okkar í barnæsku
og árin sem við unnum saman á
sumrin á Ísafirði. Seinna giftumst
við og fluttum til Reykjavíkur og
þá urðu mennirnir okkar einnig
góðir vinir. Saman áttum við marg-
ar góðar stundir. Eftir að Elsa
veiktist ræddum við æskuminning-
ar okkar mikið, mér fannst sem
það færði henni gleði þegar við gáf-
um okkur tíma til þess.
Síðustu árin voru Elsa og Örn
einnig dugleg að bjóða mér með
sér á hina ýmsu menningarvið-
burði og þá sérstaklega núna síð-
asta árið eftir að ég missti manninn
minn. Fyrir þessar stundir er ég
þakklát.
Mig langar að votta fjölskyldu
Elsu samúð mína. Það var fallegt
að fylgjast með hve vel þau hlúðu
að henni í veikindunum.
Auður Viktoría Þórisdóttir.
Elsa Finnsdóttir HINSTA KVEÐJA
Guð geymi þig, elsku
amma. Sjáumst.
Helga Thorlacius
Finnsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR KETILSDÓTTIR,
fyrrverandi húsmóðir,
Torfum, Eyjafjarðarsveit,
lést laugardaginn 18. febrúar á
dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Jarðarförin auglýst síðar.
Smári Helgason Anna Jóhannesdóttir
Ketill Helgason Anna Gunnbjörnsdóttir
Sigurjón Helgason Sólrún Sveinbergsdóttir
Níels Helgason Sveinbjörg Helgadóttir
Jónína Helgadóttir Kristján Gunnþórsson
Guðjón Þór Helgason Erla Halls
Regína Helgadóttir
Gunnhildur Helgadóttir
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HELGA JÓNSDÓTTIR,
áður búsett á Kotvelli
í Hvolhreppi,
lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli mánu-
daginn 20. febrúar. Útförin verður auglýst síðar.
Guðm. Sv. Hermannsson Lovísa Sigurðardóttir
Helgi Hermannsson
Jónína Gróa Hermannsdóttir Hákon Mar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR JÓHANNSDÓTTIR
frá Laxárdal í Hrútafirði,
Hólabergi 84,
lést 20. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Aðalheiður Gunnarsdóttir Kristján Örn Frederiksen
Elísabet Ragnarsdóttir
Elísa Guðrún Ragnarsdóttir
Sigrún Rut Ragnarsdóttir Snorri Gústafsson
Jóhann Ragnarsson Jóna Guðrún Ármannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn