Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 29

Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Byrjaðu daginn á café et croissant Verð aðeins 690,- Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert eitthvað pirraður því þér finn- ast hlutirnir vera að vaxa þér yfir höfuð. Er þú reynir að róa hugann finnst þér þú endurnær- ast. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt í vændum frjótt tímabil og ættir að finna þér sem mestan tíma til sköpunar- starfa. Ekki ná öllu hárrétt, kláraðu bara verk- ið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Best væri að draga sig alveg í hlé, því svona barátta skilar engu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Byrjaðu vikuna á því að sinna smá- vægilegum þáttum sem hjálpa þér til þess að bæta skipulagið í kringum þig. Ekki lofa ein- hverju bara til þess að þóknast öðrum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur verið til bóta að nálgast verk- efni úr nýrri átt, þegar gömlu aðferðirnar eru hættar að duga. Farðu varlega og gakktu úr skugga um að málstaður þinn sé þess virði að berjast fyrir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er ekki verri dagur en hver ann- ar að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu. Mundu að vinur er sá er til vamms segir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er svo margt skemmtilegt í boði núna að þér reynist ófært að taka þátt í því. Vertu hreinskilinn við þá, sem þú talar við. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að fá tíma í einrúmi til að velta vöngum yfir breytingum á starfi eða búsetu, sem framundan kunna að vera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er margt að gerast í kringum þig og þú mátt hafa þig allan við svo að straumurinn hrífi þig ekki með sér. Með því að veita umhverfinu athygli endurnýjast skilningarvitin og hugarástand þitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Maður er manns gaman og það getur verið reglulega ánægjulegt að eyða dagstund í góðra vina hópi. Mundu bara að aðstoð er eitt og að taka alla stjórn er annað og það átt þú að varast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ómögulegt að segja hvaða vandræði dagsins eru það besta sem hefur fyrir þig komið, en ein þeirra eru það. Störf þín standa fyrir sínu og þú þarft ekki að rétt- læta þig með leikaraskap. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert fremstur meðal jafningja og átt að vera það með lítillæti og án alls oflætis. Ekki efast um eigin getu eða finna til van- máttar. Kári Stefánsson læknir var gest-ur á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna 8. febrúar sl. Þar flutti Sveinbjörn Jónsson hon- um þetta ljóð, sem hann kallaði „Menntagenin“: Skyldi Kári skaðmenntaður vera? Skyldi hann ekki hafa neitt að gera? Eða hefur íslensk erfðagreining eitthvað til að styðja þessa meining? Segjum að hann sæðisbanka opni með sjálfan sig og líka menn að vopni myndi vegur vitsmunanna hækka? Vitleysingum örugglega fækka? Vandasöm er vitsmunanna brekka vissara að fá sér nóg að drekka en litningarnir leysa allan vanda lærdómsins í boði heilags anda. Vaknar senn hinn viti borni maður verk hans munu snjöll en ekkert blaður; þýðir ei að þæfa gegn hans rökum þið sem hlutuð genasafn með mökum. Eitt sinn sagði kennari í Kína sem kunni ávallt lexíuna sína: „Ég tel við munum tækla þetta betur ef tökum við upp aftur hnútaletur.“ Kárnar gaman, koðnar hitt og þetta, konungar úr valdastólum detta; skoplegir nú gerast skýjaglópar skipulagðir eins þrýstihópar. Fía á Sandi talaði um „meira kerl- ingargrobb“ á Leirnum og orti: Ef þú býrð við basl og vos og berst við skuggadregla. Málaðu á þig blíðubros og brostu fyrir spegla. „Kerlingargrobb eða ekki,“ svar- aði Sigrún Haraldsdóttir: Lostaskortur, leti og drómi lítið okkur þreytir, yndislegur æskuljómi okkur Fíu skreytir. „Við og þið …“ segir Ármann Þor- grímsson og bætir við: Engan drepa ætlum við og engan meiða. Aðeins höfum annan sið og ekki skiljum stjórnkerfið. Öðru vísi eruð þið sem öllu ráðið. Aldrei neinum gefið grið og getið ekki haldið frið. Kristján Runólfsson yrkir á Boðn- armiði um mengun jarðar: Mennirnir reika í moldryki alda, mökkurinn þykknar við hvert gengið spor, kynslóðir nýjar þær kaupverðið gjalda með krankleika, þrældómi, fátækt og hor. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Menntagenin og kerlingargrobb Í klípu KVIKMYNDAGAGNRÝNENDUR HATA AÐ FERÐAST Á ÞUMLUNUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „300 ÁRA DÓMUR ER EKKI SVO SLÆMUR Í DAG. MEÐ GÓÐRI HEGÐUN GÆTIR ÞÚ VERIÐ LAUS Í ÁGÚST.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann hringir til þess að segja að hann elski þig. OG ANDA INN! ÉG ÁBYRGIST ÞAÐ AÐ HÉR ER HEILL SKÓLI AF FISKUM! ÞAÐ VAR RÉTT! ÞÚ FANNST LEIKSKÓLA! ÚAR ÚÚ ÚÚ ÚÚ ÚÚ ÚÚ ÚÚ ÚÚ Ú ÚÚ ÚÚÚ ÚÚÚÚ ÚÚ ÚÚÚÚÚ Áhugafólk um verðlaunahátíðirfær heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð á sunnudaginn kemur þeg- ar bæði Eddu-hátíðin og Óskars- hátíðin fara fram í beinni útsendingu í sjónvarpi. Varla þarf að geta þess að á Eddunni eru íslenskar kvik- myndir og sjónvarpsefni verðlaunað fyrir að skara fram úr og á Ósk- arnum er það sama gert við Holly- wood-myndir og raunar myndir víð- ar að. x x x Enda þótt Víkverja þyki sjálfsagtað verðlauna kvikmyndir og fólk með þessum hætti hefur honum aldrei þótt þessar hátíðir spennandi sjónvarpsefni og hefur ekki vakað eftir Óskarnum síðan kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, var tilnefnd fyrir um aldarfjórðungi. Samt verður hann að viðurkenna að Óskarsverðlaunahá- tíðin er heldur skárri en Eddan enda fer glamúr Bandaríkjamönnum yfir- leitt betur en Íslendingum. Maður er enn með pínulítinn kjánahroll yfir Eddunni. Að vísu fá áhorfendur nokkuð skemmtilegan kynni að þessu sinni; Sólmundur Hólm gæti auðveldlega lyft samkomunni upp. x x x Það verður að teljast nokkuð sér-stök ákvörðun hjá aðstand- endum Eddunnar að velja sama kvöld og Óskarinn fer fram; hátíðin hlyti að fá meiri athygli og áhorf alla aðra daga ársins. Hætt er við að hún blikni í samanburðinum og drukkni í umræðunni á eftir. En á tímum „hauggláps“ er þetta ef til vill við hæfi. Það kveikir ekki nokkur maður orðið á sjónvarpinu nema til að horfa á eins og eina seríu frá A til Ö. x x x Ef við tökum glamúrinn, glysið oghanastélið út fyrir sviga verður áhugavert að sjá hvaða kvikmyndir fara með sigur af hólmi á báðum þessum hátíðum í ár. Hér heima hef- ur spennan sjaldan verið meiri en bæði Hjartasteinn og Eiðurinn hafa fengið glimrandi viðtökur og dóma. Sjáum hvað setur. Nú eða slepp- um því að sjá og hlustum bara eftir niðurstöðum. vikverji@mbl.is Víkverji En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég gerði Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum þínum. (Sálm. 73:28)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.