Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 32

Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Áhorfendakosning hjá Örvarpinu, þar sem áhorf- endur geta valið sína uppáhaldsörmynd, stendur nú yfir en sl. haust valdi valnefnd Örvarpsins, þau Tinna Hrafnsdóttir og Sindri Bergmann, 12 mynd- ir til birtingar á vef Örvarpsins á RÚV. Ein mynd verður á endanum valin örmynd ársins 2016 og verða allar myndirnar 12 sýndar 28. febrúar kl. 18 á Stockfish-kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís. Til- kynnt verður um verðlaunin og þau afhent á hátíð- inni 4. mars. Hér er hægt að horfa á myndirnar 12 og kjósa þá bestu á vef RÚV. Úr Mömmu martröð eftir Laufeyju Elíasdóttur. Kosið um bestu örmyndina Kvöld í París er yfirskrift tónleika í menningarhúsinu Hannesarholti í kvöld, miðvikudag, og hefjast þeir klukkan 20. Einar Bjartur Egilsson píanóleikari og Nadia Monczak fiðluleikari flytja þá rómantísk verk eftir tónskáldin César Franck, Jules Massenet, Ernest Chausson og Frédéric Chopin. Einar Bjartur hóf píanónám sjö ára í Tónlistarskólanum í Reykjahlíð við Mývatn. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði nám í Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Haustið 2010 hóf hann svo nám í Listaháskóla Íslands undir hand- leiðslu Peters Máté og útskrifaðist þaðan vorið 2013. Í janúar það ár lék hann einleik í píanókonsert F. Poulencs með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Á árunum 2013 til 2015 stund- aði Einar meistaranám í Maastricht. Hann hlaut árið 2014 styrk úr Minn- ingarsjóði um Birgi Einarsson. Einar hefur samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir, til dæmis þýsku myndina Windspiele, og síðla árs 2015 gaf hann út sína fyrstu hljómplötu að nafni Heimkoma með eigin tónsmíðum. Hann hefur spilað á tónlistarhátíðum í Hollandi og starfað með kórum bæði þar og hér heima. Um þessar mundir starfar hann sem píanókennari og meðleik- ari við Tónlistarskóla Árnesinga. Nadia Monczak hóf fiðlunám fjög- urra ára gömul í Póllandi. Síðan hef- ur ferill hennar mótast bæði í Kan- ada og Evrópu. Hún hefur haldið tónleika í mörgum löndum, leikið einleik með virtum hljómsveitum og sem kammertónlistarmaður hefur hún starfað í mörgum hópum. Í haust er á döfinni hjá Monczak einleikur í Carnegie Hall í New York og í Kursaal Interlaken í Sviss. Boðið verður upp á léttan kvöld- verð á undan tónleikunum. Fiðluleikarinn Nadia Monczak. Píanóleikarinn Einar Bjartur. Parísarkvöld í Hannesarholti Félagsskapurinn Vinir gamla bæj- arins í Múlakoti stendur fyrir góu- gleði og fræðslukvöldi á Hótel Sel- fossi í kvöld, miðvikudag, kl. 20. Á dagskrá kvöldsins er kvik- mynd eftir Erik Skibsted um ferð- ir danska myndlistarmannsins Jo- hannes Larsen og fylgdarmanns hans, Ólafs Túbals, myndlistar- manns og bónda í Múlakoti, um Ís- land sumrin 1927 og 1930. Larsen hafði verið falið að gera teikn- ingar í danska hátíðarútgáfu Ís- lendingasagnanna. Johannes Lar- sen-safnið á Fjóni hefur í tvígang sent leiðangur til Íslands fyrir gerð þessarar myndar og var í bæði skipti myndað töluvert í Fljótshlíðinni og Múlakoti. Í kvik- myndinni eru líka myndskeið af Einari Fal Ingólfssyni ljósmynd- ara frá því í sumar þegar hann ferðaðist í fótspor félaganna og tók ljósmyndir af stöðum þar sem Larsen teiknaði. Afrakstur þess er viðamikil sýning sem nú er í Jo- hannes Larsen-safninu, til 26. mars. Eftir kaffihlé flytur Ásta Frið- riksdóttir listfræðingur erindið „Menning í Múlakoti“. Það byggist á meistararitgerð Ástu, þar sem hún fjallar um listmálara sem unnu í Múlakoti. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gamli bærinn Unnið er að uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti þar sem kunnir listamenn dvöldu löngum á liðinni öld, þar á meðal Johannes Larsen. Góugleði Múlakotsvina Það er ekki nóg með að Batman þurfi að kljást við glæpamennina í Gotham borg, heldur þarf hann að ala upp dreng sem hann hefur ætt- leitt. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 17.40 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.40 Sambíóin Akureyri 17.40 The Lego Batman Movie Fifty Shades Darker16 Christian berst við innri djöfla sína og Anastasía lendir í heift þeirra kvenna sem á undan henni komu. Metacritic 32/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 16.50, 17.10, 19.50, 22.30 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00 Gamlinginn 2 IMDb 6,5/10 Gamlinginn fer í ferðalag um alla Evrópu í leit að rússneskri gosdrykkjauppskrift sem hann týndi snemma á áttunda ára- tug síðustu aldar. Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 La La Land Þau Mia og Sebastian eru komin til Los Angeles til að láta drauma sína rætast. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.20 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00 Gold 12 Ólíklegir félagar álpast um frumskóga Indónesíu í leit að gulli. Metacritic 49/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.30 Háskólabíó 21.10 xXx: Return of Xander Cage 12 Metacritic 42/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 22.20 Rings 16 Metacritic 25/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.40 Hjartasteinn Örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Smárabíó 20.10 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 17.40 Bíó Paradís 22.30 John Wick: Chapter 2 16 Leigumorðingi þarf að sinna beiðni félaga úr fortíðinni Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 8,6/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Háskólabíó 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 22.20 The Great Wall 16 Metacritic 48/100 IMDb 6,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.40 Monster Trucks 12 Metacritic 41/100 IMDb 5,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Why Him? 12 Metacritic 39/100 IMDb 6,6/10 Smárabíó 19.00 Resident Evil: The Final Chapter16 IMDb 6,2/10 Smárabíó 23.00 T2: Trainspotting 12 Tuttugu ár eru liðin síðan Renton kom á heimaslóð- irnar og hitti þá Sick Boy, Begbie og Spud. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,9/10 Smárabíó 17.30, 19.30, 20.00, 21.30, 22.10, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Fjallkóngar Háskólabíó 18.00 Rogue One: A Star Wars Story 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Syngdu Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 15.30, 17.30 Vaiana Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Billi Blikk IMDb 5,2/10 Laugarásbíó 17.40 Smárabíó 15.20 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.30 Paterson Morgunblaðið bbbbb Metacritic 90/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 Moonlight Myndin segir uppvaxtarsögu svarts, samkynhneigðs manns á Florida. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 99/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 17.30, 22.30 Elle/Hún Morgunblaðið bbbbb Metacritic 89/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 20.00 Besti dagur í lífi Olli Mäki Metacritic 91/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.30 Toni Erdmann Morgunblaðið bbbbm Metacritic 94/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.