Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 33

Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Tuttugu árum eftir að hannsveik vini sína er MarkRenton (Ewan McGregor)enn á hlaupum. Hlaupin eru hins vegar ekki á fjölförnum vegi í Edinborg, heldur á hlaupa- bretti í líkamsræktarstöð í Amster- dam, þar sem hann hefur alið mann- inn í tuttugu ár. Hægt og bítandi orðið miðaldra á meðan Iggy Pop syngur í iPhone-heyrnartólin hans um „Lust for life“. Og þá kemur áfallið, sem ýtir Renton aftur heim til fátækrahverfa Edinborgar, þar sem hans bíður uppgjör við vinina sem hann sveik fyrir öllum þessum árum. Og hvað finnur hann á heimaslóðunum? Sick Boy (Jonny Lee Miller) rekur bar frænku sinnar, sem er í niðurníðslu, milli þess sem hann reynir að finna skjótfenginn gróða með því að svindla á háum sem lágum. Spud (Ewen Bremner) er ennþá fíkill, at- vinnulaus og við það að missa tengslin við konu sína og barn. Og Begbie (Robert Carlyle) er enn í fangelsi og dreymir þar á hverjum degi um það sem hann muni gera við Renton ef hann þá nokkurn tímann sleppur út. Þannig er stöðumyndin við upphaf seinni Trainspotting-myndarinnar, en sú fyrri var með umdeildari lista- verkum tíunda áratugarins og skaut Danny Boyle á stjörnuhimininn sem leikstjóra, og þeim McGregor og Carlyle sem leikurum. Sú mynd sem slík stendur algjörlega á eigin fót- um, en engu að síður hefur verið hvíslað um gerð framhaldsmyndar nánast frá því að Trainspotting sló í gegn. Irvine Welsh, höfundur bók- arinnar sem fyrri myndin er byggð á, skrifaði meira að segja fram- haldsbók sem tók upp þráðinn tíu árum síðar, og er byggt aðeins á henni í framhaldsmyndinni. Það fyrsta sem hægt er að segja um T2 Trainspotting er að hún er afskaplega vel úr garði gerð. Boyle sýnir okkur enn og aftur hversu góður og myndrænn leikstjóri hann er, þar sem ljós og skuggar geta sagt meiri sögu en það sem leikar- arnir einir eru að segja eða gera þá stundina. Tónlistin styður svo við uppbyggingu myndarinnar þannig að eftir er tekið. Leikararnir standa sig allir prýð- isvel, einkum Robert Carlyle sem brjálæðingurinn Begbie. Það er þó Ewen Bremner í hlutverki hins ein- falda Spuds sem ber af og veitir T2 Trainspotting ákveðinn miðpunkt þegar hann finnur sjálfan sig óvænt sem rithöfund að skrifa um lífs- reynslu sína. Kvenpersónur eru hins vegar ekki fyrirferðarmiklar og þær sem birtust í fyrri myndinni sjást hér einungis í hálfgerðri mýflugumynd. Í þeirra stað er komin Veróníka (Anjela Nedyalkova), búlgörsk fylgdardama og kærasta Sick Boy, sem Renton ágirnist. Nedyalkova gæðir Veróníku góðu lífi. Persóna hennar verður miðlæg í frásögninni, þar sem uppgjör við gamlar syndir og ný svik taka sviðið, ásamt mjög miklum skammti af „næntís“- nostalgíu. En þegar farið er út í það, er það kannski sú sama nostalgía sem er helsti galli myndarinnar. Boyle gengur mjög langt til þess að minna fólk á gömlu myndina, klippir til at- riði úr henni og uppfærir í nýrri mynd. Gæti það stuðað einhverja og dregur nokkuð úr skemmtanagild- inu fyrir þá sem ekki hafa séð fyrri myndina. Þá er því miður nokkuð um atriði sem virðast eingöngu til þess fallin að setja ögn meira kjöt á beinin, svona nokkurn veginn úr samhengi við hina stærri mynd. Það er þó rétt að geta þess að hún verður aldrei langdregin, líkt og talsverð hætta hefði getað orðið á, og Boyle tekst að vefa söguna saman þannig að hún haldi áhorfandanum allan tímann. Myndina skortir þó sitt eigið „stóra atriði“, sem fólk á eftir að minnast um langa tíð, líkt og fyrri myndin hafði í hrönnum. Á heildina litið er T2 Trainspott- ing því mynd sem er alveg þess virði að sjá fyrir aðdáendur gömlu mynd- arinnar. Hún nær kannski ekki sömu hæðum og fyrri myndin, en færir okkur vel ígrundaðar hugsanir um það hvað felist í vináttu, svikum og því að hafa smá „lust for life“ þegar bestu árin virðast vera kirfi- lega að baki. Uppgjör og nostalgía Þeir Sick Boy og Renton (Jonny Lee Miller og Ewan McGregor) rifja upp gamla tíma ásamt Veróníku (Anjela Nedyalkova), kærustu Sick Boy sem tilheyrir annarri kynslóð en gömlu jálkarnir. Uppgjör, svik og ólgandi fortíðarþrá Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri T2 Trainspotting bbbmn Leikstjóri: Danny Boyle. Handrit: John Hodge, byggt á bókum Irvine Welsh. Leikarar: Ewan McGregor, Ewen Brem- ner, Jonny Lee Miller, Robert Carlyle, Kelly Macdonald og Anjela Nedyalkova. Stóra-Bretland 2017, 117 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Týnd skáldsaga eftir Walt Whitman er nú aðgengileg lesendum að kostnaðarlausu á vef The Walt Whitman Quarterly Review. Frá þessu greinir The Guardian. Skáld- sagan sem nefnist The Life and Ad- ventures of Jack Engle var upp- haflega framhaldssaga í Sunday Dispatch árið 1852 án þess að höf- undar væri getið. Zachary Turpin, hjá Háskólanum í Houston, rakti skáldsöguna, sem er 36 þúsund orð að lengd, til Whit- man þegar hann bar saman minn- ispunkta skáldsins og úrklippur sem varðveist höfðu. Turpin lýsir sögunni sem „fyndinni, gáska- fullri, skapandi, fullri af óvæntum vendingum og kostulegri lítilli bók“. Hún þykir varpa nýju ljósi á mótunarár Whit- man sem skálds en söguna skrifaði hann á svipuðum tíma og upphaf epíska tímamóta- ljóðsins Leaves of Grass. Týnd skáldsaga Whitman aðgengileg Walt Whitman Melkorka Telka Ólafsdóttir fjallar um aðlaganir á skáldsögum fyrir leiksvið á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld kl. 20 en slíkar aðlaganir hafa verið áberandi á fjölum stóru leikhúsanna í vetur. Melkorka Tekla starfar sem leik- listarráðunautur í Þjóðleikhúsinu og hefur tengst uppsetningum fjölda leiksýninga, auk þess að hafa leikstýrt nokkrum sýningum, bæði á nýjum íslenskum verkum og er- lendum. Hún er höfundur leik- gerðar að skáldsögunni Tímaþjófn- um sem sýnd verður í Þjóðleikhús- inu seinni hluta vetrar. Í erindi sínu mun hún fjalla um leikgerðir í víðu samhengi, með áherslu á þrjár leikgerðir sem frumsýndar eru fyrri hluta þessa leikárs í Þjóðleikhúsinu: Gott fólk, eftir skáldsögu Vals Grettissonar; Maður sem heitir Ove eftir vinsælli skáldsögu Svíans Fredriks Back- man; og Djöflaeyjuna, eftir bók Einars Kárasonar. Melkorka var einn af handritshöfundum síðast- nefnda verksins. Bókakaffi í Gerðubergi er hluti kaffikvölda í Gerðubergi og haldið mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, fjórða miðvikudagskvöld í mánuði. Bókakaffi Melkorka Telka Ólafs- dóttir verður í Gerðubergi í kvöld. Fjallar um aðlaganir á skáldsögum fyrir leiksvið Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 10.30 SÝND KL. 5.30, 8, 10.30 SÝND KL. 5.40SÝND KL. 5.40 SÝND KL. 8, 10.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.