Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 36

Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 53. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Banaslys á Reykjanesbraut 2. Strætó lenti utan vegar 3. „Systir hefur gengið í reikn …“ 4. Koma til að brjóta af sér »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sænski handritshöfundurinn og leikstjórinn Måns Mårlind verður einn gesta Stockfish-kvikmyndahátíðar- innar sem hefst á fimmtudaginn í Bíó Paradís. Mårlind kom að hugmynda- vinnu og handritsskrifum dansk- sænsku sakamálaþáttanna Broen, eða Brúin, sem sýndir voru á RÚV við miklar vinsældir og leikstýrði sænsku þáttaröðinni Midnattssol, eða Mið- nætursól, sem einnig var sýnd á RÚV. Mårlind heldur masterklassa á fimmtudaginn, sem rit- og handrits- höfundurinn Huldar Breiðfjörð stýrir. Aðrir heiðursgestir Stockfish eru franski leikstjórinn og handritshöf- undurinn Alain Guiraudie sem hlaut m.a. verðlaun sem besti leikstjórinn í Un Certain Regard-flokknum á Can- nes fyrir kvikmynd sína Stranger by the Lake árið 2013 og króatíski leik- stjórinn, framleiðandinn og handrits- höfundurinn Rajko Grlic sem þekkt- astur er fyrir kvikmynd sína Karula. Handritshöfundur Broen á Stockfish  Sjóðheitir tangótónleikar verða haldnir í Fella- og Hóla- kirkju í kvöld kl. 20 og eru þeir hluti af tónleika- röðinni Frjáls eins og fuglinn sem Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti kirkjunnar, stendur fyrir. Á tónleik- unum kemur Arnhildur fram með söngkonunni Svanlaugu Jóhanns- dóttur og munu þær m.a. frumflytja nýjan tangó við texta Svanlaugar og lag Ásbjargar Jónsdóttur tónskálds. Sjóðheitur tangó í Fella- og Hólakirkju Á fimmtudag Austanátt, víða 8-15 m/s. Snjókoma eða él, einkum suðaustan til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag Suðaustan 10-15 og dálítil snjókoma, en þurrt norð- anlands. Hægt hlýnandi. Hvessir síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 5-13, heldur hvassara síðdegis. Snjókoma eða él, einkum á suðaustanverðu landinu. VEÐUR „Við vorum með frekar nýtt lið í haust og byrjuðum brösuglega, en þetta hefur skánað mikið. Í dag erum við flottir og höfum ver- ið það í síðustu tíu leikjum. Við höfum bætt okkur mikið, náð að þétta vel vörnina og erum fljótir upp og refsum liðunum sem við spilum á móti,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, hand- knattleiksmað- urinn efnilegi úr FH, um gott gengi sitt og liðsins. »3 Flottir í síðustu tíu leikjum „Það var ekki slæmt að hitta á svona dag. Ég fann eiginlega bara í fyrsta þristinum að ég gæti orðið heitur í skotunum. Á heildina litið var þetta svakalega sterkur sig- ur hjá okkur,“ segir Við- ar Ágústsson körfu- knattleiksmaður úr Tindastóli sem átti stór- leik í öruggum sigri Sauð- krækinga á Stjörnunni í toppslag lið- anna í fyrra- kvöld. »4 Það var ekki slæmt að hitta á svona dag Sannkölluð markaveisla var í fyrstu leikjum 16 liða úrslitanna í Meistara- deild Evrópu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Manchester City vann Móna- kó, 5:3, frábærum knattspyrnuleik í Manchester og Atlético Madrid vann Bayer Leverkusen, 4:2, í Þýskalandi. City-menn lentu undir, 3:2, eftir klukkustundarleik en sneru taflinu við á ævintýralegan hátt. »1 Mörkunum rigndi í Meistaradeildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, fékk í gærkvöldi afhent verðlaun fyrir sigur á barna- skákmóti TR fyrir 50 árum. „Þetta hefur verið erfið bið og bitur en hún sýnir að þó tíminn lækni ekki öll sár, getur það læknað að fá launin á end- anum,“ segir hann og hlær við. Jón Þorvaldsson, stjórnarmaður í skákfélaginu Hugin, afhenti ráð- herra verðlaunin að loknu Nóa Sír- íus-mótinu 2017, gestamóti Hugins og skákdeildar Breiðabliks. Jón var leiðbeinandi hjá Taflfélagi Reykja- víkur fyrir hálfri öld og stóð fyrir fyrrnefndu barnaskákmóti 1967. Góð skýring „Þegar Benedikt var 12 ára bar hann höfuð og herðar yfir alla krakk- ana í TR og ég hafði þá á orði að þarna væri komið einstakt efni. Ég hét góðum verðlaunum á mótinu og hafði í huga skákbók um töframann- inn frá Riga, Mikhail Tal, helsta fórnar- og fléttuskákmann þessa tíma.“ Einhverra hluta vegna gleymdist að afhenda Benedikt verð- launin og það var ekki fyrr en þeir fé- lagar hittust fyrir skömmu að sann- leikurinn kom í ljós. Jón segist hafa spurt Benedikt hvers vegna hann hafi hætt að tefla, hvort það hafi ver- ið vegna þess að leiðbeinandinn hafi verið svo leiðinlegur. Benedikt hafi svarað því til að það hafi ekki verið ástæðan heldur hafi hann aldrei fengið verðlaunin. „Þetta er nú ekki alveg sannleik- anum samkvæmt,“ segir Benedikt og bætir við að á unglingsárunum hafi hann áttað sig á því að ef hann ætlaði að ná verulegum árangri í skák yrði hann að eyða mjög miklum tíma í hana. „Ég hefði ekki gert neitt annað og var auk þess farinn að hafa áhuga á öðru. Það réð úrslitum.“ Þegar Benedikt var fimm ára byrjaði hann að fylgjast með Tómasi, bróður sínum, tefla við Harald Blön- dal, frænda þeirra. „Þannig lærði ég mannganginn,“ segir hann og bætir við að fljótlega hafi pabbi hans gefið honum skákbók, þar sem farið hafi verið yfir leyndardóma skákarinnar. „Við það að lesa þessa bók snarfór mér fram,“ segir hann og leggur áherslu á að hann hafi lesið allt sem hann hafi komist yfir um skák. „Það er ekki nokkur vafi að ef ég hefði fengið verðlaunin á sínum tíma hefði ég orðið enn betri skákmaður!“ Þótt Benedikt hafi ekki lagt rækt við skákina teflir hann reglulega og á móti fyrir þremur árum var hann næstur á eftir stórmeisturunum Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartar- syni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni. „Þetta sómir sér ágætlega í skáksögu minni,“ segir hann. Verðlaunin í gærkvöldi voru bók, sem var gefin út um Tal 2015. Jón segir að þó hún sé verðmætari en sú sem til stóð að gefa fyrir hálfri öld, viti núverandi fjármálaráðherra að vinningur að verðmæti 4.000 kr. 1967 standi nú í 4,3 milljónum króna mið- að við 15% dráttarvexti. „Ég tek Jón í sátt og geng sáttur frá taflborðinu,“ segir Benedikt um verðlaunin. Jón vonast til þess að bókin góða örvi eig- andann til nýrra dáða. „Benedikt hefur þegar verið boðið að keppa á MótX-skákhátíðinni á næsta ári og við aðstandendur hátíðarinnar bíð- um spenntir eftir svari frá honum.“ Fékk verðlaunin 50 árum síðar  Benedikt Jó- hannesson sigraði á skákmóti 1967 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skákmenn Benedikt Jóhannesson og Friðrik Ólafsson tóku eina skák í gærkvöldi og höfðu gaman af. Ljósmynd/Markús Örn Antonsson Skákmeistarar F.v.: Jón L. Árnason, Guðmundur Þórarinsson, Helgi Ólafs- son, Benedikt Jóhannesson, Margeir Pétursson og Friðrik Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.