Morgunblaðið - 01.03.2017, Side 4

Morgunblaðið - 01.03.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Þorsteinn Gíslason, fyrrverandi forstjóri Coldwater, lést í Bandaríkjunum sl. föstudag. Hann var á 93. aldursári. Þor- steinn fæddist 29. mars 1924 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jóns- son, alþingismaður og forstjóri, og Hlín Þor- steinsdóttir. Þorsteinn varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1944 og lauk BS-prófi í vélaverkfræði frá Massachusetts Institute of Techno- logy, MIT, árið 1947 og MS prófi í verkfræði frá Harvard University árið 1948. Hann starfaði sem verk- fræðingur hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna á árunum 1949-55, einkum við end- urbætur á vélum og vinnuskilyrðum hrað- frystihúsanna. Sölu- stjóri hjá Sporlan Valve Co., Boston, Bandaríkjunum, 1955- 57, verkfræðingur hjá sama fyrirtæki í St. Louis, Bandaríkj- unum, 1957-62, yf- irverkfræðingur 1962. Forstjóri Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum 1962- 84. Þorsteinn sat í Iðnaðarmála- nefnd árin 1951-55 og í stjórn Iðn- aðarmálastofnunar Íslands 1953- 55. Hann kvæntist Ingibjörgu Ólafs- dóttur Thors þann 11. nóvember 1944, en þau skildu. Eignuðust þau synina Þorstein og Ólaf. Andlát Þorsteinn Gíslason „Þótt veðurspáin sé góð eru ekki miklar (í raun engar) vonir til að það takist að opna höfnina í þessari lotu. Mat sérfróðra er þó að ekki þurfi nema 5 daga af blíðu til að opna höfnina,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, um Landeyjahöfn á bloggsíðu sinni þar sem hann upplýsir um stöðu mála. Hann segist þó ekki minnast þess að aðstæður hafi áður verið jafn góðar á þessum árstíma. Ljósmynd/Landeyjahöfn Siglingar Sífellt unnið að dýpkun við Landeyjahöfn. Ekki opnuð í þessari lotu „Ísland er grænt en á Grænlandi er ís,“ þylja margir útlendingar þegar þeir hitta Íslend- inga á förnum vegi. Á þessari gervihnatt- armynd sem tekin var í gær stendur Ísland hins vegar fyllilega undir nafni enda snævi þakið. Dýpt snjósins sem féll aðfaranótt sunnudags mældist 51 sentimetri sem er nýtt febrúarmet á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einu sinni hefur mælst dýpri snjór í borginni en það var í janúar 1937. Hvergi á landinu snjóaði þó meira en í Borgarfirðinum en þar mældist snjódýptin 63 sm á sunnudag. MODIS mynd/VIIRS gögn frá NASA Gervihnattarmynd frá NASA sýnir snævi þakið Ísland Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensku jöklarnir hafa rýrnað sam- tals um meira en 200 rúmkílómetra frá árinu 1995. Það samsvarar rúm- máli rúmlega 71 Þingvallavatns. Mælingar svonefndra GRACE- gervihnatta, sem reknir eru af Þjóð- verjum og Bandaríkjamönnum, sýna að rýrnun jöklanna veldur aflögun þyngdarsviðs jarðar nálægt Íslandi. Grein sem fjallar um þessa þróun birtist nýlega í hinu virta vísindariti Geophysical Journal International. Mælingar úr gervihnöttum Ný rannsókn Dönsku geimferða- stofnunarinnar (DTU-Space) í sam- vinnu við Jarðvísindastofnun Há- skóla Íslands og Veðurstofu Íslands hefur sýnt að hægt er að mæla rýrn- un jöklanna undanfarin ár með gervihnöttum. Hefðbundnar af- komumælingar sýna að íslensku jöklarnir hafa rýrnað jafnt og þétt frá árinu 1995 sem nemur um tíu rúmkílómetrum af ís á ári að með- altali. Til samanburðar má geta þess að rúmmál Þingvallavatns, stærsta vatns landsins af gerð lindarvatna, er um 2,8 rúmkílómetrar. Í frétt frá Háskóla Íslands um málið er vitnað í Alexander Jarosch, fræðimann í jöklafræði við Jarðvís- indastofnun Háskólans, sem er einn höfunda greinarinnar í Geophysical Journal International ásamt Louise Sandberg Sørensen og samstarfs- fólki frá DTU-Space, sem leiðir rannsóknina, Tómasi Jóhannessyni á Veðurstofu Íslands og Helga Björns- syni, vísindamanni emeritus, Finni Pálssyni verkfræðingi og Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, dósent við Jarðvís- indadeild Háskóla Íslands. Alexander segir að niðurstaða rannsóknanna sé í samræmi við fyr- irliggjandi afkomumælingar um rýrnun íslensku jöklanna frá 1995. Landris vegur á móti bráðnun Mælingar með GRACE-gervi- hnöttum hafa m.a. sýnt að rýrnun Grænlandsjökuls tvöfaldaðist og rýrnun Suðurskautsjökulsins þre- faldaðist frá því um 2006 og til ársins 2013. Rannsóknirnar sýna „að land- ris vegur að hálfu leyti upp áhrif rýrnunar íslensku jöklanna á þyngd- arsviðið í grennd við Ísland. Jafn- framt kemur í ljós að rýrnun Græn- landsjökuls hefur mikil áhrif á breytingar á þyngdarsviði í grennd við Ísland. Talið er að þessi áhrif frá Grænlandsjökli muni ráða miklu um hækkun sjávarborðs við Ísland á þessari öld og valda því að hún verði innan við helmingur af meðaltali yfir heimshöfin. Orsökin er sú að þegar Grænlandsjökull rýrnar mun ís- massi hans ekki toga að sér sjóinn í sama mæli í átt til Grænlands og hann gerir nú,“ segir meðal annars í fréttatilkynningunni frá Háskóla Ís- lands. Rýrnun jökla aflagar þyngd- arsvið jarðar nálægt Íslandi  Nýjar mælingar úr gervihnöttum sýna áhrif bráðnunar jökla á þyngdarsviðið Sigríður Á. Ander- sen dómsmálaráð- herra segir engin áform og enga ástæðu til þess enn sem komið er að endurskoða fjölda dómara í Hæsta- rétti og Landsrétti. Jón Steinar Gunn- laugsson, hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann telur að fækka eigi dómurum á áfrýjunarstigi í landinu. Telur hann rétt að fimm dómarar sitji í Hæstarétti í stað sjö og tólf í Landsrétti í stað fimmtán. Sigríður segir fjöldann hafi verið metinn þeg- ar nýju dómstólalögin voru sett og að hún hafi engar forsendur til þess að draga það mat í efa. Reynslan verði að leiða í ljós hvort þetta mat verði endurskoðað síðar. Engin áform um endurskoðun Sigríður Á. Andersen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.