Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Meðalverð á áli var 1.600 dollarar
í fyrra en er núna rétt um 1.900
dollarar, samkvæmt upplýsingum
Péturs Blöndal, framkvæmda-
stjóra Samáls.
Pétur sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að ljóst væri að til
lengri tíma væri æskilegt að jafn-
vægi væri í gengi krónunnar, en
líkt og fram kom í Morgunblaðinu
á laugardag hefur gengisvísitalan
ekki verið lægri síðan í júlí 2008.
Bandaríkjadalur var skráður á
tæpar 107 krónur í gær.
„Sveiflur eru ekki góðar og
vissulega finna álverin fyrir
hækkun á launakostnaði og
sterkara gengi. Það hafa verið
gríðarlegar hækkanir á launa-
kostnaði undanfarið samfara því
að krónan er að styrkjast, þannig
að það má segja að þetta komi
með tvöföldum þunga á álverin,“
sagði Pétur.
„Ástæðuna fyrir hækkandi ál-
verði má m.a. rekja til þess að
eftirspurn jókst um 5,3% í heim-
inum í fyrra. Eftirspurn heldur
því áfram að vaxa ört. Þar munar
mest um vaxandi notkun áls í
bílaiðnaði, en með því eru bíla-
framleiðendur að koma til móts
við kröfur stjórnvalda um spar-
neytnari farartæki og minni losun
gróðurhúsalofttegunda. Ál er
einnig lykilefni í rafbílum vegna
léttleikans, sem vegur á móti
þungum rafhlöðum og eykur
vegalengdina sem þeir komast á
hleðslunni,“ sagði Pétur.
Pétur segir að ef til vill spili
líka inn í að eitt af síðustu verk-
um fráfarandi Bandaríkjastjórnar
hafi verið að senda kæru á hend-
ur Kínverjum fyrir ólögmætar
niðurgreiðslur á aðföngum til ál-
iðnaðar. Þegar hafi Evrópusam-
bandið, Rússland, Japan og Kan-
ada tekið undir það. Þessi ríki
muni ræða saman um lausn vand-
ans á þessu ári. Það kunni að hafa
áhrif á væntingar á markaðnum
og spila inn í hækkun álverðs.
Spurn eftir áli jókst um 5,3%
Morgunblaðið/Ómar
Straumsvík Eftirspurn jókst um rúm 5% í fyrra, en dollar veiktist mjög.
Álverð hefur hækkað um 300 dollara frá því í fyrra en dollarinn hefur stórlega
veikst Um 1.900 dollarar fást nú fyrir tonn af áli Dollarinn á um 107 krónur
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auð-
lindaráðherra, hefur að höfðu sam-
ráði við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfa-
dóttur, ráðherra orkumála, lagt
fram á Alþingi tillögu til þingsálykt-
unar um verndar- og orkunýting-
aráætlun. Tillagan er efnislega sam-
hljóða tillögu sem þáverandi
umhverfisráðherra flutti á síðasta
þingi en var ekki afgreidd og bygg-
ist sömuleiðis á vinnu verkefna-
stjórnar um rammaáætlun.
Í tillögunni eru tvær vatnsafls-
virkjanir í Þjórsá settar í nýting-
arflokk ásamt Skrokkölduvirkjun,
Austurgilsvirkjun, Austurengjum í
Krýsuvík, tveimur jarðvarmavirkj-
unum á Hengilssvæðinu og vind-
orkugarðinum Blöndulundi.
Sömuleiðis eru útilokaðir ýmsir
virkjanakostir vegna landsvæða sem
sett eru í verndarflokk, svo sem
Skjálfandafljót, Héraðsvötn og
Skaftá.
Í báðum flokkum eru fyrir ýmsir
virkjanakostir og landsvæði sem
flokkuð voru við síðustu afgreiðslu
rammaáætlunar, árið 2013. Þeirri
flokkun er ekki breytt með nýrri
flokkun samkvæmt þessari tillögu.
helgi@mbl.is
Leggja fram
óbreyttan
ramma
Virkjanakostir í
nýtingu og vernd
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég sé það ekki fyrir mér að ráð-
herra ákveði að flytja Landhelgis-
gæsluna í einu lagi á næsta ári. Það
þarf að flétta þetta inn í framtíðar-
sýn fyrir starfsemina,“ segir Silja
Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, sem ásamt
fleiri þingmönnum Suðurkjördæmis
hefur endurflutt tillögu til þings-
ályktunar um að dómsmálaráðherra
hefji undirbúning að flutningi Land-
helgisgæslunnar til Reykjanes-
bæjar.
Mikið ónýtt húsnæði
Þetta er í sjötta skipti sem tillaga
þessa efnis er flutt á Alþingi. Frá því
Silja tók sæti á Alþingi og tók þá
málið upp á sína arma hefur aðeins
einu sinni fengist efnisleg umræða
um það í þinginu, annars hafa tillög-
urnar sofnað út af.
Málið snýst um að nýta húsnæði á
öryggissvæðinu á Keflavíkurflug-
velli fyrir Landhelgisgæsluna og
koma allri starfsemi hennar á einn
stað. Gæslan er þegar með nokkra
starfsemi þar. Flugflotinn kæmist
einnig í gott framtíðarhúsnæði og
skipin fengju einkar góða hafnarað-
stöðu í höfnum Reykjanesbæjar, að
því er fram kemur í greinargerð.
Kostnaðarsamur flutningur
Fram kom í úttekt sem þáverandi
innanríkisráðherra, Ögmundur
Jónasson, lét gera á árinu 2011 að
kostnaðarsamt væri að flytja starf-
semi Landhelgisgæslunnar, meðal
annars vegna aukins flutningskostn-
aðar starfsmanna frá Reykjavík til
Suðurnesja. Einnig yrði verulegur
kostnaður við að breyta bakvakta-
fyrirkomulagi þyrlusveitar í viðveru-
fyrirkomulag. Fjölga þyrfti þyrlu-
flugmönnum vegna þess.
Silja Dögg telur niðurstöður út-
tektarinnar ekki standast. Hún hafi
hrakið þær í þingræðu og hafi innan-
ríkisráðherra ekki getað andmælt
því. Hún segir mikilvægt til að auka
öryggi að hefja breytingar á vakta-
fyrirkomulagi þyrlusveitarinnar
þannig að flugmennirnir yrðu alltaf á
vakt á staðnum en ekki aðeins bak-
vakt. Þá þyrfti að vera sérstök þyrlu-
sveit á Norðausturlandi til að þjóna
Norður- og Austurlandi. Aukin þjón-
usta kalli vissulega á aukin fjárfram-
lög til Gæslunnar.
Snýst um að bæta aðstöðuna
Atvinnuástand hefur gjörbreyst á
Suðurnesjum á allra síðustu árum og
ekki er þörf á að flytja Landhelg-
isgæsluna þess vegna. Silja Dögg
tekur undir það og segir málið ekki
snúast um hrepparíg heldur bætta
aðstöðu fyrir Landhelgisgæsluna.
Þarf að flétta inn í framtíðarsýn
Tillaga um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar lögð fram á Alþingi í sjötta sinn
Flutningsmaður telur að niðurstöður úttektar um að kostnaðarsamt sé að flytja standist ekki
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Georg Kr.
Lárusson
Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, segir að
staðsetning stofnunarinnar sé
pólitískt úrlausnarefni stjórn-
valda. „Hvorki ég né stofnunin
höfum því formlega skoðun á
málinu. Ef stjórnvöld telja starf-
seminni betur borgið annars
staðar og að með flutningi sé
hægt að ná fram hagræðingu í
rekstrinum þá lagar Landhelg-
isgæslan sig að þeirri stefnu.“
Úrlausnarefni
stjórnvalda
FORSTJÓRI GÆSLUNNAR
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Icelandair hefur á síðustu vikum
bætt við sig tveimur farþegaþot-
um af gerðinni Boeing 767-300 en
félagið átti fyrir tvær þotur sömu
gerðar.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, segir
þriðju breiðþotu félagsins, sem
ber einkennisstafina TF-ISP, hafa
komið hingað til lands fyrr á
þessu ári, en fjórða vélin, TF-
ISW, lenti á Keflavíkurflugvelli
um nýliðna helgi.
Teknar í gegn fyrir notkun
„Breiðþoturnar komu til félags-
ins í vetur og hafa síðan þá verið
endurnýjaðar að utan og innan
samkvæmt stöðlum og útlits-
kröfum Icelandair,“ segir Guðjón í
samtali við blaðið, en breyting-
arnar voru unnar í viðhaldsstöð
félagsins á Keflavíkurflugvelli og í
Xiamen í suðausturhluta Kína.
Er meðal annars búið að setja á
þær svokallaða „winglets“ eða
vængenda, líkt og eru á Boeing
757 þotum félagsins, til að draga
úr eldsneytiseyðslu og endurnýja
farþegarými með nýjum innrétt-
ingum, afþreyingarkerfi og net-
sambandi.
Breiðþotur Icelandair taka 262
farþega, 80 fleiri en Boeing 757
þotur félagsins. Þoturnar eru 55
metra langar og vænghafið er 47,6
metrar.
„Þriðja vélin er þegar farin að
fljúga, en þessi fer í sitt fyrsta
áætlunarflug á vegum Icelandair
næstkomandi fimmtudag,“ segir
Guðjón og bendir á að 767-
vélarnar séu einkum notaðar til
flugs á þá áfangastaði sem flestir
farþegar fara um, s.s. Lundúnir,
Kaupmannahöfn, Amsterdam,
New-York, Boston og Chicago.
Alls verða 30 farþegaþotur í flota
Icelandair í sumar, þ.e. 26 Boeing
757 og áðurnefndar Boeing 767.
Báðar framleiddar 1997
Nýjustu viðbætur Icelandair,
þær TF-ISP, sem fengið hefur
heitið Eldgjá, og TF-ISW, sem
nefnd er Gullborg, eru fram-
leiddar árið 1997, en áður voru
þær í notkun hjá flugfélaginu Air
New Zealand. Verða vélarnar því
20 ára á þessu ári.
Fjórða 767-breiðþotan mætt
Ljósmynd/Ragnar Þór
Gullborg Fjórða breiðþota Icelandair stendur nú á Keflavíkurflugvelli, en
vélin fer í sitt fyrsta áætlunarflug á vegum félagsins nk. fimmtudag.
Með alls 30 far-
þegaþotur í sumar
Arionbanki hefur tekið upp nýtt
greiðslukortatímabil. Er það nú frá
27. til 26. hvers mánaðar í stað frá 22.
til 21. hvers mánaðar.
Í skriflegu svari Haraldar Guðna
Eiðssonar, forstöðumanns sam-
skiptasviðs bankans, eru ástæður
breytinganna sagðar bætt tækni sem
geri fólki kleift að stunda viðskipti
með rafrænum leiðum og m.a. skipta
greiðslum og fylgjast með færslum
með þeim hætti.
Einnig snúist þetta um viðleitni
bankans til að minnka kostnað. „Hvað
varðar kostnaðinn þá virka kredit-
kort í grunninn þannig að fram að
eindaga kortareikningsins er öll
notkun kortsins sambærileg vaxta-
lausu láni. Þannig fjármagnar bank-
inn kortanotkun viðskiptavina sinna
fram að greiðsludegi, með tilheyr-
andi kostnaði fyrir bankann. Það er
töluvert dýrari útfærsla á kredit-
kortakerfinu ef kortatímabilinu lýkur
löngu fyrir mánaðamót,“ segir í skrif-
legu svari Haraldar.
vidar@mbl.is
Kortatímabil
breytist
Forsætisnefnd Alþingis hefur geng-
ið frá skipan þriggja manna ráðgef-
andi nefndar sem tekur til með-
ferðar erindi sem forsætisnefnd
beinir til hennar um meint brot á
siðareglum fyrir alþingismenn.
Nefndinni er ætlað að láta í ljós álit
sitt á því hvort þingmaður hafi með
hátterni sínu brotið gegn háttern-
isskyldum sínum og meginreglum
um hátterni samkvæmt siðareglum
alþingismanna. Nefndina skipa þau
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
fyrrverandi forseti Alþingis, en hún
er jafnframt formaður nefndarinnar,
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við
lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör
Nordal, sérfræðingur við Sið-
fræðistofnun Háskóla Íslands.
Nefndin er skipuð til fimm ára.
Ráðgefandi
siðanefnd
Skipunartími 5 ár
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Nefndin ályktar um meint
brot á siðareglum alþingismanna.