Morgunblaðið - 01.03.2017, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017
sækja sig á Akranesi. Ég hafði þá
mér til fulltingis góðvin okkar
beggja, séra Björn Jónsson, fyrr-
verandi sóknarprest. Við fengum
höfðinglegar móttökur heima hjá
Rikka og Hallberu, fylgdumst
með fótboltalandsleik í sjónvarp-
inu, en höfðum mestu ánægjuna af
samræðunum. Í þakkarskyni
færði ég þeim Biblíu í skinnbandi
með gylltum nöfnum þeirra og
fann hve mikils þau mátu hana. Er
ég síðar leiddi ferða- og sögu-
messu frá Akraneskirkju að
Innra-Hólmskirkju, Görðum og
Kalmansvík, voru þau heiðurs-
hjón með í för.
Messunni lauk með kirkjukaffi
í safnaðarheimilinu Vinaminni.
Þau færðu mér þar bókina, Rikki
fótboltakappi, með áletruðum
nöfnum þeirra beggja sem síðan
er mér kjörgripur. Rikki bauð
mér svo að koma með sér á Akra-
nesvöll að fylgjast með fótbolta-
leik. Árangur íslenska landsliðsins
síðustu árin og frábær frammi-
staða þess á Evrópumótinu í
fyrrasumar hafa eflaust glatt
hann mjög.
Þau Hallbera og Rikki hverfa
af jarðnesku sjónarsviði með
stuttu millibili og skilja eftir sig
dugandi afkomendur, dýrmætt
framlag til mannlífs og menningar
á Akranesi og ríkulegan þátt í
íþróttasögu Íslands. Er ég í þökk
hugsa um þau hjón koma mér í
hug orð postulans: „Ég hef barist
góðu baráttunni, hef fullnað skeið-
ið og hef varðveitt trúna. Og nú er
mér geymdur sveigur réttlætis-
ins.“ Guð blessi minningu Rík-
harðs og Hallberu og fullkomni líf
þeirra með sigursveig í upprisu-
bjarma páska og lýsi ástvinum
þeirra á lífsins sigurbrautum.
Gunnþór Ingason.
Góður vinur og samferðamað-
ur, Ríkharður Jónsson, er fallinn
frá. Ég var að vaxa úr grasi í
Reykjavík þegar Ríkharður kom
með knattspyrnumönnum frá
Akranesi til að taka þátt í Íslands-
móti meistaraflokks og 2. flokks í
knattspyrnu. Þeim var vel fagnað
enda óvanalegt að félög utan af
landi tækju þátt í Íslandsmóti á
þeim tíma. En þá gerðist það sem
engan hafði órað fyrir. Akurnes-
ingarnir í 2. flokki unnu hvern
leikinn af öðrum og stóðu uppi í
lokin sem sigurvegarar Íslands-
mótsins 1946. Ríkharður varð mér
svo eftirminnilegur í þessum leikj-
um að alla tíð síðan hef ég metið
hann mikils sem knattspyrnu-
mann og fór oft að horfa á leiki
þegar hann spilaði á Melavellin-
um. Síðar kynntist ég Ríkharði vel
eftir að ég var ráðinn bæjarstjóri
á Akranesi árið 1974 og með okk-
ur tókst góð vinátta. Hann var
kosinn í bæjarstjórn fyrir Alþýðu-
flokkinn, tók þátt í meiri hluta
samstarfi vinstri manna og var
einn þeirra er stóðu að ráðningu
minni. Það voru átök í pólitíkinni í
þá daga, jafnvel enn meiri en í dag
og bæjarstjórnarfundir gátu stað-
ið langt fram eftir kvöldi jafnvel
fram á nótt. Samvinna okkar Rík-
harðs var mjög góð er við unnum
að málefnum Akurnesinga sem
voru margvísleg á þessum tíma,
t.d. athugun á hitaveitu fyrir
kaupstaðinn, framkvæmdir við
höfnina og stækkun sjúkrahúss-
ins. En sjúkrahúsið var Ríkharði
sérstaklega hugleikið. Bæjaryfir-
völd þurftu líka stundum að semja
við Kvennadeild Verkalýðsfélags-
ins á Akranesi og gátu þeir fundir
tekið heilu næturnar. Mér fannst
Ríkharður sinna starfi sínu vel
sem bæjarfulltrúi, var góður í allri
samvinnu og sanngjarn í þeim
málum sem unnið var að. Þegar
Ríkharður var formaður ÍA áttum
við gott samstarf um uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja á Akra-
nesi. Hann var í bygginganefnd
Íþróttahússins við Vesturgötu og
tók fyrstu skóflustunguna að
Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og
vann á báðum stöðum mikið í
sjálfboðavinnu.
Að mínu mati er Ríkharður
Jónsson besti knattspyrnumaður
sem Ísland hefur átt og vil ég í því
sambandi benda á sigurleikinn við
Svíþjóð 1951 þegar Ísland vann
með fjórum mörkum gegn þrem-
ur og skoraði Ríkharður öll mörk
Íslands. Á þeim tíma var Svíþjóð
stórveldi í knattspyrnu. Því var
vel við hæfi þegar hann var tekinn
inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2015.
Ég minnist Ríkharðs Jónsson-
ar með virðingu og þökk. Innileg-
ar samúðarkveðjur til barna hans
og fjölskyldna þeirra.
Magnús Oddsson, fv. bæjar-
stjóri og fv. formaður ÍA.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Fallinn er frá Ríkharður Jóns-
son, heiðursfélagi ÍSÍ og meðlim-
ur í Heiðurshöll ÍSÍ.
Ríkharður var sæmdur
Heiðurskrossi ÍSÍ, æðsta heiðurs-
merki ÍSÍ, árið 1990. Þá var hann
útnefndur Heiðursfélagi ÍSÍ á
Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013. Heið-
ursfélaganafnbótina hljóta aðeins
þeir sem starfað hafa ötullega og
af hugsjón innan vébanda íþrótta-
hreyfingarinnar um langt árabil.
Ríkharður var tekinn í Heið-
urshöll ÍSÍ árið 2015 en megin-
markmiðið með Heiðurshöllinni
er að heiðra og kynna framúrskar-
andi afreksíþróttafólk og íþrótta-
þjálfara og afrek þeirra.
Ríkharður átti einstakan
íþróttaferil og var eins og kunnugt
er einn okkar albesti knattspyrnu-
maður. Hann hóf að leika knatt-
spyrnu með meistaraflokki ÍA ár-
ið 1946 þá aðeins 16 ára að aldri.
Það sama ár var hann valinn í
landsliðshóp til að leika fyrsta
landsleik Íslands í knattspyrnu.
Ríkharður þjálfaði og lék með ÍA
og vann með liði sínu, gullaldarliði
Skagamanna, sex meistaratitla.
Þá var hann formaður ÍA um ára-
bil.
Hann var einnig lykilmaður í ís-
lenska karlalandsliðinu í knatt-
spyrnu um margra ára skeið og
lék alls 33 landsleiki, í flestum
þeirra sem fyrirliði. Er hann með
markahæstu leikmönnum lands-
liðsins frá upphafi. Ríkharður
þjálfaði einnig landsliðið um tíma.
Ríkharður lét sig mjög varða
framgang knattspyrnunnar hér á
landi og var í senn frumkvöðull,
fyrirmynd og goðsögn og vann
óeigingjarnt og ómetanlegt starf í
þágu íþróttahreyfingarinnar allr-
ar.
Íþrótta- og Ólympíusamband
Íslands kveður þennan mæta
heiðursmann með virðingu og
sendir fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.
Kveðja frá Hvanneyri
Í dag er Ríkharður Jónsson,
málarameistari og landskunnur
knattspyrnumaður, kvaddur
hinstu kveðju. Ríkharður tilheyrði
kynslóð frumherjanna sem með
verkum sínum hófu íslenskan sam-
tíma úr aldagömlu fari til nú-
tímans. Á sviði íþrótta var hann
landskunnur og goðsögn í lifanda
lífi. Á vettvangi starfs síns var
hann virtur og metinn bæði á
heimavettvangi og á landsvísu.
Það var haustið 1956 sem Rík-
harður hóf að sinna verkefnum
fyrir Bændaskólann á Hvanneyri
þegar Guðmundur Jónsson, þá-
verandi skólastjóri, fékk hann til
þess að taka að sér málningar-
vinnu fyrir skólann, en jafnframt
að þjálfa skólapilta í knattspyrnu.
Margir sem voru nemendur á
þessum árum minnast samveru-
stunda með Ríkharði á skólaflöt-
unum með mikilli hlýju.
Með þessum ráðahag hófst yfir
fimmtíu ára samstarf og skapaðist
náin vinátta þeirra sem á hverjum
tíma stjórnuðu skólanum og Rík-
harðs sem hvergi bar skugga á. Á
hverju vori við skólalok mætti
hann til vorverkanna sem voru
misumfangsmikil eftir hag skól-
ans og þegar haustaði að var hann
mættur til þess að búa skólann og
staðinn undir veturinn. Með sínu
næma fagmannsauga mat hann og
lagði til og með skilningi á getu
vinnuveitandans gerði hann tillög-
ur og gaf ráð. Ávallt reiðubúinn að
leggja hönd að verki þó aðeins
væri um að ræða smávegis viðvik
til viðhalds. Hann lagði sig í líma
við að gera sem mest úr þeim fjár-
munum sem til reiðu voru á hverj-
um tíma og hugsaði til langs tíma.
Það kom stundum fyrir að húsráð-
endum í íbúðum skólans þætti
hann ekki nægilega litaglaður en
því tók hann með „stóískri ró“ og
benti góðfúslega á að þannig
mætti leggja fleirum lið og því
varð það svo að vera.
Í dag er Ríkharður Jónsson
lagður til hinstu hvílu. Á skilnað-
arstund kveðjum við náinn vin og
samstarfsmann og þökkum ára-
tuga vináttu og allt það mikla starf
sem hann vann fyrir Hvanneyrar-
skóla og Hvanneyrarstað. Ástvini
hans biðjum við algóðan Guð að
styrkja á sorgarstund. Frumherji
er fallinn frá en verk hans munu
lifa um ókomna tíð, blessuð sé
minning Ríkharðs Jónssonar.
Magnús B. Jónsson og
Steinunn Ingólfsdóttir,
Sveinn Hallgrímsson og
Gerður Guðnadóttir.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félagi Reykjavíkur
Ríkharður Jónsson, goðsögn ís-
lenskrar knattspyrnu, hefur kvatt
þessa jarðvist. Árangur hans og
áhrif á íslenska knattspyrnu verða
lengi í minnum höfð. KR og gull-
aldarlið Skagamanna háðu marga
baráttuna á sínum tíma og segja
má að sjötti áratugur síðustu ald-
ar hafi verið áratugur Skaga-
manna. Þar fór Ríkharður fremst-
ur í flokki, sex titlar og þrisvar í
öðru sæti á 10 árum. Sumarið
1949, á 50 ára afmæli KR, fór fé-
lagið í mikla keppnisferð til Nor-
egs. Leikið var m.a. við Valerenga
á Bislet-leikvanginum að við-
stöddu fjölmenni. KR-ingar fengu
góðan liðstyrk fyrir þessa keppn-
isferð en Hermann Hermannsson,
markmaður Vals, og Ríkharður
Jónsson, þá leikmaður Fram, léku
með KR í þessari ferð. Í frásögn
Gunnars Guðmannssonar, Nunna,
af þessari ferð segir að Ríkharður
hafi fengið „beztu dóma“ fyrir leik
sinn en hann skoraði þrjú mörk
fyrir KR í fjórum leikjum.
KR-ingar minnast Ríkharðs af
mikilli virðingu og hlýhug og við
þökkum honum fyrir alla leikina.
KR-ingar senda aðstandendum
Ríkharðs innilegar samúðarkveðj-
ur.
Gylfi Dalmann Aðalsteins-
son, formaður KR.
Í dag kveðjum við Skagamenn
Ríkharð Jónsson, einn af okkar
dáðustu drengjum og í huga
margra Íslendinga einn af merk-
ustu íþróttamönnum Íslandssög-
unnar. Ríkharður fæddist á
Akranesi hinn 12. nóvember
1929, sonur hjónanna Jóns Sig-
urðssonar og Ragnheiðar Þórð-
ardóttur. Ríkharður lauk prófum
frá Iðnskólanum í Reykjavík árið
1950 og öðlaðist síðar meistara-
réttindi í húsamálun og fleiri iðn-
greinum.
Knattspyrnuferill Ríkharðs
Jónssonar var einstakur og væri of
langt mál að telja upp öll afrek
hans á því sviði. Nafn hans og bæj-
arfélagsins hafa verið samofin á
knattspyrnuvellinum og Akranes
notið ríkulega þeirrar athygli sem
afrek hans hafa vakið. Sigrar Rík-
harðs Jónssonar hafa verið sigrar
okkar Akurnesinga og framganga
hans utan vallar sem innan hefur
áunnið bæjarfélaginu virðingu og
velvild sem styrkt hefur ímynd
bæjarfélagsins ásamt því að vera
ungum Skagamönnum góð fyrir-
mynd. Fyrir það vil ég þakka sér-
staklega.
Ríkharður tók virkan þátt í
bæjarmálum á Akranesi og var
meðal annars bæjarfulltrúi á ár-
unum 1974-1982 fyrir Alþýðu-
flokkinn. Hann hafði einlægan
áhuga á samfélagsmálum og setti
mikinn svip á mannlíf á Akranesi
um margra áratuga skeið. Rík-
harður sat í knattspyrnuráði ÍA
um árabil og var formaður
Íþróttabandalags Akraness frá
1972-1976. Hann sat í stjórn
Sjúkrahúss Akraness um áratuga
skeið og var í stjórn Grundar-
tangahafnar.
Ríkharður var gerður að heið-
ursborgara Akraness hinn 30.
nóvember 2009 fyrir afrek sín og
ómetanlegt framlag til samfélags-
ins á Akranesi og var hann sann-
arlega vel að því kominn. Hann
hefur einnig verið sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu, heiðurskrossi KSÍ, auk þess
að vera heiðursfélagi ÍA og KFÍA.
Ríkharður var tekinn inn í heið-
urshöll ÍSÍ hinn 30. desember
2015.
Ég kynntist Ríkharði þegar ég
hóf að spila knattspyrnu á Akra-
nesi árið 1992 og ég á auðvelt með
að skilja af hverju hann náði frá-
bærum árangri bæði sem leik-
maður og þjálfari. Hann hafði
hugarfar sigurvegarans, var dug-
legur að veita góð ráð og hvetja en
líka ófeiminn að benda á það sem
betur mætti fara og veita leiðsögn.
Ekkert verkefni var of stórt fyrir
knattspyrnumenn á Akranesi,
enginn andstæðingur ósigrandi,
það skyldi ávallt sýna virðingu og
háttvísi og klæðast búningnum
með stolti. Ég kynntist einnig lífs-
förunaut Ríkharðs Jónssonar,
Hallberu Leósdóttur, sem féll frá
hinn 9. janúar síðastliðinn og var
Ríkharði stoð og stytta á langri og
farsælli lífsgöngu þeirra. Ég varð
þess fljótt áskynja að þar fóru
tvær hliðar á sama peningi og
Hallbera var engu minni keppn-
ismanneskja en Ríkharður. Það er
nánast eins og skrifað í skýin að
þessi samhentu hjón skuli kveðja
þessa jarðvist svo til á sama tíma.
Fyrir hönd Akraneskaupstaðar
og bæjarstjórnar Akraness vil ég
þakka Ríkharði Jónssyni fyrir
ómetanlegt starf í þágu knatt-
spyrnunnar og samfélagsins á
Akranesi og jafnframt færi ég
börnum Ríkharðs og Hallberu,
fjölskyldum þeirra og aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Minning um einstakan afreks-
mann og ljúfmenni mun lifa með
okkur Skagamönnum um ókomna
tíð.
Ólafur Adolfsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SNÆBJÖRG SNÆBJARNARDÓTTIR,
söngkona, söngkennari og kórstjóri,
Fellsmúla 13, Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
16. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
3. mars klukkan 15.
Ólöf S. Pálsdóttir
Snæbjörn Óli Jörgensen Anna María Elíasdóttir
Guðrún Birna Jörgensen Halldór Þ. Ásmundsson
Snæbjörg, Harpa María, Kaj Arnar,
Hildur Ása og Maríanna Erla
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓNAS INGI ÁRNASON
rafeindavirki,
Hjallalundi 20, Akureyri,
lést föstudaginn 17. febrúar á Sjúkrahúsinu
á Akureyri.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 2. mars
klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta
Sjúkrahús Akureyrar njóta þess.
Jóhannes Árnason Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sigurður Kristinsson
Árni Víðir og Ævar Ingi Jóhannessynir
Björg Unnur, Kolbrún og Rúna Kristín Sigurðardætur
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSKELL TORFI BJARNASON,
lést á hjúkrunarheimilinu Lundi 24. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Anna Guðný Jóhannsdóttir
Ásgeir Arngrímsson
Árni Áskelsson Jóhanna Marín Jónsdóttir
Bjarni Áskelsson Ingibjörg H. Sigurðardóttir
Guðmundur S. Áskelsson Þóra Bjarnadóttir
Guðni Torfi Áskelsson Júlíana Hilmisdóttir
Gestur Áskelsson Sigríður Kjartansdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samhug, hlýju
og fallegar kveðjur við fráfall
ÓLAFAR NORDAL
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
kvennadeildar Landspítalans.
Fyrir hönd aðstandenda,
Tómas Már Sigurðsson
Móðir okkar,
JÓRUNN VIÐAR
tónskáld,
lést mánudaginn 27. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Börnin
Okkar ástkæra
HALLDÓRA GUNNLAUGSDÓTTIR
frá Sökku, Svarfaðardal,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð 18. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Fjölskylda hinnar látnu