Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, segir að ríkisstjórnin hafi á fundi sínum á föstudag afgreitt fjölda mála og haldinn verði auka- fundur ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem mörg mál verði afgreidd. „Það er rétt, þótt þingmálalisti ríkisstjórnarinnar sé 101 mál, að að- eins um 30 þeirra eru komin til þingsins. En ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því, vegna þess að á næstu dögum mun mikill fjöldi mála ríkisstjórnarinnar koma til Alþing- is,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Ríkisfjármálaáætlun stærst „Langstærsta málið sem við erum að vinna núna er ríkisfjármálaáætl- unin. Vinnu við hana er svo gott sem lokið og verið er að vinna að frágangi hennar,“ sagði Bjarni. Frestur til þess að leggja fram þingmál á vorþingi rennur út 1. apr- íl. Það þýðir þó ekki að eftir þá dag- setningu sé ekki hægt að leggja fram ný þingmál, heldur þarf þingið þá að samþykkja afbrigði fyrir hvert mál sem lagt er fram. Forsætisráðherra sagði að það væri alveg skiljanlegt að menn vildu fylgjast með því hvernig ríkisstjórn- inni miðaði í vinnu sinni við að leggja fram þingmál sín. „En ríkisstjórnir eru almennt séð ekki dæmdar af fjölda framlagðra mála, heldur af verkum sínum. Við erum bara að vinna okkar vinnu og undirbúa málin eins vel og kostur er,“ sagði Bjarni. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júl- íussonar, menntamálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að litla LÍN frumvarpið hefði verið afgreitt í ríkisstjórn á föstudag og það hefði verið kynnt í þing- flokkum ríkisstjórnarinnar í gær. Tilskipunarmál frá EES hefði ekki enn borist frá EES nefndinni og yrði því væntanlega ekki lagt fram fyrr en í haust og sama ætti við um frum- varp um sviðslistir. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að hann reiknaði með að einungis tvö af þrettán málum hans frestuðust til haustsins. Tvö mál frestast „Frumvarp um fæðingarorlofs- sjóð frestast til haustsins, en það er engin tímapressa á að klára þá laga- setningu og sama máli gegnir um það sem út af stóð í lögum um al- mannatryggingar. Við þurfum betri tíma til þess að vinna það mál,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að mikill fjöldi mála hefði verið af- greiddur úr ríkisstjórn á föstudag og sama yrði gert á ríkisstjórnar- fundi í dag. Fjöldi mála til þingsins næstu daga  Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra segir fjölda þingmála ekki skipta máli, heldur verk ríkis- stjórnarinnar  Ríkisfjármálaáætlunin langstærsta málið  Einhver mál frestast til haustsins Morgunblaðið/Golli Alþingi Mikill fjöldi þingmála frá ríkisstjórninni er væntanlegur til Alþingis á næstu dögum. Landspítalinn stefnir að því að hefja notkun á jáeindahluta á nýjum jáeindaskanna spít- alans í haust. „Jáeindahlutinn byggist á inn- gjöf á geislavirkum ísótópum sem eru tengd við lyf sem hafa nákvæma sækni í eitthvað sem við höfum áhuga á að skoða. Í lang- flestum tilfellum er um að ræða geislavirk flúor sem eru hengd á sykur sem safnast sam- an alls staðar þar sem er aukinn efnaskipta- hraði eins og sérstaklega í krabbameinsæxl- um,“ segir Bogi Brimir Árnason heilbrigðisverkfræðingur. „Helmingunartími geislavirku efnanna er svo stuttur að það þarf að framleiða þau og lyfin á staðnum. Það er samkvæmt skilgreiningu lyfjaframleiðsla og gilda því reglur um leyfisveitingu fyrir lyfjaframleiðslu, sem eru alþjóðlegar og mjög stífar. Stærsta hindrunin er alltaf að klára geislalyfjaframleiðsluhlutann, fá hann vott- aðan og fá leyfi fyrir þeirri starfsemi áður en við getum byrjað að sprauta sjúklinga með þeim,“ segir Bogi. Nýjustu áætlanir miða við að ljúka við öll leyfi og fá skannan í fulla notkun í september á þessu ári. mhj@mbl.is Bíða eftir leyfi frá Lyfjastofnun ríkisins til að mega framleiða geislavirk efni Morgunblaðið/Eggert Stefnt að því að hefja jáeindaskönnun í september á þessu ári Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rúmlega 50% fjölgun hefur orðið í hópi skráðra félaga í Ásatrúarfélag- inu frá árinu 2014 samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands. Fé- lagar voru 2.382 árið 2014 en nú eru skráðir 3.583 félagsmenn. Karlmenn eru í miklum meirihluta í félaginu en 2.369 karlar eru skráðir í félagið og 1.214 konur Til samanburðar voru einungis 1.614 karlar í Ásatrúar- félaginu 2014 og 768 konur. Hafa fjölgað blótum Hilmar Örn Hilmarsson, allsherj- argoði og forstöðumaður Ásatrúar- félagsins, telur að fjölgun félags- manna megi rekja til þess að félagið hafi haldið fleiri athafnir og verið sýnilegra upp á síðkastið. „Það eru alltaf fleiri athafnir á hverju ári og ég held að fleiri séu bara að sjá hvað við erum að gera og það fellur fólki vel. Við stundum ekki trúboð, hvetj- um samt fólk til að koma ef það hefur áhuga. Blótin hjá okkur eru alltaf op- in,“ segir Hilmar. Ásatrúarfélagið hefur lengi verið stærsta trúfélagið á Íslandi sem ekki byggir á kristnum grunni. Hann segir að blótin hjá fé- laginu séu að verða sífellt vinsælli og fleiri mæti. Félagið mun meðal ann- ars standa fyrir blóti núna á sum- ardaginn fyrsta. „Það er alltaf vel sótt í blótið á sumardaginn fyrsta. Það er einnig mjög barnvænt blót hjá okkur,“ segir Hilmar. Ásatrúar- félagið mun á næsta ári opna hof en Hilmar segir að sú hugmynd hafi verið lengi að verða að veruleika. „Við erum að byggja hof núna í Öskjuhlíð sem hefur verið á döfinni hjá okkur í 40 ár. Það hefur síðan verið í vinnslu síðustu 12 ár og er stefnt að því að það opni í í mars á næsta ári.“ Fjölgunin vakti athygli BBC Fjölgun félagsmanna í Ásatrúar- félaginu hefur vakið athygli utan landsteinanna og komu meðal ann- ars útvarpsmenn frá breska ríkisút- varpinu (BBC) hingað til lands til að taka viðtöl og fylgjast með blóti. Út- varpsþátturinn Hjarta og sál (e. He- art and soul) fór í spilun á heimsrás BBC í gær þar sem meðal annars var sagt að ásatrú væri sú trú á Íslandi sem yxi hvað mest ásmegin. Í þætt- inum var meðal annars hlustað á upplestur af Eddukvæðum en þátt- urinn er aðgengilegur á vef BBC. Ásatrú á Íslandi í mikilli sókn  Rúm 50% fjölgun á skráðum félagsmönnum Ásatrúarfélagsins frá 2014  Mikil fjölgun meðal karlmanna  Yfir 1% Íslendinga aðhyllast ásatrú árið 2017 Morgunblaðið/Kristinn Æsir Ásatrúarmenn safnast hér saman á Landvættablóti. Styrkur svifryks var hár við helstu umferðargötur borgarinnar í gær, við Grensásveg og á fleiri stöðum, samkvæmt mælingum Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur. Líkur eru á að svifryksmengun verði áfram mik- il næstu daga þar sem spáð er hæg- um vindi og lítilli sem engri úrkomu. Svifryksmengun er mest í nágrenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inni í íbúðarhverfum fjær umferð samkvæmt upplýs- ingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Búast má við toppum í svifryksmengun á umferðarálags- tímum á morgnana, í hádeginu og síðdegis. Heilbrigðiseftirlitið fylgist náið með loftgæðum og sendir frá sér við- varanir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem vilja fylgjast sjálf- ir með styrk svifryks geta gert það á vef borgarinnar www.reykjavik.is/ loftgaedi en þar má sjá kort af mæli- stöðum borgarinnar. Líkur á miklu svif- ryki næstu daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.