Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Einbeitingin skein úr rauðum augum toppand- arkollunnar sem veiddi sér smáfisk til matar rétt utan Grafarvogs. Það krefst bæði æfingar og út- sjónarsemi að hemja fiskinn sem reynir að sleppa úr löngum og mjóum goggnum. Hann er búinn þyrnitönnum sem auðvelda toppöndinni að ná taki á bráðinni sem getur verið mjög hál við- komu. Toppöndin er talin afburðagóður kafari. Sést hún stundum veiða í hópum og á það til að hrekja bráð sína á undan sér og inn á grynn- ingar. Kærkomin máltíð sem þó þarf að hafa töluvert fyrir að hemja Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Toppandarkolla seður sárasta hungrið Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Það kemur til greina að félagið segi sig úr ASÍ í kjölfar þessa máls. Við úti- lokum ekkert að svo stöddu,“ segir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vél- stjórafélags Grindavíkur (SVG), en á mið- stjórnarfundi ASÍ þann 15. mars sl. hafnaði miðstjórn því einróma að veita SVG styrk upp á ríflega 62,1 milljón úr Vinnu- deilusjóði ASÍ. „Eins og gefur að skilja gekk hratt á fjármuni verkfallssjóðs SVG í þessu lengsta sjómannaverkfalli Íslandssög- unnar sem lauk þann 19. febrúar. Þar sem verkfallið dróst á langinn varð verkfallssjóður okkur á endanum upp- urinn og við þurftum að leita á náðir ASÍ með formlegri umsókn um greiðslu úr Vinnudeilusjóði ASÍ,“ seg- ir Einar og bendir á að ASÍ hafi hvorki verið tilbúið að greiða úr sjóðnum þá fjárhæð sem SVG óskaði eftir né veita sjómönnum minni styrk úr sjóðnum. „Afstaða ASÍ byggist alfarið á reglum um sjóðinn sem settar voru eftir að umsókn SVG var lögð fram. Það er ótækt að beita slíkum reglum afturvirkt.“ Upphæðin er heldur ekki slík að sjóður ASÍ ráði ekki við hana en að sögn Einars eru um 360 milljónir í Vinnudeilusjóði ASÍ. Ekki sameiginlegir hagsmunir Í rökstuðningi miðstjórnar ASÍ seg- ir að við skoðun á því hvort umsókn SVG falli að reglum sem um Vinnu- deilusjóð ASÍ gilda beri að hafa í huga megintilgang sjóðsins, þ.e. að styrkja stöðu hreyfingarinnar í átökum við at- vinnurekendur vegna stórra sameig- inlegra hagsmuna allra aðildarsam- takanna. Deila SVG við útgerðarmenn var ekki af þessum toga að mati mið- stjórnar sambandsins. Valmundur Valmundsson, formað- ur Sjómannasambands Íslands, segir meira hafa komið til, höfnun ASÍ hafi einnig grundvallast á því að SVG hafi ekki nýtt eigin tekjustofna til fulls. Valmundur situr í miðstjórn ASÍ fyrir hönd Sjómannasambandsins. „Í þessu máli þurfti ég að sitja hjá en auk þess skiptir Sjómannasam- bandið sér ekki af fjármálum ein- stakra aðildarfélaga,“ segir Valmund- ur og vísar til afgreiðslu miðstjórnar til frekari skýringar á niðurstöðu ASÍ en þar segir að SVG hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að efla fjárhagsleg- an styrk sinn til þess að geta staðið að baki sínum félagsmönnum í erfiðri deilu, sem þó mátti gera ráð fyrir að myndi bresta á í ljósi djúpstæðs ágreinings við SFS. Það geti ekki ver- ið hlutverk sameiginlegra sjóða aðild- arsamtaka ASÍ að taka þetta grund- vallarhlutverk aðildarfélaganna að sér á sama tíma og viðkomandi félag nýti ekki eigin tekjustofna til þess verkefn- is. SVG íhugar úrsögn úr ASÍ  ASÍ synjar Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur um rúmlega 62 milljóna styrk úr Vinnudeilusjóði  Beita nýjum reglum afturvirkt segir formaður SVG Einar Hannes Harðarson Morgunblaðið/Þórður Peningar ASÍ segir SVG ekki hafa nýtt eigin tekjustofna nægilega vel. Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján V. Vilhelmsson hjá Sam- herja sendu frá sér harðorða yf- irlýsingu í gær vegna viðtals í þætt- inum Eyjan á ÍNN við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Þar segir að Már hafi ítrekað borið á borð fyrir fjölmiðla og dómstóla rangar upplýsingar til að breiða yf- ir eigin gjörðir og hafi enn og aftur sagt ósatt og varpað eigin ábyrgð á aðra í viðtali þáttarins sl. fimmtu- dag. „Þrátt fyrir að bankaráð Seðla- bankans hafi með alvarlegum hætti sett sérstaklega ofan í við seðla- bankastjóra fyrir að tjá sig opin- berlega um einstaka mál og aðila heldur hann uppteknum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Spurður um mál Samherja segist Már í viðtalinu ekki geta talað um einstök mál en segir síðan að það sé fullt af svona málum og svo fari þau ekki alla leið. Það sé annarra að taka ákvörðun um það. Í yfirlýsingu Þorsteins og Krist- jáns segir að hvað sem líði orðum Más hafi það verið hans ákvörðun að fara í húsleit, halda blaðamanna- fund og kæra málið til lögreglu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Viðtal Samherjamenn senda frá sér yfirlýsingu vegna viðtals við Má. Hörð gagnrýni Samherja  Saka seðlabanka- stjóra um ósannindi Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Við erum að undirbúa ársfundinn og ekki hefur gefist tími til að skoða þetta mál, það er bara svo margt ann- að að gera,“ segir Stefán Jóhann Stef- ánsson, ritstjóri á skrifstofu banka- stjóra Seðlabanka Íslands, spurður um viðbrögð við frétt Morgunblaðsins síðan á föstudag um áhyggjur banka- ráðs Seðlabanka Íslands af þátttöku Más Guðmundssonar seðlabanka- stjóra í opinberri umræðu um einstök mál sem bankinn er með í vinnslu. Bankaráð krafðist þess með bókun í fyrra að seðla- bankastjóri léti af slíkri umræðu. Bókun bankaráðs- ins var gerð þrem- ur dögum eftir að seðlabankastjór- inn mætti í ítar- legt viðtal á Eyj- unni þar sem hann ræddi m.a. gjaldeyriseftirlit Seðla- bankans og rannsóknir tengdar því, m.a. gegn Samherja en aðalmeðferð í ógildingarmáli Samherja gegn Seðla- bankanum fór fram sl. fimmtudag. Að kvöldi sama dags og aðalmeðferðin fór fram mætti Már Guðmundsson í viðtal í sama þætti, Eyjunni á ÍNN, og ræddi málefni sem tengjast bank- anum. Ekki hefur náðst í Má sjálfan vegna málsins og þá vill formaður bankaráðs SÍ, Þórunn Guðmundsdóttir hæsta- réttarlögmaður, ekki tjá sig um málið. „Ég get lítið annað sagt en hið klassíska „no comment“. Þetta er mál sem ég mun ekki tjá mig um,“ sagði Þórunn, spurð um málið. Seðlabankinn þögull  Seðlabankastjóri fer gegn bókun bankaráðs  Formaður bankaráðs tjáir sig ekki og ekki næst í seðlabankastjóra Már Guðmundsson Frá hádegi í gær voru bókuð um 50 mál hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu. Var m.a. tilkynnt um ölv- aðan mann á Austurvelli. Hafði hann verið að angra gesti og gangandi með ölvunarlátum og ofbeldisfullum tilburðum og meðal annars slegið til aldraðs manns en árásarþoli var far- inn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Jafnframt hafði hinn tilkynnti maður hrifsað póstsendingu úr höndum annars vegfaranda, sem hafði nýverið sótt pakka á pósthús, og opnað póstsendinguna og stungið innihaldi hennar í úlpuvasa sinn. Hafði réttmætur eigandi póstsend- ingarinnar þó náð að endurheimta hana úr vörslu hins tilkynnta áður en lögreglu bar að. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hann verður viðræðuhæfur. Ölvun og óspektir á Austurvelli Í gær voru afhjúpuð sjö söguskilti sem sett hafa verið upp við merkar herminjar í Öskjuhlíð og Nauthóls- vík. Skiltin eru samstarfsverkefni Isavia og Reykjavíkurborgar en Friðþór Eydal, starfsmaður Isavia, vann texta og safnaði efni. Friðþór hefur ritað fjölda bóka um hersetu á Íslandi og er einn af helstu sérfræð- ingum landsins um þau umsvif. Ljós- myndir á skiltunum sýna hvernig um- horfs var á svæðinu í seinni heimsstyrjöldinni og skýringartextar lýsa hlutverki mannvirkja sem eftir standa, svo sem Reykjavíkur- flugvallar og tengdra minja í Öskju- hlíð og Nauthólsvík. Skiltin eru mörg hver steinsnar frá fjölförnum göngu- stígum í Öskjuhlíð og nýtast því vel því fólki sem nýtur útivistar í Öskju- hlíð á degi hverjum. Sighvatur Hall- dórsson, grafískur hönnuður hjá aug- lýsingastofunni Hvíta húsinu, annaðist grafíska uppsetningu á skilt- unum en undirstöðurnar eru hann- aðar af Árna Tryggvasyni. Ný söguskilti um herminjar Minjar Enn standa mannvirki frá tímum hersetunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.