Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Saarland er fá- mennasta sam- bandsríkið í Þýskalandi. Engu að síður var nokk- uð horft til kosn- inga þar um helgina. Það er fyrst og fremst vegna hugsanlegs forspár- gildis fyrir þingkosningar í september. Skoðanakannanir hafa verið brokkgengar að undanförnu. Þær skutu illa fram hjá í forsetakosningum í Bandaríkjunum og í þjóð- aratkvæðinu í Bretlandi um veru í ESB. Á hinn bóginn voru þær nær lagi í Hollandi nýlega. Þýskir kratar skiptu um leiðtoga í sinni brú nýlega. Sig- mar Gabriel hætti og við tók Martin Schulz, sem verið hafði forseti Evrópuþingsins. Eftir formannsskiptin fékk flokkur- inn vaxandi byr í könnunum. Þegar horft var til þess og and- byrs sem Merkel kanslari hef- ur búið við gerðu ýmsir því skóna að Schulz kynni að ná kanslaraembættinu af Merkel í september. Það kom á óvart að Schulz hefði þetta pólitíska að- dráttarafl. Hann hefur verið umdeildur á vettvangi ESB og átt sérkennilegar snerrur og þótt stóryrtur og hrokafullur. Þá hefur hann verið óvarkár í sókn eftir bitlingum frá ESB. Kosningarnar í Saarlandi eru þær fyrstu eftir að Martin Schulz tók við forystu jafnað- armanna. Kannanir bentu til að flokki hans myndi vegna vel og flokkur Merkel væri í and- byr. Þótti sennilegt að flokkur Schulz í ríkinu gæti náð að mynda stjórn til vinstri með vinstriflokknum Linke. Þyrfti meira til yrði flokkur græn- ingja þriðja hjól. En úrslitin urðu önnur. Flokkur Merkel bætti við sig 5 prósentustigum en flokkur jafnaðarmanna missti 1 prósentustig. Grænir töpuðu fylgi og fóru niður fyrir 5% lágmarkið og fengu engan mann á fylkisþingið. Flokkur kanslarans fékk 40,7% og 24 þingmenn af 51 á þinginu, því að mörg atkvæði duttu dauð. Kristilega vantaði aðeins tvo þingmenn til að hafa hreinan meirihluta á þinginu. Sósíal- demókratar og Linke voru með jafnmarga þingmenn saman og Kristilegir, 17 og 7. Fjórði flokkurinn sem kom þing- mönnum að var AfD, Annar kostur fyrir Þýskaland sem fékk 3 þingmenn. Kristilegir og AfD gætu tæknilega myndað tveggja flokka meirihluta. En stefna stóru flokkanna hefur verið sú að úrskurða að AfD sé „ólýð- ræðislegur flokkur“ þar sem hann hefur efa- semdir um evruna og vill nálgast inn- flytjendamál með öðrum hætti en stóru flokkarnir. Sambærileg stefna tíðkaðist lengi í Noregi og Danmörku, en reyndist ekki vel. Hún er enn brúkuð í Sví- þjóð og hefur orðið til þess annars vegar að tryggja kröt- um að stjórna Svíþjóð með fremur litlum minnihluta at- kvæða (lýðræðislegt?) og að auka fylgi Svíþjóðardemó- krata, SD, jafnt og þétt. Nýr formaður Moderaterna, sem hefur verið talinn helsti hægri flokkurinn í Svíþjóð af hefðbundnum flokkum, Anna Kinberg, hefur hert nokkuð af- stöðu flokks síns í innflytj- endamálum síðustu misserin. Hún lagði nýlega til að sænsk- um lögregluþjónum yrði fjölg- að um 5000, en það er opinbert leyndarmál að neyðarhjálp eins og sjúkrabílar og slökkvi- bílar fer ekki inn í sum borg- arhverfi í Svíþjóð nema í öfl- ugri lögreglufylgd. Lögreglan sjálf fer ekki nema sérstaklega styrkt í slíka leiðangra. Anna Kinberg neitar því að stefnu- mörkun sín sé komin til vegna þess að kannanir sýni að SD mælist nú mun stærri flokkur en Moderaterna. Samkvæmt seinustu mælingu munar reyndar nú sáralitlu á styrk SD og stjórnarflokksins Jafn- aðarmanna, sem mælist með aðeins 25% fylgi. En árétta verður að rétt er að taka kann- anir með fyrirvörum. AfD hefur nú fengið menn kjörna á 11 fylkisþing af 16 í Þýskalandi. Þau 6,2% sem flokkurinn fékk í Saarland voru þó minna fylgi en for- ystumenn hans væntu. Sú spurning kann því að vakna hvort draga sé úr þeim vindi sem verið hefur í segl þessa flokks í Þýskalandi síðustu misserin. Flestum ber þó enn saman um að AfD muni koma mönnum á sambandsþingið í Berlín í september. AfD mælist nú með rúm 10% í könnunum, sem er tvöfalt það lágmark sem þarf til. En jafn- vel þótt þær kannanir gengju eftir er ekki víst að sú breyting yrði afgerandi í þýskum stjórnmálum, að minnsta kosti ekki í bráð. En slík úrslit kynnu að hafa einhver áhrif á stefnumörkun Kristilegra demókrata og leiða til skarpari skila í stjórnmálum en verið hafa í Þýskalandi. Má þá horfa til stefnubreytinganna hjá Venstre í Danmörku og Mod- eraterna í Svíþjóð. Nýlegar fylkiskosn- ingar í Þýskalandi segja sögu, en ekki hana alla} Kannski verða áhrif kosninga í ár óveruleg H eyrst hefur að það taki heilt þorp að ala upp barn og er margt til í því. Sem foreldri tveggja ung- lingsdrengja finnst mér ábyrgðin liggja fyrst og fremst á mér sem foreldri. Og eins og flestir foreldrar reyni ég mitt besta. Að sýna gott fordæmi, næra þá, hlúa að þeim og hlusta. Ég vil ala upp duglega og heil- brigða unga menn en það eru margar hindranir á lífsleiðinni. Þjóðfélagið ber líka ábyrgð á upp- eldi barnanna okkar og þarf að sýna það í verki. Ég vil til dæmis alls ekki áfengi í allar hillur því aukið aðgengi að víni eykur á unglinga- drykkju, það er augljóst mál. Mín kynslóð, sem sótti Hallærisplanið stíft, stóð gjarnan fyrir utan Ríkið á Lindargötu. Þar sigtuðum við út góðlegt fólk sem hugsanlega væri til í að kaupa eina Lambrusco eða eina Blue Nun. Þetta var nánast eina leiðin til að nálgast áfengi og fórum við oft tómhentar heim. Hversu auðvelt verður fyrir unglinga að redda sér áfengi ef það verður í hverri kjörbúð! Sem unglingamóðir segi ég nei. Nógu stórt áfengisvandamál er fyrir í þessu landi. Svo eru það fordómarnir í þjóðfélaginu. Fræðsla er besta leiðin til að útrýma fordómum og vissulega erum við öll full af þeim. Það þýðir ekkert að segjast vera fordómalaus því það er enginn. En sem betur fer er margt betra nú en í gamla daga. Ekki allt, en sumt. Ég fór með strákana mína á myndina Hidden Figures um helgina og mæli ég með að fólk taki unglingana sína með á þessa mynd. Myndin, sem er sannsöguleg, er stórgóð og fræðandi en í stuttu máli er hún um þrjár svartar konur í Bandaríkj- unum sem vinna hjá NASA árið 1961. Þær þurfa að lifa við aðskilnaðarstefnu, fordóma og fyrirlitningu. Þær máttu til að mynda hvorki nota sama salerni og hvítir né drekka úr sömu kaffikönnu. Strákarnir mínir, sem voru lang- yngstir í bíóinu, voru frá sér numdir. Þetta var í raun kennslustund í sögu í leiðinni því báðir sögðust þeir ekki hafa trúað að þetta hefði verið svona slæmt, og ekki lengra síðan. Gott fannst mér þegar eldri sonurinn sagði: „Loksins sér maður góða mynd, það er svo mikið drasl sem maður sér venjulega“. Útlendingahatri, kynþáttahatri og hómófóbíu verður seint útrýmt en með fræðslu og þekk- ingu minnkar það. Vonandi. Ef eitthvað er að marka drengina mína erum við Íslendingar komnir ansi langt í því síðastnefnda. Sonur minn spurði mig eitt sinn hvort fólk hefði í alvöru verið á móti hinsegin fólki í gamla daga. Ekki gat ég neitað því. Þeir skilja það alls ekki og þakka ég fyrir það. Gay Pride gangan og frábærar fyr- irmyndir í röðum hinsegin fólks hafa breytt þar miklu. Það væri óskandi að önnur lönd væru komin svona langt. Um daginn vorum við að keyra og þá heyrist í öðrum þeirra: „Mamma, af hverju áttu ekki mann?“ Ég sagðist ekki hafa tíma í það, ég myndi kannski ná mér í mann þegar þeir væru fullorðnir. Eitthvað fannst þeim svarið mitt ófullnægj- andi. Algjörlega fordómalaus spurning fylgdi: „Ertu kannski lesbía?“ asdis@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Pælingar unglingamömmu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Félagasamtök bænda eru aðfóta sig í nýju umhverfi.Þau fá ekki lengur hlut íbúnaðargjaldi sem ríkið innheimtir. Nú þurfa þau að fá bændur til að ganga í félögin af fús- um og frjálsum vilja og greiða fé- lagsgjöld til að standa undir kostn- aði við hagsmunabaráttuna. Ekki sjá allir bændur sér hag í því. Það hefur komið fram í umræðum í tengslum við aðalfund Landssambands kúa- bænda (LK) sem fram fór á Ak- ureyri um helgina. Arnar Árnason, formaður LK, segir að markmiðið sé að ná nánast öllum kúabændum í landinu, hátt í 600 talsins, inn í félagið. Lands- sambandið þurfi á því að halda. Mið- að við upphæð félagsgjalda og rekst- ur sambandsins undanfarin ár þurfi heimtur að vera góðar. Félagsgjaldið er veltutengt, samkvæmt samhljóða samþykktum aðalfundar LK fyrir ári. 30 aurar eru greiddir af hverjum innlögðum lítra og 500 krónur af hverjum inn- lögðum grip. Þýðir það að félags- gjöld af meðalbúi eru hátt í 100 þús- und kr. á ári. Stóru búin greiða hærra og nefnt hefur verið dæmi af nýuppbyggðu búi sem greiða mun 300 þúsund kr. Ekki verða allir með Líflegar umræður hafa verið á Facebook um fyrirkomulag inn- heimtunnar og fleira í tengslum við félagsaðild í kjölfar opins bréfs sem Bóel Anna Þórisdóttir, bóndi á Mó- eiðarhvoli og 1. varamaður í stjórn LK á síðasta ári, skrifaði í Bænda- blaðið. Hún lýsti því yfir að hennar bú myndi ekki ganga í LK. Fram kom að henni fyndist óréttlátt að kúabændur greiddu mishátt gjald til hagsmunagæslunnar auk þess sem forystan hefði ekkert hlustað á hennar sjónarmið. Ágreiningur hef- ur verið um stefnuna í framleiðslu- málum og ljóst er að einhverjir af þeim sem telja forystuna vinna gegn sínum hagsmunum verða ekki með. Arnar segir að menn hafi mis- munandi skoðanir á því hvernig eigi að innheimta félagsgjaldið og hversu hátt það eigi að vera. Hann nefnir að veltutengt félagsgjald sé víða að finna. Nærtækast sé að nefna fram- leiðendafélagið Auðhumlu. Þar hafi allir félagsmenn eitt atkvæði, sama hvað þeir leggi mikið inn. Segir Arnar að vel gangi að safna nýjum félögum. Um 60% kúa- bænda hafi nú þegar gengið til liðs við LK. Margir hafi bæst við um helgina. Aðildarfélögin séu að ræða við félagsmenn sína og frekara átak verði gert á næstu mánuðum. Markmiðið að fá nær alla bændur í félagið Morgunblaðið/Styrmir Kári Mjólkurkýr Kúabændur eru að safna liði, vilja fá sem flesta liðsmenn í sam- tökin, til að geta haldið krafti í baráttunni fyrir hagsmunum stéttarinnar. Yfirgnæfandi meirihluti kúabænda vill hafa framleiðslustýringu áfram en ekki endilega óbreytt kvótakerfi. Þannig les Arnar Árnason, formaður LK, í niðurstöðu skoðanakönnunar sem stjórnin lét gera rétt fyrir aðal- fundinn og kynnti þar. Fyrri forysta LK samdi við ríkið um afnám kvótakerfisins og þannig hljóðar texti búvörusamninga. Eftir kynningu meðal bænda var þó ákveð- ið að efna til atkvæðagreiðslu um málið á árinu 2019. Arnar segir að aðalfundur LK hafi ákveðið um helgina að endurskoða stefnu sambandsins í framleiðslu- málum, meðal annars til undirbún- ings atkvæðagreiðslunni árið 2019, og niðurstöður skoðana- könnunarinnar verði notaðar við þá vinnu. Þegar spurt var beint um afstöðu til greiðslumarkskerfisins í ljósi komandi atkvæðagreiðslu sögðust tæp 82% þátttakenda vilja halda í það en aðeins 11% afnema. Vilja framleiðslustýringu áfram SKOÐANAKÖNNUN MEÐAL KÚABÆNDA Viðhorf til greiðslu- markskerfis í mjólk Frekar jákvætt Mjög jákvætt Hvorki né Frekar neikvætt Mjög neikvætt Veit ekki 32,9% 11,7% 7,7% 6,9% 0,3% 40,6%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.