Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
✝ Áslaug KristínPálsdóttir
fæddist í Stykk-
ishólmi 12. febrúar
1946. Hún lést 20.
mars 2017 í Stykk-
ishólmi.
Foreldrar henn-
ar voru Sæmunda
Þorvaldsdóttir, hús-
móðir og verkakona
í Stykkishólmi, f.
16.7. 1926, d. 25.11.
1986, og Páll Oddsson, verka-
maður í Stykkishólmi, f. 16.9.
1922, d. 9.4. 2002. Systkini Ás-
laugar eru 1) Sesselja, f. 14.2.
1948, maki Þorbergur Bærings-
son, f. 26.11. 1943. 2) Ásgerður
Ágústa, f. 7.2. 1950. 3) Böðvar, f:
13.7. 1955, d: 10.2. 1985, maki
Rósa Marinósdóttir, f. 10.12.
heita 1) Áslaug Guðrún, f. 18.9.
2001, 2) Ólöf Hulda, f. 4.9. 2006,
3) Hanna Þórdís, f. 17.1. 2012, 4)
Gústaf Máni, f. 6.10. 2016. Fyrir
átti Ólafur Sigurð Arnar Ólafs-
son, f. 20.12. 1966, maki Heiða
Einarsdóttir og eiga þau þrjá
stráka og tvö barnabörn.
Ása vann ýmis störf í Hólm-
inum. Fyrir sunnan vann hún á
ýmsum stöðum þar sem Ása og
Ásgerður leigðu saman. Eftir að
Ása og Óli giftu sig bjuggu þau
öll sín búskaparár á Hringbraut-
inni í Hafnarfirði, en þar bjó Ása
þar til heilsan gaf sig. Síðustu
tveir vinnustaðir hennar voru
Pósturinn og síðan Flataskóli í
Garðabæ sem skólaliði hjá
yngsta árganginum.
Árið 2013 greindist Ása með
alzheimer, 2015 hrakaði heilsu
hennar og í mars 2015 flutti hún
aftur á heimaslóðir á dval-
arheimilið þar.
Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28.
mars 2017, og hefst athöfnin
klukkan 14.
1955. Seinni maður
Rósu er Kristján
Andrésson. 4) Þor-
valdur Ársæll, f.
12.7. 1963, d. 10.8.
2008, maki Sarah
Jane Allard. Systk-
inabörn Ásu eru
átta og börn systk-
inabarna eru átta
og verða níu í maí.
Áslaug giftist
17.12. 1981 Ólafi
Sigurði Gústafssyni, f. 5.2. 1944,
d. 6.9. 1998. Foreldrar hans voru
Jóhanna Guðrún Bjarnadóttir, f.
19.9. 1920, d. 25.4. 2007, Gústaf
Sigurðsson, f. 16.3. 1921, d.
23.11. 1980. Áslaug og Ólafur
eignuðust eina dóttur, Ágústu
Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 20.6.
1983. Hún á fjögur börn, þau
Elsku mamma mín.
Stærsti og mesti stuðnings-
kletturinn minn er farinn. Mér
finnst eins og heimurinn hafi kippt
undan mér en þótt mér finnist það
veit ég innst inni að ég mun alveg
spjara mig. Það er bara sárt að þú
sért farin frá okkur. Sérstaklega
öllum fjórum ömmubörnunum,
ömmustelpurnar þínar þrjár hafa
verið svo hændar að þér í gegnum
árin að þetta er ekki auðvelt fyrir
þær. Elsku dætur mínar eiga svo
margar minningar um þig og þær
ætla að vera svo duglegar að segja
honum Gústafi Mána frá öllum
þessum minningum svo hann fái
að kynnast þér. Ég er svo þakklát
fyrir allt sem þú, mamma mín, hef-
ur gert fyrir mig í gegnum árin.
Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir
mig og börnin mín, ég mun aldrei
gleyma því. Allt sem þú hefur
kennt mér mun ég nota í komandi
framtíð bæði fyrir mig og börnin
mín. Ég viðurkenni fúslega að mér
finnst ég vera frekar mikið eigin-
gjörn að hugsa að ég sé að verða
34 ára og báðir foreldrar mínir séu
farnir yfir móðuna miklu. En
elsku mamma mín, ég veit að þér
líður miklu betur og þetta var ekki
líf sem þú hefðir viljað lifað þannig
að þetta er það besta sem gat
gerst.. Svo veit ég að pabbi hefur
sannarlega tekið vel á móti þér og
ef ég man rétt hefur hann tekið
dans með þér við uppáhaldslagið
ykkar.
Elsku mamma, ég kveð þig í
dag með þakklæti í hjarta. Góða
nótt, elsku mamma. Við sjáumst
síðar og ég bið að heilsa öllum.
Sofðu vært hinn síðsta blund,
uns hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
Heim frá gröf vér göngum enn.
Guð veit, hvort vér framar fáum
farið héðan, að oss gáum,
máske kallið komi senn.
Verði, Drottinn, vilji þinn,
vér oss fyrir honum hneigjum,
hvort vér lifum eða deyjum,
veri hann oss velkominn.
(Valdimar Briem)
Þín dóttir,
Ágústa Guðrún.
Elsku amma.
Ég er heppin að eiga ömmur, ég
er heppin að þú sért önnur þeirra,
ég er heppin að hafa kynnst þér og
þekkt. Ég er heppin að eiga marg-
ar góðar minningar með þér sem
ég mun aldrei gleyma eins og til
dæmis að sitja með þér um sjö ára
gömul inni í sjónvarpsherbergi og
horfa á Bachelor eða Biggest Lo-
ser. Eða þegar við fórum saman til
Danmerkur og Noregs. Ég mun
aldrei gleyma hvað það var gott að
sofa í ömmurúmi svo lengi sem ég
sofnaði á undan þér, því annars
var enginn möguleiki að sofna, en
þá færði maður sig bara inn í hitt
herbergið því ég vissi alltaf að ég
myndi hitta þig daginn á eftir.
Ég elska þig og mun ávallt
sakna þín.
Ástarkveðja,
Áslaug Guðrún.
Elsku amma okkar.
Takk fyrir að vera svona góð
við okkur, takk fyrir öll knúsin
sem þú ert búin að gefa okkur,
takk fyrir alla kossana frá þér og
takk fyrir allar minningarnar sem
þú bjóst til með okkur. Það er sárt
að kveðja þig en nú færðu að vera
hjá Óla afa og við vitum að þú fylg-
ist með okkur ofan af himnum. Við
munum vera svo dugleg að koma
upp í kirkjugarð til að setja blóm á
rúmið þitt og Óla afa. Ég mun
segja litla bróður frá þér og hann
fær að kynnast þér í gegnum
minningar og myndirnar okkar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Góða nótt, amma.
Ástarkveðjur,
Hanna Þórdís
og Gústaf Máni.
Í dag kveðjum við Áslaugu
Kristínu (Ásu) eldri systur mína,
sem andaðist 20. mars á Dvalar-
heimilinu í Stykkishólmi.
Ása fæddist 12.2. 1946, elst í
fimm systkina hópi. Í Hólminum
ólst hún upp og bjó þar til 26 ára
aldurs. Við systkinin nutum kær-
leika í uppeldinu, svo ekki sé talað
um ástríka föðurömmu okkar og
afa, sem bjuggu í sama húsi. Þá
má ekki gleyma móðurömmu okk-
ar og Hirti afa. Það voru margar
ferðir farnar yfir á Holt til þeirra.
Já, húsin hér heita nöfnum, Hlíð-
arendi heitir föðurgarður okkar,
Hlíð, Grund og Akrar voru ná-
grannahúsin. Við nutum þess
sannarlega að alast upp í Hólm-
inum. Þegar Ása flutti til Reykja-
víkur til að vinna þar var okkar
fjölskyldu ekki í kot vísað þyrfti
fjölskyldan á gistingu að halda, ef
hún átti leið suður.
Saman bjuggu síðan þau Ása,
Ásgerður og Böðvar, bróðir okk-
ar, í Mávahlíðinni, þar til Böðvar
fann sitt konuefni, hana Rósu, og
Ása sitt mannsefni, hann Óla.
Þá fluttu Ása og Óli í Hafnar-
fjörð, keyptu sér þar hús og
bjuggu þar síðan.
Ása og Óli eignuðust eina dótt-
ur, Ágústu Guðrúnu, f. 20.6. 1983.
Þegar Óli andaðist 1998 eftir
þung og erfið veikindi var það
þeim mæðgum mikið áfall. En
þær tókust saman á við sorgina,
og þegar Ágústa síðar eignaðist
börnin sín voru þau ömmu sinni
mikið gleðiefni.
Ása sló aldrei af sér við vinnu,
hér heima vann hún ýmis störf,
það gerði hún líka þegar suður var
komið. Afgreiðslustörf voru henni
hugleikin, enda vann hún lengi í
verslunum. Síðast vann Ása við
gangavörslu, sem henni líkaði vel,
átti gott með að umgangast börn-
in. En svo kom áfall sem enginn
átti von á. Ása greindist árið 2013
með Alzheimer-sjúkdóminn, sem
fer illa með þá sem fyrir verða,
sem leiddi til þess að 2015 var ekki
um að ræða að hún gæti ein haldið
heimili.
Ekki reyndist auðvelt fyrir
hana að komast í dvöl í Hafnar-
firði. Þá er mér nær að halda að
örlögin hafi ákveðið að Ása hafi átt
að koma heim í Hólminn og ljúka
þar ævigöngu sinni. Hér heima
gat hún fengið pláss á Dvalar-
heimilinu þegar eftir því var leit-
að. Í Hólminum bjó hún því síð-
ustu tvö æviárin við gott atlæti og
umönnun, sem aldrei verður full-
þakkað fyrir. Reyndar áttum við
von á að ævidagar hennar yrðu
fleiri. En enginn ræður sínum
næturstað, sérstaklega ekki þegar
erfiðir sjúkdómar taka völdin. Ása
var þessi ár nánast daglegur gest-
ur hjá okkur Bergi mági, eins og
hún sagði alltaf. Þar til heilsan
leyfði ekki fleiri gönguferðir. En
nú á kveðjustundu þökkum við
þér, Ása mín, allan kærleika þinn
við okkur og börnin okkar. Ágústu
og fjölskyldu biðjum við Guð að
styrkja í sorg þeirra og söknuði.
Far þú í friði, kæra systir, á fund
ástvina þinna sem farnir eru.
Sesselja og Þorbergur.
Elsku Ása okkar er fallin frá.
Ég kynntist Ásu haustið 1999, í
gegnum Ágústu dóttur hennar.
Fljótlega kom svo í ljós að við
vorum frænkur, meira að segja
náskyldar, og þá varð faðmur Ásu
extra stór.
Hún varð mér hreinlega sem
önnur móðir og seinna dóttur
minni sem auka amma.
Alltaf átti hún knús á lager og
alltaf gat ég leitað til hennar, sama
hvað var.
Og hún hafði alveg einstaka
nærveru.
Mér er minnisstæðast þegar ég
var að fara að gifta mig árið 2006.
Ekki hafði hún tök á að vera
viðstödd því hún var búin að panta
sér utanlandsferð til Danmerkur
að mig minnir. En hún gerði mér
stóran greiða og nokkuð sem
henni fannst svo sjálfsagt, hún
lánaði bróður mínum, sem hvorug
okkar hafði hitt og var að koma frá
Svíþjóð, íbúðina sína í heila viku!
Og að ég skyldi fá að borga fyrir
að fá íbúðina lánaða? Nei, því
skyldi ég bara gleyma.
Sumarið 2014 var hún byrjuð
að veikjast og hún kom í heimsókn
til okkar til Noregs ásamt Ágústu
dóttur sinni og barnabörnunum
og þær voru hjá okkur í tæpar
þrjár vikur. Það var yndislegur
tími og ég er svo óendanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
hafa hana í heimsókn í þennan
tíma.
Ákvörðun Ágústu að koma með
hana í heimsókn var hárrétt því
það mátti ekki tæpara standa, því
eftir þetta hrakaði heilsu hennar
verulega.
En nú hefur hún fengið frið.
Elsku besta Ása mín, takk fyrir
allar minningarnar, knúsin, góðu
ráðin og hjálpina. Og takk fyrir að
vera auka amma fyrir Ástrós
Erlu.
Við kveðjum þig með söknuði.
Elsku Ágústa okkar og börn,
við samhryggjumst ykkur af öllu
okkar hjarta.
Hulda Markhus.
Okkur langar að minnast í
nokkrum orðum fyrrverandi sam-
starfskonu okkar, Áslaugar Krist-
ínar Pálsdóttur. Hún Ása okkar
vann síðustu ár starfsævinnar
sem skólaliði í Flataskóla í Garða-
bæ. Hún var lítil, ljúf og yndisleg
kona sem lét sig varða líðan og
heilsu bæði okkar og barnanna í
skólanum. Öllum þótti ósköp vænt
um hana. Hún var þægileg og
skemmtileg í umgengni og oft
með hnyttin og góð svör, þó að
hún tæki lífið svolítið alvarlega
stundum enda hafði hún lent í
ýmsum erfiðleikum um ævina eins
og að missa manninn sinn langt
fyrir aldur fram. Börnunum í skól-
anum þótti líka vænt um þessa
litlu konu, hún var góð við þau og
passaði vel upp á þau og af mikilli
ábyrgð. Þeim þótti svo ótrúlega
gaman að fá að mæla hæð sína við
hana því það var markmiðið að
verða stærri en Ása.
Það var yndislegt að sjá hvað
hún ljómaði upp þegar hún talaði
um barnabörnin sín og greinilegt
að þau voru sólargeislarnir henn-
ar. Ása var kona sem var vinur
vina sinna og lét sér annt um fólk-
ið í kringum sig og þá ekki síst
börnin. Oft hringdi hún til að
spjalla eftir að hún hætti að vinna
eða kíkti í heimsókn á gamla
vinnustaðinn. En svo fluttist hún í
sinn gamla heimabæ Stykkishólm
og þá misstum við nú svolítið sam-
bandið þó að einhverjar okkar hafi
heimsótt hana þangað. Við mun-
um alla tíð minnast hennar Ásu
okkar með mikilli hlýju og vænt-
umþykju – þannig var hún, hlý og
elskuleg. Elsku Ása, hvíl í friði,
friður Guðs þig blessi og hafðu
þökk fyrir allt og allt. Við vottum
Ágústu, barnabörnunum og öðr-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Kveðja frá vinkonum úr Flata-
skóla,
Linda, Sigrún, Dóra,
Sigurlaug, Sigfríður,
Helena, Sólveig og Stefania.
Í rökkurró hún sefur
með rós að hjartastað.
Sjá haustið andað hefur
í hljóði á liljublað.
Við bólið blómum þakið
er blækyrr helgiró.
Og lágstillt lóukvakið
er liðið burt úr mó.
Í haustblæ lengi, lengi
um lyngmó titrar kvein.
Við sólhvörf silfrin strengi
þar sorgin bærir ein.
(Guðmundur Guðmundsson)
Hvíl í friði og takk fyrir allt.
Hugur minn er hjá dóttur og
barnabörnum, megi minningin
vera ljós í lífi ykkar allra.
Kveðja,
Kristín J. Þorbergsdóttir.
Áslaug Kristín
Pálsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Bestu minningarnar
mínar eru þegar ég gisti
hjá ömmu Ásu og við fórum
saman með bænir. Hún
sagði mér líka sögur frá því
að hún var lítil fyrir svefn-
inn. En besta minningin
mín var þegar við forum í
göngutúra og gáfum önd-
unum brauð og þegar við
spiluðum Ólsen Ólsen.
Ég elska þig amma og
mun ávallt sakna þin og ég
verð dugleg að koma og
heimsækja þig í kirkju-
garðinn eftir skóla.
Ástarkveðja.
Þín,
Ólöf Hulda.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
GRÉTAR HARALDSSON
hæstaréttarlögmaður,
lést þriðjudaginn 14. mars.
Útförin verður frá Fossvogskirkju
föstudaginn 31. mars klukkan 13.
Gréta Hrund Grétarsdóttir Gunnar B. Finnbogason
Halldóra Grétarsdóttir
Haraldur Grétarsson Harpa Ágústsdóttir
Heiðrún Grétarsdóttir Kristján Hrafn Guðmundsson
Jakobína Marta Grétarsdóttir Benny Lindgren
Sigurður Júlíus Grétarsson Bergþóra S. Þorbjarnardóttir
Þóra Steinunn Pétursdóttir Jón Óttar Ólafsson
Þórunn Grétarsdóttir Björn Sighvatsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
SVERRIR PÁLSSON,
fv. skólastjóri,
Mosateigi 7, Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn
24. mars.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 6. apríl
klukkan 10.30. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á
Akureyri.
Ellen Lísbet Pálsson
Sigríður Sverrisdóttir Brandur Búi Hermannsson
Lárus Sverrisson
Inga Björg Sverrisdóttir Torfi Ólafur Sverrisson
Páll Sverrisson Guðbjörg Ingimundardóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGMUNDUR GRÉTAR MAGNÚSSON,
fyrrverandi yfirlæknir,
áður að Steinavör 4,
Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund 26. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðlaug Sigurgeirsdóttir
Sigurgeir Sigmundsson Hildur Ásta Viggósdóttir
Sigríður Sigmundsdóttir Hermann Ársælsson
Guðrún Sigmundsdóttir Gylfi Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku konan mín, dóttir mín, mamma okkar,
tengdamamma og amma,
SESSELJA HAUKSDÓTTIR,
fyrrverandi leikskólafulltrúi,
lést 22. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Þorsteinn G. Benjamínsson
Júlía Guðmundsdóttir
Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sesseljudóttir
Haukur Hlíðkvist Ómarsson
Helga P. Finnsdóttir
Hrafn Hlíðkvist Hauksson
Salka Hlíðkvist Einarsdóttir
Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir
Hugrún Hlíðkvist Hauksdóttir
Guðmundur Valgeir Þorsteinsson
Inga Dögg Þorsteinsdóttir
Kjartan Ásþórsson
Arnar Þór Þorsteinsson
Aron Smári Kjartansson
Karen Dís Kjartansdóttir
Thelma Sól Kjartansdóttir