Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
✝ Grethe AarisHjaltested
fæddist í Viborg í
Danmörku 11. nóv-
ember 1916. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
10. mars 2017.
Foreldrar
Grethe voru Jens
Jensen Aaris múr-
arameistari, fædd-
ur 18. ágúst 1889 í
Viborg, dáinn 6. júní 1979, og
Emilía Kristine Aaris, fædd í
Álaborg 20. september 1890,
dáin 25. júní 1976. Bróðir
Grethe var Jens Ib Aaris, f.
1922, d. 1964. Grethe giftist 27.
apríl 1940 Birni Hjaltested
framkvæmdastjóra í Reykja-
vík, f. 9. desember 1905, d. 20.
apríl 1980. Foreldrar Björns
voru Georg Pétur Hjaltested
stjórnarráðsfulltrúi, f. 12. maí
1865, d. 15. júlí 1937, og kona
hans Soffía Dorothea Finsen, f.
23. maí 1876, d. 30. júní 1952.
Fyrri kona Björns var Margrét
Einarsdóttir, f. 1906, d. 1938,
og sonur þeirra Walter, f. 14.
mars 1934, d. 10. febrúar 2010.
Grethe og Björn eignuðust
þrjú börn: 1) Jytte, frv. flug-
freyja, f. 5. maí 1941. Eigin-
fræðingur, f. 22. febrúar 1949,
eiginkona hans var Maríanna
Haraldsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, f. 3. febrúar 1950, d. 12.
mars 2002. Dóttir þeirra er
Lísa Björk, kjóla- og klæð-
skerameistari, f. 15. apríl 1981,
í sambúð með Kára Guðmunds-
syni rafeindavirkja, f. 10. jan-
úar 1982. Börn þeirra eru
Maríanna, f. 2009, Theodór
Emil, f. 2012, og Jón Stirnir, f.
2010. Grethe ólst upp í Viborg
á Jótlandi. 18 ára flutti hún til
Kaupmannahafnar og hóf nám
í sjúkraþjálfun. Að námi loknu
starfaði hún á endurhæfingar-
heimilinu Hald í Kaupmanna-
höfn í tvö ár þar til hún fluttist
til Íslands árið 1939 til að
starfa við og kenna sjúkra-
þjálfun. Í byrjun starfaði hún
við sjúkraþjálfarastörf á
læknastofu Björgvins Finns-
sonar og síðan á læknastofu
Kristjáns Hannessonar gigt-
arlæknis. Grethe og Björn hófu
búskap árið 1940 og bjuggu öll
búskaparár sín á Ásvallagötu
73 í Reykjavík. Grethe var
meðlimur í Dansk kvindeklub í
Reykjavík allt frá stofnun fé-
lagsins til dauðadags. Gegndi
hún þar ýmsum trúnaðarstörf-
um og var sæmd Dannebrog-
orðunni fyrir störf sín í þágu
félagsins árið 1986. Einnig var
hún virkur meðlimur í Thor-
valdsensfélaginu.
Útför Grethe fer fram frá
Neskirkju í dag, 28. mars 2017,
og hefst athöfnin klukkan 15.
maður hennar
Gunnar Geirsson
tæknifræðingur, f.
18. desember 1934,
d. 14. maí 2010.
Sonur þeirra er
Björn viðskipta-
fræðingur, f. 1.
desember 1971,
kvæntur Hildi S.
Aðalsteinsdóttur
stjórnmálafræð-
ingi, f. 10. mars
1977. Börn þeirra eru Grethe
María, f. 2000, Aðalsteinn Karl,
f. 2006, og dóttir, f. 2017. 2)
Edda Kristín hjúkrunarfræð-
ingur, f. 11. ágúst 1945, d. 4.
október 2009. Edda giftist
1968 Jóni Friðrikssyni lækni, f.
12. desember 1944, þau skildu.
Synir þeirra eru: a) Friðrík
Örn ljósmyndari, f. 18. febrúar
1970. Börn hans eru Úlfhildur
Lokbrá, f. 2007, og Ísleifur
Skorri, f. 2011. b) Óli Rafn
deildarstjóri, f. 17. ágúst 1974.
Eiginkona hans er Valgerður
Magnúsdóttir, f. 26. maí 1976.
Börn þeirra eru Atli Þór, f.
2008, og Edda Sól, f. 2009. Síð-
ari eiginmaður Eddu er Pétur
Sveinbjarnarson, fv. fram-
kvæmdastjóri, f. 23. ágúst
1945. 3) Jens Pétur viðskipta-
Fyrir nokkrum mánuðum blés
amma mín á kertin í 100 ára af-
mælisveislu sinni. Minnug og skýr
í kollinum þrátt fyrir háan aldur
en orðin þreytt á hreyfingar-
leysinu sem lærbrot á heimili
hennar fyrir sex árum hafði í för
með sér.
Hjá ömmu var best að vera. Ás-
vallagatan var rót æsku minnar
þar sem ég fann öryggi heimilis-
ins. Hvern krók, kima og fer-
metra þekkti ég sem handarbakið
mitt en skipulagið var alla tíð eins,
hver hlutur átti sinn stað. Tertur
og smákökur voru ávallt á boð-
stólum og sykursnúðurinn ég átti
til að týnast inni í kökuskápnum
og sofna með súkkulaði út á kinn-
ar. Nóg var um verkefni hjá
ömmu Grethe og lærðist mér
vandvirkni við eldhússtörf, og að
pressa dúka, bóna silfur, baka
tertur, mála grindverkið, slá
blettinn, þvo bílinn, hreinsa arfa,
saga tré í kamínuna og muna að
trekkja upp stofuklukkuna.
Danski hreimurinn var alltaf til
staðar eftir 80 ár á Íslandi enda
flestar vinkonur hennar af sama
uppruna og gjarnan töluð danska
á heimilinu. Níræð hætti hún að
keyra eins og herforingi um götur
borgarinnar en alla tíð var hún ið-
in að kíkja í heimsóknir og út-
rétta. Margar ferðirnar áttum við
saman, allt frá því að þvera Ísland
og að fara endilanga Kyrrahafs-
strönd Kaliforníu. Stuðning átti
ég ávallt vísan þótt gjarnan væri
hún ekki sammála mörgum æv-
intýrunum. Yfirvegun og ró ein-
kenndi Grethe en hún var einstak-
lega hógvær og nægjusöm.
Börnin mín komu mikið í heim-
sókn til langömmu og ærsl þeirra
glöddu hana. Baksturshefð henn-
ar hafa þau tekið upp og eftirlæti
hennar „Konungsætt“ er að lær-
ast hjá yngstu kynslóðinni. Þegar
ég spurði ömmu á 95 ára afmæl-
inu hvort hún hefði viljað gera
eitthvað öðru vísi á ævinni svaraði
hún „Ferðast, nú hef ég nægan
tíma en enga heilsu“.
Mikið er ég þakklátur fyrir for-
réttindin að hafa deilt lífinu með
yndislegu ömmu Grethe og að við
fengum tækifæri til að kveðjast
sátt og glöð.
Friðrik Örn Hjaltested.
Thorvaldsenskonur kveðja í
dag aldursforseta sinn Grethe
Hjaltested.
Hún gekk í félagið árið 1975 og
var virk í starfi þess hátt í hálfa
öld. Grethe sinnti lengst af sjálf-
boðastörfum við afgreiðslu á
Thorvaldsensbazar, Austurstræti
4, ásamt ýmsum trúnaðarstörf-
um.
Stórglæsileg og vel tilhöfð sótti
hún félagsfundi og var fyrirmynd
annarra með prúðmennsku sinni.
Grethe fylgdist vel með fram-
vindu mála hjá Thorvaldsens-
félaginu þó aldurinn færðist yfir
og bað fyrir kveðju á fundi þegar
hún átti ekki lengur heimangengt.
Hún studdi ávallt góðgerðar-
verkefnin með kaupum á jólakort-
um og jólamerkjum félagsins.
Þegar Thorvaldsenskonur
færðu henni blómvönd í tilefni af
100 ára afmæli hennar varð henni
að orði: „Já, ég náði því.“ Með
virðingu og þökk kveðja Thor-
valdsenskonur góða félagskonu
og ljúfa samfylgd og votta fjöl-
skyldu og vinum samúð.
Anna Birna Jensdóttir,
formaður Thorvaldsens-
félagsins.
„Gullfoss – mødet mellem
dansk og islandsk kultur i 1900-
tallet“ er titill á áhugaverðri bók
sem gefin var út ekki alls fyrir
löngu.
Þar er meðal annars fjallað um
þátttöku Dana í íslensku atvinnu-
lífi á liðinni öld. Margt er þar for-
vitnilegt og lesandinn verður fljót-
lega þess áskynja hversu stórt
framlag Dana var hér á Íslandi á
ýmsum sviðum þjóðfélagsins og
þá ekki síður í íslensku menning-
arlífi. Grethe Aaris Hjaltested
sem við kveðjum hér í dag var ein
þeirra kvenna, sem þar komu við
sögu. Hún var menntaður nuddari
en starfaði við sitt fag aðeins fyrst
framan af eftir komuna til Ís-
lands.
Síðan í upphafi seinni heims-
styrjaldarinnar átti hún ekki aft-
urkvæmt til Danmerkur, þá gift
kona með fjölskyldu, eiginmann
og börn.
Grethe átti síðar þátt í að
stofna félag danskra kvenna á Ís-
landi, Dansk Kvindeklub, og
gegndi þar formennsku til margra
ára. Það var einmitt á þeim vett-
vangi sem móðir mín, Katrín Vig-
fússon, og Grethe kynntust.
Vinátta þeirra styrktist eftir
því sem árin urðu fleiri. Það var
svo ótal margt sem var þeim sam-
eiginlegt, og þá helst það hversu
auðvelt þeim reyndist að tileinka
sér íslenska siði og hætti um leið
og þær héldu tryggð við uppruna
sinn og þjóðerni. Þær tóku ást-
fóstri við Ísland og Íslendinga og
þeirra góði danski húmor hefur
eflaust oft létt þeim lífið í útlegð-
inni.
Grethe var afar glæsileg kona,
falleg og yfirveguð, en hún var
ekki allra og einmitt þess vegna
skipti tryggð hennar og góðvild í
minn garð mig máli. Hugsunin
var skýr til hinsta dags og um-
hyggja hennar fyrir okkur systr-
um og fjölskyldum okkar entist
þar til yfir lauk.
Og þá er komið að kveðju-
stundu. Minninguna um Grethe
Aaris Hjaltested mun ég geyma
vel og lengi.
Megi hún hvíla í friði.
Aðstandendum sendi ég ein-
lægar samúðarkveðjur.
Guðbjörg Tómasdóttir.
Grethe Aaris
Hjaltested
✝ Margrét G.Ingólfsdóttir
fæddist 1. júní
1939 á Húsavík.
Hún lést 14. mars
2017.
Hún var dóttir
hjónanna Pálínu S.
Þórðardóttur hús-
móður, f. 23. apríl
1917, d. 1. mars
1972, og Ingólfs
Sigurðssonar, f.
20. ágúst 1914, d. 14. október
1999, skrifstofumanns hjá Eim-
skipafélagi Íslands. Hún var
elst þriggja systkina, en hin tvö
eru: Elín Lára Ingólfsdóttir, f.
3. mars 1943, og Sigurður Ing-
ólfsson, f. 25. nóvember 1948.
Margrét ólst upp í Reykjavík.
forvörður í nokkur ár. Margrét
starfaði einnig á Heilsugæslu-
stöð Miðbæjar frá 1991-1994.
Síðustu árin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Mörk við
Suðurlandsbraut. Margrét gift-
ist Knúti Bruun árið 1961. Þau
skildu. Börn þeirra eru: 1) Elín
Björk, f. 8. desember 1959,
dætur hennar og Garðars
Ólafssonar eru: a) Hildur Snjó-
laug, f. 2. september 1994, og
b) Margrét Agla, f. 25. febrúar
1999. 2) Ingólfur, f. 5. maí
1963, maki Margrét Helga
Hjartardóttir, synir þeirra eru:
a) Hjörtur, f. 14. nóvember
1996, b) Njörður, f. 31. ágúst
2001, og c) Börkur, f. 9. maí
2009. 3) Hildur Snjólaug, f. 24.
maí 1964, maki Björn Hróars-
son. Sonur Hildar og Garðars
Sigurðssonar er Knútur, f. 17.
mars 1994, sonur Hildar og
Jóns Hinriks Garðarssonar er
Steinn, f. 28. maí 2000.
Útför Margrétar fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hún lauk grunn-
skólaprófi frá
Laugarnesskóla.
Vann hjá Ríkisféh-
irði og síðar launa-
deild fjármálaráðu-
neytisins frá árinu
1954 til 1980. Út-
skrifaðist frá Öld-
ungadeild Mennta-
skólans við Hamra-
hlíð vorið 1981.
Haustið 1981 hóf
hún nám í forvörslu við Kons-
ervatorskolen, Det kongelige
kunstakademi. Hún útskrifaðist
þaðan sem forvörður árið 1985.
Áður en námi lauk stofnaði
Margrét Morkinskinnu ásamt
Hilmari Einarssyni og Ríkharði
Hördal. Hún starfaði þar sem
„Kallarðu heimilið mitt að-
stöðu?!“ sagði Gréta með sínum
hárbeitta húmor á góðri
stundu. Tilefnið var ummæli
kunningja Ingólfs, sonar Grétu,
sem kom í heimsókn á Hverfis-
götuna og gat ekki annað en
dáðst að því sem fyrir augu
bar, stórum stofum, listaverk-
um og heimsbókmenntum uppi
um alla veggi, að ógleymdu ein-
staklega vel úthugsuðu eldhúsi.
Hann missti út úr sér: „Asskoti
mikil aðstaða!“ Þessi setning og
ekki síður hið snaggaralega til-
svar Grétu hafa oft verið rifjuð
upp í fjölskyldunni og vinahópi
okkar Ingólfs öllum til skemmt-
unar.
Það var einmitt í „aðstöð-
unni“ sem leiðir okkar Grétu
tengdamömmu lágu saman þeg-
ar ég fór að gera mig heima-
komna þar á bæ fyrir tæplega
30 árum. Ég varð fyrir svip-
uðum áhrifum og fyrrnefndur
kunningi, hreifst strax af þessu
fallega heimili sem bar þess
vott að hér höfðu miklir fag-
urkerar og listunnendur hreiðr-
að um sig. Við nöfnurnar vor-
um báðar svolítið vand-
ræðalegar og feimnar í fyrstu,
en fljótlega hristum við það af
okkur og lærðum að meta hvor
aðra. Þegar fólk talar um sí-
gagnrýnandi tengdamæður skil
ég ekki hvað það á við. Gréta
sýndi mér aldrei annað en vin-
semd og hjálpsemi, tók mig al-
gjörlega inn í fjölskylduna og
studdi mig og hvatti á allan
hátt. Hún gaf mér rausnarlegar
gjafir við hin ýmsu tækifæri,
svo stundum þótti mér nóg um,
en þar var Grétu rétt lýst, gjaf-
mild og höfðingleg, gerði allt
með stæl.
Eitt af því sem við tengda-
mæðgurnar áttum sameiginlegt
var áhugi á fallegri tónlist.
Stundum fórum við saman á
tónleika, stundum í óperubíó
þegar það kom til. Alltaf var
gaman að rabba við Grétu eftir
slíkar ferðir um það sem við
höfðum fengið að sjá og heyra.
Þegar hún var sérstaklega hrif-
in eða heyrði af góðum lista-
mönnum dreif hún í að kaupa
geisla- og mynddiska og kynna
sér viðkomandi betur. Svona
var Gréta þegar vel lá á henni,
hrifnæm með eindæmum og
ekkert að tvínóna við hlutina.
Grétu var svo ótal margt til
lista lagt. Allt lék í höndunum á
henni og nýttist það henni vel í
starfi sínu sem forvörður. En
hæfileikar hennar fengu ekki
síst útrás í eldhúsinu, þar sem
Gréta var engri lík. Hún dreif
upp ótrúlegar veislur sem
margir minnast þar sem hver
rétturinn af öðrum lék við
bragðlaukana. Ég þarf ekki
nema rétt að loka augunum til
að sjá Grétu fyrir mér við elda-
vélina á Hverfisgötunni með
sleifina í annarri hönd og sígar-
ettuna í hinni, þrjá potta á vél-
inni og steik í ofninum. Þá var
hún aldeilis í essinu sínu.
En Grétu leið ekki alltaf vel
á síðustu árum. Veikindi og
langvinn barátta við Bakkus
settu mark sitt á líf hennar og
ollu hennar nánustu hugar-
angri. Það var erfitt að upplifa
vanlíðan Grétu, hvernig hún
einangraði sig í auknum mæli
og var sjálfri sér verst eftir því
sem tíminn leið. En hún átti þó
sem betur fer sínar góðu stund-
ir, einkum með barnabörnunum
sem hún elskaði svo heitt. Hún
var boðin og búin að hjálpa til
við uppeldið meðan hún hafði
heilsu til, prjóna peysur og
sokka, skutla í íþróttir og tón-
listarskóla, gefa gott að borða
og baka fyrir afmæli og ferm-
ingar. Gréta var svo sannarlega
til staðar fyrir sína nánustu á
sinn hljóðláta hátt.
Að leiðarlokum kveð ég
Grétu með þakklæti í hjarta,
minnist dillandi hláturs og
góðra stunda. Ég vona að okk-
ur Ingólfi auðnist að heiðra og
halda minningu nöfnu minnar á
lofti, ekki síst í hjörtum son-
arsona hennar sem allir sakna
nú góðrar ömmu.
Margrét Helga
Hjartardóttir.
Meira: mbl.is/minningar.
Margrét G.
Ingólfsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BIRNA SUMARRÓS HELGADÓTTIR
sjúkraliði,
Gvendargeisla 136, Reykjavík,
andaðist föstudaginn 24. mars á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi
Útför hennar verður auglýst síðar.
Bogi B. Ingimarsson
Hanna Berglind Gísladóttir Ragnar Guðmannsson
Ingimar Þór Bogason
Fanný Kolbrún Bogadóttir Styrmir Þór Davíðsson
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar
föðursystur okkar,
GYÐU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Vesturvegi 3, Þórshöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á sjúkradeild
Sjúkrahússins á Húsavík fyrir einstaka umönnun og alúð.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Helena Þórðardóttir
Þórður Þórðarson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og tengdafaðir,
ÞÓRÐUR B. BACHMANN
rafvirki,
Berugötu 30, Borgarnesi,
andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi,
laugardaginn 25. mars.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 4. apríl
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Minningasjóð Brákarhlíðar, sjá heimasíðu: www.brakarhlid.is
Björg H. Kristófersdóttir
Anna Þ. Bachmann Ólafur Ágúst Pálsson
Kristófer Þórðarson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVEINGERÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
áður til heimilis að Egilsstöðum 1,
Villingaholtshreppi,
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju
föstudaginn 31. mars klukkan 14.
Helgi Kristmundsson Sigríður F. Þórhallsdóttir
Einar Sigurþórsson Georgía M. Kristmundsdóttir
Kristín R. Sigurþórsdóttir Snorri Baldursson
Jónas B. Sigurþórsson Margrét Þorvaldsdóttir
Þórdís Sigurþórsdóttir Jón Ólafur Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn