Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ekki hafa fengist fjármunir frá
Reykjavíkurborg til að viðhalda tenn-
isvöllum Víkings í Fossvogi og verða
þeir því aflagðir í vor. Aðeins tveir
tennisvellir verða þá eftir í Reykja-
vík, staðsettir í Laugardalnum.
Fjórir malbikaðir tennisvellir voru
lagðir hjá Víkingi 1986, tíu árum síðar
var lagt gervigras á tvo þeirra og síð-
an þá hefur ekki verið lögð króna í
viðhald vallanna fyrir utan smá pen-
ing sem fékkst fyrir tveimur árum til
að hreinsa vellina af mosa og þör-
ungum, að sögn Raj K. Bonifacius,
formanns tennisdeildar Víkings. Um
25 manns æfa tennis hjá Víkingi og
fara æfingar fram í Kópavogi en líka í
Víkinni á sumrin, mikið fleiri spila
tennis á völlunum yfir sumartímann
sér til skemmtunar auk þess sem þar
eru haldin mót og sumarnámskeið.
„Þetta er ekkert besta aðstaðan en sú
eina sem við höfum, við getum notað
vellina og það eru margir aðrir sem
njóta góðs af þeim. Það skiptir máli
að hafa þessa tennisvelli hér upp á
framtíðina,“ segir Raj sem vill að
stuðlað sé að fjölbreyttu íþróttastarfi.
„Ef það verða aðeins tveir vellir eftir í
Reykjavík þarf ekki að spyrja að
leikslokum íþróttarinnar. Við erum
Reykvíkingar og eigum að hafa að-
stöðu hér. Það kostar rúmar 40 millj-
ónir kr. að laga vellina sem er ekki há
upphæð miðað við það sem er lagt í
margar aðrar íþróttagreinar,“ segir
Raj.
Í slæmu ásigkomulagi
Björn Einarsson, formaður Knatt-
spyrnufélagsins Víkings, segir
tennisvellina vera í óásættanlegu
ástandi, bæði til æfinga og keppni og
líka gagnvart umhverfinu. „Þeir hafa
grotnað niður undanfarin ár. Við höf-
um verið að vinna í því ásamt tenn-
isdeildinni að borgin flytji fjármagn í
vellina en það er einsýnt að það verð-
ur ekki. Það kostar tugi milljóna að
byggja upp vellina og borgin hefur
sagt að hún muni ekki gera það. Þess
vegna er það ákvörðun félagsins að
þeir verði teknir í burtu samhliða
framkvæmdum sem er verið að fara í
á svæðinu í vor,“ segir Björn, félagið
hafi ekki burði til að byggja vellina
upp sjálft.
„Félagið er tilbúið að styðja það ef
vellirnir verða byggðir upp í gott
framtíðarhorf. En við sjáum fyrir
okkur að til langs tíma litið muni
tennisdeildin fá sína aðstöðu í þeirri
framtíðaruppbyggingu sem er í Vík-
inni,“ segir Björn. Í stað tennisvall-
anna sem verða fjarlægðir í vor kem-
ur æfingasvæði fyrir fótbolta.
Tennisvellir víkja
fyrir fótboltavelli
Tennisvellir Víkings aflagðir Ákvörðun borgarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Víkingssvæðið Malbikaður og málaður tennisvöllur hjá Víkingi sem má muna fífil sinn fegri. Ekkert hefur verið
gert fyrir völlinn síðan 1986 þegar hann var lagður. Tveir aðrir vellir eru með gervigrasi frá 1996.
Umhverfisstofnun hefur veitt fyrstu
tvö leyfi ársins fyrir ferðum út í
Surtsey en sækja þarf um sérstakt
leyfi til stofnunarinnar til að fá að
ganga í land eða kafa við eyjuna.
„Það eru veitt nokkur leyfi á hverju
ári,“ segir Þórdís V. Bragadóttir,
starfsmaður Umhverfisstofnunar í
Vestmannaeyjum og umsjónarmaður
friðlandsins í Surtsey. Eyjan var frið-
lýst árið 1965 til að tryggja að þróun
hennar yrði eftir lögmálum náttúr-
unnar og landnám plantna og dýra,
framvinda lífríkis og mótun jarð-
myndana yrði með sem eðlilegustum
hætti. Til að tryggja þetta er aðgang-
ur manna að eyjunni takmarkaður og
þeim, sem fá leyfi til að heimsækja
Surtsey er gert að hreinsa allan fatn-
að og farangur áður en haldið er
þangað til að tryggja að engar líf-
verur eða plöntuhlutar berist til eyj-
arinnar. Surtey var sett á heims-
minjaskrá UNESCO árið 2008.
Dvelja hálfan dag
Nú hefur starfsmaður Veðurstofu
Íslands fengið leyfi til að fara út í
Surtsey á næstu vikum vegna við-
halds veðurstöðvar í eyjunni. Þá hafa
evrópska sjónvarpsstöðin Arte og
Les Bon Clients fengið leyfi fyrir því
að hópur kvikmyndatökufólks dvelji í
hálfan dag í Surtsey í júní til að taka
myndefni fyrir fræðslumynd um eld-
fjöll. Fram kemur í leyfisbréfinu, að
markmið kvikmyndatökunnar sé að
sýna hvernig eyjan myndaðist árið
1963 og fjalla um vísindarannsóknir,
sem gerðar hafa verið þar frá þeim
tíma.
Tekið er sérstaklega fram að kvik-
myndatökumennirnir megi nota
dróna á þeim hluta eyjarinnar þar
sem slík tæki trufla ekki fuglalíf eða
annað dýralíf. Þórdís segir, að áður
hafi verið notaðir drónar til að taka
myndir í eyjunni.
Þórdís hefur haft umsjón með
Surtsey frá árinu 2011 og hefur farið
að minnsta kosti einu sinni á ári út í
eyjuna síðan. Hún segir að nokkrar
breytingar hafi orðið á landslaginu á
þessum tíma vegna sjávarrofs, eink-
um á tanganum sem svo er kallaður.
Fram kom í skýrslu vísindamanna
eftir leiðangur í eyjuna á síðasta ári,
að tanginn breytist sífellt á milli ára
þar sem sjávaraldan bæði brýtur
hann niður og færir honum efnivið úr
hraunum og móbergi eyjarinnar.
gummi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Friðlýst Surtsey séð úr lofti árið 2009. Hún hefur breyst talsvert síðan þá.
Surtsey í fræðslu-
mynd um eldgos
Surtsey
» Surtsey myndaðist í neð-
ansjávareldgosi, sem hófst 14.
nóvember 1963 og lauk 5. júní
1967.
» Surtsey var friðlýst 1965 á
meðan eldgosið var enn í gangi
og friðlýsingin var endurnýjuð
1974
» Friðlandið var stækkað 2006
og nær yfir alla eldstöðina
Surtsey ásamt hafsvæðið um-
hverfis, samtals 65 ferkílómetra
WOW air mun hefja áætlunarflug
til Chicago í Bandaríkjunum 13. júlí
næstkomandi og hófst sala á flug-
sætum þangað í gær. Þetta verður
32. áfangastaður flugfélagsins, sá
tíundi í Norður-Ameríku og flogið
verður fjórum sinnum í viku til 22.
október.
Í tilkynningu frá WOW air segir
að með þessari viðbót styrki félagið
enn frekar leiðakerfi sitt með
tengiflugi milli Norður-Ameríku og
Evrópu með viðkomu á Íslandi.
„Markmiðið er að anna mikilli eftir-
spurn eftir flugi til og frá Norður-
Ameríku. WOW air flýgur nú þegar
til Washington D.C., Boston, New
York, Los Angeles, San Francisco,
Toronto og Montréal og mun hefja
flug til Miami þann 5. apríl og til
Pittsburgh 16. júní næstkomandi,“
segir í tilkynningunni.
WOW air hefur flug
til Chicago í júlí
Morgunblaðið/Golli
WOW air Chicago verður 32. áfangastaður
flugfélagsins og sá 10. í Norður-Ameríku.
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Verð 3.995
Stærðir 23-28
3.995
Stærðir 28-35
Verð 3.995
Stærðir 25-37
Verð kr. 12.900
Str. 36-52 • 3 litir
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Gallabuxur
með teygju í mittið