Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Guðni Einarsson gudni@mbl.is HB Grandi ætlar að hætta botnfisk- vinnslu á Akranesi. Botnfiskvinnslan þar verður sameinuð vinnslu félags- ins í Reykjavík. Útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og er fyrir- tækið að bregðast við því. HB Grandi hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þessara breytinga og þess sem þær kunna að þýða fyrir starfsfólkið. Í tilkynningu síðdegis í gær sagði HB Grandi að á Akranesi störfuðu nú 270 manns hjá samstæðu félagsins. Þar af vinna 93 við botnfiskvinnsluna. Auk hennar rekur félagið skipaverk- stæði, fiskimjölsverksmiðju, loðnu- vinnslu og tvö dótturfyrirtæki, Norð- anfisk og Vigni G. Jónsson, á Akranesi. Stefnt er að frekari upp- byggingu og eflingu þess rekstrar á Akranesi, að sögn forsvarsmanna HB Granda. Nú er hvorki hafn- araðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara HB Granda á Akranesi. Forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því, að sögn HB Granda. Lakar horfur í botnfiskvinnslu Fyrirtækið greindi frá því í gær- morgun að rekstrarhorfur fyrir botn- fiskvinnslu hefðu ekki verið lakari í áratugi en nú. HB Grandi ætlar því að draga verulega úr eða hætta kaup- um á botnfiski á fiskmarkaði. Í fyrra voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar voru fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski keypt af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagði í svari til Morg- unblaðsins að ástæðan fyrir tapi á botnfiskvinnslu væri fyrst og fremst hátt gengi íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir innanlands. Hann sagði að afurðaverð hefði lítið breyst undanfarin tvö ár. Áætlað er að unnið verði úr um 24 þúsund tonnum af botnfiski í land- vinnslu hjá HB Granda á þessu ári. Vilhjálmur sagði að það eitt og sér að hætta að kaupa botnfisk á markaði mundi væntanlega ekki hafa áhrif á starfsmannafjölda. Hefur ekki áhrif á rekstur nýju ískfisktogaranna HB Grandi hefur látið smíða þrjá nýja ísfisktogara. Þessi ákvörðun nú mun ekki hafa áhrif á rekstur nýju skipanna, að sögn Vilhjálms. Engey RE fer væntanlega til veiða í lok apr- íl, Akurey AK í ágúst og Viðey RE í byrjun næsta árs. HB Grandi gerir einnig út þrjá frystitogara. Vilhjálmur sagði að kostnaðarhækkanir í íslenskum krónum kæmu síður við frystitog- arana. Stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri þeirra væri launakostnaður sem fylgdi gengi og fiskverði, öfugt við t.d. launakostnað í landi. Hættir botnfiskvinnslu á Akranesi  HB Grandi segir útlit fyrir tap af landvinnslu botnfisks  Hátt gengi krónu og innlendar kostn- aðarhækkanir ástæðan  93 vinna við botnfiskvinnsluna á Akranesi  Samráð við trúnaðarmenn Morgunblaðið/Ómar Akranes Nú vinna 93 við botnfiskvinnslu HB Granda í bænum. Hún verður sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Stefnt er að eflingu dótturfyrirtækja. Uppnám varð í skákheiminum í gær þegar frétt birtist á vef Alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, um að Kirsan Iljúmsjínov hefði sagt af sér embætti forseta sambandsins. Nigel Freeman, framkvæmda- stjóri FIDE, staðfesti þetta við vef- inn Chess.com en Berik Balgabajev, aðstoðarmaður Iljúmsjínovs, sagði hins vegar að þetta væru falskar fréttir. Og rússneska fréttastofan TASS hafði eftir Iljúmsjínov að stjórn FIDE hefði viljað bola honum út en það hefði ekki tekist. „Ég hef ekki skrifað undir neitt og ég ætla ekki að segja af mér. Ég held að Bandaríkjamenn séu með puttana í þessu, ætli það megi ekki kalla þetta fyrirsát.“ Þegar Balgabajev var spurður hvers vegna umrædd til- kynning hefði birst á vef FIDE svar- aði hann: „FIDE er stór samtök.“ Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, hafði í gær ekki fengið nánari upplýsingar um hvað væri að gerast innan stjórn FIDE. Umdeildur Iljúmsjínov var fyrst kjörinn for- seti FIDE árið 1995, en hann var þá forseti rússneska lýðveldisins Kalmykíu. Hann hefur verið um- deildur í embætti, m.a. vegna yfirlýs- ingar árið 1997 um að hann hefði átt fund með geimverum. Ekki bætti úr skák þegar bandaríska fjármála- ráðuneytið setti hann á lista yfir þá sem beita ætti efnahagslegum refsi- aðgerðum fyrir að aðstoða ríkis- stjórn Sýrlands við að kaupa olíu af hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Í kjölfarið vék Iljúmsjínov tímabundið úr embætti forseta FIDE en staða hans hefur verið óljós síðan og hann hefur komið fram sem forseti FIDE við opinber tæki- færi þótt hann taki ekki með beinum hætti þátt í rekstri samtakanna. Iljúmsjínov kom til Íslands árið 2015 og var viðstaddur setningu Reykjavíkurskákmótsins. Hann tefldi einnig eina hraðskák við Frið- rik Ólafsson, fyrrverandi forseta FIDE. FIDE tilkynnti afsögn Kirsans  Forsetinn segist ekki hafa sagt af sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Hraðskák Friðrik Ólafsson og Iljúmsjínov tefldu hraðskák. Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Fólk er slegið yfir þessu. Við lent- um í svipuðum uppsögnum árið 2008, en þá voru starfandi hér hátt í hundrað manns. Þá var öllum sagt upp nema um 25 starfsmönnum,“ segir Jóhann Þór Sigurðsson, trún- aðarmaður starfsfólks HB Granda á Akranesi, um að botnfiskvinnslu á Akranesi verði hætt. Að hans sögn voru flestir þöglir á starfsmanna- fundi fyrirtækisins í gær. 40% hjá Granda í yfir 25 ár Hann segir starfsfólkið sem um ræðir vera á öllum aldri, en fátt af því komist brátt á eftirlaunaaldur. Um 40% þess hafa starfað í fyrir- tækinu í yfir 25 ár og flestir eru starfsmennirnir Íslendingar. Einn- ig starfar í vinnslunni þónokkur fjöldi útlendinga. Um 80% eru kon- ur. Hann segir að fyrir nokkrum ár- um hafi staðið til að efla vinnsluna. „Mér finnst sá keimur af þessu að þetta hafi verið að byggjast upp á einhverjum árum. Fyrir u.þ.b. þremur árum stóð til að bærinn færi í uppbyggingu og uppfyllingar í höfninni. Svo hefur það dregist á langinn. Þá voru hugmyndir um að í framtíðinni gæti öll þeirra vinnsla verið hér,“ segir hann og bætir við að málið lykti þannig að það hafi ekki komið nógu skýr svör frá bæn- um. Leita skýringa á uppsögnum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist enga trú hafa á að samráðsferli stéttarfélaga og atvinnurekandans skili árangri. Frekari skýringa verði þó krafist á uppsögnunum. „Þetta er fyrirtæki sem hefur verið starfrækt hér í þessu tiltekna húsi frá árinu 1906 og hefur lifað gegnum tvær heimsstyrjaldir. Það er dapurlegt til þess að vita að fyrirkomulag á stjórn fiskveiða skuli leggja fyrirtækið að velli í ljósi þess að það hafði burði til að lifa af tvær styrjaldir,“ segir hann. „Fólk er slegið yfir þessu“  Starfsfólk Granda þögult í gær  Lítil trú á lausn vandans Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þorskur Starfsfólkið sem missir störfin starfar við botnfiskvinnslu. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Það er reiðarslag fyrir bæjarfélag eins og okkar, verði af þessum áformum,“ segir Sævar Freyr Þrá- insson, bæjarstjóri á Akranesi, um áform HB Granda um að hætta þar botnfiskvinnslu. Hann segir bæjaryfirvöld munu gera það sem þau geti til að skapa góða aðstöðu við höfnina, en bæj- aryfirvöld munu funda með tals- mönnum fyrirtækisins á næstu dög- um um úrbætur í Akranesshöfn. „Við erum tilbúin að sýna því skilning að þeir vilji hafa vinnsluna á einum stað en viljum tryggja að það verði á Akranesi. Við erum þeirrar skoðunar að það sé allt til alls hér á Akranesi þegar við höfum klárað með þeim það sem þeir þurfa til að geta byggt þetta upp hér. Við erum tilbúin að gera það sem þarf til að svo geti orðið,“ segir Sævar Freyr. „HB Grandi er stórt og mik- ilvægt fyrirtæki fyrir bæj- arfélagið. Á Grandagarði, þar sem fyrirtækið er nú, er hægt að taka aflann beint úr skipunum og inn í fiskvinnsluhús. Þetta er það sem nútímafiskvinnsla snýst um og við erum tilbúin að tryggja að þeir hafi aðstöðu til að gera það nákvæmlega sama á Akra- nesi,“ segir hann. „Í Reykjavík horfa þeir upp á gríðarlegar þrengingar til framtíðar sem gera þeim erfitt um vik að halda vinnslunni uppi,“ segir Sævar Freyr. Reiðarslag fyrir bæinn  Fundað um úrbætur við höfnina Sævar Freyr Þráinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.