Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Ég hefði kosið að þetta yrði gert á
einhvern annan hátt,“ sagði Kristín
Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður
Minjastofnunar, þegar Morg-
unblaðið leitaði álits hennar á 400
króna gjaldi sem eigendur Helga-
fells eru byrjaðir að rukka af hverj-
um sem vill fara upp á þetta sögu-
fræga fell á Snæfellsnesi. Upp á
fellinu eru friðlýstar minjar sem
Minjastofnun lítur eftir.
„Við munum að sjálfsögðu ekki
greiða 400 krónur fyrir hverja eft-
irlitsferð,“ sagði hún. Kristín og
Magnús A. Sigurðsson, minjavörður
Vesturlands, fréttu ekki af gjaldtök-
unni fyrr en sagt var frá henni í
Morgunblaðinu og á mbl.is í gær.
Gjaldtakan hefur vakið mikla at-
hygli og umræður skapast um hana á
netinu, ekki síst á Facebook-síðunni
„Bakland ferðaþjónustunnar.“ Ýms-
ir sem tjá sig lýsa yfir skilningi á
ákvörðun landeigenda sem segjast
hafa ráðist í gjaldtökuna til að
vernda svæðið eftir að þeir fengu
synjun um styrk til viðhalds og um-
hverfisbóta frá Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða. Fleiri deila þó á
landeigendur, sumir harðlega, og
margir lýsa áhyggjum af því að þetta
sé það sem koma skuli víðs vegar um
landið. Með slíku áframhaldi verði
allt of dýrt fyrir venjulegar fjöl-
skyldur að ferðaast um Ísland.
Voru friðlýstar 1935
Minjarnar á Helgafelli voru frið-
lýstar af þjóðminjaverði árið 1935.
Annars vegar er um að ræða meint
leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur við
kirkjugarðinn á staðnum. Hins vegar
er uppi á fellinu sjálfu „tóft lítil, hlað-
in úr grjóti, nefnd Kapellan, 4 m. á
hvern veg að utanmáli.,“ eins og seg-
ir í friðlýsingarskrá.
Ritheimildir sýna að mikil helgi
var á fellinu á fyrstu öldum Íslands-
byggðar. Í grenndinni var til forna
munkaklaustur af Ágústínusarreglu,
starfrækt á árunum frá um 1185 til
siðaskipta..Vinsælt var þá sem nú að
ganga upp fellið, því það er hvorki
hátt né torgengið. Þar sem Helgafell
rís hæst er friðlýsta tóftin. Um er að
ræða grjótbyrgi hlaðið úr hellum,
venjulega kallað Byrgið. Lengi hafa
menn talið að þar hafi verið kapella
eða helgistaður munkanna í klaustr-
inu.
Þjóðtrúin segir að hver sem geng-
ur upp á fellið frá grafreit Guðrúnar
fái uppfylltar þrjár óskir. Þeirri leið
upp á fellið hefur nú verið lokað af
landeigendum vegna mikils ónæðis
frá ferðamönnum við bæinn.
Öll röskun minja bönnuð
Kristín Huld segir að tilgangur
friðlýsingar minja sé að tryggja að
íslenskum menningararfi verði skil-
að óspilltum til komandi kynslóða. Í
22. grein laga um menningarminjar
segir að fornleifum sem eru frið-
lýstar skuli fylgja 100 metra frið-
helgað svæði út frá ystu sýnilegu
mörkum þeirra og umhverfis nema
kveðið sé á um annað. Hvers konar
röskun, byggingarframkvæmdir eða
aðrar framkvæmdir á friðhelguðu
svæði umhverfis friðlýstar fornleifar
eru óheimilar án leyfis Minjastofn-
unar. Magnús A. Sigurðsson minja-
vörður segir að grjótbyrgið friðaða
uppi á fellinu hafi verið í ágætu ásig-
komulagi þegar hann skoðaði það
síðast um áramótin.
Kristín Huld segir að peninga
þurfi til að halda við umhverfinu, en
hýn kysi sjálf að þeirra væri aflað á
annan hátt en með beinni gjaldtöku á
ferðamannastöðunum. Helst kæmi
til greina gjaldtaka við komu til
landsins. Hún segir að Minjastofnun
hefði fengið fjármuni frá stjórnvöld-
um til uppbyggingar og vernd-
araðgerða á nokkrum stöðum þar
sem friðlýstar minjar eru undir
átroðningi, svo sem við Rútshelli,
Stöng í Þjórsárdal, Snorralaug,
Borgarvirki og Hegranesþingstað.
Eðlilegt sé að Helgafell komi inn í
það verkefni en landeigendur hafi
ekki leitað eftir því.
Helgafell er einnig á náttúru-
minjaskrá sem Umhverfisstofnun
framfylgir. Segir í skránni að um sé
að ræða „(1) Fellið og nánasta um-
hverfi. (2) Sérkennileg klettaborg,
stuðluð gosrásarfylling. Fagurt út-
sýni og fjölbreyttur gróður í hlíðum.
Söguhelgi.“
„Skelfileg þróun“
Í umfjöllun um gjaldtökuna við
Helgafell á mbl.is í gær er m.a. vitn-
að í Þóri Kjartansson, fyrrverandi
framkvæmdastjóra í Vík, sem segir
ljóst að málið sé eldheitt. Það birtist
fólki vegna andvaraleysis og getu-
leysis stjórnvalda í að setja reglur
um þetta og fleira í sambandi við
ferðamennskuna. „Þetta er bara
toppurinn á ísjakanum sem þarna er
að birtast og á eftir, ef heldur fram
sem horfir, að flæða yfir landið. Þó
ég hafi skilning á málstað landeig-
enda (enda eigandi sjálfur að stóru
landi með miklum náttúruperlum) er
þetta afleit þróun,“ er haft eftir hon-
um.
Þórir bætir við að það sé skelfileg
framtíðarsýn fyrir fólk sem vill
skoða landið sitt að þurfa stöðugt að
vera með veskið á lofti á skoð-
unarverðum stöðum. „Bílastæða-
gjöld sem margir eru farnir að tala
fyrir eru heldur ekkert annað en
dulbúin gjaldheimta á viðkomandi
stöðum. Komugjald, sem gæti heitið
,,náttúrugjald“ myndi hver einasti
erlendur ferðamaður borga með
bros á vör. Stærsti hlutinn af þeim
potti ætti að fara beint til þeirra
sveitarfélaga þar sem þörfin er mest
á viðhaldi. Heimamönnum er best
treystandi til að gera sem mest úr
peningunum.“
„Munum ekki greiða þetta gjald“
Umdeild gjaldtaka að einu sögufrægasta felli landsins Friðlýstar minjar eru uppi á Helgafelli
Minjastofnun ætlar ekki að greiða gjald fyrir eftirlitsferðir Þörf er á fé til að vernda svæðið
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Náttúra Helgafell á Snæfellsnesi er eitt sögufrægasta fjall landsins. Þar eru friðlýstar minjar og það er einnig á
náttúruminjaskrá. Fjöldi ferðamanna kemur þangað árlega. Eigendur ætla að innheimta gjald til umhverfisbóta.
Rukkað fyrir heimsóknir
» Landeigendur á Helgafelli
krefjast þess að hver og einn
sem gengur á fellið greiði þeim
400 krónur
» Þeir segjast ætla að nota
féð til umhverfisbóta og til að
gera bílastæði fyrir ferðamenn
» Ákvörðunin sætir gagnrýni í
umræðuhópnum „Bakland
ferðaþjónustunnar“ á Facebo-
ok
» Helgafell er á nátt-
úruminjaskrá og undir eftirliti
Umhverfisstofnunar
» Uppi á fellinu eru friðlýstar
fornleifar sem gætu verið frá
tíma klaustursins á staðnum
» Minjastofnun frétti ekki um
gjaldtökuna fyrr en í Morg-
unblaðinu í gær. Starfsmenn
hennar munu ekki greiða fyrir
að fara upp á fellið til eftirlits-
ferða
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Appótek: www.appotek.is
Vefverslun með lyf
Lyfseðlar Lyfjaverð ofl.56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Talsmenn flugfélaganna Wow air
og Icelandair segjast ekki merkja
fjölgun afbókana á ferðum til Lund-
úna í kjölfar hryðjuverkaárás-
arinnar við Westminster á miðviku-
dag í síðustu viku.
Samkvæmt upplýsingum frá Ice-
landair hefur það komið fyrir,
þannig að taka megi eftir, í
tengslum við hryðjuverk í Evrópu
síðustu ár, að fólk afbóki ferðir til
þeirra borga þar sem framin hafi
verið hryðjuverk. Þetta er ekki
raunin hjá Wow air, samkvæmt
upplýsingum frá flugfélaginu, að
undanskildum afbókunum í kjölfar
hryðjuverkanna í Nice á síðasta ári.
Bókunum þangað fækkaði í kjölfar
þeirra og verður borgin ekki meðal
áfangastaða Wow air í sumar.
Merkja ekki afbókanir eftir hryðjuverk