Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Árið 2002 hóf Jón KarlHelgason kvikmynda-gerðarmaður tökur áheimildarmynd um taí- lenska fjölskyldu á Íslandi. Tökur stóðu töluvert lengur en stefnt var að og afraksturinn, 15 ár á Íslandi, hefur nú loks litið dagsins ljós. Í myndinni birtist áhorfendum af- ar margslungið innlit í líf Khongch- umchuen-fjölskyldunnar. Fjöl- skyldufaðirinn Praneet flytur fyrst einn hingað til lands og einu og hálfu ári síðar koma kona hans Phetchada og tvö börn. Elsta dóttir þeirra verð- ur eftir þar sem hún er við nám í Taí- landi en hún flytur loks til fjölskyldu sinnar eftir sjö ára aðskilnað. Þau leggja mikinn metnað í vinnu og skóla en lifa líka fjörugu félagslífi, eru iðin við að rækta sínar taílensku rætur og sækja hinar ýmsu sam- komur þar sem tónlist, dans, gleði og góður matur er ávallt í fyrirrúmi. Senum úr daglegu lífi fjölskyld- unnar er skeytt saman við fréttir um mál innflytjenda og þar með ljær Jón myndinni pólitískan vinkil. Tímabilið sem myndin gerist á er tímabil mikilla breytinga og áhuga- vert að sjá því gerð skil í heild sinni. Við aldamótin fjölgaði innflytjendum mjög mikið og af fréttabrotunum sem birtast í myndinni má greina að tortryggni í garð útlendinga jókst einnig. Þetta birtist til að mynda í senu þar sem leikið er hljóðbrot úr fréttum um að 36% Íslendinga séu andvíg því að innflytjendur eigi að fá að halda eigin siðum og venjum. Hljóðbrotið kallast á við myndbrot þar sem Phetchada og vinkonur hennar halda danssýningu fyrir vist- menn á hjúkrunarheimili og allir virðast una sér vel, þrátt fyrir að þar mætist gjörólíkir menningarheimar. Íslenskukennsla fyrir útlendinga er meginumfjöllunarefni í myndinni. Tekið er fram að í taílensku eru nafnorð óbeygjanleg, þau hafa ekk- ert kyn, engan greini og enga tölu og því liggur í augum uppi að það getur reynst strembið fyrir Taílendinga að tileinka sér mál með svo ólíkri mál- fræði. Phetchadu og börnunum gengur ágætlega að læra íslensku en hún vefst fyrir Praneet, sérstaklega þar sem lítil íslenska er töluð á vinnustaðnum. Það skýrir ef til vill hvers vegna Praneet upplifir sig sem gestkomandi þrátt fyrir langa dvöl á Íslandi. Í einu atriði barmar hann sér yfir ströngum innflytjendalögum en segir að Íslendingar megi að sjálfsögðu ráða hvað þeir geri og segir: „Þetta er þeirra land.“ Þar með opinberar hann að hann telji sig ekki eiga neitt tilkall til landsins, jafnvel þótt börnin hans séu íslensk- ir ríkisborgarar. Í fjölmörgum fréttahljóðbrotum í myndinni er fjallað er um að einhver helsta forsenda þess að innflytj- endur geri sig gildandi í samfélaginu sé að þeir læri íslensku og virðast al- menningur, stjórnmálamenn og inn- flytjendurnir sjálfir sammála um það. Miðað við hve mikill einhugur ríkir um þessi mál má sæta furðu hve takmörkuðum fjármunum Ís- land ver í tungumálakennslu fyrir innflytjendur. 15 ár á Íslandi gerist vitanlega á löngu tímabili og viðbúið að í þessari 78 mínútna mynd sé farið nokkuð hratt yfir sögu. Þó finnst mér að lengur hefði mátt dvelja við veiga- mikla þætti í sögunni. Sömuleiðis voru sum atriði afar stutt og opnuðu gáttir í söguþræðinum sem var ekki almennilega lokað. Á heildina litið næst þó að halda ágætis stíganda og línulegri frásögn, sem verður að telj- ast aðdáunarvert þegar kvikmynda- gerðarmaður er með svo gríðarmikið myndefni á klippiborðinu. 15 ár á Íslandi er mikilvæg mynd og kemur út á miklum umbrota- tímum, þar sem þjóðernishyggja og útlendingaandúð virðast fara vax- andi á Vesturlöndum. Það gleður mann því að sjá sögu raunverulegs fólks í nýju landi, sem margir heima- menn sjá vísast fyrir sér sem pró- sentutölur og „vandamál“ frekar en það sem það er; venjulegt fólk, fjöl- skyldufólk sem er duglegt í starfi og skóla, styður hvert við annað og nýt- ur þess að skemmta sér með vinum sínum. Hér fær rödd þess að heyr- ast, sem er bæði ánægjulegt og tíma- bært. Mikilvæg Gagnrýnandi segir meðal annars um heimildarmyndina 15 ár á Íslandi að hún sé mikilvæg og komi út á miklum umbrotatímum því þjóðernishyggja og útlendingaandúð virðist fara vaxandi á Vesturlöndum. Þróunarsaga fjölskyldu Bíó Paradís 15 ár á Íslandi bbbbn Leikstjórn, kvikmyndataka, framleiðsla: Jón Karl Helgason. Handrit: Jón Karl Helgason og Þuríður Einarsdóttir. 78 mín. Ísland, 2017. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR „Leiklistin er lifandi list – svo lifandi að hún ögrar tíma og rúmi. […] Leikhúsið er síkvikt og endurnýjar sig í sífellu og heldur sér þannig á lífi,“ skrifar franska leikkonan Isa- bella Huppert í ávarpi sínu á Al- þjóðlega leiklistardeginum sem haldinn var hátíðlegur í gær, 27. mars, fyrir tilstuðlan Alþjóða leik- listarstofnunarinnar (ITI). Huppert fæddist 16. mars 1953 og stundaði nám í Conservatoire d‘art Dramatique í París. Hún hefur jöfn- um höndum leikið á sviði og á hvíta tjaldinu. „Ég aðgreini ekki leik á leiksviði og kvikmyndaleik, sem kemur jafnvel sjálfri mér á óvart í hvert sinn sem ég segi þetta, en þannig er það, ég sé engan raun- verulegan mun á þessu tvennu. Þegar ég tala hér er ég ekki ég sjálf, ég er ekki leikkona, ég er ein- ungis ein margra sem starfa við leik- list og stuðla að því að hún lifi áfram. Okkur finnst það skylda okkar og um leið þörf okkar – eða með öðrum orðum: Við látum leikhúsið ekki vera til, það er fremur leikhúsinu að þakka að við séum til. Leiklistin er svo jötunsterk. Hún sýnir viðnám og stendur allt af sér, styrjaldir, rit- skoðun, fátækt.“ Huppert vekur athygli á því hversu fáar konur hefðu samið ávarp í tilefni dagsins. „Alþjóðlegi leik- listardagurinn var stofnaður fyrir 55 árum. Ég er áttunda konan sem hef- ur þegið boð um að flytja ávarp […] Fyrirrennarar mínir (verður að vera í karlkyni) töluðu um leikhús hug- myndaflugs, frelsis og frumleika til að vekja fegurð og fjölmenningu og leggja fram spurningar sem ekki er hægt að svara […] Leiklistin er í mínum huga […] samtal handan hat- urs. Vinátta milli þjóða – nú er ég ekki viss um hvað það þýðir, en ég trúi á samfélag, í vináttu áhorfenda og leikara, í órjúfanlegu bandalagi allra leikhúsa – leikskálda, þýðenda, búningahöfunda, leikmyndahöfunda, þeirra sem skapa, þeirra sem flytja og þeirra sem koma í leikhúsin. Leikhúsið verndar okkur; veitir okk- ur skjól ... Ég er viss um að leikhúsið elskar okkur… jafn mikið og við elskum það… Ég man eftir gömlum sýningarstjóra sem ég vann með einu sinni. Á hverju kvöldi, áður en fortjaldið lyftist, kallaði hann fullum hálsi: „Gefið leiklistinni pláss.“ Þetta verða mín lokaorð í kvöld,“ sagði Huppert í ávarpi sínu sem Hafliði Arngrímsson þýddi á íslensku. „Leiklistin ögrar tíma og rúmi“ AFP Best Isabella Huppert með Cesar-- verðlaunin fyrir túlkun sína í Elle.  Ávarp Alþjóð- lega leiklistar- dagsins frá Isa- bellu Huppert Þau leiðu mistök urðu við vinnslu mánudagsblaðsins að málsgrein í viðtali við Sigrúnu Hrólfsdóttur, for- seta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, datt út. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Málsgreinin var svo- hljóðandi: „Unga fólkinu segi ég að fylgja hjartanu, og læra það sem það hefur ástríðu fyrir. Maður verður nefnilega góður í því sem maður hef- ur áhuga á, en verður að sama skapi seint mjög fær í því sem maður hef- ur ekki áhuga á, og þess vegna er al- veg afleitt að velja sér náms- og starfsferil bara vegna þess að maður telur að það muni skila betri launa- og starfshorfum.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á vefnum mbl.is. LEIÐRÉTT Málsgrein hvarf úr viðtali við Sigrúnu Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga Með einföldum aðgerðum er hægt að breyta stærð og lögun sköfunnar • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • Vinnuvistvænt Skínandi hreinir gluggar Komið í verslun okkar eða fáið upplýsingar í síma 555 1515. Einnig mögulegt að fá ráðgjafa heim. Sportgleraugu Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 www.eyesland.is Cébé S’Track hlaupa/hjólagleraugu kr. 15.980,- Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 5% SÝND KL. 10.30 SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 6 SÝND KL. 5.15, 7, 10 SÝND KL. 8 SÝND KL. 5.15 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.