Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
,,Ríkið skuldbatt sig til þess að halda
sig innan rammasamkomulagsins
sem gert var í kjölfar Salek, og allar
okkar viðræður ganga út frá því,“
segir Guðmundur H. Guðmundsson,
varaformaður samninganefndar rík-
isins. Kjaraviðræður eru í gangi við
Læknafélag Íslands og framundan
eru viðræður við bæði félög háskóla-
manna og kennara á árinu.
Ríki og sveitarfélög telja sig
skuldbundin til þess að fylgja sam-
eiginlegum kostnaðarramma sem
lagður var með Salek-samkomulag-
inu, sem er rammasamkomulag aðila
á vinnumarkaði frá í október 2015.
Ekki verði samið umfram Salek-lín-
una í þeim viðræðum sem framund-
an eru á árinu. Þetta kemur fram í
gögnum fundar Þjóðhagsráðs í vik-
unni, þar sem fjallað var m.a. um
stöðu efnahagsmála, nýtt vinnu-
markaðslíkan og kjarasamninga
sem blasa við á árinu.
ASÍ og BSRB mættu ekki
Fulltrúar launþegahreyfingarinn-
ar mættu ekki á fundinn frekar en á
fyrri fundi ráðsins en ASÍ og BSRB
sögðu sig frá þátttöku í Þjóðhags-
ráði í fyrravor vegna ágreinings um
hlutverk þess. Benedikt Árnason,
skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt-
inu, segir að engin breyting hafi orð-
ið á þessu en samtöl hafi þó átt sér
stað.
Fjármála- og efnahagsráðherra
lagði fram gögn þar sem segir að
takmarkað svigrúm sé til launa-
hækkana og að í nýsamþykktri fjár-
málaáætlun til ársins 2022 sé gengið
út frá viðmiði um kaupmáttaraukn-
ingu launa um 1,5% á ári.
Um þriðjungur ríkisstarfsmanna
er með lausa kjarasamninga á þessu
ári og voru samanlögð laun þeirra
67,5 milljarðar í fyrra. Samningar
Læknafélags Íslands renna út í lok
apríl. Þar er um 900 ársverk að
ræða. Launakostnaður sem undir er
í þeim viðræðum var 19,5 milljarðar
á seinasta ári. Semja þarf við 18
stéttarfélög í BHM í lok sumars.
Þau telja um 3.300 ársverk hjá rík-
inu og nam launakostnaður vegna
þeirra 34 milljörðum 2016. Þá losna
samningar framhaldsskólakennara í
haust. Hjá ríkinu er þar um 1.300
ársverk að ræða og 14 milljarða kr.
launakostnað.
Samninganefnd ríkisins fundaði
seinast með læknum sl. fimmtudag.
„Það er samkomulag um ganginn í
viðræðunum og fundir ákveðnir í
sátt,“ segir Guðmundur og bætir við
að enginn brestur hafi orðið á þeim.
Spurður segir hann að ekki sé far-
ið að reyna á launakröfur lækna í
viðræðunum, „en það er ágætis tónn
í viðræðunum,“ segir hann.
,,Mikið undir á þessu ári“
Samningar kennara losna í haust
en skv. viðræðuáætlun hefjast þó
kjaraviðræður í næstu viku um mál-
efni sem snúa að breytingunum á
vinnumati í kjarasamningunum.
Samningar 18 aðildarfélaga BHM
eru lausir í lok ágúst þegar gerð-
ardómur um launakjör þeirra frá
2015 rennur út. Guðmundur segir að
leitað hafi verið eftir afstöðu BHM
en þær viðræður séu í höndum hvers
og eins félag. ,,Þau hafa ekki fram-
selt neitt umboð til heildarsamtak-
anna og viðræður við þessi félög eru
ekki komnar í gang,“ segir hann.
,,Það er töluvert mikið undir á
þessu ári ef menn vonast eftir því að
rammasamkomulagið haldi,“ segir
Guðmundur en bendir á að aðeins
ASÍ og BSRB eru aðilar að ramma-
samkomulaginu en BHM og KÍ sem
eru með lausa samninga á þessu ári
eins og fyrr segir, eru það ekki. ,,Það
mun væntanlega gera þá samninga
eitthvað erfiðari en ella,“ segir hann.
Ríkið fer ekki upp fyrir Salek-línuna
Eðlilegur gangur í viðræðum ríkis og
lækna Fundir byrja í næstu viku með
framhaldsskólakennurum um vinnumat
Launaþróun á tímabilinu 2013 til 2018
140
135
130
125
120
115
110
105
100
2013 2014 2015 2016 2017 2018
132
Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
135
131
125
Læknafél. ÍslandsSALEK línan BHM KÍ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í annarri atrennu náði skipstjórinn
á færeysku flutningaferjunni Myk-
ines í innsiglinguna í Þorlákshöfn, í
fyrstu ferð skipsins þangað í eft-
irmiðdaginn í gær. Það var kvika í
sjó þegar skipið kom en allt lukk-
aðist. Með þessu hófust siglingar
færeyska skipafélagsins Smyril
Line Cargo, en Mykines verður í
vikulegum ferðum milli Rotterdam í
Hollandi og Þorlákshafnar.
Styrki atvinnulífið
Sigling ferjunnar yfir hafið gekk
eins og í sögu, þrátt fyrir leiðinda-
veður á leiðinni. Það var svo klukk-
an 13.30 í gær sem skipið kom til
Þorlákshafnar og var mannfjöldi þá
niðri við bryggju að fylgjast með.
Það er eftir vonum því í Þorláks-
höfn eru bundnar miklar vonir við
þetta verkefni og að það styrki at-
vinnulíf. Má raunar halda því til
haga að þegar þéttbýli fór að mynd-
ast í Þorlákshöfn fyrir tæplega 70
árum var framtíðarsýn fólks alltaf
sú að þar yrði útflutningshöfn. Nú
er sá draumur að rætast.
Stór tæki, byggingavörur og al-
menn neytendavara var uppistaðan
í farmi Mykiness í fyrstu Íslands-
ferðinni. Skipið lagði aftur af stað
seint í gærkvöldi og kemur til
Rotterdam á mánudagskvöld.
Farmurinn sem fór utan er að
stórum hluta ferskur fiskur sem
kominn verður til kaupenda á meg-
inlandi Evrópu strax á þriðjudags-
morgun.
„Við bjuggumst aldrei við fulllest-
uðu skipi í fyrstu ferð en þetta lofar
góðu,“ segir Linda Björk Gunn-
laugsdóttir, framkvæmdastjóri
Smyril Line Cargo, sem telur sigl-
ingar þessar þýða breytingar.
Fyrirtækjum bjóðist nú að geta
flutt vöru milli Íslands og Evrópu á
aðeins á þremur sólarhringum.
Að geta ekið flutningabílum beint
í og úr ekjuskipi sé til þæginda og
almennt sé samkeppni á flutninga-
markaði að aukast.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigling Mykinesið í hafnarmynninu í Þorlákshöfn í gærdag. Siglingin yfir hafið og heim gekk eins og í sögu.
Þrjá sólarhringa frá
Þorlákshöfn til Evrópu
Færeyska ferjan Mykines verður í vikulegum ferðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flutningar Linda Björk Gunnlaugs-
dóttir mætti til Þorlákshafnar í gær.
Skipið í tölum
» Mykines er 19 þúsund tonna
skip. Það er 138 metrar á lengd
og 23 metrar á breidd.
» Ferjan getur flutt 90 tengi-
vagna og 500 bíla í hverri ferð.
Hún var smíðuð árið 1996 í
UMOE-skipasmíðastöðinni í
Noregi og var m.a. áður í sigl-
ingum á Eystrasalti.
» Smyril Line Cargo gerir út
skipið, sem er skráð í Fær-
eyjum. 24 eru í áhöfn.
Systurnar Malín Brand og Hlín Ein-
arsdóttir voru dæmdar í tólf mán-
aða fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gærmorgun fyrir að hafa
gert tilraun til að kúga fé út úr Sig-
mundi Davíð Gunnlaugssyni, þáver-
andi forsætisráðherra, í maí árið
2015.
Níu mánuðir af tólf eru skilorðs-
bundnir en systurnar geta á grund-
velli laga um fullnustu refsinga sótt
um að sinna samfélagsþjónustu í
stað fangelsisvistar. Er í dómnum
m.a. vísað til þess að þær hafi þurft
að þola óvægna fjömiðlaumfjöllun.
Þær voru einnig dæmdar fyrir
fjárkúgun gegn fyrrverandi sam-
starfsmanni Hlínar. Kröfðu þær
hann um 700 þúsund krónur með
hótun um að kæra hann fyrir
nauðgun. Systurnar neituðu báðar
sök í þeim þætti málsins en dóm-
urinn segir sannað að þær hafi beitt
manninn nauðung sem ekki eigi
rétt á sér.
Í þeim þætti málsins er varðaði
fjárkúgun gegn Sigmundi Davíð
játaði Hlín að hafa gert tilraun til
að kúga fé út úr honum en Malín
neitaði sök um samverknað en ját-
aði hlutdeild í málinu. Í dómi hér-
aðsdóms segir hins vegar, að ekk-
ert í gögnum málsins bendi til þess
að Malín hafi reynt að fá Hlín ofan
af áætlunum sínum en hún hafi
heyrt fyrst af hugmyndinni 20 dög-
um áður en þær voru handteknar.
Lögreglan handtók systurnar á
Krýsuvíkurvegi í Hafnarfirði í maí
2015. Höfðu þær þá sótt pakka í
tösku sem skilin hafði verið þar eft-
ir og þær töldu innihalda átta millj-
ónir króna. Féð höfðu þær farið
fram á að Sigmundur greiddi gegn
því að þær héldu upplýsingum
leyndum um meinta aðkomu hans
að fjárhagsmálum útgáfufélagsins
Vefpressunnar.
Þær Malín og Hlín voru einnig
dæmdar til að greiða málsvarnar-
laun, miskabætur, þóknun réttar-
gæslumanns brotaþola og annan
sakarkostnað alls tæpar 10,5 millj-
ónir króna.
Systurnar dæmd-
ar í árs fangelsi
Níu mánuðir skilorðsbundnir
Greiða 10,5 milljónir í bætur og laun
Lánsheimild Vaðlaheiðarganga ehf.
verður aukin um 4,7 milljarða og
frumvarp þess efnis verður lagt fyrir
Alþingi á næstunni. Þetta kemur
fram í bókun sem var samþykkt á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.
Miklar tafir hafa orðið á fram-
kvæmdinni vegna vatnsrennslis og
erfiðra jarðlaga. Upphaflegar áætl-
anir um að verkinu lyki árið 2016
gengu ekki eftir og er nú gert ráð
fyrir að ljúka verkinu í árslok 2018.
Hefur framkvæmdin því tafist um
tvö ár, en í lok mars var búið að klára
um 97% af greftri.
Í lögum frá 2012 var kveðið á um
8,7 milljarða fjármögnun af hálfu
ríkisins en vegna þess að ófyrirséður
kostnaður rauk úr áætluðum 7% upp
í 44% af framkvæmdakostnaði er
viðbótarfjárþörf því metin á um 4,7
milljarðar, samkvæmt minnisblaði
fjármála- og efnahagsráðherra.
Ákvörðunin er rökstudd þannig að
ríkissjóður kunni að hljóta skaða
sem lánveitandi ef ekkert verði að
gert og að samfélagslegur ávinning-
ur ganganna sé í húfi. tfh@mbl.is
4,7 milljarðar til
viðbótar frá ríkinu
Verklok Vaðlaheiðarganga tryggð
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Göng Kostnaður við gerð Vaðla-
heiðarganga rauk upp úr öllu valdi.