Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Níutíu og eitt prósent þeirra sem
fara með fé á Íslandi eru karlar, að
því er fram kom í máli Ragnhildar
Steinunnar Jónsdóttur á morgun-
fundi Samtaka atvinnulífsins og Ís-
landsbanka um jafnréttismál sem
haldinn var á Hilton Nordica í vik-
unni, undir yfirskriftinni „Erum við
forystuþjóð“.
Fundurinn hófst með því að Ragn-
hildur Steinunn fór yfir helstu við-
fangsefni bókarinnar Forystuþjóð,
sem hún skrifaði ásamt Eddu Her-
mannsdóttur, sem stjórnaði pall-
borði ráðstefnunnar.
Meðal þess sem fram kom í yf-
irferð Ragnhildar var að hér á Ís-
landi væri lagalegt jafnrétti mikið,
en pottur væri þó enn víða brotinn í
jafnréttismálum. Nefndi hún að
tvær konur stjórnuðu íslenskum
bönkum og aldrei hafi verið fleiri
konur á Alþingi en nú er. Þrír æðstu
stjórnendur Seðlabanka Íslands
væru hinsvegar karlar, auk fjár-
málaráðherra sem væri karl, nær
allir stjórnendur lífeyrissjóða væru
karlar, og aðeins 9% framkvæmda-
stjóra stórra fyrirtækja á Íslandi
væru konur.
Ragnhildur greip niður í bókina
Forystuþjóð og vitnaði í Sigríði Mar-
gréti Oddsdóttur, forstjóra Já, sem
segir þar að samkvæmt samskipta-
áætlun fyrirtækisins ætti hún að
vera minna í fjölmiðlum, þar sem
rótgróin staðalímynd kvenna segi að
konur eigi erfiðara en karlar með að
verja erfiðar ákvarðanir fyrirtækis í
fjölmiðlum.
Ragnhildur vitnaði ennfremur í
orð Kára Stefánssonar, forstjóra Ís-
lenskrar erfðagreiningar, í bókinni
þar sem hann segir að heili karla og
kvenna virki mismunandi, og það
skýri af hverju kynin veljist í mis-
munandi störf.
Hvað sjávarútveg varðar þá segir
Þorsteinn Már Baldvinsson í bókinni
að sjávarútvegurinn sé á skjön við
flestar greinar hvað kynjamál varð-
ar, konur sæki síður á sjó og sæki
síður í sjávarútvegsfræði.
Ragnhildur lauk máli sínu með því
að segja að jafnrétti kynjanna væri
ekki kvennamál, þó svo að nánast all-
ir fundargestir væru konur, og ein-
hver hafði á orði að þarna á morgun-
fundinum töluðu „konur við konur“.
Karlar taki meiri ábyrgð
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður
Samtaka atvinnulífsins, sagði í pall-
borðsumræðum að verkefni væri
framundan í jafnlaunavottun í fyrir-
tækjum, en fyrir Alþingi liggur nú
frumvarp um slíka vottun. Brynja
Baldursdóttir, forstjóri Creditinfo,
sagði að mikilvægt væri að karlarnir
tækju meiri ábyrgð á fjölskyldu og
börnum svo annar aðilinn endaði
ekki með að þurfa að „fórna ein-
hverju“.
Róbert Wessman, forstjóri Alvo-
gen, sagði að starfið þyrfti að hefjast
strax í leikskóla. Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
sagðist ekki hafa fundið fyrir ójafn-
rétti fyrr en hún kom á vinnumark-
aðinn. Hún sagði einnig að mögulega
skiluðu umræðurnar um kynjakvóta
og jafnlaunavottun meiru en regl-
urnar sjálfar. Birna Einarsdóttir,
forstjóri Íslandsbanka, sagði að
bankinn hefði lagfært laun 10-20
kvenna í kjölfar jafnlaunavottunar
fyrir einu og hálfu ári, það hefði opn-
að augu hennar og verið góð æfing.
.Morgunblaðið/Eggert
Kynjamál Jafnrétti kynjanna ekki kvennamál. Frumvarp um jafnlaunavottun gæti orðið að lögum á vorþinginu
Karlar eru 91% þeirra sem
fara með fé hér á landi
9% framkvæmdastjóra stórra fyrirtækja konur Konur sækja síður á sjóinn
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017
8. apríl 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 112.2 112.74 112.47
Sterlingspund 139.76 140.44 140.1
Kanadadalur 83.53 84.01 83.77
Dönsk króna 16.085 16.179 16.132
Norsk króna 13.04 13.116 13.078
Sænsk króna 12.463 12.537 12.5
Svissn. franki 111.78 112.4 112.09
Japanskt jen 1.0124 1.0184 1.0154
SDR 152.16 153.06 152.61
Evra 119.62 120.28 119.95
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.8487
Hrávöruverð
Gull 1264.3 ($/únsa)
Ál 1955.5 ($/tonn) LME
Hráolía 54.13 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Áætlað er að
kostnaður ríkis-
sjóðs við uppkaup
skuldabréfa að
nafnvirði 877 millj-
ónir bandaríkja-
dala, sem tilkynnt
var um í vikunni,
nemi um 15,3 millj-
örðum króna.
Skuldabréfin,
sem bera 5,875%
fasta vexti til árins 2022, voru keypt til
baka á genginu 115,349.
Það yfirverð og sá kostnaður sem
fylgir uppkaupunum færist sem fjár-
magnskostnaður á yfirstandandi ári og
er í raun að hluta fyrirframgreiddur
fjármagnskostnaður næstu ára, að því
er segir í frétt sem birt var á vef fjár-
málaráðuneytisins í gær. Samtals
hækkar fjármagnskostnaður ríkissjóðs
því um 10,9 milljarða króna á þessu ári.
Á móti vegur lækkun vaxtakostnaðar
um 4,4 milljarða króna á árinu 2017 og
um 5,9 milljarða króna árlega á árunum
2018-2022. Núvirtur ábati ríkissjóðs af
þessari ráðstöfun er metinn á liðlega 11
milljarða króna yfir tímabilið þar til
skuldabréfin hefðu fallið á gjalddaga.
Kostnaður vegna upp-
kaupa um 15 milljarðar
Ríkið Uppkaupum
fylgir kostnaður.
STUTT
Í síðastliðnum mánuði flugu tæplega
252 þúsund farþegar með vélum
Icelandair en þeir voru ríflega 220
þúsund í sama mánuði í fyrra. Fjölg-
aði þeim því milli tímabilanna um
14%. Í Mola sem Íslandsbanki sendi
viðskiptavinum sínum er bent á að
nokkuð bjartara sé yfir tölunum sem
félagið birtir nú en í febrúar, þegar
sætanýting reyndist mun dræmari
en í sama mánuði 2016.
Framboðnum sætiskílómetrum
fjölgaði um 19% og veldur það því að
sætanýting félagsins fellur úr 84,1%
í 82,4%, eins og fram koma í flutn-
ingatölum sem Icelandair Group
sendi til Kauphallar í fyrradag.
Bendir Íslandsbanki á að nýting-
arhlutfallið hjá félaginu í mars
síðastliðnum sé svipað og í sama
mánuði fyrir tveimur árum en taka
verður tillit til að framboðið nú er
miklu meira en þá. Framboðnar
gistinætur á hótelum Icelandair
voru tæplega 28 þúsund talsins í
mars og fjölgaði þeim um 14% frá
árinu á undan. Þá fjölgaði seldum
gistinóttum mikið eða um 21% og
reyndust þær ríflega 23.900. Þrátt
fyrir stóraukið framboð fór nýting-
arhlutfallið úr 81,2% í mars í fyrra í
86% nú.
Sætanýting hjá Flugfélagi Íslands
lækkaði frá fyrra ári og reynist
62,8%, en hún var 69,3% í mars í
fyrra. Segir Íslandsbanki að það
kunni helst að skýrast af því að
páska bar upp í mars í fyrra en þeir
eru í apríl í ár. Ferðaglaðir Íslend-
ingar sem hugsa sér til hreyfings
innanlands yfir hátíðina eru því lík-
legir til að hækka nýtingarhlutfallið
í þessum mánuði.
Einnig virðist töluverð aukning í
fraktflutningum hjá samstæðunni.
Þannig fjölgaði seldum tonnkíló-
metrum um 9% frá fyrra ári.
Telja bjartara yfir
tölum Icelandair
Morgunblaðið/Júlíus
Flutningatölur Páskar hafa áhrif á
fjöldann hjá Flugfélagi Íslands.
14% fjölgun farþega í millilandaflugi
Hagnaður bifreiðaumboðsins Brim-
borgar nam 718 milljónum króna á
síðasta ári en hann var 327 milljónir
króna árið á undan. Tekjur félagsins
námu 18,1 milljarði króna á síðasta
ári sem er tæplega 39% aukning á
milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði, EBITDA, nam
1.222 milljónum króna en EBITDA
árið 2015 var 714 milljónir.
Eignir félagsins námu 9,0 millj-
örðum króna í lok síðasta árs og
hækkuðu um 2,2 milljarða miðað við
áramótin þar á undan. Skýrst það
m.a. af því að bókfært verð fasteigna
var hækkað og fært til samræmis við
áætlað markaðsverð. Eigið fé nam
2,0 milljörðum króna í árslok og var
eiginfjárhlutfall félagsins 22,4%.
Stjórn Brimborgar leggur til að
greiddur verði arður að fjárhæð
tæplega 180 milljónir til hluthafa
á þessu ári en ekki var greiddur út
arður á árinu 2016. Hluthafar í félag-
inu eru Jóhann J. Jóhannsson með
33,1%, Egill Jóhannsson með 26,8%,
Arnór Jósefsson með 16,0%, Mar-
grét Egilsdóttir með 13,2%, Margrét
Rut Jóhannsdóttir með 8,2% og
Aníta Ósk Jóhannsdóttir með 1,9%.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hagnaður Brim-
borgar tvöfaldast
Tekjur aukast um tæp 40% milli ára
Bílar Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sem m.a. er umboðsaðili Volvo.
● Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um
ríflega 1,2 milljarða í fyrra og jókst hann
um tæpar 50 milljónir frá fyrra ári.
Tekjur félagsins námu ríflega 8,5 millj-
örðum og jukust um ríflega 940 millj-
ónir milli ára eða um 12%. Rekstrar-
kostnaður nam ríflega 6,2 milljörðum
og jókst um tæpar 700 milljónir milli
ára. Þar af jókst launakostnaður um
tæpar 200 milljónir en stöðugildi voru
137 að meðaltali á árinu samanborið við
134 árið áður.
Eiginfjárhlutfall Nova nam tæpum
69% um áramót. Þannig voru eignir fé-
lagsins tæpir 5,7 milljarðar króna og
höfðu aukist um tæpar 600 milljónir frá
fyrra ári. Skuldir jukust hins vegar úr
rúmum 1,4 milljörðum í ríflega 1,7 millj-
arða. Því nam eigið fé félagsins í árslok
tæpum 3,9 milljörðum króna og hafði
aukist úr tæpum 3,7 milljörðum.
Morgunblaðið/Golli
Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova.
Hagnaður Nova 1,2
milljarðar á síðasta ári