Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017
Grand Indókína
Víetnam, Laos og Kambódía | 14.- 31. okt.
Verð frá:655.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar.
Á mann m.v. 2 í herbergi.
Verð án Vildarpunkta: 665.900 kr.
Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ingveldur Geirsdóttir
Auður Albertsdóttir
Drungalega rólegt var yfir miðborg
Stokkhólms í gærkvöldi, að sögn
Estridar Brekkan, sendiherra Ís-
lands í Svíþjóð. Greinilegt væri að
fólk væri slegið yfir árásinni sem átti
sér stað í miðborginni um miðjan dag
í gær. Estrid býr í miðbænum og
sagði í samtali við Morgunblaðið
seint í gærkvöldi að mun færra fólk
væri á ferli í bænum en á venjulegu
föstudagskvöldi. „Ég fór aðeins út í
kvöld og mér fannst vera drungalega
rólegt yfir borginni og á sumum göt-
um var ekki einn einasti maður á
ferli.“ Estrid sagði að enn væru í
gildi tilmæli frá lögreglunni um að
fólk ætti að halda sig í burtu frá árás-
arsvæðinu, það væri enn lögreglu-
vettvangur.
Þrátt fyrir ringulreið í borginni í
gær reyndi lítið á aðstoð sendiráðs-
ins. „Það voru örfáir sem hringdu og
það var ekkert alvarlegt. Það var ein
ung kona með dóttur sína sem beið
hjá okkur fram á kvöld eftir að vera
sótt,“ sagði Estrid. Annars hefði
helsta vinnan verið að miðla upplýs-
ingum á netið.
Almenningssamgöngur fóru úr
skorðum í Stokkhólmi í kjölfar
árásarinnar þegar aðallestarstöðin
var rýmd. Estrid sagði það hafa ver-
ið það helsta sem fólk lenti í vand-
ræðum með en allt hefði verið að
komast aftur í samt lag í gærkvöldi.
Grátur og öskur
Fjöldi Íslendinga var í miðborg-
inni þegar árásin átti sér stað. Birna
Hrönn Gunnlaugsdóttir og Helena
Reynisdóttir urðu vitni að árásinni,
en þær voru á leið í Åhléns City-
verslunarmiðstöðina þegar flutn-
ingabíl var ekið inn í húsið. Þær voru
að ganga út úr búð þegar þær
heyrðu mikil læti og flutningabíllinn
brunaði framhjá þeim. Birna sagði í
samtali við mbl.is í gær að þær hefðu
þá tekist í hendur og hlaupið aftur
inn í búðina. „Það hlaupa allir í end-
ann á búðinni og þá kemur annar
hvellur. Allir tryllast og við hlaupum
ennþá lengra, á bak við í búðinni. Þar
er hurð og það fyrsta sem
við gerðum var að hlaupa
út og eins langt og við
gátum,“ útskýrði
Birna. Allir hefðu ver-
ið grátandi í búðinni
og sumir öskrandi.
Sama sagði
Helga Margrét
Marzellíusar-
dóttir, sem var
með 10 ára
dóttur sína í
kjallara versl-
unar á
Drottningar-
götu þegar árásin átti sér stað. Þeim
hefði verið fylgt út bakdyramegin og
þar hefði algjör ringulreið blasað við
þeim og lögreglubílar og sjúkrabílar
verið úti um allt.
„Þá varð svolítið panik“
Fjórtán ára sonur Jónu Bríetar
Guðjónsdóttur var staddur í miðbæ
Stokkhólms þegar árásin átti sér
stað. Hann var á leiðinni með lest á
handboltamót ásamt fleirum. „Hann
hringir í mig um 20 mínútum eftir að
þetta gerist og sendir mér svo nokk-
ur skilaboð en svo er ekkert hægt að
ná í hann því allt símasamband dett-
ur út, þá varð svolítið panik,“ sagði
Jóna Bríet, sem hefur búið ásamt
eiginmanni sínum og þremur börn-
um í úthverfi Stokkhólms í sex ár.
Sonur hennar var rétt hjá árásar-
staðnum, en móðir eins vinar hans
var líka þar rétt hjá og kom þeim í
öruggt skjól.
Maður Jónu Bríetar vinnur hjá
orkufyrirtækinu Vattenfall og þar
læstist húsið í nokkurn tíma af ör-
yggisástæðum eftir árásina, auk
stórrar verslunarmiðstöðvar sem er
þar við hliðina. Þá tók hann um þrjá
klukkutíma að komast heim úr
vinnunni, lestarferð sem tekur vana-
lega um klukkustund. Jóna Bríet
segir að allir leikskólar og skólar hafi
verið með opið lengur ef fólk lenti í
vandræðum með að ná í börnin sín.
Drungalegt yfir borginni
Mjög fáir á ferli í miðborg Stokkhólms í gærkvöldi Fáir höfðu samband við
sendiráð Íslands í Svíþjóð Algjör ringulreið Náði ekki í 14 ára son sinn
AFP
Sorgardagur Árásin átti sér stað kl. 14.53 að staðartíma, á horni Åhléns-verslunarmiðstöðvarinnar við Drottningargötu sem er stærsta göngugata borgar-
innar, og rétt fyrir ofan aðalneðanjarðarlestarstöðina. Flutningabíl var stolið og hann notaður sem vopn. Fjórir eru látnir og 12 hið minnsta slasaðir.
Guðni Th. Jó-
hannesson, for-
seti Íslands,
sendi Karli XVI.
Gústaf Svíakon-
ungi samúðar-
kveðju fyrir
hönd íslensku
þjóðarinnar
vegna hryðju-
verksins í mið-
borg Stokk-
hólms. Í kveðjunni segir forsetinn
að hugur Íslendinga sé hjá þeim
sem nú eigi um sárt að binda. Með
árásinni sé vegið að grunngildum
samfélagsins. „Við sem viljum verja
lýðræði, frelsi og mannréttindi
verðum að standa saman gegn öfl-
um öfga og ógnar.“
Vegið að grunn-
gildum samfélagsins
Guðni Th.
Jóhannesson
„Hugur okkar er
hjá frændum
okkar og vinum,
Svíum. Þetta er
mjög nálægt
okkur og þetta
er ekki bara
árás á Svíþjóð,
þetta er árás á
okkur öll,“ segir
Guðlaugur Þór
Þórðarson utan-
ríkisráðherra. „Þetta minnir okk-
ur á að þessi ógn er raunveruleg
og það er gott til þess að vita að
ríkislögreglustjóri er mjög vel
vakandi, en ég er sammála for-
sætisráðherra um að við þurfum
að líta á þessi mál. Við erum með
þjóðaröryggisáætlun og með
stofnanir sem eiga að gæta örygg-
is okkar. En það breytir því ekki
að það er eilífðarmál að gæta ör-
yggis okkar fólks.“
Minnir okkur á að
ógnin er raunveruleg
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Sigríður Á.
Andersen dóms-
málaráðherra
segir árásina í
Svíþjóð, eins og
allar aðrar árásir
á saklausa borg-
ara, viður-
styggilega.
Reglulega sé í
skoðun hvort til-
efni sé til að vera með varanlegan
viðbúnað hér vegna mögulegra
árása. „Við reynum að vera eins vel
búin og við getum með þann mann-
afla og það tilefni sem við höfum
fyrir okkur á hverjum tíma. Góð al-
menn löggæsla er besti undirbún-
ingurinn fyrir þetta,“ segir hún.
Varanlegur viðbún-
aður til skoðunar
Sigríður Andersen
Ekki er til skrá yfir þann
fjölda Íslendinga sem býr í
Stokkhólmi en á Facebook-
síðu sem heitir Íslendingar í
Stokkhólmi eru rúmlega
2.000 manns skráðir. Segir
Estrid það vera helstu heim-
ildina um fjöldann.
Ekki var búið að gefa út
upplýsingar um fórnarlömb
árásarinnar í gærkvöldi en
ekki lítur út fyrir að Íslend-
ingar séu meðal þeirra, að
sögn Estridar. „Við vorum í
sambandi við lögregluna í dag
[gær] og fengum þær upplýs-
ingar að ef það kæmi í ljós að
útlendingar væru meðal lát-
inna eða slasaðra tilkynnti
lögreglan það strax til sænska
utanríkisráðuneytisins, sem
hefði þá samband við við-
komandi sendiráð. Við höf-
um ekki heyrt neitt það-
an og við vonum að við
fáum ekki neitt slíkt
símtal.“
Sendiráðið
ekkert heyrt
ÍSLENDINGAR Í BORGINNI
Estrid
Brekkan
Nýjum ísfisktogara HB Granda,
Engey RE 91, var formlega gefið
nafn í gær í móttökuathöfn við
Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn.
Rúmir tveir mánuðir eru síðan
skipið, sem var smíðað í Tyrklandi,
kom til landsins. Síðustu vikur hefur
verið unnið að því að koma fyrir bún-
aði í skipinu, sem verður eitt það
tæknivæddasta í íslenska flotanum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
sjávarútvegsráðherra gaf Engey
nafn með formlegum hætti og
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur
blessaði skipið, sem fer til veiða í lok
apríl. Á næstu mánuðum koma tvö
ný skip inn í flota HB Granda; Akur-
ey og Viðey. sbs@mbl.is
Engey fær formlega nafn
Verður eitt
tæknivæddasta
skip flotans
Morgunblaðið/Eggert
Nafn Engey skal hún heita og sjávarútvegráðherra sá um nafngiftina.