Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Íkeppni áskorendaflokks Skák-þings Íslands sem fram fer íStúkunni á Kópavogsvelli þarsem keppt er um tvö sæti í landsliðsflokki hefur Ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason unnið allar skákir sínar og er 1 ½ vinningi á und- an Jóhanni Ingvasyni og Lenku Ptacnikovu sem eru með 3 ½ vinning. Með þrjá vinninga eru nokkrir, þ. á m. Jón Kristinsson, eini kepp- andinn sem orðið hefur Íslandsmeist- ari en það gerðist árin 1971 og aftur 1974. Óvænt úrslit á bandaríska meistaramótinu Spænski leikurinn er eins og marg- ir vita nefndur eftir spænskum presti, Ruy Lopez. Hann var samfara mikl- um breytingum sem urðu á iðkun skákar þegar styrkur drottningarinn- ar var aukinn á skákborðinu en breytingin er rakin til hylli Ísabellu Spánardrottningar sem eins og sagan greinir frá greiddi götu Kristófers Kólumbus. Eftir níu algengustu leiki þess spænska á svartur marga val- kosti og einn þeirra sem virkar svolít- ið skringilega er afbrigði Ungverjans Breyer og byggist á því að riddara er leikið upp í borð. Vinur okkar Boris Spasskí, sem varð áttræður 30. janúar sl., tefldi Breyer-afbrigðið af slíkum þokka að unun var á að horfa. En þar kom að hann tapaði; í 10. einvígisskák gegn Fischer í Laugardalshöllinni um verslunarmannahelgina 1972 og aftur 20 árum síðar í fyrstu skák endur- komueinvígis þeirra í Júgóslavíu. Spasskí lagði meira til þróunar af- brigðisins með hvítu en flesta grunar; í áskorendaeinvígi sem hann háði við Lajos Portisch árið 1977 vann hann lykilskák með slíkum glæsibrag að mótspyrna Ungverjans hrundi. Á bandaríska meistaramótinu í St. Lou- is kom eiginlega „systurskák“ þess- arar viðureignar. Wesley So heldur naumri forystu en stórskytturnar Hikaru Nakamura og Fabiano Car- uana hafa átt í basli og sá síðarnefndi missti sennilega af lestinni í keppni um efsta sætið þegar hann tapaði í 7. umferð fyrir lítt þekktum Úkraínu- manni sem náði við það efsta sæti ásamt So. Staðan á toppnum: 1. – 2. So og Zherebukh 4 ½ v. (af 7) 3. – 4. Akobian og Nakamura 4 v. 5. – 9. Robson, Caruana, Shankland, Naroditsky og Onischuk 3 ½ v. Kepp- endur eru 12 talsins. Bandaríska meistaramótið 2017: Zherebukh – Caruana Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. a4 c5 16. d5 c4 17. Bg5 h6 18. Be3 Rc5 19. Dd2 h5 20. Bg5 Bg7 21. Hf1 Dc7 Allt saman þekkt en drottningin gæti verið betur geymd á e7 til að eiga f8-reitinn. 22. Bh6 Bh8 23. Rg5 Rh7 24. Rxh7 Kxh7 25. Be3 De7 26. f4! Þessi framrás reynir á burðarveggi kóngsstöðunnar en riddarinn fær e5- reitinn. 26. … exf4 27. Bxf4 Kg8 28. Hf3 Bg7 29. Haf1 Rd7 30. Bh6 Bxh6 31. Dxh6 Df8 32. Dd2 Re5 33. Hf6 Had8 34. Dg5 Dg7 35. Bd1! Bc8 36. Dh4 Kf8 37. Df4 Dg8 38. Kh1 He7 39. Bxh5! Þessi biskup sem stundum rekst á eigin peð í spænska leiknum tekur nú til óspilltra málanna. Það er ekki hollt að taka hann: 39. … gxh5 40. Rxh5 og „Houdini“ segir mér að svarta staðan sé óverjandi. 39. ... bxa4 40. Bd1 Dg7 41. Bxa4 Dh7 42. Dg5 a5 43. Kg1 Dh8 44. H1f4 Dg7 45. Hh4 Rd3 46. Hh6 Re5 47. Hf4 Bd7 48. Dh4! Kg8 49. Dxe7 He8 50. Dg5 Bxa4 51. Hf6 - og svartur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Fullt hús Guðmundur Gíslason að tafli í Stúkunni á Kópavogsvelli. Guðmundur Gíslason efstur í áskorendaflokki Íslandsmótsins Í allri hinni oft ótrú- legu umræðu um áfengismál, sem nú á sér stað á Alþingi þar sem gæðingar gróða- aflanna eru enn á ferð með sinn áfengisupp- vakning, heyrir maður eða sér þá fullyrðingu að engin aukning hafi orðið á neyzlu áfengis við tilkomu bjórsins. Þetta hefur svo sem verið marg- hrakið, en ég var einmitt áðan að lesa viðtal við þann mæta yfirlækni á Vogi, Valgerði Rúnarsdóttur, sem engum held ég detti í hug að fari með rangar tölur hvað þá staðlausa stafi um þessi mál og hennar tölur eru sláandi, aukningin er sem sagt úr 4% fyrir bjórinnleiðinguna upp í 7% í dag og ég hvet áfengisunnend- urna á Alþingi til að kynna sér og jafnvel virða sem ótvíræða sönnun um áhrifin. En viðtalið við Valgerði er fyrir svo margra hluta sakir at- hyglisvert enda talar þar sú sem veit og skilur. Þar á meðal er vax- andi neyzla aldraðra með tilheyr- andi vandamálum, m.a. umtals- verðri fjölgun innlagna á Vog. Þetta er skelfileg þróun, þar sem sagt er að fólk í einmanaleik sínum grípi bjór eða léttvín sér til svokallaðs lífsauka með þeim alvarlegu afleið- ingum sem Valgerður bendir á. Menn horfa gjarnan helzt til hinna ungu og óreyndu og þar er vissu- lega þörfin brýnust og skilar bezt- um árangri ef vel tekst til. En svo bætist þetta við í hinn enda æviskeiðsins. Meðal þeirra yngstu hefur líka verið unnið markvisst forvarnar- starf sem hefur virki- lega skilað sér, þó ekki lengra en í tíunda bekk því miður. En framhaldsskól- arnir þurfa ekki síður að taka sér tak með öllum þeim ágætu kröftum sem einmitt hafa verið að vinna svo vel á grunnskólastiginu. Það má hreinlega ekki verða það rof sem þar er nú. Það að áfengisneyzla snaraukist strax eftir grunnskóla- nám er ástand sem ekki er unnt að sætta sig við og þar þarf einnig markvissar aðgerðir og allra sízt að gera eitthvað sem aukið getur vand- ann svo sem nú er róið að öllum ár- um af ákveðnum þingmönnum sem auðvitað eru knúðir áfram af þeim sem þarna ætla að maka sinn ógeð- uga krók. Það er gjarnan fimbulfambað um að þetta sé eitthvert framfaraspor í átt til breytts tíðaranda, eitthvað spánnýtt. Menn ættu þá að lesa snjalla grein Ólafs Hauks Árnason- ar, fyrrum áfengisvarnarráðunauts, þar sem hann rekur söguna og þetta frelsi kaupmanna til að selja áfengi á fyrri tíð, (staupasöluna margfrægu), er rakið og greint frá til hvers ófarnaðar það leiddi á allan veg. Þar kom að þjóðin sjálf reis upp til varnar og það myndarlega. Kannski það þurfi að gerast aftur. Frábær er vönduð og óhrekjandi Er til of mikils mælzt að menn hlusti? Eftir Helga Seljan Helgi Seljan Jæja þingheimur, látum nú reyna á gegnsæið, sem þið raupið endalaust um. Hvað kosta hælisleit- endur og hið svokallaða flóttafólk okkur skatt- greiðendur á ári? Þið sem takið ákvarð- anirnar um fólk og fé, eruð að nota fjármuni örþjóðar, þjóðar með brotna innviði. Hver borgar silkihúf- um Rauða krossins laun, það er æðstu embættismönnunum og hversu margir eru þeir orðnir? Það mætti segja mér að þeir gæfu ekki vinnuna sína. Því sækið þið fólk sem þegar er í flóttamannabúðum, en hjálpið ekki börnum sem eru ein á ferð og þeim sem rekast undan vindi í Evrópu jafnvel skólaus í kuldanum? Áfram með gegnsæið, las í blöð- unum mjög litla grein um að 123 nauðganir hafi átt sér stað í Reykja- vík á síðasta ári. Því þegja þau hjá Stígamótum, eða er bara hjólað í Vestmannaeyinga á þjóðhátíð? Varla eru þetta allt íslenskir karlmenn sem nauðga, eða er þagað vegna þess að hluti þeirra eru erlendir karlmenn? Ekkert fáum við að heyra um fjölgun líkamsárása í miðborginni um helg- ar. Mætti segja mér að þar leiki Alb- anar sér, og kæmi ekki á óvart. Hvað er verið að halda uppi öllum þessum körlum frá Albaníu, og þetta eru ekki innfæddir Makedoníu- menn, sem eru að koma, heldur minni- hlutahópur Albana í Makedoníu. Því getur RÚV ekki komið með nákvæmar fréttir? Þið skulið vita að þær þjóð- ir og lönd, sem landa- mæri eiga að Albaníu, eru þéttsetin Albönum, en þeir virða lítt aðrar þjóðir. Ykkur sem takið ákvarðanir um þessi mál leiðist ekki að vera höfð að fífl- um. Ég mótmæli því að þurfa að halda þessu liði uppi. Og þar sem fé þjóðar er notað á þennan hátt, þá á þjóðin rétt á að vita allt um þessi mál, allar þær breytingar á þjóðfélaginu og fjármuni sem tengjast þessum málaflokki. Það vakna spurningar, hvort þið eigið rétt á að fylla landið af alls konar fólki og inn á brotna inn- viði. Svandís Svavarsdóttir fór mik- inn úr ræðustól Alþingis um að skila náttúru landsins til komandi kyn- slóða, en hún hugsar ekki fram í tím- ann, hvernig eigi að varðveita eign- arhald á landinu. Landi sem verið er að selja í bútum undan okkur og svo óábyrgur innflutningur á fólki mun orsaka það að við missum tökin. Auðmenn erlendir og innlendir eru að eignast auðlindir okkar og heilu dalina, svo hvað ætlar þú, Svan- dís, að varðveita? Ef alþingismenn fengjust nú til þess að hætta rifrild- inu og veita betur athygli því sem er að gerast í landinu okkar, þá mundi okkur farnast betur. Á meðan herra- þjóðin menntar hvaða kjána sem er, þá eru grunnstörfin unnin af útlend- ingum og íslenskan fer halloka, en dæmið á eftir að snúast við. Það er til nokkuð sem er andlegt fall þjóðar og við erum einmitt á þeirri braut. Það er ekki nóg að ala komandi kynslóðir upp í því að vera góðu dýrin í skóg- inum, þau eru nefnilega oftar en ekki étin af þeim sem grimmari eru. Það hefur aldrei gefist vel að spila sig flottræfil, en nóg er af þeim á meðal vor, sem gleypa við öllum og öllu í fullvissu um að þeir hafi völdin. Farið varlega. Á virkilega að taka á móti Tyrkj- um og Kúrdum, sem Norðurlönd hafa hafnað? Vitið þið yfir höfuð hvað þið eruð að gera, þið er hafið með þessi mál að gera? Hvern skal kalla til ábyrgðar? Öll þessi mál eru orðin hömlulaus og grafalvarleg. Jú, við er- um öll mennsk, en langt í frá bræður og systur, það skulið þið muna. Eftir Stefaníu Jónasdóttur »Ef alþingismenn fengjust nú til þess að hætta rifrildinu og veita betur athygli því sem er að gerast í land- inu okkar, þá mundi okkur farnast betur. Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. Varúð Hann var hæddur af heiminum og yfirgefinn af sínum eigin liðs- mönnum. Og enn í dag hæðast menn að honum og yfirgefa. Samt lifir hann, á fleiri vini og er máttugri sem aldrei fyrr. Endir lífsins á kross- inum forðum er upp- spretta vonar og kær- leika, mikils ávaxtar og eilífs lífs. Miðpunktur sögunnar Jesús Kristur er mið- punktur sögunnar, út- gangspunktur lífsins, markmið þess og kjarni. Hann er stjarnan sem birtir okkur kærleika Guðs. Stjarnan sem vísar okkur veg- inn að undrinu himneska. Veginn til sannleika, friðar og réttlætis. Jesús Kristur er uppspretta lífsins. Fullkomnun kærleika Guðs. Næring í erli dagsins. Hann er lífið sjálft. Boð- beri friðar og fyrirgefningar. Himna- ríkið sem við flest leitum að og mörg þráum innst inni. Honum sé dýrð um aldir alda og að eilífu. Jesús Kristur er orð Guðs og and- lit. Hinn eini sanni vegvísir heim til lífsins. Hann er brauð lífsins. Ljós heimsins. Og dyrnar að hinni eilífu dýrð. Að fylgja Kristi kostar hugrekki. Hann er hinn eftirsóknarverði fjár- sjóður. Hin dýrmæta perla sem vert er að halda í. Til þess hreinlega að komast af og lífi halda um eilífð. Þegar mér finnst ég vera lítill og smár, nánast einskis virði, líður illa og er umkomulaus, þá finnst mér ekkert betra en fá að horfa í augun á Jesú. Eftir því sem ég horfi lengur og dýpra finn ég að ég er elskaður af ómótstæðilegri ást. Þá fyrst finn ég almennilega fyrir því hversu dýr- mætur ég raunverulega er. Elskaður af höfundi lífsins, frels- ara þess og fullkomnara. Elskaður hreinlega út af lífinu. Elskaður af hon- um sem er lífið sjálft. Hann lýsi okkur leiðina heim Njótum þess því að fara afsíðis með honum og koma kyrrð á hugann til þess að fylla á tankinn svo við getum látið um okkur muna til góðra verka sem hann hefur kallað okkur til. Leyfum honum að tendra ljósið sitt eilífa í hjörtum okkar svo það fái logað þar um framtíð bjarta og lýsi okkur veg- inn svo við verðum til heilla í umhverfinu á leiðinni heim. Leyfum kærleikans Guði að full- komna mátt sinn í gegnum okkar mannlega veikleika svo við verðum sá farvegur kærleika hans sem okkur er ætlað að vera. Óskiljanlegur hluti af eilífri áætlun hans, markmiðum og takmarki. Því að Jesús Kristur er sigurvegari dauðans og lífsins. Hann er okkar áhrifaríkasti áheyrnarfulltrúi, tals- maður, bróðir og sanni vinur í þeim þrengingum sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Fingrafar Guðs Fegurðin býr þar sem fyrirgefn- ing, réttlæti og friður faðmast. Feg- urðin er fingrafar Guðs í þessum heimi, og þú þar á meðal. Varðveittu umfram allt hjarta þitt. Því þaðan renna lækir lifandi vatns. Andans vatn sem á uppsprettu sína í hinni tæru og fullkomnu lind lífsins. Með kærleiks- og friðarkveðju og í von um góða tíð á grænum grundum. Lifum og njótum í þakklæti. Lifi lífið! Uppspretta lífsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Fegurðin býr þar sem fyrirgefning, réttlæti og frið- ur faðmast. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.