Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 6
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hæstiréttur sýknaði Árna Ísaksson og bardagafélagið Mjölni af skaða- bótakröfu Lárusar Óskarssonar síð- astliðinn fimmtudag. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem sagði Árna og Mjölni bera óskipta skaðabótaábyrgð á lík- amstjóni Lárusar. Atvikið átti sér stað í steggjun Lárusar og sem hluti af skemmtidagskránni var Lárus settur í bardagabúr með Árna, sem er reyndur bardagamaður. Árni felldi Lárus, sem slasaðist við fallið. Athygli vakti að Hæstiréttur vitn- aði í konungsbók Grágásar, Víg- slóða, 34. kafla, og 13. kafla Mann- helgisbálks Jónsbókar máli sínu til stuðnings. Báðir lagabálkar eru frá miðri 13. öld. „Í íslenskum rétti hafa lengi gilt reglur um áhættutöku en þar falla undir tilvik sem tjónþola er ljós sú áhætta sem hann tekur en hann leggur eigi síður sig eða hags- muni sína í hættu,“ segir í dómi Hæstaréttar. Vitnar dómurinn næst í konungsbók Grágásar. „Hvar þess er maður gengi til fangs að vilja sín- um eða leiks, og væri hann eigi leng- ur að en hann vildi, þá skyldi hann sjálfur sig ábyrgjast ef hinn vildi honum eigi mein gera, nema hann fengi örkuml eða bana, og mest þá sem engi leikur væri.“ Textinn í dómi Hæstaréttar er nú- tímaleg uppfærsla á upphaflega texta Grágásar sem segir „skal hann sjálfr sik ábyrgjast ef hinn vill hon- um eigi mein gera“. Hæstiréttur vitnar einnig í 13. kafla Mannhelgis- bálks Jónsbókar. „Svipuð regla sem enn er talin gildandi til laga hér og segir þar að gangi maður til leiks, fangs eða skinndráttar að vilja sín- um, þá ábyrgist hann sig sjálfur að öllu, þó að hann fá mein eða skaða af,“ segir í dómnum. Jónsbók tók við sem meginundirstaða íslensks réttar af Járnsíðu árið 1281. Það eru því 736 ár síðan lögin tóku gildi sem Hæstiréttur beitti í vikunni. „Ef hinn vill honum eigi mein“  Hæstiréttur beitti konungsbók Grágásar og Jónsbók Grágás hjá Árnastofnun » Tók við handritinu 16. mars 1979. » Handritið er skrifað á skinn og tímasett um 1250. » Á bandi bókarinnar er skjald- armerki Danmerkur og fanga- mark Kristjáns konungs VII. » Vígslóði er sá kafli sem fjallar um víg. Ljósmynd/Stofnun Árna Magnússonar Grágás Árnastofnun fletti upp 34. kafla um víg sem sést neðarlega til hægri. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Martigny&LagoMaggiore sp ör eh f. Sumar 13 Í þessari ferð munum við upplifa stórbrotna fjallafegurð á leið okkar um svissnesku, frönsku og ítölsku Alpana.Við heimsækjum m.a. skíðabæinn Chamonix, förum með útsýniskláf á Aiguille du Midi, en þar gefur að líta stórkostlegt útsýni yfir á Mont Blanc og Matterhorn, sem eru með hæstu fjöllum Evrópu. Einnig verður farið í siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella og ævintýraferð með Centovalli – hundrað dala lestinni. 19. - 28. ágúst Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 224.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! spurningalista og viljastýrðum önd- unarstoppum, og mæðin var metin út frá því. Það kom í ljós að fólk með astma andaði ekki endilega meira í hvíld heldur voru öndunarstöðvar þess næmari fyrir áreiti. Ef það reynir á það, andlega eða líkamlega, fer það að anda meira en fólk sem er ekki með astma. Næmni öndunar- stöðva minnkaði eftir aðferðina,“ segir Monique. Astmi vaxandi vandamál Astmi er algengasti langvinni lungnasjúkdómurinn hjá börnum og árið 2012 var áætlað að um 10% barna á Íslandi hefðu greinst með astma. „Þetta er fyrsta rannsóknin sem kemur með lífeðlisfræðilegar útskýringar á áhrifum þessarar önd- unaraðferðar. Astmi er vaxandi vandamál í heiminum og það er áhyggjuefni að þrátt fyrir betri og meiri lyf og greiningu hefur bæði al- varleiki og dánartíðni sjúkdómsins aukist á síðastliðnum tveimur ára- tugum. Þörf er á verulegum breyt- ingum á astmameðferðum, annars fer dánartíðni vaxandi næstu 10 ár samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofn- uninni,“ segir Monique. endur, 22 astmasjúklingar og 20 í heilbrigðum samanburðahópi. Astmasjúklingarnir voru mældir þrisvar sinnum með sex mánaða millibili. Öndunaraðferðin, svokölluð Buteyko-aðferð, var kennd eftir fyrstu sex mánuðina, en í grófum dráttum felur hún í sér að hægja kerfisbundið á öndun. Margvíslegur ávinningur Hálfu ári eftir að hafa notað að- ferðina var astmahópurinn mældur aftur og kom þá í ljós að öndunar- aðferðin hefði mikinn ábata í för með sér, bæði fyrir sjúklinga og í víðari skilningi. „Við astma eru oft notuð bæði stuttvirkandi og langvirkandi berkjuvíkkandi púst og sterapúst. Í rannsókn okkar minnkaði notkun á stuttverkandi pústum um 85% með þessari aðferð og notkun langvirk- andi og sterapústa minnkaði um 50%. Þannig að það er talsverður ávinningur bæði fyrir lífsgæði fólks og frá hagfræðilegu sjónarhorni,“ segir Monique. Áhrif á lífsgæði fólust í því að ein- kenni eins og mæði minnkuðu mark- tækt eftir að hafa notað öndunar- aðferðina. „Þetta var mælt með Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Með því að beita öndunaraðferð geta astmasjúklingar aukið lífsgæði sín svo um munar, bæði slegið á ein- kenni eins og mæði og dregið úr lyfjanotkun um 85%. Þetta eru niðurstöður úr rannsókn Monique van Oosten fyrir meistarapróf í lýð- heilsuvísindum við Háskóla Íslands undir leiðsögn Mörtu Guðjóns- dóttur, lektors við læknadeildina. „Rannsóknin er um hvíldaröndun hjá astmasjúklingum og lífeðlis- fræðileg áhrif öndunaraðferðar á hana og stjórn astmasjúkdómsins. Öndun er mismikil hjá misstórum einstaklingum, því hún er háð efna- skiptum. Stór karlmaður er með meiri efnaskipti en lítil kona, og hann andar því meira. Þessi önd- unaraðferð sker sig úr að því leyti að hún kennir fólki að anda miðað við efnaskiptin, og í samræmi við hvað það er að gera. Niðurstaðan er að þegar fólk náði að koma jafnvægi þar á milli jókst stjórnin, og ein- kennin og lyfjanotkun minnkaði,“ segir Monique. Rannsóknin stóð yfir í fimm ár og voru alls 42 þátttak- Morgunblaðið/Eggert Rannsókn Monique van Oosten sjúkraþjálfi útskrifaðist með meistarapróf í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Astmasjúklingar geta stórbætt lífsgæði sín  Öndunaraðferð eykur stjórn og minnkar lyfjanotkun Sumir af færustu vísindamönnum heims á sviði eldfjallavísinda hafa lagst á árar að safna allt að 100 milljónum dollara, jarðvirði um 11 milljarða króna, með það að mark- miði að koma upp rannsóknamið- stöð í eldfjallafræðum við Kröflu í Mývatnssveit. Stefna vísindamennirnir að því að bora niður á bergkviku við Kröflu, en verkefnið nefnist Krafla Magma Testbed, eða KMT. Sérfræðingar frá 27 rannsóknar- stofnunum, háskólum og fyrir- tækjum í níu löndum sameinast við undirbúning verkefnisins. Í fyrsta áfanga er stefnt að því að safna 50 milljónum dollara til að hefja bor- anir og koma upp aðstöðu fyrir vís- indamenn á árinu 2020. Áætlað er að verkefnið og afleidd starfsemi standi yfir í 30 ár. Landsvirkjun, í samstarfi við ís- lenska djúpborunarverkefnið IDDP, boraði óvænt niður í kviku við Kröflu árið 2009. Ætlunin var að bora niður á 4-5 km dýpi en að- eins var búið að bora 2,1 km þegar komið var niður á kvikuna. Einn fyrsti áfangi KMT-verkefnisins er að bora aftur í kvikuna í Kröflu, taka kjarnasýni og gera ýmsar samhliða rannsóknir Vísindamenn safna 11 milljörðum til að koma upp rannsóknamiðstöð við Kröflu Morgunblaðið/RAX Krafla Viðamikið rannsóknarverkefni er fram undan á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.