Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017
Öræfajökull Ísjakar úr jöklinum vekja athygli ferðamanna. Þegar ísinn bráðnar koma í ljós síbreytileg myndverk náttúrunnar sem eru líkust því að draugslegar ásjónur glotti framan í heiminn.
RAX
Alltaf fylgist maður
af athygli með hverri
nýrri ríkisstjórn,
áformum hennar og
hvernig ráðherrar fara
af stað í sínum mála-
flokkum. Við fengum
nýjan fjármálaráð-
herra sem þekkir vel
farvegi fjármagnsins
og skilur lögmál at-
vinnulífsins og á að
baki mikla reynslu á sviði
fyrirtækjareksturs. Benedikt Jó-
hannesson hefur séð margt í gegn-
um sín gleraugu og ætla verður að
reynsla hans sé honum og þjóðinni
dýrmæt í nýju starfi.
Nú stofnaði nýja ríkisstjórnin
embætti ferðamálaráðherra, sem
var tímabært. Svo mikill hefur vöxt-
urinn verið í atvinnugreininni að
hún er að verða jafnoki sjávar-
útvegsins í öflun gjaldeyris og fjár-
festing ferðaþjónustunnar til að
taka á móti langeygum ferðamönn-
um sem streyma hingað sem aldrei
fyrr er gríðarleg og vaxandi. Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
ferðamálaráðherra er kornungur
stjórnmálamaður með mikla
reynslu að baki og kemur mjög vel
fyrir, einbeitt og skýr í öllum til-
svörum. Því kemur það á óvart mið-
að við þekkingu Bene-
dikts og Þórdísar, sem
að auki er ung kona í
Sjálfstæðisflokknum,
að þau leggi til að VSK
verði hækkaður í efra
skattþrep og þau
reikni út að 20 millj-
arða viðbótarskatt-
lagning á þennan
bernskuatvinnuveg
landsmanna muni skila
sér og greinin muni
standa undir honum.
Fyrir utan hitt að unga
fólkið í Valhöll hlýtur að fordæma
þessa skattahækkun og slá á fingur
Benedikts og Þórdísar Gylfadóttur.
Þegar Bjarni Benediktsson, þá
fjármálaráðherra, nú forsætisráð-
herra, lagði fyrir Alþingi frumvarp
til fjárlaga í haust, var tónninn m.a.
þessi í frumvarpinu: Ferðaþjón-
ustan er stærsta gjaldeyrisskapandi
atvinnugrein þjóðarinnar, árið 2015
skilaði hún 364 ma. kr. Það ár komu
1,3 milljón ferðamanna hingað (en í
ár milljón fleiri.) Síðan voru mark-
miðin talin upp sem gera þyrfti.
Ráðuneytið lofaði síðan og setti
fram þessi markmið í frumvarpi
sem samþykkt var með nánast öll-
um atkvæðum alþingismanna: „Í
fyrsta lagi bættri greiningu og öflun
upplýsinga um stöðu og þróun
ferðaþjónustu. Í öðru lagi að mótun
markmiða og áherslna um þróun
greinarinnar, skipulag og áhrif
verði sett í forgang og í þriðja lagi
að átak verði í uppbyggingu innviða
ferðaþjónustu til að vernda við-
kvæma náttúru, auka öryggi ferða-
manna og tryggja jákvæða upplifun
þeirra.“ Allt er þetta eins og
blómstrið eina, en svo kemur hel-
köld loppa skattpíningarinnar og
ætlar að hremma 20 milljarða við-
bótarskatt og áformin góðu virðast
fokin út í veður og vind.
Litli unginn kafnaði
í kúadellunni
Hinsvegar er það eins og vant er
að umbúðirnar utan um þessi áform
eru úr pappír blekkinganna og
skreyttum með þyrnirósum. Þessi
áform, ef af verður, munu snúast
upp í andhverfu sína, þ.e. skattsvik,
gjaldþrot og vonda umræðu um
greinina. Litlu og meðalstóru ferða-
mannafyrirtækin, sem verið er að
byggja upp til að taka á móti ferða-
mönnunum, fara verst út úr aðgerð-
inni, ekki síst á landsbyggðinni. Svo
vitum við af langri reynslu að inni í
fjármálaráðuneytinu liggja gulnaðar
skýrslur sérfræðinganna sem alltaf
hafa viljað matinn í hærra skatt-
þrep, þær deilur eru 25 ára gamlar,
enda er sagt að nú verði stigið skref
til að koma öllum VSK í hæsta
þrep, þar liggur nefnilega hund-
urinn grafinn. Svo loka þeir aug-
unum fyrir þeirri staðreynd að VSK
á ferðaþjónustuna er í lægra þrepi
um alla Evrópu og honum verður
ekki hér hent út í verðlagið öðru
vísi en með ringulreið og afleið-
ingum í komu ferðamanna til lands-
ins. Enginn einn atvinnuvegur eftir
hrun hefur verið þessari þjóð jafn
dýrmætur og ferðaþjónustan með
sína innkomu í gjaldeyri, en samt
liggur fyrir að ný stefnumörkun í
samráði við hana ætti að vera fólgin
í samráði ríkisins (ferðamálaráð-
herrans) við ferðaþjónustuna og
sveitarfélögin. Allir eru sammála
um þörfina að byggja upp innviði og
þörfina að mæta auknu þjónustu-
stigi við erlenda ferðamenn, gesti
okkar Íslendinga. Vegir, göngustíg-
ar, öryggismál vernd náttúrunnar,
dreifing ferðamannanna um landið,
allt var þetta efst á blaði, að maður
hélt. Því skora ég á Þórdísi Kol-
brúnu að láta ekki plata sig í upp-
hafi starfs síns sem ráðherra heldur
setja upp starfshóp, hlusta fyrst,
ákveða svo, enga vitleysu. Svo spyr
ég enn hvað um komugjöld til
landsins? Tvö til þrjú þúsund krón-
ur á ferðamann, gjald til náttúrunn-
ar, veganna og öryggisins. Slíkt
gjald væri sanngjarnt yrði það
bundið atvinnugreininni og innviða-
uppbyggingu. Komugjöldin leggjast
jafnt á alla ferðamenn en ekki bara
hluta af starfseminni. Komugjöldin
ná til skemmtiferðaskipanna, en
þau hafa eitt markmið: að hámarka
hagnað sinn um borð og skilja sára-
lítið eftir í landinu en troðfylla
svæðin við Gullfoss og Geysi á há-
annatímum. Skemmtiferðaskipin
sigla þangað sem þau fá allt fyrir
ekkert. Áformin eru hinsvegar aug-
ljós frá fjármálaráðuneytinu, mat-
arskatturinn skal upp, þessi eilífa
umræða og blinda um eitt skattþrep
gengur nú svo langt að ekki er hik-
að við þau áform sem geta dauðrot-
að ferðaþjónustuna í fæðingu. Svo
liggur hitt fyrir að styrking krón-
unnar hefur þegar rýrt afkomu og
tekjur ferðaþjónustunnar og fært
Ísland á það stig að vera eitt dýr-
asta ferðamannaland Evrópu. Litli
lóuunginn sem kýrin drullaði yfir
forðum beið þess aldrei bætur og
komst aldrei upp úr kúadellunni,
hann kafnaði. Hver er kýrin og hver
er í hlutverki litla ungans, það sjá
allir?
Eftir Guðna
Ágústsson » Þessi eilífa umræða
og blinda um eitt
skattþrep gengur nú svo
langt að ekki er hikað
við þau áform sem geta
dauðrotað ferðaþjón-
ustuna í fæðingu.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. ráðherra.
Ætlar ríkisstjórnin að dauðrota ferðaþjónustuna?