Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Blúshátíð í Reykjavík verður hald- in í 14. sinn frá og með deginum í dag og lýkur 13. apríl, á skírdag. Hátíðin hefst að vanda með blús- degi á Skólavörðustíg sem hefst kl. 14 með formlegri setningu hátíð- arinnar og útnefningu heiðurs- félaga Blúsfél- ags Reykjavíkur. Í framhaldi verð- ur boðið upp á lifandi blús víða á stígnum til kl. 16, kveikt verð- ur upp í grillum og boðið upp á beikon, kjúk- lingavængi og pylsur. Kl. 16 hefjast svo tónleikar á Borg- arbókasafni í Grófinni. Þrennir stórtónleikar verða haldnir á hátíðinni, 11., 12. og 13. apríl á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut. Fjöldi blústónlistarmanna kemur fram á tónleikunum og þeirra á meðal er upprennandi bandarísk blússtjarna og gítarhetja, Noah Wotherspoon, sem var valinn besti gítarleikarinn á International Blu- es Challenge árið 2015, alþjóðlegu móti blúsmanna í Memphis í Bandaríkjunum. Með honum leika á hátíðinni þeir Róbert Þórhalls- son á bassa, Birgir Baldursson á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar og Davíð Þór Jónsson á Hammond-orgel. Verðandi stórstjarna „Hann er ungur og einn sá efni- legasti í bransanum í Bandaríkj- unum í dag,“ segir Halldór Braga- son, listrænn stjórnandi hátíðar- innar, um Wotherspoon. „Það segja allir að hann verði stór- stjarna, að hann sé á uppleið og hann er alveg ótrúlega flinkur og góður gítarleikari,“ segir Halldór. „Í fyrra kom söngkonan Karen Lovely á hátíðina og varð mikill Ís- landsvinur. Hún fékk Róbert Þór- hallsson og Birgi Baldursson til að koma með sér til Póllands á blúshátíð og spila með sér í Evr- ópu og þar kynntust þau Noah, heilluðust gjörsamlega af honum og hann varð mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands.“ Wotherspoon er um þrítugt og segir Halldór að hann hafi drukkið blúsinn í sig, allar stefnur og helstu blúsgítarleikara á borð við B.B. King og Stevie Ray Vaughn. „Hann er algjörlega með þetta,“ segir Halldór um gítarhetjuna ungu. „Hann spilar allt frá Jimi Hendrix yfir í gamla blúsinn, spil- ar allt og er með sinn eigin stíl á því líka. Svo er hann líka krútt- bolla og gaman að því,“ segir Hall- dór kíminn. Halldór segir stefnu Blúshátíðar í Reykjavík að gefa ungum mönn- um tækifæri á því að spreyta sig og nefnir sem dæmi Victor Wain- wright sem lék á hátíðinni fyrir þremur árum. „Þá var hann ungur og upprennandi og er núna á öll- um blúshátíðum,“ segir Halldór. Vantar fleiri stelpur Hátíðin var í fyrra tileinkuð blúskonum og komu nokkrar slík- ar fram á tónleikum hátíðarinnar. Þær eru hins vegar fáar á dagskrá hátíðarinnar í ár, söngkonan Andr- ea Gylfadóttir sú eina sem blaða- maður finnur á dagskránni. „Þetta er náttúrlega bara eins og lífið er, við erum alltaf að reyna að fjölga konum í blúsnum, höfum alltaf verið með jafnréttisstefnu og Andrea Gylfa er aðalnúmerið í bænum með sitt band,“ segir Hall- dór, spurður út í kynjahallann. „Það vantar bara fleiri stelpur með hljóðfæri og við höfum verið mjög sterkir í því að flytja inn blúskonur, m.a. gítarleikarann Debbie Davis, Karen í fyrra og blúsdívurnar allar sem við höfum verið með. En það vantar fleiri hljóðfæraleikara,“ bætir hann við og bendir á að blússöngkonur hafi margoft verið aðaltónlistarmenn hátíðarinnar í þau 14 ár sem hún hefur verið haldin. „Við fylgjumst með öllum efnilegum stelpum,“ segir Halldór og að hátíðar- haldarar auglýsi eftir fleiri kven- kyns blúshljóðfæraleikurum. Spurður frekar út í dagskrá há- tíðarinnar í ár nefnir Halldór að mikill fengur sé í því að fá KK bandið til að spila á fyrsta kvöld- inu, 11. apríl. Sænski gítar- leikarinn Göran Svenningsson muni einnig spila á miðvikudags- kvöldi en sá hefur leikið blús frá unga aldri með helstu blúsmönnum Svíþjóðar og fjölda bandarískra blúsmanna. Svenningsson verður ekki í amalegum félagsskap því með honum leika Erik Qvick á trommur og Þorgrímur Jónsson á bassa. „Og ekki má gleyma því að við verðum með blúsaðasta bandið frá Músíktilraunum, Misty frá Hornafirði,“ segir Halldór. Dagskrá hátíðarinnar og frekari upplýsingar má finna á blues.is. „Ótrúlega flinkur“  Noah Wotherspoon leikur á Blús- hátíð í Reykjavík sem hefst í dag Halldór Bragason Fingrafimur „Það segja allir að hann verði stórstjarna,“ segir Halldór um gítarleikarann Noah Wotherspoon sem kemur fram á Blúshátíð í Reykjavík. Ævintýrið um prins í álögum sem verður ekki aflétt nema stúlka verði ástfangin af honum áð- ur en rós sem geymd er í höll hans deyr. Bönn- uð börnum yngri en 9 ára. Metacritic 65/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 12.00, 12.30, 14.40, 15.20, 17.10, 20.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.00, 17.20, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 12.20, 14.40, 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 14.00, 17.00, 20.00 Sambíóin Keflavík 14.00, 17.20 Beauty and the Beast A Monster Calls 12 Mynd um strák sem finnst hann vera skemmdur, sakbitinn og er oftast reiður. Hann leitar hjálpar hjá trjáskrímsli til að hjálpa sér að yfirvinna vandann, en mun það takast? Mun Connor geta sagt sannleikann. Metacritic 76/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 20.00 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Ghost in the Shell 12 Motoko Kusanagi er mennsk en líkami hennar gæddur hátækni- vélbúnaði sem gerir hana nán- ast ósigrandi í þrotlausri bar- áttu við þrjóta. Metacritic 53/100 IMDb 6,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Sambíóin Álfabakka 17.20, 18.00, 20.00, 22.30, 23.10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Chips 16 Jon og Frank eru lög- reglumenn sem taka starf sitt ekkert allt of alvarlega. Metacritic 28/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 22.40 Sambíóin Akureyri 22.45 Kong: Skull Island 12 Könnunarleiðangur á hina dularfullu Hauskúpueyju snýst fljótlega upp í baráttu upp á líf og dauða. Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Life 16 Vísindamenn um hafa það markmið að rannsaka fyrstu merki um líf frá öðrum hnetti. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 54/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.00, 22.00, 22.20 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 22.20 A Dog’s Purpose 12 Metacritic 43/100 IMDb 4,9/10 Sambíóin Kringlunni 15.00 La La Land Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.20 Hidden Figures Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Háskólabíó 18.20, 21.10 Snjór og Salóme 12 Þau Salóme og Hrafn hafa verið af og á í sambandi í fimmtán ár og leigt saman íbúð. Þegar Hrafn barnar aðra konu og hún flytur inn breytist allt . Smárabíó 14.00, 16.30, 20.10, 22.30 Háskólabíó 18.30, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Get Out 16 Allison vill kynna Chris fyrir foreldrum sínum, en Chris er hræddur um að foreldrar hennar taki sér ekki vel. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Sambíóin Keflavík 22.40 Logan 16 Metacritic 75/100 IMDb 9,0/10 Smárabíó 19.00, 19.50, 22.45 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 22.00 Power Rangers 12 Fimm ungmenni komast þá að því að þau eru ný kynslóð af ower Rangers. Metacritic 44/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 14.00, 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.10, 19.50, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Háskólabíó 15.30 Dýrin í Hálsaskógi Klassíska ævintýrið eftir Thorbjörn Egner. IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 12.00, 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 13.30 Smárabíó 13.00, 15.00, 17.00 Háskólabíó 16.00, 18.00 Borgarbíó Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Strumparnir: Gleymda þorpið Metacritic 45/100 IMDb 5,9/10 Laugarásbíó 12.00, 14.00, 16.00, 18.00 Smárabíó 13.00, 14.40, 15.30, 17.40 Háskólabíó 15.30, 16.00, 18.00 Borgarbíó Akureyri 14.00, 18.00 Rock Dog Metacritic 49/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 12.00, 14.00, 16.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.40 Sambíóin Kringlunni 12.20, 13.00 Sambíóin Akureyri 13.30 The Lego Batman Movie Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.10 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20 Sambíóin Akureyri 15.20 Sambíóin Keflavík 15.20 Stóra stökkið IMDb 6,9/10 Smárabíó 13.00, 15.30, 17.40 Vaiana Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 13.00 Moonlight 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 99/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 22.15 Staying Vertical 16 Metacritic 65/100 IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 22.00 I, Daniel Blake Metacritic 78/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 20.00 Glory 12 IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 20.00 Toni Erdmann Morgunblaðið bbbbm Metacritic 94/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 Andri og Edda verða bestuvinir Bíó Paradís 14.00 Antboy Bíó Paradís 18.00 Antboy 3 Bíó Paradís 18.00 Jazzoo og tungl úlfarnir Bíó Paradís 14.00 Lamb Bíó Paradís 16.00 Regína Bíó Paradís 16.00 Svalir krakkar gráta ekki Bíó Paradís 18.00 The Wizard of Oz Bíó Paradís 16.00 Ævintýri á norð- urslóðum Bíó Paradís 14.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.