Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 16.4.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign Leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 9. apríl kl. 14. STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þriðjudaginn 11. apríl kl. 12: Dönsk tilvera í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Steinholt-saga af uppruna nafna í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Grímsey á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ótrúlega skrítinn apríl nefnist dag- skrá kvikmyndaklúbbsins Svartra sunnudaga í Bíó Paradís þennan mánuðinn. Oft hafa skrítnar kvik- myndir verið sýndar á sunnudögum á vegum Svartra sunnudaga, valdar af þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Hugleiki Dagssyni og Sjón, en nú verður gengið enn lengra í furðuleg- heitunum. Næstu þrír sunnudagar verða til- einkaðir bók sem kom út um þetta efni, ótrúlega skrítnar kvikmyndir, árið 1985 og nefnist Incredibly Strange Films. Bókin sú mun vera biblía áhugamanna um undarlegar kvikmyndir en í henni er rýnt í nokkrar furðurlegustu kvikmyndir kvikmyndasögunnar og leikstjórar nokkurra slíkra teknir tali, m.a. Russ Meyer og Herchell Gordon Lewis. Fyrsta skrítna kvikmyndin á dag- skrá Svartra sunnudaga er Spider Baby, or The Maddest Story Ever Told,eftir Jack Hill, frá árinu 1967 en hún verður sýnd á morgun , 9. apríl. Annan í páskum (sem er að vísu mánudagur), 17. apríl, verður á dagskrá hin víðfræga furðumynd Faster Pussycat, Kill Kill! eftir Russ Meyer frá árinu 1965 en í henni segir af þremur lævísum glæpakvendum sem vefja feðgum nokkrum um fingur sér í leit að skjótfengnum auði. Þriðja myndin og ekki síður skrítin en þær fyrr- nefndu, The Mask, verður svo sýnd 23. apríl. Hún er frá árinu 1961 og leikstjóri hennar Julian Hoffman. Myndin segir af fornleifafræðingi sem fær endurteknar martraðir tengdar grímu sem finnst í upp- greftri og áður en hann sviptir sig lífi sendir hann grímuna til sálfræð- ingsins síns sem dregst í kjölfarið inn í martraðarheim grímunnar, eins og því er lýst í tilkynningu frá Svörtum sunnudögum. Komnir aftur á byrjunarreit „Það var eiginlega Sjón sem átti hugmyndina að því að vera með þemamánuð upp úr þessari bók, hann er mesti aðdáandi hennar af okkur þremur og okkur fannst það bara vera tilvalið,“ segir Hugleikur um Incredibly Strange Films. Hug- myndin að Svörtum sunnudögum hafi í raun fæðst í Facebook-hópi sem nefndist „költ & gríðarlega undarlegar kvikmyndir“. „Það er væntanlega tekið frá Incredibly Strange Films þannig að við erum svolítið komnir heim aftur með Svarta sunnudaga, á byrjunarreit,“ segir Hugleikur. Hann segir að þeir félagar í Svörtum sunnudögum hafi ákveðið að fara svarthvíta leið í kvikmynda- valinu að þessu sinni og valið þrjár gamlar og stórfurðulegar til sýn- inga. „Ég hef persónulega ekki séð neina þeirra nema Faster Pussycat, Kill Kill! sem er besta myndin hans Russ Meyer, þannig að ég hlakka mikið til að tékka á Spider Baby, hún hefur alltaf verið á listanum hjá mér,“ segir Hugleikur. Líkt og ef Buñuel hefði gert gamanþætti –Í tilkynningu frá ykkur segið þið að Spider Baby sé lýst þannig í bók- inni að ef Luis Buñuel hefði ein- Ótrúlega skrítnar fyrir hálfri öld og eru það enn Kóngulóarbarn Spider Baby þykir með furðulegri kvikmyndum sögunnar.  Svartir sunnudagar bjóða upp á ótrúlega skrítinn apríl í Bíó Paradís  Þrjár gamlar og ótrúlega furðulegar kvikmyndir verða sýndar næstu þrjá sunnudaga Gríman Stilla úr The Mask prýðir bókarkápu Incredibly Strange Films. Háskakvendi Úr Faster Pussycat, Kill Kill! TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er hið mjög svo ágæta út-gáfufyrirtæki Möller Re-cords, eitt af okkar helstu og virkustu raftónlistarmerkjum, sem gefur plötu Sindra 7000 út og fellur hann eins og flís við rass hvað útgáfu- skrá þeirra varðar (Futuregrapher, Bistro Boy, Prince Valium, Skurken, Gunnar Jónsson Collider o.fl.). Um er að ræða ósungna raftónlist og er platan óður til ævintýramannsins Jaques Cousteau sem var mikill brautryðjandi í djúpsjávarfræðum og fór óhikað þangað sem enginn hafði áður farið – bókstaflega. Ég hef verið að skrifa um óvenju Niður í dýpstu djúp margar íslenskar plötur að undan- förnu sem eru með hafið sem umfjöll- unarefni; Innsæi eftir Úlf Eldjárn (óbein tenging), Himinglæva eftir Kristínu Lárusdóttur, Brimslóð eftir Báru Gísladóttur. Kannski er þetta tilviljun en ætla mætti að eyjabúar eins og hér séu nú eitthvað uppteknir af blessuðum sjónum. Og það er sannarlega tilfellið hér. Ég dásamaði í pistli um daginn vinnu Jóhanns Jóhannssonar, Ólafs Arnalds, Arnars Guðjónssonar og Úlfs Eldjárn á hinu „ósungna“ sviði. Allir hafa þessir aðilar verið að leika sér með kvikmyndatónlistarleg minni, stundum eðlilega (Jóhann hef- ur verið semja fyrir þann miðil) en stundum á annars konar hátt (frá- bær plata Arnars, Grey Mist of Wuh- an, er tónlist við borg). Sindri er nær Arnari, tónlistin er innblásin af nefndum Cousteau en er ekki samin fyrir eitthvað sérstakt, ef svo má segja. Það sem er þó mikilvægara er að gæðalega séð er vel hægt að slengja Sindra í þennan góða hóp. Sindri hefur verið að gera flotta hluti með Boogie Trouble og Bárujárn og held ég sérstaklega upp á hina síð- arnefndu. Ég vissi þó hreinlega ekki að hann hefði svona nokkuð í sér og þessi plata kemur mér því þægilega á óvart. Tökum dæmi um upphafs- og svo endalagið, „Förin á hjara ver- aldar“ og „Fjársjóður Rögnvaldar rauða“. Í þeim er evrópskur bragur, eins og þau komi úr franskri heimild- armynd frá 1982 eða séu skrifuð fyrir ítalska, listræna sjónvarpsmynd frá sama tíma. „Kubbslegir“, grófir Tónlist fyrir kafara er plata eftir Sindra 7000. Á bakvið listamanns- nafnið er Sindri Freyr Steinsson sem hefur meðal annars leikið með hljómsveitunum Bárujárn og Boogie Trouble.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.