Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á fundi sínum á fimmtudag sam- þykkti borgarráð tilboð VSÓ Ráð- gjafar ehf., fyrir hönd Vesturbugtar ehf., í kaup á byggingarrétti og sölu til Reykjavíkurborgar á 74 íbúðum og 170 bílastæðum í bílakjöllurum á tveimur lóðum í Vesturbugt, Hlés- götu 3 og 4. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá við af- greiðslu málsins. Vesturbugt er svæðið milli Slippsins og Granda- garðs, þar sem áður voru athafna- svæði Daníelsslipps og Stálsmiðj- unnar. Fram kemur í greinargerð starfs- hóps um nýju Reykjavíkurhúsin í Vesturbugt að undanfarin misseri hafi staðið yfir undirbúningur á uppbyggingu í Vesturbugt. Borgar- stjóri skipaði starfshóp 15. júní 2015 til að stýra endurskoðun deiliskipu- lags fyrir Vesturbugt, hafa samráð við aðila sem gefinn verði kostur á endurkaupum og sjá um gerð út- boðsgagna og útboð. Byggingamagn 18.400 fm Með auglýsingu 23. apríl 2016 auglýsti Reykjavíkurborg eftir að- ilum sem hefðu áhuga á að taka þátt í forvali fyrir samkeppnisviðræður um að fá tveimur lóðum í Vestur- bugt úthlutað til að byggja þar um 176 íbúðir og atvinnuhúsnæði auk bílakjallara. Reykjavíkurborg áskildi sér rétt til að kaupa af til- boðsgjafanum 74 íbúðir og 170 bíla- stæði. Byggingamagn ofanjarðar verður 18.400 fermetrar, þar af 1.700 fer- metra atvinnusvæði. Bílageymslur neðanjarðar verða 10.200 fermetrar. Fjórir hópar tilkynntu þátttöku í forvalinu. Að lokum stóðu eftir tveir hópar. Annan hópinn leiddi JÁ- VERK ehf. og hinn VSÓ Ráðgjöf ehf. Hóparnir skiluðu endanlegu til- boði 20. desember sl. Viðræðu- og matsnefnd lagði mat á framlagðar hönnunartillögur. Niðurstaðan var að tillaga VSÓ Ráðgjafar ehf . hlaut 36,4 stig, eða 91% af mögulegu vægi, og tillaga JÁVERK ehf. hlaut 30 stig, eða 75% af mögulegu vægi. Að vinningstillögunni standa VSÓ Ráðgjafar ehf., BAB Capital ehf., PK Arkitektar ehf., Basalt arkitekt- ar ehf., Trípólí arkitektar sf. og Krads arkitektar ehf. Tilboðsgjafi hefur nú stofnað sérstakt félag, Vesturbugt ehf., sem annast mun uppbyggingu svæðisins í samstarfi við Reykjavíkurborg. Samkvæmt fyrirliggjandi drögum að samningi skulu framkvæmdir hefjast eigi síðar en 15 mánuðum eftir undirskrift samnings og skal þeim lokið eigi síðar en 60 mánuð- um eftir undirskrift samnings. Gert er ráð fyrir að framan- greindar 74 íbúðir verði framseldar til Félagsbústaða hf., Félagsstofn- unar stúdenta, félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni eða hús- næðissjálfseignarstofnana. Fram kemur að hugmyndafræði Reykjavíkurhúsanna byggi á þeirri grunnhugmynd að tryggja fé- lagslega blöndun íbúa í hverfum borgarinnar í samræmi við mark- mið húsnæðisstefnu og Aðal- skipulag Reykjavíkur 2010-2030. Borgin selur tvær lóðir í Vesturbugt undir 176 íbúðir  Reykjavíkurborg mun eignast 74 íbúðir og 170 bílastæði neðanjarðar Vesturbugt Kopar, náttúrusteinn, sink, gatað ál, viður og keramikflísar eru dæmi um efni sem notuð verða í klæðn- ingar húsanna. Matsnefndin segir efnisval vera í háum gæðaflokki. Hér er horft yfir svæðið frá Sjóminjasafninu. Útfærslan Að mati nefndarinnar eru almenningsrými aðgengileg og hvetja til samveru. Hauksbryggjan og Smiðjutorg geti orðið vettvangur viðburða. Verðmunur á páskaeggi var mestur á Freyju Ævintýraeggi með Smarties sem var ódýrast í Iceland en dýrast í Hag- kaupum, en hlut- fallslegur verðmun- ur var 44%. Þetta kemur fram í könn- un ASÍ á verðlagn- ingu páskaeggja frá Nóa Síríusi, Freyju og Góu sem var framkvæmd í fyrradag í helstu matvörubúðum landsins og voru skoðaðar 38 teg- undir páskaeggja. Sami munur, 44%, var einnig á Góu Páskaeggi nr. 3, sem var ódýrast í Bónus og dýrast í Hagkaupum. Verðmunurinn var mjög misjafn eftir tegund páska- eggja, eða á bilinu 4-44%. Hann var minnstur á Risapáskaeggi frá Nóa Síríusi, sem var ódýrast í Fjarðar- kaupum og dýrast í Iceland. Hæsta verðið var oftast í Hagkaupum en lægsta verðið var oftast í Bónus. Þá var mesta úrvalið í Iceland og Fjarð- arkaupum en minnst var úrvalið í Víði, sem skýrist af því að verslunin lagði áherslu á eigin páskaegg í ár. Ekki var lagt mat á gæði eða þjón- ustu söluaðila. tfh@mbl.is Hátt í 44% verð- munur á páskaeggi Egg Verð er mis- jafnt eftir búðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að þeir væru hlynntir uppbyggingu á reitnum en telja að byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi sé of mikið miðað við grunnflöt og heildar- yfirbragð aðliggjandi byggðar. Graeme Massie arkitektar, sem áttu vinningstillögu í opinni hugmyndasamkeppni um rammaskipulag gömlu hafn- arinnar, hafi sent frá sér yfirlýs- ingu um að stóra þætti í vinn- ingstillögunni sé ekki að finna í deiliskipulaginu. Gamli Vestur- bærinn hafi í meira en öld þróast í nánu sambandi við höfnina en hið nýja hverfi muni einkennast af einsleitum bygg- ingum sem eiga lítið skylt við eldri byggð og byggingarsögu borgarinnar. Þá sé ekki gert ráð fyrir sparkvelli eða öðru svæði til íþróttaiðkunar sem mikil þörf sé á í Vesturbænum. Magn bygg- inga of mikið MINNIHLUTINN Forseti Íslands staðfesti í gær til- lögur forsætisráðherra um breytt skipulag Stjórnarráðs Íslands, sem fela það í sér að innanríkisráðu- neytinu verður skipt upp í annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneyti. Er þetta sama fyrirkomulag og var í áratugi. Með þessu fjölgar ráðuneytum stjórnar- ráðsins úr átta í níu frá og með 1. maí, en þá taka þessar breytingar formlega gildi. Í gær voru einnig gerðar breyt- ingar á verkaskiptingu milli for- sætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nokkrum málum viðvíkjandi Seðlabanka Ís- lands. Nú munu reglur um reikn- ingsskil og ársreikning bankans, ákvarðanir um eiginfjármarkmið hans, ráðstöfun hagnaðar og fleiri mál verða á hendi fjármálaráð- herra. Þá mun ráðuneyti hans sjá um skipan fulltrúa í sjóðsráð Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Dómsmála- og sam- gönguráðuneyti eru stofnuð að nýju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.