Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Side 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Enskukennarinn minn í Menntaskólanum á Akureyri var uppá-tækjasamur og skemmtilegur. Hann var vanur að koma með orð dags-ins í upphafi hverrar kennslustundar og við í bekknum áttum að segja
honum hvað það þýddi. Þetta gekk svona og svona. Mér er til dæmis eft-
irminnileg glíma okkar við hið gagnmerka orð „antidisestablishmentarian-
ism“. Það á sumsé við um þá sem eru á móti þeim sem eru á móti kerfinu.
Dag einn sneri kennarinn þessu við; fól okkur nemendunum að koma með
orð dagsins og freista þess að reka hann á gat. Til að gera langa sögu stutta
gekk það afleitlega. Það var alveg sama hvað við grófum djúpt í orðabæk-
urnar alltaf þekkti kennarinn orðið og romsaði merkingunni viðstöðulaust úr
sér án þess að blása úr nös. Bætti jafnvel við það sem fram kom í orðabókum.
Svona gekk þetta vikum saman.
Á endanum tókst okkur þó að
reka kennarann í vörðurnar. Og
hvaða orði ætli við höfum þá verið
vopnuð? Jú, það var hið ágæta nafn-
orð „mugwump“, sem kennarinn við-
urkenndi heldur treglega að hann
hefði hvorki heyrt né séð. Á því
augnabliki leið bekknum eins og
hann hefði klifið þrítugan hamarinn.
Síðan eru liðnir tæpir þrír áratug-
ir og þetta ágæta orð hefur ekki orð-
ið á vegi mínum síðan – fyrr en nú í
vikunni að enginn annar en Boris
Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gróf það upp og notaði um pólitískan
andstæðing sinn, Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins.
Svo virðist sem orðið hafi komið jafnflatt upp á bresku þjóðina og ensku-
kennarann minn forðum daga; samkvæmt fréttum fjölmiðla þurftu flestir að
fletta því upp, bæði leikir sem lærðir í tungumálinu. Mikið hefur verið rætt
og ritað um málið í Bretlandi og skiptar skoðanir um það hvort orðavalið segi
meira um þann sem valdi orðið eða þann sem það var notað um. Ekki skal
lagt mat á það hér. Hvar ætli Boris hafi annars lært þetta ágæta orð? Man
ekki eftir honum úr bekknum mínum í MA!
En hvað merkir nafnorðið „mugwump“ eiginlega?
Samkvæmt Merriam-Webster-orðabókinni virðist það upphaflega hafa
verið notað um menn sem klufu sig frá Repúblikanaflokknum í Bandaríkj-
unum árið 1884 og mun það hafa verið sótt í orðaforða indíána, sem notuðu
áþekkt orð um leiðtoga í stríði. Í dag mun orðið einkum eiga við um menn
sem standa utan hins hefðbundna flokkakerfis í stjórnmálum og eru annað
hvort hlutlausir eða vita ekki hverjum þeir eiga að fylgja.
Ykkur er frjálst að spreyta ykkur á beinni þýðingu!
Boris Johnson.
Ég man ekki eftir
því að hann hafi
verið í bekknum.
AFP
Var Boris með
mér í bekk í MA?
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Síðan eru liðnir tæpirþrír áratugir og þettaágæta orð hefur ekki orðiðá vegi mínum síðan –
fyrr en nú í vikunni ...
Páll Steinar Ludvigsson
Ég reyni nú oftast að forðast slíkt,
þannig að það er ekkert sem ég
man eftir.
SPURNING
DAGSINS
Hvað er
það neyð-
arlegasta
sem hefur
komið fyrir
þig?
Fanney Skúladóttir
Þegar ég ryksugaði óvart upp af-
mælisköku sonar míns. Hún var
ekki borin fram.
Morgunblaðið/Ásdís
Stein Henriksen
Ég var niðri á Lækjartorgi að ná
strætó og það var mikið af ölvuðum
mönnum í kringum mig. Ég tók á
sprett, datt og lá flatur. Það héldu
allir að ég væri á rassgatinu.
Hrefna Rós Sigurðardóttir
Wiium
Ég gekk einu sinni inn á bensínstöð
og fattaði svo að kjóllinn var allur
rifinn að aftan. Allt opið.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Golli
JÓHANNA GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Sálufélagar
í tónlist
Forsíðumyndina tók
Golli
Söngkonan Jóhanna Guðrún flytur
sín uppáhaldslög og segir sögur af
ferlinum í tónleikaröð sem hefst
þann 4. maí. Gítarleikarinn Davíð
Sigurgeirsson, spilar undir.
Miðaverð er 2.990 kr. og hægt er
að kaupa miða á vefsíðunni tix.is.
Segðu mér aðeins hvernig hug-
myndin að tónleikaröð víða um
landið fór af stað.
Við Davíð höfum talað um þessa hugmynd í
nokkur ár, við spilum svo mikið saman að
það er kominn ansi langur listi af flottum
lögum sem koma einstaklega vel út. Svo
hefur mér oft fundist fólk vera hrifnast af
minni rödd í einfaldleikanum, s.s bara gít-
arspil og söngur.
Nú átt þú langan feril að baki, er eitt-
hvert verkefni sem stendur sér-
staklega upp úr?
Eurovision stendur að sjálfsögðu upp úr.
Við hverju mega áhorfendur búast
á tónleikunum?
Þeir mega búast við afslappaðri stemningu,
fallegri tónlist og smá gríni.
Nú spilar kærasti þinn á gítar,
hvernig gengur að vinna saman
sem par?
Okkur hefur blessunarlega alltaf samið
mjög vel í tónlistinni, þar erum við algjörir
sálufélagar.
Hverjar eru fyrirmyndir þínar í tónlist?
Þær eru ansi margar. En ef ég ætti að nefna íslenska
fyrirmynd þá er það meistari Björgvin Halldórsson.
Hvernig leggst sumarið í þig og hvað er
framundan eftir tónleikaröðina?
Ég svo spennt fyrir sumrinu! Ég hlakka til að leika úti
með litlu dúllunni okkar Davíðs.
Það sem er á stefnuskránni er að semja haug af nýrri
músík og vera dugleg að halda tónleika.