Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Síða 15
Hún ólst upp á Vatnsendahæð með stórum garði. „Það var
eiginlega bara sveit þá. Hún elskar garðinn og plönturnar en ég
fæ alveg að vera með í þessu á sumrin.“
Annars konar blóm kalla jafnan á hann á sumrin. „Ég fæ ár-
áttu fyrir að mála blóm á sumrin. Ég elska þegar lúpínan kem-
ur og er algjör lúpínukarl. Ég geng stundum inn í lúpínuhafið,
þetta er svo falleg jurt. Þó þetta sé illgresi finnst mér hún æð-
isleg. Ég hef líka málað lúpínumyndir.“
Hvað málunina varðar segist hann hafa lært hvað mest af því
að fylgjast með öðrum málurum. Þar efst á blaði er vinur hans
Stefán Boulter. „Þó ég byrjaði á undan honum að mála hef ég
lært mest af honum. Ég kom honum út í að mála en hann var í
teiknimyndageiranum. Hann var lengi lærlingur hjá norska
málaranum Odd Nerdrum.“
Hvenær hefurðu helst tíma til að mála, kannski á kvöldin?
„Af því að ég er með stúdíóið hérna heima þá get ég hlaupið
þangað í 20 mínútur þegar ég fæ löngunina. Ég get ekki skipu-
lagt sólarhringinn þannig að alltaf klukkan níu fari ég niður að
mála en þá er ég kannski bara ekkert í stuði. Stundum á leið-
inni út fer ég aðeins inn í fimm mínútur ef ég man eftir ein-
hverju sem ég ætlaði að gera. Það er það góða við olíumálun, ol-
íulitirnir þorna hægt. Ég er kannski mánuð með eina mynd en
er með nokkrar í gangi á sama tíma. Það er það skemmtilega
við olíuna að þú getur hlaupið út án þess að það fari allt í vit-
leysu.“
Menning og íþróttir
Oft er litið á menningu og íþróttir sem einhvers konar and-
stæður en Nilli fæst við hvort tveggja af mikilli ástríðu. „Áður
fyrr spurðu vinir mínir af hverju ég væri að mála. Ég skildi það
varla sjálfur en þetta var bara köllun. Ég dett inn í einhvern
heim þegar ég er að mála. Þetta getur verið eins og jóga. Ég
róast rosalega við að mála. Þetta er önnur útrás, önnur köllun.
Íþróttirnar eru þessi líkamlega útrás og endorfínið sem þú
færð við það erfiði,“ segir Nilli en hann hefur gaman af bæði
fótbolta og fimleikum sem oft er stillt upp sem andstæðum.
„Ég hef alveg dottið inn á æfingu með Breiðabliki „old boys“,
bara til að hlaupa á eftir bolta, það er líka gaman. Ég get ekki
bara verið í einhverju einu. Mér finnst gaman að vera í mörgu
mismunandi. Þetta er í rauninni allt tengt. Ég get ekki sest fyr-
ir framan hvítan striga og byrjað að mála eitthvað, bara fengið
hugmynd. Það er aldrei þannig. Ég fæ hugmyndina þegar ég er
að labba með hundinn, á hestbaki eða að þjálfa.“
Hann er frekar fyrir fótbolta, fimleika og sund heldur en að
æfa inni í líkamsræktarstöð. „Ég er mest í fimleikasalnum,“
segir hann.
Hvernig finnst þér þróunin vera hvað varðar hreyfingu hjá
almenningi, notum við líkamana okkar nógu mikið?
„Það hefur verið mikil vakning og allur aðbúnaður er góður
eins og hvað varðar hjólreiðastíga og göngustíga. Það eru mörg
útivistarsvæði og líka sundlaugar, það er rosalega mikið í boði
og þetta er alltaf að batna,“ segir Nilli og telur að sveigjanlegur
vinnutími hjálpi fólki til að stunda reglulega líkamsrækt.
Frjáls eins og fuglinn
Hvað málaralistina varðar er hann stundum spurður af hverju
hann fari ekki í háskólanám. „Ég hef ekki áhuga á því. Ég hef
meiri áhuga á námskeiðum, stuttum fyrlestrum, bókum eða
bara YouTube. Svo nota ég þá aðferð sem mér finnst henta eða
blanda saman einhverjum aðferðum. Það er ekki bara eitthvað
eitt sem virkar,“ segir Nilli sem hefur sótt námskeið erlendis.
„Mér finnst ég læra mest af því að vera með öðrum málara.
Svo þarf maður líka að þróa sig sjálfur. Ég hef málað hundruð
málverka og yfir þau aftur. Maður þarf að vera ófeiminn við að
reyna,“ segir Nilli en það virðist vera rauði þráðurinn í öllu hjá
honum; hann er virkilega ófeiminn við að prófa hlutina.
Nilli segist vera listamaður á eigin forsendum. „Ég hef rekið
mig á marga veggi í málaralistinni. Ég hef farið í sölugallerí og
fengið nei af því að ég er ekki menntaður. Listaheimurinn er
svolítið stífur, sem er allt í lagi, þetta truflar mig ekkert, ég
held mínar sýningar og fólk hefur áhuga. Ég fæ viðbrögð. Ég
fæ í staðinn að vera frjáls eins og fuglinn.“
Nilli fer í stúdíóið að
mála þegar andinn
kemur yfir hann.
30.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Við sérhæfum okkur í miðlun á sviði fyrirtækja, sjávarútvegs og fjármögnunar.
www.vidskiptahusid.is
Höfum til sölu rekstur
og fasteignir á litlu vel búnu
gistiheimili á Höfn í Hornafirði
í góðum rekstri.
Fjárfestingartækifæri í ferðaþjónustu
Ólafur Steinarsson
Sími: 822 7988
olafur@vidskiptahusid.is
Nánari upplýsingar veitir: