Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Síða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017 S igurbjörgu Sigurgeirsdóttur þekkja margir úr fjölmiðlum, viðtalsþáttum og af greinaskrifum um samfélagleg málefni en Sigurbjörg er doktor í stjórnsýslufræði með eftirsótta sér- fræðiþekkingu á heilbrigðiskerfinu. Færri þekkja hins vegar ótrúlega sögu henn- ar og hvernig lífið breyttist í einni svipan fyrir 20 árum. Hún og eiginmaður hennar, Sig- ursteinn Gunnarsson tannlæknir, höfðu verið gift í 20 ár þegar Sigursteinn svipti sig lífi. Fráfall Sigursteins kom öllum sem þekktu hann mjög á óvart, enda hafði hann verið lífs- glaður og fyllt líf sinna nánustu af gleði. Þau hjónin voru ákaflega náin og Sigurbjargar beið þarna sú stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við; að sætta sig við að maðurinn sem hún elskaði kaus að fara á þennan hátt og fá í raun aldrei fullnægjandi skýringar á láti hans, í það minnsta ekki beint frá hans brjósti. Sigurbjörg ætlar þann 7. maí næstkomandi að ganga „Úr myrkrinu í ljósið“ en Pieta á Ís- landi stendur fyrir 5 kílómetra göngu úr næt- urmyrkri inn í dagrenningu til að minnast þeirra sem hafa tekið líf sitt og fyrir þá sem hafa öðlast von. Sjálf öðlaðist hún von. „Ástæðan fyrir því að mig langar að segja þessa sögu er að núna ætla ég að ganga úr myrkrinu í ljósið. Það eru 20 ár síðan þetta gerðist, núna í desember, og ég hef verið að vinna úr þessu allar götur síðan. Ástæðan fyrir því að ég geng núna og ákveð að tala um þetta er að ég vil beina athyglinni að eftirlifendum og hversu hrikalega flókin, sársaukafull og átaka- mikil úrvinnslan er í þessu sorgarferli sem er svo ólíkt öðrum sorgarferlum,“ segir Sig- urbjörg. Áður en við komum okkur fyrir inni í stofu ætlar Sigurbjörg í göngutúr með blaðamanni og ljósmyndara um hverfið í kringum heimili henn- ar í Bragagötunni, sem eitt sinn var líka heimili Sigursteins. Við klæðum okkur í útifötin. Eiginlega átti blaðamaður ekki von á því – svona þegar maður gerir sér hugmyndir um við- mælendur sína fyrirfram – að Sigurbjörg væri svo geislandi af lífsorku og gleði. Viðfangsefnið er viðkvæmt og erfitt en Sigurbjörg, eins og hún síðar segir frá, valdi lífið. Það er auðsjáan- legt. Brosandi segist hún ætla að ganga með okkur smá hring í Goðahverfinu, nágrenni Bragagöt- unnar, sýna okkur æskuslóðir Sigursteins Gunnarsonar tannlæknis sem lést árið 1997. Leiðin liggur fyrst að æskuheimili Sigursteins við Óðinsgötu, hún ætlar að gefa lesendum ákveðna innsýn í það úr hvaða umhverfi hann kom. „Sigursteinn var næstyngstur fimm systkina, fæddist á heimili sínu á Óðinsgötu og á móti honum tók Oddur Ólafsson læknir, sem var mikill vinur og náfrændi móður hans. Alltaf ef eitthvað kom upp í barnahópnum þá var Oddur mættur. Sigursteinn átti óskaplega góða og fal- lega bernsku hér, systkinahópurinn var sam- heldinn, full gata af krökkum sem léku sér dag- inn út og inn og foreldrarnir voru flestir á svipuðu stigi í lífinu. Það var áberandi hvað virt- ist vel haldið utan um börnin hér í götunni. Fað- ir Sigursteins starfaði í prentsmiðju og eftir að móðir hans fór að vinna vann hún lengst af á smurbrauðstofu og á Hressingarskálanum í Austurstræti. Þessu mikla lífi og fjöri sem var alltaf á Óð- insgötunni fékk ég svo að kynnast 18 ára gömul þegar við byrjuðum saman. Þar var alltaf svo margt fólk, mikil gleði, hlegið og skvaldrað og þar sem ég kom af Akranesi varð heimili hans og umhverfið hér í kring svona kjölfestan mín í borginni. Sigursteinn var sjálfur mjög glaðsinna og það var það sem laðaði mig að honum, hann bjó yfir svo mikilli innri ró og sjálfsöryggi sem mér fannst alveg sérlega heillandi. Aldrei sá ég þennan mann fara í uppnám eða gera eitthvað í fljótfærni. Ef eitthvað kom upp á kunni hann réttu viðbrögðin. Honum gekk vel í skóla og var afar skapandi, alltaf með fullt af krökkum í kringum sig og hafði mikið frumkvæði að alls konar leikjum og búningagerð. Á unglingsárum byrjaði hann að mála myndir og spila á gítar, síðar vorum við til dæmis saman í hljómsveit sem kallaðist Rokk og co. Það var sama hvar hann var, hvort sem var í Miðbæjarskólanum, Austurbæjarskóla eða MR, hann var alltaf í góðum félagsskap og uppáhald kennaranna sinna. Þá lagði hann sig fram um að halda fjölskyldunni saman og var leiðandi í því að skapa gleði í fjölskyldunni, hafa þorrablót og fjölskylduhátíðir. Þess vegna er sagan svolítið óvænt og mörgum óútskýrð, þótt ég sjálf hafi fundið mínar skýringar sem ég ætla að segja þér frá.“ Síðasta kvöldstundin Sigursteinn og Sigurbjörg kynnast í MR 1973 og hann býr á Óðinsgötunni hjá foreldrum sín- um þar til hann er 25 ára gamall og þau Sigur- björg fara að búa. „Hann hafði vart farið suður fyrir Hringbraut þegar hann fór í Tannlæknadeild Háskólans! Og þegar kom að því að kaupa húseign, eftir nám og að hafa búið á nokkrum stöðum, var ekkert annað inni í myndinni en að komast aftur í hverfið sitt og það varð úr að við keyptum nýtt hús, á Bragagötu. Ég er mjög fegin því, hér líð- ur mér vel.“ Við erum að nálgast svolítið skýra mynd af umgjörð Sigursteins og persónu. En viljum vita aðeins meira. „Hann var spaugsamur, hlýr, ljúfur og tillits- samur og lagði mikla rækt við heimilið. Hann var til dæmis mikið jólabarn, góður kokkur. Ég tók strax eftir því hvað hann bar mikla virðingu fyrir móður sinni og það fann ég að hann yf- irfærði á mig, hann bar mikla virðingu fyrir konum. Það sem kannski lýsir honum mjög vel er að hann var afskaplega vinsæll meðal barna sem tannlæknir. Hann var með stóran hóp barna og náði þannig til þeirra að hann þurfti mjög sjaldan að deyfa þau. Þegar hann deyr er hann kominn með þrjá ættliði í sömu fjölskyld- unni á stofuna sína.“ Eftir MR ákveður Sigursteinn að innrita sig í Háskóla Íslands en Sigurbjörg fer í nám til Óslóar þar sem hún lærir félagsráðgjöf. Þau eru trúlofuð þegar hún fer út 1976 og að námi loknu gifta þau sig 1978 og fara að búa í Kópavog- inum. Þau prófa að búa og starfa á Reyðarfirði í eitt og hálft ár, fara þaðan á Akranes og enda svo í Reykjavík. Þegar þið farið að fullorðnast saman – hvern- ig varð ykkar líf? „Við vorum miklir vinir og félagar og vorum saman í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Síðan gerist það að við komumst að því að ég gat ekki eignast börn og vissum að það þyrfti nokkuð mikið inngrip til þess að það gæti geng- ið. Sambandið okkar var innihaldsrík, við vorum mjög ánægð saman. Við nutum þess að fylgjast með starfi hvors annars. Sigursteinn var góður íslenskumaður og las ræðurnar mínar og grein- ar sem ég skrifaði. Við vorum samrýmdir vinir. Við vorum svolítið hrædd við að það að hefja einhvers konar þrautagöngu til að geta eignast barn. Við óttuðumst að þetta myndi verða alls- herjar viðfangsefni sem myndi heltaka okkur. Að eignast barn yrði upphaf og endir alls, að líf okkar og samband myndi snúast um það. Við lifðum mjög góðu og áhugaverðu lífi. Við vorum svolítið hrædd um að vonbrigðin sem oft fylgja svona tilraunum myndu gera okkur óham- ingjusöm. Svo það varð niðurstaðan hjá okkur að við myndum ekkert gera, heldur sætta okkur við að svona væri þetta, ég færi ekki í aðgerð og Sigursteinn vildi heldur ekki ættleiða. Nið- urstaðan var að gera ekkert í þessu.“ Þar til Sigurbjörg verður allt í einu ófrísk. „Sumarið sem við kaupum þetta hús, 1995. Stuttu seinna kemur í ljós að það er utanlegs- fóstur. Það hreyfði við okkur, setti okkur út af einhverju spori, einhverri sátt sem við höfðum náð í lífi okkar. Ég lenti á spítala út af þessu og eftir þennan atburð byrjar fólk að hræra í okk- ur, að við ættum að eignast börn og okkur var meira að segja boðið fram fyrir röðina. Það var svolítill þrýstingur á okkur þannig að við létum tilleiðast. Við fórum í þessar aðgerðir sem tóku alveg hryllilega á og voru alveg ofboðslega erfiðar fyr- ir okkur bæði. Ég fór í tvær árangurslausar meðferðir. Eftir seinni umferðina áttum við ennþá tvo fósturvísa og vorum að velta því fyrir okkur að taka upp þráðinn og reyna þetta aftur. Okkur var sagt að það yrði auðveldara í þetta skipti því ég þyrfti ekki að fara í eins miklar hormónameðferðir. En það var kannski ekkert eitt og sér það versta. Það sem var svo hrika- lega erfitt var biðin, eftir að búið var að koma fósturvísum fyrir. Þessi bið lagðist þungt á okk- ur bæði. Þetta var ástandið hjá okkur þegar það síðan gerist á sunnudagsmorgni, 7. desember 1997 að ég finn hann dáinn. Við höfðum deginum áður verið að njóta jólanna hér í miðborginni. Daginn eftir áttum við von á fullt af fólki í piparkökur og súkkulaði sem hann lagaði eftir uppskrift móður sinnar. Við fáum okkur kvöldverð, höfðum farið til Ástralíu um sumarið í ráðstefnuferð þar sem við kynntumst áströlskum vínum og vorum með fínan kvöldverð fyrir okkur tvö og vorum að prófa okkur áfram með ýmiss konar áströlsk vín. Síðan förum við bara að horfa á sjónvarpið og ég man að það voru tvær myndir. Fyrri myndin held ég að hafi örugglega verið Forest Gump. Þegar næsta mynd byrjar sofnar hann aðeins, vaknar svo og fer niður og útbýr fyrir okkur koníak í súkkulaði. Síðan sofna ég fyrir framan sjónvarpið, vakna þegar komið er langt inn í miðja mynd. Sigursteinn er að horfa á myndina og hundurinn okkar Grettir er þarna hjá okkur. Ég segi að ég ætli að fara inn í rúm og býð góða nótt. Allt ósköp venjulegt.“ Hefði getað snúið ákvörðuninni við Klukkan fimm um nóttina vaknar Sigurbjörg við að sæng Sigursteins er óhreyfð í rúminu og ljósin eru kveikt frammi. „Ég hugsa með mér að núna hafi hann sofnað aftur fyrir framan sjónvarið. En þegar ég kem fram er hann ekki þar. Stundum kom fyrir að sjúklingar hans lentu í einhverjum vandræðum og ef það var sérstaklega slæmt fór hann og sinnti þeim. Það er því það fyrsta sem mér dett- ur í hug, að hann hafi farið niður á tann- læknastofu. Það hafi kannski einhver bara hringt og ég ekkert vaknað við það. En þetta var samt mjög óvenjulegt, að vakna upp og hann ekki í húsinu, það hafði aldrei gerst áður. Af því að ef hann hafði þurft að fara, þá lét hann mig vita. Mér fannst þetta eitthvað skrýtið svo að ég ákvað að fara niður á tannlæknastofuna hans í Suðurgötu. Hann hafði ekki farið á bílnum svo að ég fór á bílnum niður eftir. Ég legg bílnum í bílageymslunni og þegar ég kem upp sé ég í gegnum hurðarrifurnar að það er ljós inni hjá honum og hugsa strax með mér: Jæja, hann hefur bara þurft að fara í útkall. Ég opna hurð- ina, geng fyrir horn og sé fætur hans í sófanum á biðstofunni. Ég tel að hann hafi sofnað þarna.“ Sigurbjörg gengur fyrir hornið og sér þá hvers kyns var. „Sigursteinn hafði notað aðferð sem allir læknar og tannlæknar þekkja. Það var aðferð sem krafðist þess að hann þurfti að halda út. Fólk segir stundum; þetta var gert í brjálsemi, stundarbrjálæði. Þetta var ekki gert í stund- arbrjálæði. Hann hafði andað að sér klóróformi í svörtum plastpoka sem hann var með yfir höfðinu. Það tekur tíma að láta slíkt virka, hann hefði getað snúið ákvörðun sinni við. Ég ríf plastpokann af honum og hrópa; Steini, Steini og ég finn að hann er ennþá heitur. Ég byrja að blása og hnoða og blása og hnoða og kalla á hann, því mér fannst einhvern veginn eins og hann væri þarna ennþá. Mér fannst að hann hlyti að vera þarna. Ég hringi í 112 og segi þeim að maður hafi reynt að taka líf sitt – kom- iði strax. Ég held áfram að blása og hnoða og man svo allt í einu að ég þarf að hlaupa niður og opna fyrir neyðarteyminu, það var svo margt sem þurfti að gera á fáeinum sekúndum. Þarna niðri fannst mér kominn múgur og margmenni við hurðina; það var neyðarteymið, lögreglan, Vernda minningu hans með því að lifa Þeir sem þekktu Sigurstein Gunnarsson tannlækni hefðu aldrei getað ímyndað sér að hann myndi svipta sig lífi. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur var gift honum í 20 ár og segir sögu þeirra og magnaða sögu hennar sem eftirlifanda. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.