Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017 MATUR Ég hef alltaf verið mikið íítalskri matargerð en núsækjum við áhrifin víðar, til Miðjarðarhafsins og jafnvel alveg niður til Marokkó, líka í kryddum. Við leggjum áherslu á að velja vand- að og gott hráefni og erum ein- staklega einföld í samsetningunni. Látum hráefnið njóta sín, þetta er hrátt, gróft og einfalt. Það er svolítið í takt við húsið. Allt það besta er bara einfalt,“ segir Leifur Kolbeins- son, yfirkokkur og eigandi Marshall Restaurant sem var opnaður í mars í Marshall-húsinu. „Við tengjum okk- ur svolítið við húsið en hér er Kling og Bang, Nýlistasafnið og Ólafur Elíasson.“ Uppskriftin er hernaðarleyndarmál Talið berst að osatakökunni sem bráðnar ljúflega í munni blaða- manns. Hún er upprunnin frá litlum veitingastað í San Sebastian á Spáni. Leifur talar um San Sebastian með blik í auga og segir bæinn himnaríki fyrir matgæðinga. Þar má finna 150 veitingastaði á litlu svæði og er unun að rölta þar á milli og smakka. Oftar en ekki endaði kvöldið hjá Leifi á La Vina til að smakka hina víðfrægu ostaköku. „Þessi ostakaka er heiðarlega Morgunblaðið/Ásdís „Allt það besta er einfalt“ ’Við leggjum áherslu á að velja vandað oggott hráefni og erum einstaklega einföld ísamsetningunni. Látum hráefnið njóta sín,þetta er hrátt, gróft og einfalt. Það er svolítið í takt við húsið. Allt það besta er bara einfalt. Marshall Restaurant er nýr veitingastaður í Mar- shall-húsinu á Granda. Sótt er suður til Miðjarðar- hafsins í matargerðinni. Einfaldleikinn er í fyrir- rúmi hjá Leifi Kolbeinssyni matreiðslumeistara. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Þessi ostakaka er heiðarlega stolin frá veitingastaðnum, þannig að ég skírði hana La Vina. Fólk er dásamlega hrifið af henni, hún er dálítið sérkennileg,“ segir Leifur Kolbeinsson um Marshall-kökuna. Grandalanda-límonaði Fyrir eitt glas heimagert sítrussíróp, gert úr sítrónu, lime, appelsínu og blóðappelsínu. 4,5 cl Grandalandi 1,5 cl Campari 6 cl síróp 4 cl ferskur blóðappelsínusafi sódavatn Angostura Bitter Blandið saman sírópi, Grandalanda, Campari og bló- ðappelsínusafa í ískalt 40 cl „highball“-glas. Fyllið svo glasið með klaka, toppið með sódavatni og hrærið saman. Svettið smá Angostura Bitter í glasið. Skreytið með sítrusávöxtum eftir smekk, myntu og kokteilberi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.