Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Page 48
SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2017
Arctic er nýjasta kvikmynd danska stórleikarans Mads Mikk-
elsen en tökur fóru fram hér á landi og er þeim tökum nýlokið að
því er kvikmyndavefurinn Klapptré greindi frá í síðustu viku.
Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður eru
meðal framleiðenda en brasilíski kvikmyndagerðarmaðurinn
Joe Penna leikstýrir og er annar handritshöfunda. Penna hefur
verið duglegur að tísta og birta myndir í tengslum við Íslands-
dvölina en á Twitter lýsti hann því að við tökur hefði hann
klæðst fimm lögum af fatnaði en það hefði samt ekki verið nóg
en tökur fóru fram við Nesjavelli og á miðju hálendinu við Fells-
endavatn. Þá virðist hann eitthvað hafa verið að spreyta sig við
íslenskunám á netinu en hann skrifaði: „Icelandic is fljótlegt og
þægilegt tô learn!“ Arctic fjallar um hrakfarir manns á norð-
urheimskautinu sem Mikkelsen leikur sem þarf að bjarga sér
eftir að björgunarleiðangur mistekst.
Fimm lög dugðu ekki
Joe Penna er einnig þekkt Youtube-stjarna en þar
gengur hann undir nafninu MysteryGuitarMan.
Tökuliði Arctic var kalt við tökur hér á
landi, í það minnsta leikstjóranum.
Mads Mikkelsen er stjarna
kvikmyndarinnar Arctic
sem var meðal annars tekin
upp á hálendi Íslands.
,,Það er ekkert efamál, að vjer Íslendingar værum
eigi komnir svo langt í sundi og sundafrekum, ef
sundfjelagið Ægir hefði eigi verið, því Ægir hefir vilj-
að gagnmenta sundmenn sína og tekist það betur
en nokkru öðru sundfjelagi, sem mjer er kunnugt.“
Þessi orð hafði Morgunblaðið eftir Benedikt G.
Waage, forseta Íþróttasambands Íslands, í lok apríl
1937 en tilefnið var tíu ára afmæli sundfélagsins Æg-
is sem blaðið sló upp með veglegum hætti.
Blaðið ræddi einnig við Eirík Magnússon bók-
bindara, sem gegnt hafði starfi formanns Ægis frá
upphafi, og sagði hann félagið hafa verið stofnað
vegna þess að mönnum þótti sundlistin hafa verið í
svo mikilli niðurlægingu. „Sundmót virtust helst
haldin til að afla íþróttafjelögunum stigafjölda á
íþróttamótum,“ sagði Eiríkur og bar að auki lof á
Jón Pálsson sundkennara sem var prímusmótor í
starfi Ægis á fyrstu árum félagsins.
Spurður um markmið félagsins var Eiríkur skjót-
ur til svars. „Meiri fullkomnun og hraði.“
GAMLA FRÉTTIN
Meiri fullkomnun
og hraði
Jónas Halldórsson var fremstur meðal jafningja í Ægi á
fyrstu árunum og hafði sett 24 íslensk sundmet 1937.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Karl Filip
Svíaprins
Arnmundur Ernst Backman
leikari
Orlando Bloom
leikari
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
LAUGARDAG, SUNNUDAG
&MÁNUDAG
25%
AF ÖLLUM
VÖRUM
OPIÐ 1. MAÍ
12-18
GOCRAZY