Morgunblaðið - 22.05.2017, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is
Velkomin í
Ferðafélag Íslands
Skráðu þig inn
– drífðu þig út
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varafor-
maður Framsóknarflokksins, hefur
ekki tekið ákvörðun um hvort hún
bjóði sig fram til formennsku í
flokknum. Í samtali við Morgunblað-
ið tekur hún þó fram að langt sé til
flokksþings og að hún styðji foryst-
una.
Spurð hvort hún hafi fengið hvatn-
ingu til að bjóða sig fram til for-
manns svarar hún játandi, að ein-
hverjir hafi komið að máli við hana.
Þá segir hún að hún eigi eftir að
kanna stuðning hjá baklandi sínu áð-
ur en ákvörðun
verði tekin. „Ég
hef ekki tekið
ákvörðun. Það er
ekki tímabært,“
segir hún.
Miðstjórn
flokksins ályktaði
á fjölmennum
fundi á laugardag
að flokksþingi
yrði flýtt fram í
janúar á næsta ári. Síðasta þing var
haldið í byrjun október á síðasta ári.
Þá sigraði Sigurður Ingi Jóhannsson
í formannskjörinu gegn Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni.
Harðar deilur hafa verið innan
flokksins síðan og herma heimildir
Morgunblaðsins að mönnum hafi
verið heitt í hamsi á fundinum og
margir lýst yfir vantrausti á Sigurð
Inga í ræðustól. Þegar Morgunblað-
ið bar það undir Sigurð Inga sagðist
hann ekki vilja tjá sig um það sem
fram hefði farið á fundinum enda
hefði verið um lokaðan fund verið að
ræða. „Fundurinn var hreinskiptinn
og tilfinningaríkur,“ segir Sigurður
og bætir við að hann hafi skilning á
því, enda sé þetta í fyrsta sinn sem
flokkurinn komi saman eftir flokks-
þingið síðasta haust og þingkosning-
arnar.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
íhugar formannsframboð
Flokksþingi Framsóknarflokks flýtt til janúar 2018
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Vilborg
Arna á
toppnum
Vilborg Arna Giss-
urardóttir komst
aðfaranótt sunnu-
dags fyrst ís-
lenskra kvenna á
hátind Everest-
fjalls. Hún er sjö-
undi Íslending-
urinn sem kemst á
toppinn.
Tómasz Þór
Veruson, kærasti Vilborgar Örnu,
sagði í samtali við mbl.is í gær að
Vilborgu liði mjög vel og þetta hefði
gengið ótrúlega vel.
„Þau voru slétta ellefu tíma upp.
Náðu toppnum korter yfir þrjú að ís-
lenskum tíma,“ sagði Tómasz.
Vilborg og sjerpinn Tenji gátu
verið á hátindi Everest í nokkrar
mínútur áður en þau ákváðu að
halda aftur niður, enda þyrfti að
taka umferðina með í reikninginn
auk þess sem það var töluvert
hvasst. Vilborg fékk þó að njóta út-
sýnisins í stutta stund og sagði það
hafa verið „geðveikt“, að sögn kær-
asta hennar.
Ferðin niður mun taka nokkurn
tíma. Það tekur um tvo daga að kom-
ast niður í grunnbúðirnar.
Björn Ólafsson, Einar K. Stef-
ánsson og Hallgrímur Magnússon
fóru fyrstir Íslendinga á Everest
fyrir 20 árum.
Vilborg Arna
Gissurardóttir
Fyrst íslenskra
kvenna á Everest
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Jón Steindór Valdimarsson, þing-
maður Viðreisnar, hefur mælt fyrir
frumvarpi til breytinga á almenn-
um hegningarlögum. Með frum-
varpinu er lagt til að breyta skil-
greiningunni á nauðgun á þann veg
að samþykki verði haft í forgrunni
skilgreiningarinnar. Þannig verði
horfið frá megináherslu á verkn-
aðaraðferð við nauðgun. Þess í stað
verði aukin áhersla lögð á kynfrelsi
og sjálfsákvörðunarrétt einstak-
lings með því að skilgreina nauðg-
un út frá því
hvort samþykki
hafi verið fyrir
hendi eða ekki.
Lagt er til að
gerð verði krafa
um að samþykki
fyrir samræði
eða öðrum kyn-
ferðismökum
hafi legið fyrir
þannig að sam-
ræði og önnur kynferðismök án
samþykkis manns muni varða refs-
ingu.
„Með því að skilgreina nauðgun
sem kynferðismök án samþykkis
færum við áherslu rannsókna í
nauðgunarmálum frá ofbeldis-
verknaðinum að samþykkinu,“ seg-
ir Jón Steindór og tekur það sér-
staklega fram að ekki sé verið að
stíga skref í átt að öfugri sönn-
unarbyrði, þ.e. að ásökun dugi til
sakfellingar.
„Sönnunarbyrðin verður enn
þung í þessum málaflokki enda oft-
ast bara tveir til vitnis um það sem
gerðist, meintur brotamaður og
brotaþoli. Þá er heldur ekki verið
að gefa afslátt af ásetningskröf-
unni. Við erum ekki að opna á að
nauðung en eins og þekkt er gerist
það oft að þolendur nauðgana geta
ekki veitt geranda mótspyrnu, t.d.
vegna þess að þeir stirðna eða lam-
ast af hræðslu. Rannsóknir hafa
leitt í ljós að þessi viðbrögð eru al-
geng og að gerandi þarf þá ekki að
beita miklu líkamlegu afli til að ná
fram vilja sínum. Það verður
sömuleiðis til þess að í reynd er
óalgengt að þolendur beri mikla
líkamlega áverka eftir nauðgun.
Þetta kemur m.a. fram í skýrslu
sem unnin var á vegum Eddu önd-
vegisseturs í samvinnu við innan-
ríkisráðuneytið árið 2013.“
hægt sé að ákæra fyrir nauðgun á
grundvelli gáleysis.“
Jón Steindór segir hér mestu
skipta að veita kynfrelsi fullnægj-
andi réttarvernd enda bendi margt
til þess að núverandi ákvæði tryggi
ekki þann rétt nægilega.
„Samkvæmt núverandi ákvæði
telst til ofbeldis svipting sjálfræðis
með innilokun, lyfjum eða öðrum
sambærilegum hætti. Í ákvæðinu
eru tilgreindar aðferðir sem taka til
tilvika þar sem samræði eða önnur
kynmök fara fram án samþykkis
þolanda, þ.e. að beita ofbeldi, hót-
unum eða annars konar ólögmætri
Breyta skilgreiningunni á nauðgun
Þingmenn Viðreisnar leggja fram frumvarp sem felur í sér breytingu á skilgreiningunni á nauðgun
Liggja þarf fyrir samþykki í stað þess að horfa á verknaðarlýsingu nauðgunarákvæðisins
Jóns Steindór
Valdimarsson
Mikil mildi þykir að ökumaður sendibifreiðar
hlaut ekki alvarlega áverka þegar bifreið hans fór
út af veginum við Norðlingabraut hjá Rauðavatni
í Reykjavík í gær. Aðkoman var slæm þegar ljós-
myndara Morgunblaðsins bar að garði. Bíllinn
virðist ónýtur en hann skall á og reif niður staur,
þegar hann fór út af veginum, með þeim afleið-
ingum að stórt sár myndaðist í vegkantinum.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var
lítill viðbúnaður vegna atviksins. Einn bíll frá
slökkviliðinu var sendur á vettvang en ekki þurfti
að flytja bílstjórann á sjúkrahús.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Slapp án alvarlegra áverka í bílslysi við Rauðavatn
Skall á staur og skildi eftir sig sár