Morgunblaðið - 22.05.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 22.05.2017, Síða 6
Heilsueflandi » Hluti af því að viðhalda og bæta heilsu er að búa í hreinu og fallegu umhverfi. » Borgarbyggð verður heilsu- eflandi sveitarfélag. » Snýst um meira en bara að fara út að hlaupa. Íbúar eru hvattir að nýtta náttúruna til útiveru. » Magnús Scheving íþrótta- frömuð og Íris Grönfeldt fræddu bæjarbúa um hreyf- ingu og heilsu. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Borgarbyggð verður þrettánda heilsueflandi sveitarfélag landsins,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar Borgar- byggðar, spurður um íbúafund sem haldinn var í Hjálmakletti í Borgar- nesi í lok síðustu viku. „Við fengum Magnús Scheving íþróttafrömuð og Írisi Grönfeldt, íþróttafræðing til að halda erindi um heilsu og hvað það þýðir að vera heilsueflandi sveitarfélag. Þá vott- uðu þau líka samninginn sem við skrifuðum undir við embætti Land- læknis enda eiga þau bæði rætur að rekja til Borgarness og gaman er að þau hafi séð sér fært að koma og styðja verkefnið.“ Enginn neyddur út að hlaupa Spurður hvaða þýðingu það hafi fyrir íbúa sveitarfélagsins að það sé komið í hóp heilsueflandi sveitar- félaga segir Björn að enginn verði neyddur út að hlaupa eða í sund. „Verið er að horfa á heilsu í víðari merkingu þess orðs, eins og Magnús Scheving kom inn á í fyrirlestri sín- um. Hann benti t.d. á mikilvægi þess að búa í hreinu og fallegu umhverfi. Þannig berum við öll skyldu til að hreinsa nærumhverfi okkar, íbúar og sveitarfélag. Þetta snýst um að nýta náttúruna hér allt í kring til úti- veru og huga að heilsu okkar bæði andlega og líkamlega,“ segir Björn og bendir á að margt áhugavert hafi komið fram á fundinum, m.a. sú góða aðstaða sem bæjarbúar hafi til hreyfingar og heilsueflingar. Þá var kynnt hreyfivika UMFÍ á fundinum og hópstarf þar sem íbúum gefst kostur á að leggja sitt til málanna. Heilsueflandi sveitarfélag  Borgarbyggð semur við Landlækni Samningur Skrifað undir samning um heilsueflingu í Borgarnesi. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Til verndar landinu þarf stundum að kosta nokkru til og við fram- kvæmdir að velja nýjar leiðir og hugsanlega dýrari en aðrar, ef slíku fylgja minni umhverfisáhrif. Við eigum jafnan að velja þann kostinn sem minnst rask fylgir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur, nýr formaður Landverndar. Starfsemi Landverndar hefur eflst mjög á síðustu misserum sem er í takt við mikla fjölgun fé- lagsmanna sem nú eru orðnir tæp 5.000. Fyrir vikið segir Snæbjörn að félagið geti látið kveða meira að sér nú en áður. Þar sé aðhalds- hlutverk Landverndar á sviði um- hverfismála ofarlega á blaði. Kær- ur félagsins vegna verkefna á sviði orkumála og ferðaþjónustu hafa breytt gangi framkvæmda svo hugsa hefur þurft málin upp á nýtt. Strögl verði óþarft „Aðhaldshlutverkið sem Land- vernd hefur er mikilvægt og stutt af alþjóðasamningum. Það tekur auð- vitað tíma fyrir samfélagið að að- lagast því. Samtökin sem ég er í for- svari fyrir eru vissulega stundum á móti tilteknum framkvæmdum, hvort sem það eru virkjanir, línu- lagnir, bygging verksmiðja og hót- ela á verndarsvæðum, eða annað, enda oft um að ræða framkvæmdir sem valda óafturkræfum áhrifum á náttúru landsins. Ef hins vegar ráð- ist er í framkvæmdir krefjumst við þess ávallt að vel og rétt sé að öllu staðið og það hefur því miður ekki alltaf verið raunin. Og þá skiptir máli að hugsa út fyrir ramma þess viðtekna: að leggja jarðstrengi í stað loftlína er mjög raunhæfur kostur samkvæmt áliti erlendra verkfræðinga. Að leggja strengi í jörð hefur þó í mörgum tilvikum ekki verið metið, þótt löggjöf um mat á umhverfisáhrifum geri ráð fyrir slíku,“ segir Snæbjörn og heldur áfram. „Í ríku samfélagi megum ekki vera svo skammsýn að láta lítið eitt hærri kostnað ýta góðum hug- myndum út af borðinu, enda sé það umhverfinu og komandi kyn- slóðum í hag. Í framtíðinni vona ég því að við þurfum ekki að standa í strögli út af sjálfsögðum hlutum, heldur verði hlutirnir jafnan gerð- ir þannig að sómi sé að.“ Í umhverfispólitík heimsins eru loftslagsmálin efst á blað. Á heimsvísu er nokkuð víðtæk sam- staða um að grípa þurfi til aðgerða gegn hlýnun andrúmsloftsins sem vísindamenn telja vera af manna- völdum en ekki náttúrulegar sveiflur. „Vandamálin sem af hlýn- un stafa verða ólík frá einum stað til annars, á Íslandi er það til dæm- is hlýnun og súrnun sjávarins sem mun hafa alvarleg áhrif á lífríki við Íslandsstrendur.. Við þessu þurfum við að bregðast og Land- verndarfólk talar fyrir því að Ís- land verði orðið kolefnislaust inn- an 25 ára. Til að mynda tel ég samgöngumálin mikilvæg og þar má ná árangri með minni umferð og útblæstri – það er eflingu al- menningssamgangna þar sem nálgast þarf málin heildstætt með- al annars í gegnum skipulags- pólitík sveitarfélaganna og al- mennri lífsstílsbreytingu almennings.“ Kyrrðin rofin Til umræðu er að gera allt miðhálendi Íslands að þjóðgarði og hefur Landvernd haft nokkurt frumkvæði í því máli sem er til skoðunar í stjórnkerfinu. Snæ- björn segist trúa því að hálend- isþjóðgarður verði að veruleika innan fárra ára. „Sem barn ferðaðist ég mikið um landið með fjölskyldunni og vann svo nokkur sumur í unglinga- vinnu Landsvirkjunar inni við Hrauneyjarfoss. Þannig vaknaði áhugi minn á umhverfismálunum og afstaða mín til þeirra mótaðist í átökunum um Eyjabakka, Kára- hnjúka og Þjórsárver á árunum um 2000. Í virkjunarmálum í dag eru mörg verkefni í bígerð og sum afleit, því miður. Einna fráleitast finnst mér að ætla að virkja Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum. Slíkt væri mikil fórn á einstæðri náttúru enda ályktaði aðalfundur Land- verndar að stofna ætti Stranda- þjóðgarð. Flest bendir til að með virkjun þar nyrðra yrði allt of miklu umbylt – fágæt víðerni eyði- lögð og kyrrðin rofin fyrir lítinn og óljósan ávinning. Slíkt má ekki gerast.“ Snæbjörn Guðmundsson er nýr formaður Landverndar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landið „Fágæt víðerni eyðilögð og kyrrðin rofin fyrir lítinn og óljósan ávinning,“ segir Snæbjörn í viðtalinu. Aðhaldið er mikilvægt  Snæbjörn Guðmundsson er Reykvíkingur, fæddur 1984. Hann er með BS-gráðu í jarð- fræði frá Háskóla Íslands og hefur stundað framhaldsnám.  Hefur mikið sinnt kennslu og fræðslu til unglinga, stund- að rannsóknir og fengist við ritstörf. Er höfundur bók- arinnar Vegvísir um jarðfræði Íslands sem kom út árið 2015. Hver er hann? Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ólafur Arnarson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir það rangt að hann hafi farið á bak við stjórn sam- takanna með gerð ráðningarsamn- ings við sjálfan sig og fyrir að hafa tekið bíl á leigu til afnota fyrir sjálfan sig. Hann kveðst vera með hreinan skjöld í málinu og hyggst birta fund- argerð þar sem umræddar ákvarðan- ir komi fram. Segir hann í samtali við Morgunblaðið að í fundargerðunum sé að finna samþykki stjórnar um að annars vegar fela varaformanni sam- takanna að gera ráðningarsamning við formann og hins vegar að vilji sé til að formaður fengi bifreið og skrif- stofu til afnota. Fulltrúar meirihluta stjórnar hafa ekki viljað bregðast við þessum fullyrðingum Ólafs, en stjórn- arfundur verður hjá samtökunum í kvöld. Stjórnin samþykkti vantraust á Ólaf fyrr í mánuðinum og sagði hon- um upp sem starfandi formanni. Voru fjarverandi á fundinum Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur að ásakanirnar væru alvarleg- ar ef fótur væri fyrir þeim. „Og ef fót- ur hefði verið fyrir þeim ættu menn ekki að taka upp símann og hringja í fjölmiðla, heldur í lögregluna,“ segir Ólafur. „Ég hef ekki viljað leggja fram eða afhent þessa fundargerð,“ segir Ólafur. „En það gæti vel verið að ég fyndi mig knúinn til að birta hana. Þar sést svart á hvítu að ásak- anirnar eru rangar og að ég hef sagt sannleikann í þessu máli.“ Ólafur ætlar að freista þess að slíðra sverðin á stjórnarfundinum í dag. „Þeir sem hafa tjáð sig hvað mest um þetta voru ekki á þessum stjórnarfundi. Það voru þrír fjarver- andi á þessum fundi. Ég hlýt að trúa því að þeir hafi ekki lesið fundargerð- ina. Hefðu þeir lesið hana væri fráleitt að koma með þessar ásakanir,“ segir Ólafur. Ólafur birtir fundargerðirnar  Formaður Neytendasamtakanna segir samþykki stjórnarinnar hafa legið fyrir Fundur Stjórnin fundar í dag. Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárð- arbungu á laugardag, nánar tiltekið í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Sá fyrri mældist kl. 20.33 og var af stærðinni 3,8 en sá seinni um tveim og hálfri mínútu síðar 3,9 að stærð. Um tíu eftirskjálftar fylgdu, sá stærsti kl. 21.16, um 3,2 að stærð. Rólegt hefur verið á svæðinu síðan en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er ekki óeðlilegt að skjálftar sem þessir komi eftir gosið sem var 2014. Mikil orka losnaði þá úr læðingi og líklegt er að fleiri skjálftar verði á svæðinu í framtíðinni þótt erfitt sé að segja nákvæmlega til um það. Tveir stórir jarð- skjálftar við Bárðarbungu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.