Morgunblaðið - 22.05.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is
OPIÐ mánudaga til föstudags 8:00-17:00
ILLGRESIÐ BURT
Sterk og áhrifaríkt tæki til
umhverfisvænnar hreinsunar
á hellum og gangstígum.
Hafðu samband 480 0000
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Verð frá
kr. 3.612
Pinnamatur 12 tegundirVörunúmer 25123
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Guðmundur Kjartansson erSkákmeistari Íslands árið2017 eftir sigur í spenn-andi úrslitaskák við Héðin
Steingrímsson. Fyrir lokaumferðina
sem fram fór í Hafnarfirði á laugar-
daginn var Héðinn með hálfs vinn-
ings forskot á Guðmund og dugði
jafntefli til að vinna mótið. Fyrir
tveim árum var hann í sömu aðstöðu
þegar hann tefldi við helsta keppi-
naut sinn Hjörvar Stein Grétarsson
og hafði betur. Margir áttu von á því
að þessi reynslan nýttist Héðni vel
en Guðmundur, sem hafði hvítt,
fylgdi svipaðri hernaðaráætlun og
Garrí Kasparov gerði í einni fræg-
ustu úrslitaskák skáksögunnar þeg-
ar hann varð að vinna 24 einvíg-
isskákina gegn Anatolí Karpov í
fjórða heimsmeistaraeinvígi þeirra í
Sevilla á Spáni haustið 1987; í stað
þess að sækja strax að andstæðingi
sínum byggði Guðmundur upp stöðu
sína hægt og rólega og skapaði
mikla spennu í flóknu miðtafli. Héð-
inn varðist vel en tókst þó aldrei að
jafna taflið alveg. Í kringum 40. leik
náði Guðmundur að vinna peð í kjöl-
far mikilla uppskipta og þar sem
riddari Héðins var afvegaleiddur
tókst honum ekki að skipuleggja
varnir sínar. Náði Guðmundur að
knýja fram sigur með snarpri atlögu
og tefldi jafnframt bestu skák sína á
Íslandsmótinu.
Hinn 19 ára gamli Dagur
Ragnarsson varð í 3. sæti þrátt fyrir
tap í áttundu umferð. Hann stóð vel
að vígi í lokaskákinni gegn Birni
Þorfinnssyni en sættist á skiptan
hlut og náði með því fyrsta áfanga
sínum að alþjóðlegum meistaratitli.
Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. Guðmundur Kjartansson 8 v.
(af 9) 2. Héðinn Steingrímsson 7½ v.
3. Dagur Ragnarsson 5½ v. 4. Hann-
es Hlífar Stefánsson 5 v. 5. Davíð
Kjartansson 4½ v. 6.–7. Sigurbjörn
Björnsson og Björn Þorfinnsson 4 v.
8. Guðmundur Gíslason 2½ v. 9. – 10.
Bárður Örn Birkisson og Vignir
Vatnar Stefánsson 2 v.
Íslandsmeistarinn í ár er 29 ára
gamall Reykvíkingur og hann vann
Íslandsmeistaratitilinn einnig árið
2014. Hann hefur undanfarin ár ein-
beitt sér að skákinni og hefur teflt
víða um lönd, einkum í Rómönsku
Ameríku og í Rússlandi, talar
spænsku og rússnesku reiprenn-
andi. Hann hefur uppfyllt flest skil-
yrði til að verða útnefndur stór-
meistari en þarf þó að ná 2500
Elo-stigum til þess að svo geti orðið.
Hið háa vinningshlutfall, 8 vinningar
af níu mögulegum, hækkar hann um
rösklega 27 Elo-stig, en frammi-
staða hans reiknast upp á 2.723 Elo
stig. Eftir mótið stendur stigatala
hans í 2.464.
Leikir úrslitaskákarinnar á
laugardaginn féllu þannig:
Skákþing Íslands 2017; 9. um-
ferð:
Guðmundur Kjartansson –
Héðinn Steingrímsson
Reti-byrjun
1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 c6 4.
O-O Bg4 5. h3 Bh5 6. d3 Rbd7 7.
De1 e5 8. e4 dxe4 9. dxe4 a5 10. a4
Bc5 11. Ra3 Bg6 12. Rc4 Dc7 13.
Rh4 O-O 14. Bd2 b6 15. Kh2 Hfe8
16. De2 Had8 17. c3 Bf8 18. b4 axb4
19. cxb4 Bh5 20. g4 Bg6 21. Hfc1
Be7 22. Kg1 Ha8 23. a5 bxa5 24.
bxa5
Einnig kom til greina að leika 24.
Rxa5 en frípeðið lofar góðu.
24. ... Rc5 25. Rxg6 hxg6 26. Hcb1
Re6 27. a6 Rd4 28. Dd1 Rb5 29. Be3
Rd7 30. Dc1!
Fer sér að engu óðslega. Guð-
mundur teflt þennan þátt skákar-
innar afar vel. 30. ... Hec8 31. Bf1
Bc5 32. Bxc5 Rxc5 33. De3 Rd7 34.
Ra3 Rd6 35. Hd1 Hd8 36. Hac1 Rb8
37. Dc5 Rxa6 38. Dxe5
38. ... Rb5
Drottningaruppskipti voru
kannski ekki það sem Héðinn þurfti
á að halda í þessari stöðu, en betra
var að fá þau fram með 38. ... Rb7.
39. Dxc7 Raxc7 40. Hxd8+ Hxd8
41. Hxc6 Rxa3 42. Hxc7 f6 43. g5!
fxg5 44. e5 He8 45. Bd3!
Valdar „hálfhring“ riddarans.
Freistandi er nú að taka peðið á e5
en eftir 45. ... Hxe5 kemur 46. Bxg6
Kf8 47. Hf7+! Kg8 48. Ha7 og vinur
mann.
46. Bxg6 Rb5 47. Hb7 Rd4
Loksins kemst riddarinn í spilið
en of seint...
48. e6!
Þar sem svartur á enga vörn við
hótuninni 49. e7 verður hann að láta
riddarann. En baráttan eftir það er
vonlaus.
48. ... Rxe6 49. Bf7+ Kh7 50.
Bxe6 Hd6 51. Bf5+ Kh6 52. Kg2 g6
53. Be4 He6 54. Bd5 Hd6 55. Bg8
– og svartur gafst upp.
Skákmeistari sem talar rúss-
nesku og spænsku reiprennandi
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úrslitaviðureign Héðins Steingrímssonar og Guðmundar Kjartanssonar
Mikið var um að vera í Stykkis-
hólmi 22. maí árið 1987. Þann dag
tók þáverandi menntamálaráð-
herra, Sverrir Hermannsson, fyrstu
skóflustunguna að nýrri Íþrótta-
miðstöð og afhenti jafnframt þáver-
andi sveitarstjóra, Sturlu Böðvars-
syni, samning sem hafði verið
gerður milli menntamálaráðu-
neytis, fjármálaráðuneytis og
Stykkishólmsbæjar um framlag
ríkissjóðs til byggingarinnar. Þessi
samningur skipti bæinn miklu máli
og það hafði tekið langan tíma að
koma á samningi og afla fjármuna
til verksins.
„Til þess að tryggja framvindu
framkvæmdanna veitti Búnaðar-
bankinn lán gegn veði í samn-
ingnum. Það tók síðan tæp þrjú ár
að fullgera Íþróttahúsið,“ segir
Sturla Böðvarsson, sem aftur er orð-
inn bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar,
en Sturla var sveitarstjóri og síðar
bæjarstjóri í Stykkishólmi árin 1974-
1991, áður en hann settist á þing.
Síðar var byggð sundlaug eftir
að jarðvarmi var virkjaður í þágu
bæjarbúa að sögn Sturlu.
„Þennan sama dag staðfesti þá-
verandi félagsmálaráðherra til-
skipun um bæjarréttindi Stykkis-
hólmshrepps, sem þar með varð
Stykkishólmsbær frá þeim degi.
Það var raunar tilviljun að þessir
atburðir gerðust sama dag.“
Það var síðan 10. júní 1987 sem
bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
hélt fyrsta fund sinn og hrepps-
nefnd Stykkishólmshrepps sinn síð-
asta.
„Það var mikið um dýrðir og
bæjarstjórn efndi til samkomu í
Hótel Stykkishólmi þar sem mættir
voru þingmenn kjördæmisins, fé-
lagsmálaráðherrann, starfsfólk
bæjarins og ýmsir fleiri. “
Fyrsta fundi bæjarstjórnar
Stykkishólmsbæjar stýrði Ellert
Kristinsson, þá orðinn forseti
bæjarstjórnar. Í bæjarstjórn sátu á
þessum tíma Ellert Kristinsson,
Kristín Björnsdóttir, Magndís Al-
exandersdóttir, Gunnar Svan-
laugsson, Guðmundur Lárusson,
Einar Karlsson og Pétur Ágústs-
son. Sturla Böðvarsson var bæjar-
stjóri.
Skóflustunga Árið 1987 tók Sverrir Hermannsson fyrstu skóflustunguna að
Íþróttamiðstöð í Stykkishólmi ásamt Sturlu Böðvarssyni, þá sveitarstjóra.
Kaupstaðarréttindi
og nýtt íþróttahús
30 ára afmæli í Stykkishólmi