Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FormaðurSamtakafyrirtækja í sjávarútvegi, Jens Garðar Helgason, fjallaði á dögunum um nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði nýlega um endurskoðun veiði- gjalda. Þessi nefnd hefði í um- ræðunni fengið nafnið sátta- nefnd og Jens Garðar velti upp ýmsum spurningum í tengslum við þá sérkennilegu nafngift: „Í mínum huga hlýtur að vera sátt um atvinnugrein sem nýtir auð- lindir þjóðarinnar á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Nýtir auð- lindina með þeim hætti að þeir sem hana nýta í dag skila henni af sér í jafngóðu ef ekki betra ástandi til næstu kynslóðar. Hvers vegna er ósætti um at- vinnugrein sem fjárfestir fyrir milljarðatugi um allt land og tryggir að öflug fyrirtæki verði burðarásar síns atvinnusvæðis og tryggir atvinnuöryggi og há- launastörf? Hvers vegna er ósætti um at- vinnugrein sem ekki einungis nýtir auðlindina á arðbæran hátt þjóðinni til heilla, heldur greiðir aukalega til samfélags- ins í formi auðlindagjalda? Hvers vegna er ósætti um at- vinnugrein sem hefur búið til þann jarðveg og framtíðarsýn að upp úr honum spretta sprota- og nýsköpunarfyr- irtæki sem skapa ótrúlega verðmæti úr hliðarafurðum sem fyrir ekki löngu síðan voru ekki nýttar? Hvers vegna er ósætti um at- vinnugrein sem með sífelldri kröfu um meiri gæði, betri nýt- ingu, framleiðni og afköst hefur getið af sér hátæknifyrirtæki sem skapa þúsundir starfa og eru leiðandi á sínu sviði í heim- inum? Hvers vegna er ósætti um at- vinnugrein sem er skólabókar- dæmi og fyrirmynd fyrir aðrar fiskveiðiþjóðir um hvernig nýta á auðlindir sjávar með ábyrgð, sjálfbærni, framleiðni, hagræði og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi? Um hvað hefur ósættið verið? Að greinin hafi aðlagast breyttum aðstæðum með hag- ræðingu, sameiningum, tækni- væðingu, umhverfisvitund, ný- sköpun og framsækni sem skilað hefur arðbærum rekstri vegna íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfisins og þeirra aðila sem starfa innan þess? Er ósættið virkilega vegna þess að greinin hefur eitt sjávarútvegs- kerfa innan OECD skilað til samfélagsins í formi skatta og gjalda en þiggur ekki niður- greiðslur frá samborgurum sínum?“ Á sama vettvangi, ársfundi SFS, ræddi dr. Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, um það sem hann nefndi sex mýtur um sjávarútveg. Það var athyglis- verð umfjöllun um margvíslegan mis- skilning í umræðunni um sjáv- arútveg og þar kom meðal ann- ars fram að sjávarútvegurinn skilar ríkissjóði rúmum 20 milljörðum króna á ári í auð- lindagjald, tekjuskatt og trygg- ingagjald. Allir þessir gjald- stofnar hafa farið vaxandi undanfarinn áratug eða svo og tekjuskatturinn sem fyrirtæki í sjávarútvegi greiða hefur til dæmis margfaldast og skilaði um tíu milljörðum króna árið 2015. Þetta er aðeins það sem greinin skilar beint í gegnum slíkar álögur til ríkisins, en hitt er vitaskuld mun meira og mikilvægara sem hún skilar til þeirra sem starfa innan greinarinnar og þeirra fyr- irtækja sem þjónusta greinina. Sú bylting sem sjávarútvegur- inn hefur stuðlað að í tengdum greinum hér á landi, sem er ævintýri líkust, og sú trausta undirstaða byggðar um allt land sem greinin hefur verið ætti vissulega ekki að ýta undir ósætti. Það ættu stjórnvöld ekki heldur að gera með skipun nefndar sem er til þess fallin að ala enn frekar á misskilningi og mýtum um sjávarútveginn. Í stað þess að taka undir mýturnar ættu stjórnvöld að stuðla að upplýstri umræðu um þann árangur sem kvótakerfið í sjávarútvegi hefur skilað. Og í stað þess að grafa undan því kerfi, sem gert hefur íslenskan sjávarútveg nánast einstakan á heimsvísu, ættu þau að útskýra hvað það er sem gerir það að verkum að þetta kerfi hefur skilað af sér svo farsælli útgerð á Íslandi á síðustu áratugum, sem hefur svo aftur stuðlað að því að efnahagur þjóðarinnar hefur staðið af sér ytri áföll betur en dæmi eru um annars staðar. Stjórnvöld landa eiga ekki að ráðast að undirstöðuatvinnu- greinum þeirra, heldur tryggja þeim starfsumhverfi þannig að þær geti blómstrað og tryggt landsmönnum lífskjör. Hér á landi felur það til dæmis í sér að stjórnvöld verji grundvöll fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem er að aflahlutdeild er út- hlutað varanlega og að hún er framseljanleg. Auk þess þarf sjávarútvegur, eins og allar aðrar atvinnugreinar, að búa við hóflega skattheimtu til að hægt sé að halda áfram fjár- festingum, framþróun og upp- byggingu. Á öllu þessu mætti vera miklu meiri skilningur en skipun „sátta“nefndar bendir til að sé fyrir hendi. Stjórnvöld landa eiga ekki að ráðast að undirstöðuat- vinnugreinum þeirra} Hvers vegna ósætti? Í síðasta mánuði stóð ég á þeim tímamót- um að verða fertug. Þessi tímamót liðu nokkuð átakalaust hjá, ég grét ekki að hafa ekki gert eitthvað sérstakt, var nokk sama og eyddi varla mínútu í að velta mér upp að ég er í svona heldur lélegu formi, gekk bara sátt inn um það hlið að vera orðin fjörutíu og eitthvað. Engu að síður ákvað ég að hugleiða í gær, í góðu veðri í garðvinnu, hvort það væri ekki eitt- hvað ótrúlega mikilvægt sem ég hefði lært á þessum tíma sem er liðinn sem ég væri virkilega að nýta mér í dag. Og þrátt fyrir að ég viti að ég hafi lært mikið um sjálfa mig og aðra, gang lífs- ins og hvað skiptir máli og hvað ekki, komst ég að því að upp úr öllu stendur ákaflega mikilvægt atriði. Ég er klárari í því að fara með peninga og veit hvaða þáttur skiptir þar mestu máli. Lærdómur minn er; Ekki borða peningana þína. Ég tilheyri einni af fyrstu kynslóðunum hérlendis sem létu skyndibitastaði soga sig í vítahring ímyndaðra þarfa; blekkja sig í að eyða margra ára launum í að kaupa sér píts- ur, kebab, kafbáta, vefjur, pítur, hamborgara, sushi-bakka, alls konar dýran mat, sem lét launahýrurnar svo fljótt og auðveldlega gufa upp. Ef ég, og líklega stór hópur af minni og yngri kynslóðum, tæki saman hversu mikill peningur hefur farið í mat myndi maður óska þess eins að þessi peningur væri geymdur ann- ars staðar en á hafi úti í formi uppleysts úrgangs. Þar sem ég pikkaði í mosann milli gang- stéttarhellanna varð ég skyndilega ofurþakklát að vera að minnsta kosti búin að læra að forðast skyndibitastaði. Setja í samhengi hvað það skiptir fjárhag minn miklu máli að setja pen- ingana í heimatilbúinn mat sem er hægt að nýta næsta dag jafnvel, frysta, eða bara borða upp til agna, en vera samt með miklu ódýrara maga- innhald og hollara en ef maður hefði gert eins og í gamla daga. Það er auðvitað ótrúlega dapurlegt að hugsa um allan peninginn sem maður hefur borðað, allan þann pening sem gæti verið eitthvað allt annað en löngu gleymd minning um stundar- gott bragð og er hvergi annars staðar til. En fyrst maður er orðinn eldri og reyndari og ekki eins sólginn í pítsur er ekki úr vegi að deila þessu. Ég er búin að ræða þetta við dóttur mína og ef einhver er að lesa sem er í þeim sporum sem ég var eitt sinn: Prófaðu að kaupa linsubaun- ir, lauk, kínóa, fiskstykki (sem er ódýrari en margur skyndibiti þrátt fyrir að vera ekki ódýr) og elda heima. Ég skil fullkomlega að einhverjum þyki leiðinlegt að elda, hafi ekki tíma, en það er margfalt þess virði seinna meir að hafa komið sér þá upp einhverjum uppskriftum sem eru ekki flóknar og taka jafnvel jafnlítinn tíma og það að keyra og sækja mat eða bíða eftir heimsendingunni. Nýorðinn fertugur indíánahöfðingi hefur þetta fram að færa. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Ekki borða peningana þína STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Svanhildur Nanna Vigfús-dóttir, stjórnarformaðurVátryggingafélags Íslands(VÍS), segir að íslensk tryggingarfyrirtæki þurfi að nýta sér snjalltæknina betur til að greina hegðun viðskiptavina líkt og tryggingafélög erlendis. Tryggingafélög nota nú snjall- tæknina víða til að greina hegð- unarmynstur viðskiptavina sinna. Upplýsingarnar eru svo notaðar til að ákveða verðlagningu hvers og eins. „Ef maður skoðar það sem er að gerast í Bandaríkjunum, þeir eru komnir lengst í þessu, þá hafa mörg sprotafyrirtæki verið að búa til lausnir og fara síðan í samstarf með stórum tryggingafélögum. Við erum gangandi um með tæki á okkur á hverjum degi sem eru upplýsingatæki,“ segir Svanhildur. „Maður gerir samning við sitt tryggingafélag sem veitir því heimild til að sækja gögn hjá þér í gegnum símann þinn eða annað tæki sem þú ert með.“ Upplýsingarnar verðmætar Hún segir að upplýsingar sem snjallsímar og önnur tæki veita geti verið verðmætar fyrir verð- lagningu en takmarkið er að ein- staklingar geti lækkað tryggingar hjá sér. „Þetta er þá tengt staðsetn- ingartækjum. Það er vitað ná- kvæmlega hvaða leiðir þú ert að keyra og á hvaða hraða. Þá er til dæmis verið að fylgjast með hvernig þú keyrir, ekurðu hratt, ertu að keyra á löglegum hraða, og í lok árs færðu lækkun á trygg- ingunum þínum eftir því hversu öruggur bílstjóri þú ert. Þetta vantar í okkar verðlagningu, að greina betur áhættuflokka við- skiptavina,“ segir Svanhildur og bætir við að þetta sé einnig notað um persónulegri tryggingar eins og líftryggingar. „Líftryggingafélög erlendis eru að fá upplýsingar úr snjall- úrum, ef þú hreyfir þig ákveðið mikið, gerir ákveðið mikið af hlut- um, þá skilar það sér í lægra ið- gjaldi í lok árs.“ Hún telur nauðsynlegt að greina fólk í áhættuflokka en sam- kvæmt þeim erlendu gögnum sem hún hafi skoðað sé þetta ekki til þess fallið að hækka tryggingar hjá einstaklingum. „Erlendis eru upplýsingar eru notaðar til að verðleggja staðal en á Íslandi eru allir verðlagðir eins,“ segir Svan- hildur en þjónustan sem slík verð- ur alltaf valfrjás hjá trygginga- félaginu. „Þetta verður þjónusta sem verður undir viðskiptavininum komið hvort hann þiggur. Þetta er þróun sem maður er orðinn var við og hvenær þetta verður að veruleika á Íslandi er náttúrlega spurning.“ Tryggingar að breytast hratt Svanhildur telur að þegar Ís- land tekur þátt í þeim breytingum sem eru nú í gangi erlendis muni hlutirnir breytast hratt. „Þetta er smá eins og netvæð- ingin á sínum tíma, þetta mallar þangað til það verður allt í einu stórt skref. Í tryggingageiranum eru allskonar hugmyndir að fljúga, allskonar pælingar en samt óljóst hvernig regluverkið verður í kringum þá,“ segir Svanhildur en hugmyndir um að efla upplýsinga- öflun hjá tryggingafélögum eru skammt á veg komnar hérlendis. „Þetta er ekki komið, þetta þyrfti alltaf að fara í gegnum þróunar- stig og svo fá samþykki frá Per- sónuvernd.“ Snjalltæknin notuð til að greina hegðun Morgunblaðið/Golli Bílatryggingar Staðsetningartæknin getur greint hvar og hvernig ökumaður keyrir. Upplýsingar má síðan nota til að ákveða iðgjald. Helga Þóris- dóttir, for- stjóri Per- sónuverndar, segir lög- fræðileg álita- efni vera til staðar þegar rætt er um heimildir tryggingafélaga til að fá aðgang að persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna. „Það er ljóst að stór álitaefni persónuverndar tengjast þessu. Eitt er að ekki má vinna upplýsingar nema með heimild. Það þarf heimild og ef fólk veitir samþykki þarf það líka að átta sig á því hvað það er að gefa grænt ljós á. Ef þú segir nei má leiða líkur að því að þú borgir hærri tryggingu en þeir sem leyfa rýnina á sig,“ segir Helga. Þá þarf einnig að vera skýrt fyrir fólki hvernig gögnin eru unnin og hvaða gögn eru notuð. „Oft ligg- ur ljóst fyrir að það er verið að afla meiri upplýsinga en fólk veit um og þær eru notaðar í öðrum tilgangi en fólk veit um.“ Lögfræðileg álitaefni GÖGNIN ERU HÁÐ SAM- ÞYKKI PERSÓNUVERNDAR Helga Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.