Morgunblaðið - 22.05.2017, Side 18

Morgunblaðið - 22.05.2017, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017 Innilegar þakkir og hlýhugur til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁSMUNDAR BREKKAN, læknis og prófessors. Þakkir til lækna og starfsfólks hjartadeildar Landspítalans, endurhæfingardeildar Landakotsspítala og sérstakar þakkir fær starfsfólk á Grund fyrir alveg einstaklega faglega og kærleiksríka umönnun. Ólöf Helga S. Brekkan Friðrik Brekkan Jóhanna Jóhannsdóttir Elísabet Brekkan Þorvaldur Friðriksson Hólmsteinn Brekkan Helga Brekkan Hanna Brekkan barnabörn og langafabörn ✝ Guðrún Jóns-dóttir, sauma- kona og húsmóðir, fæddist að Mið- Meðalholtum, Gaulverjabæj- arhreppi, Árnes- sýslu, 27. ágúst 1928. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 11. maí 2017. Foreldrar hennar voru Vig- dís Helgadóttir frá Ósabakka á Skeiðum, f. 20. febrúar 1898, d. 18. ágúst 1975, og Jón Þorvarð- arson frá Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi, f. 3. ágúst 1891, d. 28. febrúar 1982. Systkini Guðrúnar voru: Ragn- heiður, f. 1919, d. 2006, Magn- ús, f. 1920, d. 2013, Hrafnhildur Ásta, f. 1922, d. 1991, Hannes Rafn, f. 1932, d. 1991, Kristín Erla, f. 1936, d. 2016, og Þor- varður Vignir, f. 1939. Guðrún giftist 26. desember 1953 Árna Sighvatssyni, f. 26. maí 1929 í ember 2005. 3) Kristín, f. 3. júní 1963, maki Hlynur Reimarsson, f. 19. júní 1964. Börn þeirra eru Birgitta Rut Birgisdóttir, f. 29. október 1981, og Ingi Rafn, f. 22. júlí 1988. Maki Birgittu Rut- ar er Halldór Geir Jensson, f. 20. ágúst 1978, og börn þeirra eru Arnór Bjarki, f. 25. október 2008, og Kristín, f. 27. júlí 2016. Guðrún ólst upp að Mið-- Meðalholtum, Gaulverjabæj- arhreppi. Guðrún lauk grunn- skólaprófi. Ung flutti hún til Reykjavíkur og vann við saumaskap, m.a. á klæðskera- stofu Árna Einarssonar, og síð- ar í tæp þrjátíu ár við þjón- ustustörf á Hótel Loftleiðum. Sem húsmóðir bjó Guðrún börnum sínum og eiginmanni fallegt heimili, fyrst á Hverf- isgötu en síðar í Sólheimum og á Dyngjuvegi í Reykjavík. Á yngri árum unni Guðrún útivist og dansi. Hún var áhugasöm um andleg málefni, mikill dýra- vinur og sinnti af natni sum- arbústað þeirra hjóna í Gríms- nesi. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 22. maí 2017, kl. 15. Ártúnum, Rang- árvallahreppi, Rangárvallasýslu, d. 31. október 2005. Foreldrar hans voru Kristín Árnadóttir, f. 16. febrúar 1894 í Haga, Holtahreppi, Rangárvallasýslu, d. 22. janúar 1975, og Sighvatur Andr- ésson, f. 14. mars 1892 í Hemlu, Vestur- Landeyjahreppi, Rang- árvallasýslu, d. 6. júlí 1979. Börn Guðrúnar og Árna eru: 1) Sighvatur Sævar, f. 30. desem- ber 1952, maki Þórhalla Arn- ljótsdóttir, f. 6. janúar 1959. Börn þeirra eru Hrafnkell, f. 28. febrúar 1985, og Ásta Guð- rún, f. 9. mars 1992. 2) Ásta, f. 19. október 1956, maki Gunnar Árni Ólason, f. 28. mars 1941. Sonur Ástu er Árni Þór Jóns- son, f. 23. maí 1974. Synir Árna Þórs eru Andri Már, f. 1. nóv- ember 1993, og Aron, f. 20. des- Gunna tengdamamma var fal- leg, bæði að innan og utan. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm síðustu ár- in hélt hún reisn sinni, húmor, umhyggju og einstöku geðslagi. Flest fáum við tengdamömmu- brandara með móðurmjólkinni, en engan þeirra var hægt að herma upp á tengdamömmu. Af- skiptasemi og kröfur ekki til, dyrnar alltaf opnar og tilfinning fyrir því hvenær var þörf á að- stoð. Seint gleymist úrræði Gunnu fyrir þrjátíu árum þegar vantaði dagmömmu fyrir eitt barnabarnið og foreldrarnir að fara á taugum. Þá snaraði hún sér í útiskóna og bankaði upp á hjá vinkonu sem ákvað að hefja störf sem dagmamma. Þessi vin- kona er enn að og hefur séð um fleiri barnabörn með miklum sóma. Gunna var greind kona, bæði á vitsmuni og tilfinningar. Víst er að hún hefði átt fullt erindi í langskólanám. Hún bjó yfir sjálfstrausti, þrautseigju og stolti þó hún flíkaði því ekki. Ósjaldan vatt hún sér í krossgát- ur og sudoku með kúlupenna á meðan við hin beittum blýanti og strokleðri. Skapandi var hún líka og allt lék í höndunum á henni, bæði í leik og starfi, og birtist þetta ekki síst í samveru með barnabörnunum sem sjá nú á eft- ir elskaðri ömmu. Gunna leit hvorki niður né upp til fólks, heldur mætti börnum og fullorðnum sem jafningjum. Hún laðaði því að sér bæði unga og gamla fram á síðasta dag. Húm- orinn fylgdi henni alla leið og aldrei var lauflétt kaldhæðnin langt undan. Hún hafði samt allt- af lag á að orða athugasemdirnar þannig að þær meiddu ekki nokkurn mann. Þrátt fyrir alla þessa félagsfærni má segja að hún hafi verið sjálfri sér nóg meðan stætt var og notið einveru þegar hún bauðst. Þegar fór að halla undan fæti reyndist það Gunnu mikið lán hve nánar mæðgurnar hafa alla tíð verið. Sú umhyggja og alúð sem dæturnar sýndu henni til síðustu stundar er vandfundin. Fyrir það þökkum við öll. Það líf var okkur lán, en henni sómi. Hún leyndist nærri, og var þó stéttar prýði, og það, sem mörgum sóttist seint í stríði, það sigraði’ hún með brosi og hlýjum rómi. (Þorsteinn Erlingsson) Með þakklæti og virðingu, Gunnar, Hlynur og Þórhalla. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þetta fallega ljóð segir allt sem segja þarf – þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér hjá mér. Dyngjóinn var alltaf minn griðastaður, hvort sem það var nr. 12 eða nr. 17, uppi eða niðri. Minn griðastaður var bara hjá ömmu. Ekkert tilstand, engin til- gerð. Á Dyngjó var ég heima. Og þannig var amma, laus við tilgerð og væmni en um leið svo hlý, svo traust og alltaf fyrst til að reisa mann við ef þurfti. Hún var alla tíð ein besta vin- kona mín, húmorinn beinskeytti og kaldhæðni, tengdi okkur sam- an og endalaust gátum við setið og spjallað um allt og allt, spáð í drauma, bolla eða spil og skotið á hvor aðra, fram og til baka. Allt til enda. Engin var eins og hún. Engin kenndi mér jafn mikið og hún. Engin hélt jafn mikið með mér og hún. Við vissum báðar, ræddum og skipulögðum þegar við myndum hittast aftur þegar þessu lífi væri lokið. Það sem ég hlakka til að sjá þig. Þín Birgitta. Guðrún Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma, það er svo sárt að kveðja þig, þú hefur alltaf verið til staðar. Mitt annað heimili var hjá þér og afa á Dyngjó og ólst ég upp með ykkur ná- lægt mér alla mína tíð. Þaðan á ég margar góð- ar og dýrmætar minningar. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku amma mín. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Ingi Rafn. ✝ Aðalsteinn Sæ-mundur Ólafs- son fæddist á Ólafsfirði 2. júní 1932. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hornbrekku 11. maí 2017. Foreldrar hans voru Ólafur Guð- mundsson sjómað- ur, f. 30. maí 1897, d. 1. mars 1977, og kona hans Sóley Stefánsdóttir, f. 8. maí 1897, d. 8. janúar 1973. Systkini hans voru: Stefán, Stefanía, Guðmundur, Jón, Sig- eldrahúsum á Ólafsfirði og bjó alla tíð á Ólafsfirði. Hann vann margvísleg störf um ævina og fór m.a. ungur á vertíð suður á land bæði til Keflavíkur, Hafn- arfjarðar og Vestmannaeyja. Nokkur sumur vann hann á síldarplani á Raufarhöfn, hjá Sveini Ben. og á Sunnu á Siglu- firði. Lengst af vann hann við múrverk með Stefáni bróður sínum og fleiri. Þá vann hann síðustu árin við beitningar og síðar við ýmis fiskvinnslustörf hjá Stíganda á Ólafsfirði. Sæ- mundur var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins á Ólafsfirði og starfaði mikið fyrir klúbbinn og veitti það honum mikla ánægju. Útför Sæmundar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 22. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. urrós Þórleif og Sveinn Helgi sem öll eru látin og síð- an Kristín, sem eitt systkinanna er á lífi. Þá ólst upp á heimilinu Sigurrós Þórleif, bróð- urdóttir Sóleyjar. Sæmundur kvænt- ist Guðrúnu Hall- grímsdóttur árið 1965, en hún lést 11. ágúst 1996. Sonur hennar var Hallgrímur Ingi Björnsson, f. 17. apríl 1948, d. 24. mars 2013. Sæmundur ólst upp í for- Gleðigjafinn og húmoristinn Sæmundur, föðurbróður minn, hefur kvatt. Alltaf í góðu skapi, fyndinn og kom manni alltaf til að hlæja. Ekkert mál, ekkert vesen, engar áhyggjur, bara allt í þessu fína, jákvæðnin í fyrir- rúmi. Þetta var hans stíll! Svo kom þessi frasi ef eitthvað var gott eða flott, „þetta er á heims- mælikvarða,“ „af ávöxtunum skulum við þekkja þá“. Hann bjó alla tíð á Ólafsfirði og þegar ég spurði hvort hann ætlaði ekki að heimsækja mig suður, var svarið einfalt og ávallt hið sama: „Heima er best.“ Oft var fíflast í þá gömlu góðu daga á miðhæðinni á Tjörn, þegar amma og afi Nonni, Sæmi og Stína bjuggu þar. Sæmi oft að hrekkja, t.d. greip hann eitt sinn aftan í ömmu og lét hana hlaupa eftir ganginum, setti hana síðan ofan í baðkarið og skrúfaði frá, og hún grét af hlátri! Þetta voru hans ær og kýr að fíflast! Stelpunum mínum og barna- börnum fannst Sæmi frændi ótrúlega skemmtilegur. Hjólið var hans farartæki og flinkur var hann á því. Hann hafði gam- an að því að reiða frænku sína og hjóla út á ystu brún á hafn- argarðinum út á enda, hún log- andi hrædd. Fleiri gamlar minningar koma upp í hugann þegar rifjað er upp frá fyrri tíð um þá græskulausu hrekki sem frænda mínum datt í hug. Í þá daga þegar pabbi var með kind- ur, þá var það rétt fyrir jól þeg- ar pabbi fór að gefa kindunum að honum fannst þær vera óvenju órólegar. Þá hafði Sæmi hengt jólaskraut upp í loft í fjárhúsinu, og það var farið að detta niður sem hræddi kind- urnar. Þær skyldu sko fá sín jól eins og mannfólkið. Það var svo merkilegt með Sæma, að þrátt fyrir að heils- unni hrakaði og minnið væri farið að bresta síðustu árin, þá hélt hann sínu góða skapi og skopskynið var á sínum stað. Einhverju sinni buðum við hon- um í bíltúr um bæinn og mætt- um tveim sómakærum konum sem vinkuðu til hans. Við spurð- um hverjar þær væru, þá svar- aði hann að bragði: „Ég hef ekki hugmynd um það. Hvernig á ég að þekkja allar þessar „bú- kollur“ í bænum?“ Sæmi átti því láni að fagna að eiga góða ná- granna í Vesturgötunni þar sem voru hjónin Gummi og Hafdís, sem reyndust honum einstak- lega vel og fyrir það er mér bæði ljúft og skylt að þakka. Þá á Stína frænka heiður skilinn fyrir þá miklu umhyggju sem hún sýndi honum og hugsaði vel um hann. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svo góðan og skemmti- legan frænda. Sóley frænka. Frændi minn Sæmundur Ólafsson er látinn á áttugasta og fimmta aldursári. Hann kveður nú síðastur þeirra bræðra. Kristín systir hans er ein eftirlifandi systkina. Hann var ekki gamall þegar hann kom fram í Vatnsenda yfir sum- artímann og vorum við mikið saman við allskonar störf svo sem að reka og sækja kýrnar sem voru fyrir ofan girðingu og þrífa fjósið þegar heim var komið eftir reksturinn. Við brölluðum margt saman og fundum upp á ýmsum hlutum sem ekki voru alltaf vel séðir, en ef við vorum duglegir og stóðum við það sem við áttum að gera var lítið sagt við því. Sæmundur fór snemma að vinna við allt sem viðkom fisk- veiðum og fiskverkun en alltaf þó í landi og fór nokkrum sinn- um suður á vertíðir en var þó mest heima við fiskvinnslu. Hann vann einnig lengi við múrverk hjá Stefáni bróður sín- um ásamt Gunnari Steinssyni. Þessi þrenning náði afar vel saman, glaðværð og léttleiki fylgdi þeim ávallt, hvar sem þeir voru við vinnu, og átti Sæ- mundur ekki hvað síst stóran hlut þar að máli, því að glettnin og spaugileg tilsvör voru honum eðlislæg. Sæmundur giftist 1965 Guð- rúnu Hallgrímsdóttur sem bjó með föður sínum Hallgrími Guðjónssyni og Grími syni Guð- rúnar. Hann flutti í heimili til þeirra í litla húsið að Vestur- götu 3. Skömmu eftir að Grímur faðir Guðrúnar lést stækkuðu þau húsið og gerðu að glæsilegu heimili. Þar bjuggu þau þrjú þangað til Grímur fór að heiman til Kaupmannahafnar og vann þar í mörg ár, þangað til hann lést þar fyrir nokkrum árum. Guðrún féll frá 1996 og var hennar sárt saknað. Oft voru þau nefnd bæði á nafn, Gunna og Sæmi, þegar var verið að tala um þau. Þau styrktu hvort annað í öllum gjörðum og at- höfnum svo að eðlilegt var að nefna þau bæði í einu. Þegar Kiwanisdeildin Súlur var stofnuð í Ólafsfirði var Sæ- mundur einn af stofnendum hennar og eitt tímabil forseti. Skömmu síðar var Sinawikdeild kvenna stofnuð og var Guðrún með þar frá byrjun. Sæmundur var oftast léttur og kátur og hafði glettin svör á reiðum höndum og létti lund þeirra sem hann umgekkst. Það var gaman að koma til hans í kaffi á morgnana, þar komu til hans fastir kaffigestir, þeir Jói Helga og Guðmundur nágranni hans, og stundum voru fleiri. Þar flugu brandararnir og frá- sagnir svo að oft var mikið hleg- ið. Guðmundur og Hafdís konan hans voru honum sérstaklega góð og hjálpsöm. Guðmundur aðstoðaði hann við fatakaup og annað sem hann vantaði og leit á hverjum degi inn til hans þeg- ar hann var heima. Síðustu ár var minnisleysi farið að hrjá hann og dvaldi hann eftir það á Hornbrekku við mikið og gott atlæti starfsfólksins þar. Kristín systir hans var dugleg að heim- sækja hann svo til á hverjum degi og einnig Sæbjörg frænka hans ásamt fleirum. Þessu fólki er þökkuð öll umhyggja við Sæ- mund sem hann mat mikils meðan hann þekkti fólkið og gat talað við það. Að síðustu færi ég honum þakkir fyrir alla þá aðstoð sem hann veitti okkur hjónunum með vinnu og eftirliti á íbúð okkar í Ólafsfirði. Sveinbjörn Sigurðsson frá Vatnsenda. Sæmi frændi, oft kallaður Alli í Mó, var bróðir afa okkar og sennilega af bræðrum sínum sá glettnasti. Ólafsfjörður var miðja al- heimsins og að hans mati sá staður sem honum þótti mjög vænt um. Það er sennilega ekki sannleikanum samkvæmt að segja að Sæmi frændi hafi ferðast mikið enda fór hann allra sinna ferða á hjóli og eng- an bílinn átti hann um ævina en það verður að segjast eins og er að skemmtilegri manni var ekki hægt að bjóða með sér á rúnt- inn. „Með leyfi forseta“ þá sá Sæmi frændi alltaf það góða í öllum og talaði ekki illa um fólk. Léttleikinn var aðalsmerki hans og við systurnar erum vissar um að rammsterkt og kitlandi ranamjölið í bland við leiftrandi húmorinn hafi haft góð áhrif á samferðarmennina. Hann hélt með „gulum og glöðum“ í fót- boltanum þ.e. Leiftri og ÍA. Hann var sannarlega kóngur í ríki sínu og það mátti ganga að því sem vísu að heima hjá hon- um væri til ís og súkkulaði með appelsínubragði handa okkur. Sæmi var frasakóngur fjöl- skyldunnar og það var stundum ótrúlegt að hlusta á hvernig hægt var að ljúka hverri setn- ingunni á fætur annarri með frösum eins og: „Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá, Silli og Valdi“; „þetta er alveg á heims- mælikvarða“; „þetta er alveg æðislegt“ og „blessaður vinur- inn“. Konur voru í hans huga ýmist drottningar eða búkollur, það er í raun ágætis skilgrein- ing þegar maður man ekki leng- ur nöfn á fólki. Um systur sína, Stínu, talaði Sæmi alltaf af mik- illi hlýju og virðingu og þá var einatt sagt „Didda mín“. Þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu og afa í Ólafsfirði þá var Sæmi frændi oft í hlutverki „afans á kantinum“ því þegar hann vissi að von var á okkur norður, leið ekki langur tími þar til hann var mættur á Tjörn til að heilsa upp á okkur. Glað- beittur og hógvær var hann og einstaklega barngóður og reyndist hann okkur vel á allan hátt og fundum við það að hann vildi veg okkar sem mestan. Það var gaman að sjá Sæma ganga í átt að Tjörn og af ein- hverjum óskiljanlegum ástæð- um virtist þykkur vindlareykur elta hann í hverju skrefi. Eins og allir vita þá er það sjaldgæft að vindar blási í Ólafsfirði en í bæði skiptin sem það gerðist þá var hárgreiðslan hans ýmist „slétt að framan“ eða „sítt að aftan“ allt eftir því hvernig vindurinn blés. Greiðsluerfið- leikunum mætti Sæmi af karl- mennsku og var til þess tekið að hann hefði fyrstur manna fund- ið upp þá síðtísku sem kölluð var greiðsludreifing og af frétt- um að dæma virðist hún vera orðin talsvert almenn. Eftir því sem árin liðu þá átt- uðum við okkur á því að Sæmi var líka mikill dýravinur og kettlingar voru í uppáhaldi hjá honum. Honum var vel treyst- andi til að halda á héluðum „kettlingi“ og skála við okkur systur um leið og hann hló með okkur og sagði sögur. Að leiðarlokum kveðjum við kæran frænda en um leið gleðj- umst við yfir því að hafa fengið að ganga með honum lífsins braut. Blessuð sé minning Sæma sem svo sannarlega var á allan hátt á heimsmælikvarða. Stefanía, Sigrún og Sunna. Aðalsteinn Sæ- mundur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.