Morgunblaðið - 22.05.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 22.05.2017, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017 mánudaginn 22. maí, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Uppboð í 20 ár Forsýning á verkunum í Gallerí Fold mánudag kl. 10–17 G un ne lla Lína Rut VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Viktor Sveinsson segir að það væri of djúpt tekið í árinni að segja að samtíminn sé búinn að gleyma lista- manninum Kristni Péturssyni. „En nafn hans er lítt þekkt í dag, þó allt- af hafi verið til listunnendur og sérvitringar sem hafa haft áhuga á honum, og marg- ir sem leggja sig fram við að safna verkum eftir hann.“ Viktor vinnur að útgáfu þriggja handrita sem Kristinn skrifaði, þar sem hann lýsir lífshlaupi sínu og sýn á listina, tilveruna og sam- félagið. Kristinn lést árið 1981, kom- inn á níræðisaldur, og hafði þá verið í sjálfskipaðri útlegð frá íslenska listasamfélaginu í um það bil þrjá áratugi. Var Kristinn ekki eins og fólk er flest, átti erfiða barnæsku, eldaði grátt silfur við marga sam- tímamenn sína en var líka á margan hátt einstakur listamaður. Níðst á veiku barni Kristinn fæddist á Vestfjörðum. „Hann missir foreldra sína mjög ungur, og skrifar um það að hann muni varla eftir þeim. Var Kristni komið fyrir á bæ í Dýrafirði og hef- ur sjálfsagt verið eins konar nið- ursetningur. Honum var búin öm- urleg vist og pískað út þrátt fyrir að glíma við mikil veikindi. Heim- ilismenn á bænum spöruðu við hann lyf og læknismeðferðir, og er nánast búið að drepa Kristin í hálfgerðum þrældómi,“ segir Viktor. Þrátt fyrir þessa skelfilegu byrj- un í lífinu tekst Kristni að mennta sig og er hann sendur til Reykjavík- ur í kennaranám. Kemst hann síðan út til Evrópu í listnám. „Þeir virðast fatta það, kennararnir og hrepp- stjórarnir að Kristinn lærir allt sem hann les, og því fær hann stuðning til að fara í bæinn. Kristinn skrifar ekki um það hvernig hann fjár- magnaði Evrópudvölina, og kannski örlar þar á einhverju vanþakklæti hjá honum. Eru til sögur um það að fóstri Kristins, sem fór svona illa með hann í barnæsku, hafi stutt hann með því að vinna verka- mannavinnu á Ísafirði og senda alla peningana út, en í skrifum sínum víkur Kristinn aldrei góðu orði að fóstra sínum, og reiðin og beiskjan er greinileg þegar hann lýsir upp- vaxtarárunum.“ Listnámið stundaði Kristinn í Noregi og er síðan á flakki um álf- una á millistríðsárunum. Segir Vikt- or að ekki sé ólíklegt að á ferðum sínum hafi Kristinn hreinlega búið á götunni. „Það var mjög óvanalegt að menn með sama sem ekkert bak- land gætu farið í nám erlendis og verið þar árum saman, og af skrif- um hans er ómögulegt að skilja á hverju Kristinn lifði. Seinna skrifaði Björn Th. Björnsson um námsár Kristins, og hvað hann var fátækur á þeim tíma. Kristinn varð æfur yfir þessu, og leiddi fram vitni í grein sem hann lét birta í Morgunblaðinu, til að reyna að hrekja ásakanir Björns.“ Sennilega hefur Kristinn náð að vinna eitthvað fyrir sér með listinni á meðan hann skoðaði álfuna og þræddi þar listasöfnin. „Hann varð fljótlega mjög flinkur í að gera brjóstmyndir og fær nokkrar pant- anir til að gera myndir af ýmsum fyrirmennum,“ segir Viktor. Hamingjusamur í útlegð Kristinn snýr aftur til Íslands skömmu eftir að kreppan mikla skellur á og árið 1941 flytur hann til Hveragerðis í hús sem hann sjálfur hannaði, þar sem bæði var vinnu- stofa, sýningarrými og íbúð. „Þar heldur hann sína hinstu listaverka- sýningu 1954 en lokar sig svo af frá íslenska listaheiminum. Kristinn heldur áfram að sinna sinni list, en var ekki lengur hluti af samfélagi listamanna,“ segir Viktor og bætir Sérvitringurinn í Seyðtúni  Í nóvember kemur út fyrsta bókin af þremur byggð á handritum Kristins Péturssonar listamanns  Lífshlaup hans var á margan hátt óvenjulegt og erfitt en mótlætið virtist aldrei ná að buga Kristin Viktor Sveinsson Hugmyndir Eitt af fjölmörgum málverkum Kristins Péturssonar. Þegar hann lést varð mikið menningarslys því skúlptúrverkum hans var fargað. Raunsönn form Í byrjun myndlistarnáms míns, taldi ég það mikinn kost við höggmynd- ina, að hún væri raunverulegur hlutur, ekki sjónhverfing af hlut eins og á sér stað í mynd á sléttum myndfleti. Samt var það nú svo, að eftir að hafa fengizt við höggmyndir allnokkuð og kynnzt eðli þeirra og tak- mörkunum, fór mig að fýsa að kynnast málverkinu og teikningunni ámóta vel. Flutti ég mig þá yfir í málaradeild Listaháskólans í Osló og tók til að teikna og mála með jafn-mikilli ákefð og ég áður hafði offrað höggmyndinni. Líkaði mér vel, hvað formið var frjálsara og möguleikarnir fleiri til ólíkustu tjáninga. Eftir að skólanum sleppti, komu einnig í ljós prakt- ískir hlutir við teikningarnar og málverkin, sem komu sér vel fyrir mig, eins og málum mínum var þá háttað. Það var mun auðveldara að varð- veita og flytja með sér þónokkurt magn af teikningum og málverkum í rúllu en fyrirferðarmiklar og þungar höggmyndir. Varðveizla og flutn- ingur þeirra höggmynda, er ég þá þegar hafði gert, var orðinn mér mik- ill kross og útgjaldaaukning. En eftir að hafa eignazt eigin vinnustofu og glímt við málverkið ára- tugum saman, fór áhugi á ýmsu raunsönnu eðli höggmyndarinnar aftur að ásækja mig í æ ríkari mæli. Mér er farið að þykja hið þunna form málverkanna á veggjunum eitthvað gægsnislegt. Það vantar rúmfyll- ingu og raunveruleik höggmyndanna, meira að segja þótt það séu ekki annað en lágmyndir, relíf á veggina, hvað þá heldur frítt standandi eða hangandi höggmyndir. Með hæfilega miklu magni af höggmyndum, sem eru gerðar fyrir sitt umhverfi í húsinu, verður húsið sjálft eða vistarverur þess að nokkurs konar innhverfri höggmynd „konkord“. Brot úr Töfratáknum Kristins Péturssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.