Freyr - 01.11.2006, Page 8
SKÓGRÆKT
Vanmetnar trjátegundir
í íslenskri skógrækt
- seinni hluti
Tegundir sem ástæða er til
að nota í litlu magni
í fyrri greininni, sem birt var í 6.
tbl. Freys 2006, var fjallað um
trjátegundir sem nota mætti að
takmörkuðu marki í íslenskri skóg-
rækt. Hér heldur umfjöllunin
áfram, að þessu sinni um tegundir
sem auka mætti notkun á verulega
að mati höfundar. Matið byggist á
aðlögun og nytsemi tegundarinnar.
Aðlögun er miðuð við núverandi
veðurfar og loftslagsbreytingar
sem í vændum eru á komandi öld
miðað við spár um hlýnun. Nytsemi
tekur mið af áherslum í íslenskri
skógrækt, þ.e. fjölnytjaskógrækt
sem innifelur landgræðslu-, timbur-,
skjól- og síðast en ekki síst yndis-
skógrækt.
Garðahlynur (Acer pseudoplatanus)
GARÐAHLYNUR (Acer pseudoplatanus)
Garðahlynur hefur líkt og askur og álmur
aðalútbreiðslu sína í tempraða beltinu í
Evrópu. Hann er meiri tækifærissinni en
flest önnur eðallauftré, er duglegur að
fjölga sér ( röskuðu landi og sýnir mikinn
vaxtarþrótt í æsku. Hann er vfða algengari
( landbúnaðarlandi en í skógum og hefur
fylgt landbúnaði alllangt norður um Skand-
inavíu. Þá hefur hann talsvert verið notaður
sem garðtré, ekki síst í bæjum og borgum
við sjávarsíðuna. Garðahlynur er ágætlega
vind- og seltuþolinn, vex hratt í frjósömum
jarðvegi og myndar harðan við sem er eftir-
sóttur til smíða.
Löng og góð reynsla er af garðahlyn
sem garðtré á sunnanverðu landinu þar
sem vöxtur er góður þrátt fyrir að haustkal
sé algengt á ungum trjém. í öðrum lands-
hlutum hefur hann ekki reynst eins vel
því kal hefur of oft verið meira en vöxtur.
Á undanförnum áratug hefur þó verið
breyting þar á til batnaðar. Garðahlyn ætti
að nota talsvert í yndisskógrækt og borgar-
skógrækt og nú þegar ætti hann að koma
til greina í timburskógrækt á frjósömu landi
í lágsveitum Suðurlands. Eftir þvl sem hlýnar
færist möguleg útbreiðsla hans norðar og
lengra inn til landsins. Ekki væri úr vegi
að stefna að gróðursetningu á um eða yfir
10.000 plöntum árlega að svo stöddu.
IEftir Þröst
Eysteinsson,
Skógrækt ríkisins
Silfurreynir (Sorbus intermedia)
og gráreynir (Sorbus x hybrida)
SILFURREYNIR (Sorbus intermedia) OG
GRÁREYNIR (Sorbus x hybrida)
Silfurreynir og gráreynir eru svipaðir að
vexti og útliti, báðir ættaðir frá sunnan-
verðri Skandinavíu og einkum ræktaðir
sem garðtré. Silfurreynir vex ágætlega á
sunnanverðu landinu en gráreynirinn er öllu
harðgerðari og hentar því betur á landinu
norðanverðu. Þeir eru ágætlega vindþolnir
en gera kröfu um frjósaman jarðveg ef þeir
eiga að ná góðum þroska. Viður þeirra er
eftirsóttur af rennismiðum.
Hvorug þessara reynitegunda hefur
verið notuð í skógrækt. Svipað gildir um
notkunarmöguleika þeirra og hlyns og ættu
þær að vera gróðursettar I svipuðu magni.
8
FREYR 11 2006