Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2006, Síða 13

Freyr - 01.11.2006, Síða 13
JARÐRÆKT Val repjustofna vorið 2007 IRÍkharð Brynjólfsson, Landbúnaðar- háskóla íslands Tafla 1. Uppskera og blaðhlutfall, uppskera sem hkg þe/ha. Stofn Sáðmagn kg/ha Hæð blaða, sm Hæð stönguls, sm Uppskera hkg þe/ha Blöð % Uppskera blöð Akela 10 60 37 67 58 39 Barcoli 10 10 63 74 44 33 Delta 10 75 38 67 53 36 Hobson 7,5 75 50 64 55 35 Hobson 10 80 49 65 52 34 Hobson 15 85 49 70 47 33 Hobson 20 80 51 77 48 37 Interval 10 90 68 72 40 29 Kýr á repjubeit á Hvanneyri. Ljósm. Ríkharð Brynjólfsson. Þó að langt sé til vors eru fyrstu vorboðarnir komnir, nefnilega aug- lýsingar áburðarsala. Fræsalar eru seinni á ferðinni, en jafn mikilvægt og að velja áburð af forsjálni og í Ijósi reynslunnar er að velja sáðvöru sem hentar þeim notum sem leitað er eftir. Undanfarin ár hefur val fóðurkálsstofna verið milli sumarrepju, vetrarrepju, þar sem Barcoli hefur verið ríkjandi, og fóðurmerg- káls. Hér skal það ekki endurtekið sem staðið hefur í Handbók bænda í áratugi um eiginleika þessara tegunda. (sumar var, eins og endranær, gerð græn- fóðurtilraun á Hvanneyri. Þar var m.a. próf- að hvaða áhrif væru af því að nota mismikið sáðmagn af Pluto-sumarrepju (10 og 15 kg/ha) og gerður samanburður á nokkrum stofnum vetrarrepju og einnig prófað hvaða áhrif mismikið sáðmagn hefur á uppskeru og blaðhlutfall vetrarrepju. Sáð var í tilraunina 26. maí og um leið borinn á ríflegur áburðarskammtur (1000 kg/ha 15-15-15). Fyrstu blóm sáust á sumarrepjunni í lok júlí (65 dögum frá sáningu) og var hún þá slegin. Nær enginn munur var á uppskeru (46 hkg þe/ha), en aftur á móti var greini- legt að meira sáðmagn gerði repjuna sterk- ari í baráttu við arfann. Af uppskerunni voru blöð rétt rúmlega 50%, örlítið meiri eftir minna sáðmagnið. Af vetrarrepju voru bornir saman fimm stofnar sem allir voru á markaði í fyrravor. Þeim var einnig sáð 23. maí og uppskornir 3. september. Uppskera og blaðhlutfall var sem segir í töflunni. Allir stofnar nema Akela voru komnir með einhverja blómknúppa, en það var aðeins Interval sem var farinn að blómstra að ráði. Aukið sáðmagn virðist auka uppskeru og fyrr um sumarið var augljóst að reitir með mikið sáðmagn náðu fyrr góðri þekju. Það er hins vegar athyglisvert að aukið sáðmagn Hobson hækkar ekki blaðhlutfallið. Sam- kvæmt reynslu og mælingum á nýtingu repju við randbeit mjólkurkúa bíta þær nær eingöngu blöðin. Uppskera blaða er um 35 hkg þe/ha, eða 350 g/m2. Þessu ber mjög vel saman við reynslu af randbeitarathugun á Hvanneyri 2005 og 2006. Kýrnar bitu nær eingöngu blöðin, og mismunur heildarupp- skeru eins og hún er mæld með slætti og leifa var einmitt um 35 hkg þe/ha. Vetrarrepjustofnar eru I eðli sínu tvíærir og eiga ekki að blómstra nema eftir kulda- tímabil sem í nágrannalöndum okkar er veturinn. Hjá okkur getur kuldi kringum spírun haft sömu áhrif. Síðastliðið vor var sáð í randbeitarathugunina 13. maí, og í henni blómstruðu allir stofnar nema Akela, Interval þó fyrst og mest. Það er þess vegna ekki rétt að flýta sér of mikið að sá vetrarr- epju nema þá á litla bletti. Akela er mjög frábrugðin hinum stofn- unum því það er dvergafbrigði, stöngull þess lengist nær ekkert og það er því ávallt lágvaxið. Það ætti ekki að nota ef einhver hætta er á arfa I flaginu. Interval er stofn, sem samkvæmt þessari reynslu ætti alls ekki að nota. Það gildir um alla repjustofna að þegar þeir byrja að blómstra stöðvast nýmyndun blaða. Það kemur glöggt fram að blaðhlutfall Interval er mun lægra en annarra stofna í tilrauninni, og í beitarathuguninni lagðist Interval og var þar með alveg ónýtur. Alltaf ber nokkuð á heiðgulum repjuökrum þegar tekur að líða á sumarið. Stundum er þetta væntanlega sumarrepja. Aldrei ætti að sá miklu af sumarrepju (ef þá nokkuð). Tíma- bilið frá því að hún er komin með þolanlega uppskeru og þar til nýtingin er orðin léleg er stutt. Fræ af henni er dýrt (hjá einum fræsala kostaði hún I fyrra þrefalt meira en vetrar- repja). Þurfi menn að fá repjubeit snemma er spurning hvort ekki sé hagkvæmara að sá tvöföldu magni af vetrarrepju. FREYR 11 2006 13

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.