Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2006, Síða 14

Freyr - 01.11.2006, Síða 14
JARÐRÆKT Selen í jarðvegi Framleiðsla á heilnæmu fóðri Selen er nauðsynlegt næringarefni fyrir menn og dýr en ekki hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess fyrir plöntur. í Kína er þekkt sam- band á milli lágs seleninnihalds í jarðvegi og sjúkdóma í mönnum og tengist það yfirleitt einhæfu mataræði þar sem fæðan er sprottin úr jarðvegi með lágt seleninnihald. Selenskortur er ekki líklegur í fólki á íslandi þar sem mataræði er yfirleitt það fjölbreytt. En það er önnur saga varðandi húsdýrin. Fóður þeirra getur verið einhæft og hugsanlega ræktað við takmarkaðan aðgang að seleni. Árið 1984 stóðu Finnar frammi fyrir því að lágt seleninni- hald í landbúnaðarafurðum, og þá sérstaklega korni, var farið að ógna heilsu þjóðarinnar. Þá var seleni bætt í áburð sem natríumselenat (Na2Se042 ) og neysia meðal Finna jókst hratt eða úr 30 pg/dag árið 1984 í 120 pg/dag árið 1989 á hvert mannsbarn (Vuori o.fl., 1994). SELEN í FÓÐRI Lágmarksseleninnihald í fóðri er talið vera um 0,10 mg/kg og eitrunar getur gætt ef innihaldið fer yfir 3-4 mg/kg. Skortur á sel- eni er þó mun algengari en eitrun og er hvít- vöðvaveiki eða stíuskjögur algengasta form selenskorts í skepnum. Það eru þó jafnframt sterk tengsl á milli selens og E-vítamíns og getur skortur á öðru hvoru leitt til sömu ein- kenna (Neal, 1997). Það hefur verið staðfest að selenskortur er algengur í ám nálægt burði og hefur seleninnihald í heyi verið mælt á bilinu 0,022-0,344, 0,015-0,025 og 0-0,130 mg/ kg eftir því um hvaða athuganir er að ræða (Guðmundur H. Gunnarsson, 1976; Þorkell Jóhannesson o.fl., 2004; Grétar Harðarson o.fl., 2006). EFNAFRÆÐIN Selen er nokkuð flókið efni. Það hefur ýmsa efnaeiginleika sameiginlega með brenni- steini enda eru efnin bæði í flokki 6 í lotu- kerfinu. Það merkir að efnin geta tekið sæti hvort annars í ýmsum sameindum. Getur því hár styrkur annars þeirra í jarðvegi hindr- að upptöku hins. Selen getur verið á fjórum oxunarstigum, sem seleníð (Se2_), frum-selen (Se°), selenít (Se032-) and selenat (Se042-). ( íslenskum jarðvegi er líklega helst að finna selenít en í mýrajarðvegi gæti seleníð verið til staðar. Plöntur geta tekið upp selenít og selenat og því eru það þau form selens sem skipta mestu varðandi fóðurgæðin. TÚNJÖFNUÐUR Lítið er vitað um selenbúskap jarðvegs á íslandi. Guðmundur H. Gunnarsson (1976) mældi selen I jarðvegi á Norðurlandi og var það að meðaltali um 1,07 mg/kg jarðvegs sem er nokkuð hátt enda inniheldur eld- fjallajarðvegur yfirleitt nokkuð mikið magn af seleni. Til að skoða næringarbúskap túna þarf að gera sér grein fyrir í hve miklu magni selen berst túninu og hve mikið er fjarlægt. Til að reikna þennan jöfnuð er hér gerður jöfnuður fyrir tún staðsett á Austurlandi. Úrkoma Meðalúrkoma í Finnlandi inniheldur um 115 ng Se/I og er styrkurinn heldur lægri í strand- ríkjum (Alfthan ofl. 2005). Hér er miðað við 100 ng Se/I með meðalúrkomu upp á 500 mm. Það gerir að um 0,5 g/ha af seleni. Áburður Fosfóráburður getur innihaldið agnarlítið magn af seleni (Alloway, 1997) og I túnjöfn- uði er það um 0,01 g/ha. Búfjáráburður er þó mikilvægari hvað þetta varðar en hann hefur mælst með um 2,4 mg/kg, það er þó rétt að árétta að engar mælingar eru til um þetta á íslandi. Einnig er styrkur efna I búfjáráburði háður styrknum í fóðri og því má gera ráð fyrir að seleninnihald í búfjár- áburði á Islandi sé nokkru lægra. Aftur á móti þegar gripum eru gefnar selenríkar fóð- urblöndur eða steinefni hækkar styrkurinn. Hér kemur þó að einu stærsta vandamálinu varðandi selen, að heildarmagn efnisins er eitt en styrkur þeirra efnasambanda sem skepnur og plöntur geta nýtt sér er annað. Steinefnablöndur innihalda oft selen í formi sem skepnur eiga ekki auðvelt með að taka upp, t.d. frum-selen (Se°), þannig að þótt styrkurinn verði mikill í búfjáráburðinum þýðir það samt ekki að mikið verði aðgengi- legt plöntum. í þessum jöfnuði er sökum lágs innihald selens í heyi gert ráð fyrir Se innihaldi 50% af mældum meðaltölum eða um 1,2 mg/kg sem gerir um 3,5 g/ha miðað við um 2,9 tonn/ha af mykju. Uppskera Uppskera fjarlægir um 0,1 g/ha af seleni ef miðað er við styrkinn 0,019 mg/kg í heyi sem Grétar Harðarson ofl. (2006) mældu á Austurlandi. Uppgufun Nokkuð af seleni getur gufað upp. ( Bret- landi hefur uppgufun Se verið mæld um 1,5 g/ha á ári (Haygarth ofl., 1994). Örveru- virkni er líklega nokkuð minni á (slandi sökum lægra hitastigs svo hér er miðað við um 1,0 g/ha. Útskolun Eitthvað af seleni skolast út, hér skortir allar mælingar en vitað er að selen í grunnvatni hefur mælst 0,228 pg/l (Hafnarfjörður, 2005) og miðað við 500 mm úrkomu má gera ráð fyrir að hámarksútskolun sé ekki yfir 1,1 g/ha. Afrennsli er það vatn sem ekki fer niður í jarðveginn og rennur til sjávar og er mest yfir vetrarmánuðina (Björn Þorsteinsson ofl., 2004). Afrennsli Se gæti verið um 0,3 g/ha. NIÐURSTAÐA Á mynd 1 má sjá hvernig þessir liðir skipt- ast. Miðað við framangreindar forsendur þá berst 1,67 g/ha meira af seleni til túnsins á ári en er fjarlægt. Búfjáráburðurinn er mikil- vægasti liðurinn. Ef einungis væri borinn á tilbúinn áburður væri jöfnuðurinn neikvæð- ur um 1,65 g/ha. ÁHRIFÁBURÐAREFNA Á SELENBÚSKAP Fosfóráburður eykur selenupptöku plantna og má skýra það með tvennum hætti. Annars vegar geta fosfór og selen keppt um bindisæti í jarðveginum þannig að mikill fosfóráburður getur í raun losað selen og gert það aðgengilegra plöntum. Hins vegar eykur fosfóráburður rótarvöxt sem 14 FREYR 11 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.