Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2006, Side 18

Freyr - 01.11.2006, Side 18
FISKIRÆKT Mótvægisaðgerðir til verndar lífríkis í ám og vötnum vegna vegagerðar IEftir Bjarna Jónsson, Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar. Vegagerð í og við ár, læki og vötn fylgir oft talsvert rask á vatnalífi og búsvæðum vatnadýra. Stundum er um að ræða rask sem komast má hjá með meiri varkárni eða framkvæmdir sem má að nokkru bæta fyrir með viðeigandi mótvægisaðgerðum. Mótvægisaðgerðir miða ekki síst að því að búa til eða endurheimta töpuð búsvæði og/eða veiðistaði, en markmiðið með slíkum aðgerðum er ætíð að skilja framkvæmdasvæðið eftir sem næst því sem það var áður en til rasksins var stofnað. Enn skortir talsvert á að virkt eftirlit sé með framkvæmdum við íslensk vatnsföll. Því er mikilvægt að allir þeir sem tengjast á einn eða annan hátt svæðum sem til stendur að raska í tengslum við vegagerð, ekki síst landeigendur og veiðifélög, séu meðvitaðir um mögulegan skaða sem framkvæmdir geta valdið og veiti framkvæmdaaðilum nauðsynlegt aðhald í þeim tilvikum sem slíkt er nauðsynlegt. Æ algengara er að gripið sé til mótvægisaðgerða til að koma til móts við tjón sem framkvæmdir valda. Margra kosta völ er við slíkar umbætur og er hér fjallað um nokkrar þær leiðir sem til greina koma. BÚSVÆÐAGERÐ FYRIR SEIÐI Ein leið til að styrkja náttúrulega framleiðslu veiðiáa er að útbúa ný búsvæði fyrir seiði til viðbótar þeim sem fyrir eru eða í stað ann- arra sem tapast. Eftir því sem seiði eru eldri og stærri þurfa þau betra skjól. Á stórum svæðum eru mjög takmörkuð skilyrði fyrir eldri seiði þrátt fyrir að mikið komist upp af ungum seiðum. I seiðarannsóknum má sjá vísbendingu um þetta þar sem mikið veiðist gjarnan af nýklöktum seiðum eins og bleikju- og laxaseiðum, sem eru svo horfin að mestu árin á eftir. Sum seiðin leita á staði sem bjóða þeim betri búsvæði en líklegt er að stór hluti þeirra farist. Heppileg aðferð til búsvæðagerðar er að útbúa grjótgarða eða grjóthleðslur í ánum sem fóstrað geta seiði. Það er einnig ákjósanlegt að sameina að einhverju leyti búsvæðagerð og varnir gegn landbroti og ágangi áa á vegstæði. Þegar útbúnir eru grjótgarðar þarf að gæta að því að gera þá þannig úr garði að áin nái ekki að brjóta sér leið fram hjá þeim með landi eða þeir breyti um of straumstefnu með óvissum afleiðingum. Önnur leið í búsvæðagerð er að útbúa svokallaða grjótodda. Grjótoddarnir eru stakar hleðslur þriggja eða fleiri steina sem mjókka á móti straumi og kljúfa hann á völdum stöðum f ánum. Einnig getur verið hentugt að blanda saman grjótgörðum og grjótoddum á sama svæði. Helsta vandamálið sem fylgir gerð grjót- garða eða grjótodda er að þeir skolist til, grafist niður eða fyllist af framburði þannig að ekki verði nægjanlegt rennsli í gegnum þá með þeim afleiðingum að lífrfki í þeim nái ekki að dafna. Á það bæði við um fiskseiði og þær lífverur sem þau lifa á. Nýju búsvæðin þurfa því að vera úr nægjanlega stóru grjóti til þess að skolast ekki burt en samt ekki of stóru því rennsli um það verður ekki eins gott. Mjög stórir steinar einir og sér henta betur til veiðistaðagerðar. Best er að gera grjótgarða úr hnullungsgrjóti og smærra grjóti í bland. Varast ber eins og hægt er að möl eða sandur berist með f garðana. Ffnna efni veldur því að vatn streymir ekki eins vel í gegnum þá og garðarnir breytast í malargildr- ur fremur en búsvæði fiskseiða. Mikil reynsla hefur orðið til í búsvæðagerð á undanförn- um árum og munar þar mestu um þróunar- starf í Húseyjarkvísl í Skagafirði, en þá reynslu má yfirfæra víðar. Búsvæðagerð fyrir seiði er mikilvægur hluti mótvægisaðgerða í ám sem verða t.d fyrir áhrifum vegagerðar. Þegar ár renna í mörgum kvíslum, eins og Norðurá í Skagafirði sem hér er á mynd, þarf að gæta þess í öllum mótvægisaðgerðum vegna vegagerðar að áin geti áfram kvíslast auðveldlega um áreyrarnar. Slíkar aðgerðir eru einmitt mikilvægur liður í mótvægisaðgerðum vegna vegaframkvæmda sem nú standa yfir við Norðurá. Ljósmyndir: Bjarni Jónsson. Hamarsá Vatnsnesi. Alvarleg mistök voru gerð við frágang eftir brúargerð. Mokað var upp úr farvegi árinnar og farvegur árinnar þrengdur með efnisflutningum. í stað þess að þarna séu nú gjöful búsvæði laxaseiða hefur áin grafið sig í einn stríðan stokk og áhrifasvæðið heldur áfram að stækka með því að möl og smágrýti ofan staðarins grefst í burtu. 18 FREYR 11 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.