Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Blaðsíða 13

Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Blaðsíða 13
Það var dimman nóvembermorgun= Herjólfur var að^leggja að bryggjunni. Vinir og venzlafólk farþeganna beið skipskom- unnar ásamt verkamönnum skipaafgreiðslunnar. Við borðstokkinn stóðu farþegarnir, albúnir að stíga á land. Á meðal þeirra var drukkinn maður, sem auðsjáanlega lá meira á að komast í land en hinu fólkinu. Honn reyndi því að kom- ast í land áður en skipið var fullkomlega logst að. En kapp er best. með forsjá. Manninum tókst ekki að stökkva upp á bryggjuna heldur féll í sjóinn. Hann sló höfðinu við í fallinu og missti meðvitund. Það varð þessum manni e.t.v. til lífs að þarna var nærstaddur sv.for. S'jóskátasveitarinnar, Tón Ögmundsson, og áður en nokkur viðstaddra hafði Jón kastað sér niður á milli sk.ips og bryggju og náð taki á manninum. Jóni tókst að halda manniniam uppúr þar til björgunarhring var kastað niður og drukkni maðurinn var dreginn upp. Ef hér hefði ekki verið skáti nærstoddur er ekki víst að eins vel hefði tekist til. Snarræði Jóns Ögmundssonar og mörg önnur dæmi sanna að kjörorðið "Vertu viðbúinn" er skátanum ávalt efst í huga. Jón Ögmundsson Sveitin var upnhaflega sveit. Stofnendur voru stofnuð 12. november 1963, sem fjallarekka- skátar á aldrinum 15-17 ára, sem voru þá elstu skátar sem. höfðu áhuga fyrir að starfa og_hlaut sveitin þess vegna nafnið Öldungar. 1 oktobexmiánuði 1964 kom fram sú hugmynd, að breyta sveitinni í sjóskáta- sveit og var það sambykkt eftir að búið var að ransaka málið frá öllum hliðum. Hefur sveitin nú starfað sem sjóskátasveit síðan. Nú x haust heldur sveitin upp á 5 ára afmæli sitt. Sveitarforingi hefur verið frá upphafi Jón Ögmundsson. Aðstoðarsveitarforingi er nú Hörður Hilmisson.

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.