Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Blaðsíða 35
mtuiu
Góðir skátaro
Mig langar að skrifa nokkrar línur
í Faxa, um Skátafélagið Faxa.
Faxi var stofnaður árið 1938 22/2
og er því rett rúmlega 30 ára»
Fyrstu árin var starfið mjög blóm-
legt, en síðustu árin hefur því farið
hnignandi þar til á þessu ári að
gert hefur verið stórátak til að
re'tta felagið við, en samt er nd
mikil hætta á að felagið sundrist
einmitt nú, ef ekki er rett á málum
haldið.
Mjög bagalegt er að félagsforingi sé
einnig sveitarforingi í sveit
ínnan hins almenna skátastarfs, og
aðstoðarfélagsforingi sé settur
deildarforingi og formaður hússtjórnar
með meiru.
Einn er sá klúbbur innan félagsins
sem ætti þar ekki að vera, en það
er foringjaklúbburinn MJÖLNIR sem
ég býst við að hafi mjög slasm áhrif
á starf yngri skáta.
Húsnæðismálin eru ekki tekin nógu
sterkum tökum, Ekki á að þekkjast
að neinn komi inn á útiskóm, einnig
á ekki að þekkjast að skátar skilji
við herbergin án bess að taka til
eftir sig,riksuga ef með þarf.
Skátar munið að þetta er heimilið
okkar, það erum við semberum. ábyrgð
á því, það erum við sem þurfum að
halda því hreinu og það erum við sem
fáum þakkirnar. Eg skora á ykkur öll
að ganga vel um húsnæðið okkar og
starfa vel innan skátahreifingarinnar.
Með skátakveðju.
S. E.
Og svo sagði ég "þú ert sem
betur fer ekki eini rakarinn
í bænum," en það var hann samt.
"Þú notar of mikið af þessu ilm-
vatnio"